Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 24
Enn ríða apar um héruð Fólkið bak við eina helstu stórmynd ársins ÞETTA gildir einkum um svo-kallaðan raunveruleika, síð-ur um þann sýndarveruleika sem kvikmyndirnar eru. Stað- reyndin er þó sú, eins og þeir vita sem sækja kvikmyndahúsin að staðaldri, að ofbeldissýningar kvikmynda okkar daga eru orðnar gjörsamlega glórulausar, jafn sið- lausar og þær eru náttúrulausar, staðlaðar og staðnaðar. Öll tækni- brögðin, sem kvikmyndagerð- armönnum standa nú til boða, ekki síst kraftaverk tölvunnar, hafa að verulegum hluta verið notuð til þess eins að margfalda blóðsúthell- ingar, ýkja limlestingar og af- skræma dauðastundir, vel að merkja án þess að allt þetta þjóni ígrundaðri sögu eða persónum; það á að koma í staðinn fyrir hvort tveggja. Ádeilur á ofbeldi eru að- eins lítill partur af þessu of- framboði og í raun hafa kvikmynd- irnar að því leyti engu bætt við áhrif Bonnie and Clyde Arthurs Penn og The Wild Bunch Sams Peck- inpah fyrir rúmum þrjátíu árum; stríðsádeilur á borð við Saving Private Ryan Spielbergs og The Thin Red Line Malicks hafa reynt, en árangurinn skilur eftir sig blendnar tilfinningar. Ofbeldisútmálun síðustu ára í kvikmyndun hefur fyrst og fremst mótast af tómhyggjulegum gálga- húmor Quentins Tarantino. Eft- irhermur allra landa hafa samein- ast í aðdáun á Revervoir Dogs og Pulp Fiction; nægir þar að nefna ofgnótt breskra glæpamynda síð- ustu misseri og jafnvel danskar of- beldisæfingar á borð við I Kina spiser de hunde og Blinkende lygter sem sýnd hefur verið hér- lendis undanfarið. Það er leitt að sjá hæfileikaríka kvikmyndagerð- armenn sóa tíma sínum í jafn marklaust bull. Kerfisbundnar aðferðir við of- beldisátök eru kallaðar bardaga- list og heil grein bíómynda helguð þeirri kúnst. Hún sækir hetjur sínar og bardagalistamenn eink- um til austurs. Nú eru sýnd hér í Reykjavík tvö dæmi um listgrein- ina, annars vegar Rush Hour 2 með Jackie Chan og hins vegar Kiss Of the Dragon með Jet Li. Sá síðarnefndi býður upp á húmors- lausa blóð- og beinasúpu sem er jafnheimskuleg og hún er alvöru- þrungin og fimlega matreidd. Sá fyrrnefndi er góðlátlegur slags- málahundur upp á gamla móðinn sem minnir á teiknimyndaofbeldi Tomma og Jenna þar sem mannslíkaminn hefur framhalds- lífseiginleika harmonikunnar. Chan er fimleikamaður, að vísu orðinn nokkuð aldraður og lurk- um laminn, og forðast þær yf- irgengilegu heilaslettu- og bein- brotaveislur sem einkenna allt of margar hasarmyndir nú orðið. Hann hittir á einhvern húm- orískan meinleysistón sem rétt- lætir ofbeldið og gerir það að sak- leysislegu skemmtiatriði. Vitað er að sómakærir borg- arar, ráðherrar og prestar, hafa gaman af því að horfa á hressileg handalögmál og jafnvel byssu- bardaga. Virtir rokkkóngar, fréttahaukar og alþingismenn berjast fyrir lögleiðingu hnefa- leika og telja til íþrótta. Er ekki rétt að hafa í huga að menn hugsa ekki skýrt með kreppta hnefa? Handalögmál og fóta Jet Li í Kiss Of the Dragon: Ofbeldi í lausu lofti. „Enginn maður hugsar skýrt með kreppta hnefa,“ segir handalögmálið. Í sumum tilfellum þarf ekki kreppta hnefa til. Jafnvel mætti sleppa orðinu „skýrt“: Enginn maður hugsar með kreppta hnefa. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson  SKÍFAN frumsýnir hinn 7. september bandaríska end- urgerð á frönsku gamanmyndinni Les Visiteurs. Hún heitir Just Visiting og er með frönsku leikurunum Jean Reno og Christian Clav- ier í aðalhlutverkum en leikstjóri er Jean-Marie Poiré. Eins og í frönsku myndinni er sagt frá ridd- urum á 13. öld sem ferðast til nú- tímans en í þetta skipti lenda í þeir Bandaríkjunum og eiga í miklu basli með að koma sér til baka. Gestir í Ameríku Reno: Tíma- skekkja í Am- eríku.  HINN 28. september frumsýnir Bíóborgin bresku gamanmyndina High Heels, Low Life með Minnie Driver, Mary McCormack og Kevin McNally. Leikstjóri er breski háðfuglinn Mel Smith en myndin segir frá áræðinni hjúkr- unarkonu sem kemst á snoðir um að fremja eigi bankarán og leyf- ir sér að beita ræningjana fjár- kúgun. Lendir hún í nokkurri hættu af þeim sökum. Áræðin hjúkrunarkona Minnie Driver: Hjúkka á hál- um ís.  ÞAÐ styttist í frumsýningu á nýjustu mynd Steven Spielbergs, A.I. eða Artifici- al Intelligence eða Gervi- greind sem hann gerði eftir leiðsögn Stanley Kubricks. Hún verður frumsýnd á veg- um Sambíóanna í fimm kvik- myndahúsum þann 21. sept- ember en með aðalhlutverkin fara Haley Joel Osment og Jude Law og fjallar myndin um vélmenni, í líki drengs, sem vill verða mennskt. Styttist í A.I. Á frumsýningu A.I.: Haley Joel Osment og leikstjórinn Steven Spielberg.  SKRADDARINN í Panama eða The Tailor of Panama verður frumsýnd í Stjörnubíói 21. september. Hún er gerð eftir njósna- sögu John Le Carré og er með Pierce Brosnan, Ge- offrey Rush og Jamie Lee Curtis í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er John Boorman en myndin segir frá klæðskera í Panama sem flæk- ist inn í njósnamál. Skraddarinn í september John Boorman: Njósnadrama eftir le Carré.  ÞÓTT ekki sé farið að frumsýna fyrstu bíó- myndina eftir sögunum vinsælu um Harry Pott- er er undirbúningur þeg- ar hafinn fyrir gerð fram- haldsins. Aðalleikarar verða flestir þeir sömu, Maggie Smith, Robbie Coltrane, Alan Rick- man, og leikstjórinn sem fyrr Chris Columbus. Þeim liggur svona voðalega á vegna þess að Dan- iel Radcliffe, sem leikur Harry, er orðinn 12 ára og gæti farið í mútur þá og þegar. Víða er Potter brotinn Daniel Radcliffe: Kapp- hlaup við mútutímann.  FYRSTU mynd nýs framleiðslufyrirtækis Micks Jagger úr Rolling Stones, Jagged Films, var illa tek- ið á Edinborgarhátíðinni þar sem hún var frumsýnd. Myndin, sem heitir Enigma, er byggð á met- sölubók Roberts Harris og hefur verið sex ár á leiðinni á tjaldið. Hún fjallar um breska dulmálssérfræð- inga í seinni heimsstyrjöldinni og skartar Dougray Scott, Kate Winslet, Jeremy Northam og Saffron Burrows í aðalhlutverkum. Leikstjórinn er hinn margreyndi Michael Apted og handritið samdi leikritaskáldið Tom Stoppard. Allt kom fyrir ekki: Myndin er sögð þunglamaleg og dauf. Hins vegar er höfundur bókarinnar ánægður með útkomuna, einkum verk Stoppards. Jaggermætti ekki á frum- sýninguna og hafði ekki fyrir að afboða sig. Jaggermynd fær dauflegar móttökur Mick Jagger: Framleiðslu hans lítt fagnað.  ÞÓTT þess sjái sjaldan stað í íslenskum kvikmyndahúsum, nema á kvikmyndahátíð- um, vekja myndir frá öðrum löndum en Bandaríkjunum og Bretlandi athygli erlendis annað slagið. Nýleg dæmi eru Amores Perr- os frá Mexíkó, frumraun Alejandro González Inarritu sem tvinnar saman þrjár sérkenni- legar sögur frá Mexíkóborg, og þýska mynd- in Aimée og Jagúar, sem einnig er frumraun eftir Max Färberböck og er lesbísk ástar- saga. Frumraunir frá Mexíkó og Þýskalandi  NÆSTA stóra nýbylgjan í kvikmyndum gæti kom- ið frá Taílandi, en tvær nýjar myndir þaðan vekja nú heimsathygli. Önnur er eins konar spaghettíaustri, óður til gamalla taílenskra hasarmynda og heitir Tár svarta tígursins eftir leikstjórann Wisit Sas- anatieng. Hin myndin er dýrasta mynd sem gerð hefur verið í Taílandi, Suriyothai, en hún kostaði á 7. hundrað milljóna króna. Leikstjórinn heitir Chatri Chalerm og myndin segir frá taílenskri drottningu sem uppi var 1490 til 1540. Báðar þessar myndir hafa fengið fyrirtaks dóma og aðsókn og vakið áhuga erlendra dreifingarfyrirtækja. Sú seinni er af sumum talin líkleg til óskarsverðlauna. Vonandi verð- ur Kvikmyndahátíð í Reykjavík á Taílandsvaktinni. Taílendingar sækja fram  BANDARÍSKI kvikmyndaleik- arinn Denzel Washington mun seint í september hefja tökur á fyrsta leikstjórnarverkefni sínu, The Antwone Fisher Story. Titilpersónan er sjóliði sem horfist í augu við sársaukafulla fortíð með hjálp ungrar konu, sem einnig er í sjóhernum. Að- alhlutverkin leika Derek Luke og Joy Bryant, en Washington leikstjóri kemur til liðs við þau í hlutverki geðlæknis. Washington leikstýrir Denzel Wash- ington: Fyrir aft- an og framan tökuvélina.  TÖLVUTEIKNIMYNDIR hafa rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum og er nú Twentieth Century Fox að vinna við eina slíka sem fengið hefur heitið Ís- öldeða Ice Age. Hún gerist eins og nafnið bendir til á ísöld og segir frá þremur ólíkindalegum vinum sem fara í langt og strangt ferðalag með lítið mannsbarn í farteskinu. Með helstu hlutverk í talsetningunni fara Ray Romano úr sjónvarpsþáttunum Everybody Loves Raymond, John Leguizamo og Denis Leary. Myndin verður frumsýnd vestra 15. mars á næsta ári og verður páskamynd Skífunnar. Ísöld SÆNSKA myndin Nýja landið eða Det nya land- et í leikstjórn Geirs Hansteen Jörgensen var val- in besta mynd Norðurlanda árið 2001 á norrænu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í vikunni. Þessi verðlaun eru ný og taka við af Amöndunni svo- kölluðu en dómnefnd veitir alls fern verðlaun – fyrir bestu mynd, besta handrit og tvenn leik- araverðlaun. Lucas Moodyson fékk handritsverð- launin fyrir Det nya landet en þessi mynd var sýnd hér í Sjónvarpinu sem þáttaröð sl. vetur. Íslenska bíómyndin Villiljós eftir Ingu Lísu Middleton, Dag Kára, Ragnar Bragason, Ásgrím Sverrisson og Einar Þór Gunnlaugsson var eina íslenska myndin í keppninni að þessu sinni en Ík- ingút eftir Gísla Snæ Erlingsson opnaði sérstaka barnamyndadagskrá í Haugasundi á þriðjudag. Alls tóku 13 leiknar bíómyndir þátt í keppninni, 3 frá Noregi, 4 frá Svíþjóð, 2 frá Danmörku og 3 frá Finnlandi. Verðlaununum er ætlað að auð- velda og ýta undir dreifingu norrænna mynda á Norðurlöndunum, auk þeirrar listrænu viður- kenningar sem þau fela í sér. Dómnefndina skip- uðu danski leikstjórinn Morten Arnfred, norska leikkonan Anneke von der Lippe og sænski gagn- rýnandinn Gunnar Rehlin. Íslenski draumurinn í Edinborg Kvikmynd Roberts Douglas Íslenski draum- urin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg sem lauk um síðustu helgi en Robert er um þess- ar mundir að taka næstu mynd sína, Maður eins og ég. Villiljós og Ikingut sýnd í Haugasundi Nýja landið besta mynd Norðurlanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.