Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 17 Nokkur frábær fyrirtæki 1. Nýlegur tölvuskóli með mjög fullkomnar nýjar og öflugar tölvur og góðan viðbúnað. Frábært nýtt námsefni fylgir með. Selst vegna anna eigandans. Pláss fyrir 36 nemendur. Allt nýtt og fullkomið. Aðalvertíðin er að byrja. Undirverktakar sjá um kennslu. 2. Lítið framleiðslufyrirtæki til sölu sem ekki hefur öll eggin í sömu körfu. Framleiðir í þremur ólíkum greinum, sýnishorn á staðnum. Framleiðir úr gúmmíi, járni og plasti. Þarf um 150 fm pláss. 3. Bjórkrá í miðborginni með hljóðkerfi, spilakössum og palli fyrir uppákomur. Vel staðsettur staður sem býður upp á marga mögu- leika og er í fullum rekstri. Öll leyfi til staðar. Nær eingöngu bjórsala. Góð velta. 4. Iðnfyrirtæki með prjónavélar sem framleiðir frábærar vörur, betri en innfluttar. (Ekki peysur). Getur verið hvar sem er á land- inu. Einstök gæðavara með fallegt útlit. Mikil hönnunarvinna hefur átt sér stað. Sýnishorn á staðnum. 5. Skemmtistaður úti á landi með tveimur sölum og börum. Dansleik- ir, veislur, ferðahópar, fastir viðskiptavinir á veturna. (Lions og önnur félög). Skemmtileg lifandi vinna. Húsnæðið fylgir með. Verð kr. 28 millj. Áhvílandi er kr. 11 millj. Laust strax ef vill. Skemmtilegt og lifandi bæjarfélag. Höfum kaupanda að stórri matvöruheildverslun. Höfum kaupanda að smærri plastverksmiðjum. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         LJÓSANÓTT, menningarnóttin í Reykjanesbæ, tókst vel. Fjöldi fólks var á hátíðinni sem fram fór síðastliðinn laugardag og áætla skipuleggjendur og lögregla að 15-20 þúsund manns hafi verið viðstaddir hápunkt hátíðarinnar, þegar kveikt var á lýsingu Bergs- ins. Gestirnir hafa því verið mun fleiri en íbúar Reykjanesbæjar. Um 10.800 búa í bænum en alls um 16.500 á Suðurnesjum. „Ég er enn í skýjunum. Það tókst allt vel. Veðrið lék við okk- ur, eins og ég hafði spáð, og kvöldið fallegt. Þá var gaman að sjá hvað margir gestir komu,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri en hann var formaður undirbún- ingsnefndar ljósahátíðar. Bæjarbúar ánægðir Steinþór segist hafa verið að tala við þá sem voru með sýn- ingar og uppákomur á laug- ardaginn. Allir létu vel af deg- inum, mikil umferð hafi verið allsstaðar þar sem eitthvað var um að vera. Nefnir hann sem dæmi að áætlað hafi verið að sýna stuttmynd með gömlum myndum úr bæjarlífinu fjórum sinnum en 100 manns hafi orðið frá að hverfa þótt aukasýningu hafi verið bætt við. Segir Stein- þór að reynt verði að sýna mynd- ina seinna til þess að allir geti átt þess kost að sjá hana. „Það var dagskrá fyrir alla ald- urshópa og ég held að okkur hafi tekist að gera alla ánægða. Ég finn það á viðbrögðum bæjarbúa að þeir eru ánægðir. Það kemur mér raunar skemmtilega á óvart að okkur hefur tekist að koma fólki aftur á óvart. Það var undr- andi á því hvað margir komu á ljósanótt í fyrra, þegar við kveiktum á lýsingu Bergsins í fyrsta skipti, en núna tókst okkur að gera betur með fjölbreyttari dagskrá og nýjum atriðum,“ segir Steinþór. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík fór ljósanóttin vel fram. Ein- hver útköll voru en allt vegna smávægilegra mála. Þó gistu þrír fangageymslur. Áætlað er að 15–20 þúsund gestir hafi verið á ljósanótt Tókst aftur að koma fólki á óvart Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Eldgleypar sýndu töfrabrögð sín í portinu hjá Svarta pakkhúsinu á ljósanótt. Reykjanesbær BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg hefur gefið Lyngseli í Sandgerði vísi að bókasafni. Svæðisskrifstofa Reykja- ness rekur skammtímavistun fyrir fötluð börn í Lyngseli. Tilgangur skammtímavistunar- innar er að veita fötluðum börnum frístundir við hæfi og hvíla heimilin, að sögn Kolbrúnar Marelsdóttur forstöðuþroskaþjálfa. Þangað koma um 20 börn á mánuði og dvelja frá tveimur dögum og upp í viku í senn og sum koma tvisvar í mánuði. Við heimilið starfa tuttugu manns. Starfsfólkið hefur haft áhuga á að eignast barnabækur og þar sem engu fé er varið til þess hefur það hringt í bókaforlögin og falast eftir bókum að gjöf. „Skjaldborg tók ein- staklega vel í beiðni okkar og kom fram með þá hugmynd að stofna bókasafn hér,“ segir Kolbrún. Börnin kunna að meta bækurnar Skjaldborg gaf Lyngseli 70 barnabækur sem stofn að bókasafni. Fyrirtækið hefur verið að auka út- gáfu á barnabókum og rekur barna- bókaklúbbinn Lestrarhestinn. Flestar bækurnar hafa verið gefnar út af honum, að sögn Björns Eiríks- sonar forstjóra. „Það er nauðsyn- legt að bækur séu alls staðar þar sem börn eru. Við fréttum af því að hér væri þörf og fannst gráupplagt að leggja eitthvað af mörkum. Von- andi bæta aðrar bókaútgáfur við,“ segir Björn. Kolbrún segir að börnin séu ánægð með bókasafnið og noti bæk- urnar mikið. Sum lesi sjálf en það þurfi að lesa fyrir önnur. „Jafnvel mikið fötluð börn kunna að meta bækurnar, þau fletta til dæmis lit- skrúðugum fræðslubókum. Bæk- urnar auka víðsýni barnanna, örva á margan hátt og eru einnig góð af- þreying,“ segir Kolbrún. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gestur Þorsteinsson tekur við gjafabréfi úr hendi Björns Eiríkssonar. Viðstaddar eru Kolbrún Marelsdóttir forstöðuþroskaþjálfi og Eygló Guðrún Þorsteinsdóttir. Skjaldborg gefur vísi að bókasafni í Lyngseli Sandgerði BÆJARRÁÐ Sandgerðis hefur samþykkt að láta gera deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Þór- oddsstaða. Meginhluti lands jarðarinnar Þór- oddsstaða er í eigu Sandgerðisbæj- ar. Býlið sjálft og land umhverfis er þó í einkaeigu. Bærinn er um þrjá kílómetra norðan við Sandgerði, við veginn til Garðs. K-listinn sem skipar meirihluti bæjarstjórnar lagði tillöguna fram í bæjarráði og var hún samþykkt sam- hljóða. Gert er ráð fyrir að skipulögð verði sumarhúsabyggð á landinu og orlofshús til útleigu. Einnig er rætt um að tekið verði frá svæði fyrir golfvöll, í samráði við Golfklúbb Sandgerðis sem óskað hefur eftir auknu landrými. Tekið er fram að gera eigi ráð fyrir svæði undir tjald- stæði, tjaldvagna og fellihýsi, auk nauðsynlegra þjónustubygginga. Í samþykkt bæjarráðs er lögð áhersla á góða útfærslu og að svæðið verði hannað meðal annars með tilliti til fjöru, tjarnar og aðkomu að golf- velli. Byggingafulltrúa var falið að láta gera breytingar á aðalskipulagi, ef þess yrði talin þörf, til að nýta svæð- ið sem best til útivistar og frístunda- byggðar. Sumarhúsabyggð á Þóroddsstöðum Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.