Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 B 25 bíó Rachael Leigh Cook heitir ein afefnilegri leikkonunum íHollywood af yngri kynslóð- inni. Mörg smástirni eins og hún hafa orðið til í gegnum unglinga- hrollvekjurnar, sem gengu í end- urnýjun lífdaga fyrir nokkrum misserum, en Cook fór aðra leið og er nú eftirsótt í kvikmyndirnar. Hún fer með eitt aðalhlutverkið í bresku gamanmyndinni Blow Dry, sem frumsýnd hefur verið í Stjörnubíói. Myndin fjallar um stórmót hárgreiðslumeistara í bænum Keghley. Alan Rickman er meistari sem má muna sinn fífil fegri en aðrir á mótinu eru gamall andstæðingur hans, sem Bill Nighy leikur, og dóttir hans, sem Rachael Leigh Cook leikur. Aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Natasha Rich- ardson og Rachel Griffiths. Rachael Leigh dvaldi í Bretlandi um nokkra hríð á meðan á tökum Blow Dry stóð og upplifði kalt loftslagið, feitan matinn og fót- boltaæðið, sem einkennir staðinn og fannst að sögn ýmislegt und- arlegt í fari Bretanna. „Þið eruð alveg sérstaklega uppteknir af því að setja „u“ í orð sem ég hélt að hefðu engin „u“,“ segir hún í við- tali við breskt kvikmyndatímarit. „Ég gæti talað endalaust um það atriði,“ bætir hún við. Rachael Leigh Cook hafnaði hlut- verki Rouge í stórmyndinni X- Men og mætti ætla að hún sæi eftir þeirri ákvörðun en það er öðru nær. „Ég hefði bara orðið ömurleg, leikandi á móti öllum þessum tölvuteikningum,“ segir hún. Í staðinn kaus hún að leika í Blow Dry. Dvölin í Bretlandi var annars viðburðasnauð fyrir leik- konuna þar sem hún gisti á hóteli í Yorkshire. „Það skemmtilegasta sem gerðist þar var óvænt bruna- æfing en annars horfði ég mest á sjónvarpið.“ Hún er kunn úr bandarískum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum fyrir að leika unglinga á ref- ilstigum. „Ég var með orðin „fórn- arlamb“ og „vandræðaunglingur“ stimpluð á ennið á mér,“ segir hún, „sem er skrítið vegna þess að ég var algerlega venjulegur ung- lingur og ég held aldrei til vand- ræða.“ Myndin sem fyrst vakti veru- lega athygli á hinni ungu leikkonu hét She’s All That frá árinu 1999 þar sem hún fór með aðal- hlutverkið. Hlutverkunum fór fjölgandi eftir hana og fjölmiðlarn- ir kepptust um að hafa við hana viðtöl. „Þeir spurðu alltaf sömu átta spurninganna eða svo og við mamma, sem fór með mér í gegn- um þetta, brugðum á leik til þess að reyna að gera þetta skemmti- legra. Hún sagði eitthvert orð eins og appelsína og ég varð að koma því einhvern veginn inn í viðtalið. Spurning: Hvernig var að vinna með Freddie Prinze yngri? Svar: Freddie var algjör appelsína.“ Leigh Cook hefur að undanförnu leikið í myndunum AntiTrust á móti Tim Robbins og Get Carter á móti Sylvester Stallone auk mynd- arinnar Josie and the Pussycats. Gagnrýnendur hafa líkt henni við Winona Ryder. „Mér finnst það alveg hræðilegt að kalla einhvern „hina nýju Winona Ryder“ þegar haft er í huga að Ryder er aðeins 29 ára,“ segir Cook. „Þar fyrir utan er ég alveg séstaklega stolt af því að vera líkt við Winona.“ Hún hefur einnig kynnst pen- ingahliðinni á kvikmyndagerðinni í Hollywood. „Peningar eru þar lagðir að jöfnu við leikhæfileika og ég á nokkuð erfitt með að kyngja því,“ segir hún. Og hún hefur orð- ið tilefni slúðurfrétta. „Mér er sagt að ég sé samkyn- hneigð. Ég á að hafa verið með Natalie Portman. Það gæti verið verra en, í alvöru, ég hef aldrei litið stúlkuna augum...“ Annir og app- elsínur hjá Cook Rachael Leigh Cook er talin með efnilegustu leikkon- unum af yngstu kynslóðinni í Hollywood í dag. Hún var í Anti- Trust og Get Carter og leikur nú í bresku gamanmyndinni Blow Dry. Hún hefur verið kölluð „hin unga Winona Ryder“ og er stolt af því. Arnaldur Indriðason SVIPMYND Fullbúnar íbúðir á frábæru verði Yfir 34 ára reynsla í húsbyggingum, verð og gæði í fyrirrúmi  Við erum með í byggingu 12 íbúða fjölbýlishús við Kríuás 17a og b í Hafnarfirði. Aðeins 2 óseldar, 4ra herb. íbúðir, í þessu húsi. Allt í sér- flokki. Allir burðaveggir hússins verða steyptir. Húsið verður einangrað að ut- an og klætt með Steni og Stenex. Engin málun, engar múrskemmdir og því mjög viðhaldslétt. Við segjum hiklaust við vini okkar og kunn- ingja: Kaupið aðeins íbúðir í húsum sem eru einangruð og klædd að ut- an. Gerið eitthvað skemmtilegra við peningana en að henda þeim í endalaust viðhald. Sameiginlegur hiti verður í hverjum stigagangi og Danfoss hitastillar á hverjum ofni.  Við leggjum metnað okkar í góðan frágang og ánægjuleg samskipti við viðskiptavini okkar. Ath. að 4ra herb. íbúðir hjá okkur eru um 122 fm á meðan samkeppnis- aðilar eru að bjóða 4ra herb. íbúðir að stærðum 100-110 á hliðstæðu verði.  Við bjóðum greiðslukjör og sveigjanleika í samningum, þú kemur með tillögu og við finnum lausn handa þér. Sigurður og Júlíus ehf. símar 565 0644, 896 8333 og 893 3569 - fax 565 0937. Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.