Vísir - 26.06.1979, Side 3

Vísir - 26.06.1979, Side 3
VISIR Þriðjudagur 26. júni 1979. 3 „Viourkennum ekkl nelna Iðgsðgu vlð Jan Mayen" seglr Benedlkt Grðndal, utanrlklsráOherra „Við erum ekki reiðubúnir til þess að fallast á að viðurkenna neina lögsögu við Jan Mayen”, sagði Bene- dikt Gröndal utanrikis- ráðherra við Visi i morgun. Vfeir skýrði frá þvi i gær að fram hefði komið i norskum blöðum að norsk stjórnvöld hygðustfæra út fiskveiðilögsögu við Jan Mayen. Yrði það gert i þeim tilgangi að reyna að fá norska fiskimenn til þess að taka þátt i stjórnun loðnuveiða við Jan Mayen i sumar. „Það fóru fram viðfæöur milli fulltrúa sj.áýarútvegsráöu neyta beggja landanna i siðustu viku umloðnuveiðarnar i sumar en þær báru ekki árangur,en þeim verður haldið áfram i þessari viku”, sagöi Benedikt.” Benedikt sagöi aö ýmis atriði væru óljós sem snerta okkar hagsmuni varðandi slika út- færslu og ætti eftir að útkljá þau hjá Sameinuðu þjóðunum. ,KS VAR SAMIÐ UM LÆGRI LAUN? „Ég er auðvitað ánægður með það að samkomulag hafi náðst I deil- unni, en á hinn bóginn finnst mér það miður að sumarafleysingamenn skuli þurfa að taka iægri laun en þeim höfðu verið boðin áður og þeir voru búnir aðgangastinn á”, sagði Þórður Magnússon fjármálastjdri Frihafnarinnar I samtali við VIsi. „Þetta er misskilningur hjá Þórði”, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB er þessi fullyrð- ing var borin undir hann. Samkvæmt þeim kjörum sem rikið hafði gert við sumarmenn- ina áttu þeir að fá 200 þús. á mán- uði fyrir 119 tima vinnu en sam- kvæmt nýja samkomulaginu fá þeir 195-211 þús. á mánuði fyrir 106 tima vinnu, eftir þvi hvenær dagsins hún er unnin. Þeir fá fri um allar helgar og eru ekki bundnir allan daginn eins og samningur þeirra einhliða við rikið hafði falið i sér. Með þvi að tryggja þeim lágmarksyfirvinnu ná þeir 70% af tekjum manns i fullu starfi, en það segir sig sjálft að þeir hefðu verið lengur að ná þessum 70% ef sú vinna hefði ver- ið unnin i dagvinnu. Þess má geta að starfsmenn Frihafnarinnar hafa iðulega haft mikla yfirvinnu og mun ekki óal- gengt að laun þeirra hafi verið um ein milljón á mánuði. í Fri- höfninni vinna um þrjátiu manns á vöktum árið um kring en á sumrin má nær tvöfalda þessa tölu. — Gsal „Þðrður skrifaði sjálfur drðflö” „Það er nauðsynlegt að það komi fram i sambandi við þetta bréf, að það var játað að Þórður Magnússon fjármáiastjóri i Frlhöfninni skrif- aði sjálfur þetta bréf, og fékk sumarafleysingamennina til þess að skrifa undir það”, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB I samtali við Visi. í fréttatilkvnningunni frá fjár- málaráðuneytinu vegna Frihafn- ardeilunnar meðan hún var óleyst segir að sumarafleysingamenn- irnir tiu hafi verið mjög sáttir við þau kjör sem ráðuneytið hafi boð- ið og hafi ritað BSRB bréf þdr sem þeir lýsi furðu sinni á þeim aðgerðum sem BSRB hafi haft i frammi. „Svona vinnubrögð þekktust hér fyrir áratugum, en eru nær óþekkt i dag”, sagði Kristján. „Við höfum sannanir fyrir þvi að Þórður skrifaði þetta bréf’.Gsai íðku hflbjöfa Lögreglan I Hafnarfírði fann tvo bilþjófa i sumarbústað á sunnudagsmorgun, eftir að hafa fundið tvo bfla sem þeir reyndust hafa stolið. Var annar billinn á Elliða- vatnsvegi en hinn við Hvaleyrar- vatn. Báðir mikið skemmdir. BIl- þjófarnir reyndust ungir piltar. Annar þeirra hafði einnig stoliö bil á föstudagskvöld ásamt öðrum pilti, og munu þeir hafa verið að reyna að stela öðrum bil þegar til þeirra náðist. Að sögn lögregl- unnar er enn einn billinn ófund- inn, en þeim bll var stolið um helgina. Leikur grunur á að þeir sömu hafi verið þar aö verki. A laugardagsmorgun barst til- Kortsnoj kemur Viktor Kortsnoj hefur þegið boð um að koma og tefla á Reykja- vikurskákmótinu sem hefst i febrúar og sömuleiðis hefur breski stórmeistarinn Stean þegið boð um að koma. Meðal annarra þekktra skák- manna sem boöið hefur verið á mótið má nefnaTal frá Sovétrlkj- unum og verður fróðlegt að fylgj- ast með því hvort hann þiggur boðið eftir að ljóst er að Kortsnoj kemur. — SG kynning um að bill hefði farið út af I Kjósinni. Voru tveir piltar I þeim bfl sem sluppu ómeiddir. Þaðkomhins vegar Iljós, aðbiln- um höfðu þeir stolið. —EA Laxveiöi er hafin fyrir nokkru i EHiðaánum I Reykjavlk, þar sem þessi mynd er tekin. Visismynd: ÞG MISJÖFN VEIÐI j LAXVEKIIÁM Viða cr laxveiðin byrjuð, en köld veðrátta fram eftir vori virð- ist hafa haft mikil áhrif á laxa- gengdina og er þvi veiðin hvar- vetna tregari en venja er til. Er veiðin þóekki alls staðar byrjuð. t Vopnafjarðaránum, Vestdalsá og Hofsá, byrjar húnekki fyrr en um og eftir mánaðamótin og hefur svo verið undanfarin ár. 1 ÓlfusáogHvitahefur laxveið- in gengið frekar illa sem af er veiðiti'mabilinu, en það byrjaði 20. júni. Að sögn Agústs Þor- valdssonar á Brúnastöðum hefur netaveiðin gengið mjög illa enda er vatnið mjög kalt og gruggugra en menn eiga að venjast á þessum árstlma. Stangaveiðin er heldur ekki beysin og taldi Agúst það ‘ekki neina skreytni þótt hann segði hana mjög daufa. 1 Laxá I Aðaldal hefur veiðin aftur á móti gengið sæmilega eftir þvi sem ráðskonan i veiði- húsinutjáði Vi'si. Sagði hún aö um 200 laxar væru komnir á land og væri þyngdin allt upp I 18 pund. I ánni eru 12 stangir leyfðar en ein- ungis 3-4 stangir hafa verið I henni hingað til. Veiðin byrjaði I Laxá hinn 10. júni. 1 Þverá I Borgarfirði hefur veiðingengið vel hingaðtil en áin var opnuð hinn 1. jUni. Um 330 laxar hafa verið dregnir á land eftir þvi' sem Björn Axelsson sagði blaðamanni Visis, en Björn sér um rekstur veiðihUssins. 1 Þverá eru leyfðar sjö stangir á dag. Hingað til hafa einungis Is- lendingar stundað veiðarnar, en bráðlega rennur sá timi upp, að útlendingar verða svo til ein- göngu við veiðarnar, en það verður um miðjan júni. —SS/Gsal — d^s da&x^-ca - s-t°P „A* »d ^ ÍTa ‘í* s 6* «aid * sew ** soV d ■ - **R^í*g*. ’d'*1;1 da ‘ fÝ Si0da^- TRY1 -to?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.