Vísir - 05.07.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 05.07.1979, Blaðsíða 5
5 vtsm i Fimmtudagur 5. júli 1979 ;Umsjún: Katrin Pálsdóttir BEN BELLA LAUS ÚR FANGELSI FBELSISHETJA ALSÍfl HEFUR SETIB í FANGELSI í 15 ÁR Ahmed Ben Bella fyrrum forseti Alsir hef- ur verið látinn laus úr haldi eftir 15 ár i stofu fangelsi. Ben Bella var fyrsti forseti Alsir. Eftir margra ára stíið gegn Frökkum, fékk landið sjálfstæði árið 1963 og Ben Bella settist á forsetastól. Mestan hluta þess tima sem frelsisstriðið stóð, eða sex ár sat Ben Bella i frönskum fangelsum. Tilkynning um að Ben Bella væri laus var birt i Alsir i nótt. í henni sagði að tilefnið væri að 17 ár væru liðin frá þvi landið hlaut sjálfstæði. Ben Bella er nú 62 ára gamall. Ekki er liklegt að hann fari út i stjórnmál á nýjan leik, en forseti landsins Chadli Benhedids ákvað það á eigin spýtur að losa forvera sinn úr prisundinni. Það var i júni 1965 að Boumde- dienne sem þá var utanrikisráð- herra steypti Ben Bella af stóli. Byltingin var blóðlaus og forset- inn var fluttur i stofufangelsi, þar sem hann hefur búið undir ströngu eftirliti æ siðan. 1 desember sl. lést Boume- dienne forseti og þá var þegar slakað á gæslunni á Ben Bella og fjölskyldu hans. SKYLABHJÁLMAR OG BOLIR MED SKOTSKÍFU Bandariskir kaupahéðnar eru fljótir að finna peningalykt. Þeir hafa þegar þefað uppi Skylab og græða nú á tá og fingri á þeim mistökum sem geimvisindamönnum hafa orðið á. Sérstakir hjálmar til að verja höfuð manna streyma nú á markaðinn, þvi brot úr geim- stöðinni geta fallið til jarðar yfir byggðu bóli. Aðrir senda sér- staka Skylab boli á markaðinn með stóra skotskifu þrykkta á bakið. Þá er hægt að fá sérstaka Skylab-tryggingu. Ef viðkom- andi verður fyrir broti úr geim- stöðinni og lætur lifið er ættingj- um tryggð viss upphæð. Skylab geimstöðin er um 77 tonn að þyngd. Búist er við aö hún falli til jarðar þann 16. júll. Mestur hluti stöðvarinnar eyðist þegar hún fer I gegn um gufu- hvolfið, en hlutar af henni dreif- ast um einhver svæði jarðarinn- ar, sem visindamenn hafa ekki ennþá getað tilgreint nákvæm- lega. Bréfaflóð streymir nú til Carters forseta Bandarikjanna. Þar er að finna alls konar ráð- leggingar vegna Skylab slyss- ins. Menn sem halda sig hafa ráðundir hverju rifi. Einn stakk upp á þvi að best væri að senda upp loftbelgi og halda þannig loftfarinu kyrru. Tvær eldri konur I New York hafa miklar áhyggjur af þvi hvernig eigi að bæta þann hugs- anlega skaða sem Skylab veld- ur, falli stöðin á byggð svæði. Þær stungu upp á þvi að efna til getraunar. Þeir sem vildu vera með greiddu 25 sent. Akveðnu fjármagni yrði svo varið til verðlauna fyrir þann sem kæm- ist næst þvi að geta hvenær og hvar Skylab félli til jarðar. Þaö sem eftir yrði færi til þeirra sem yrðu fyrir tjóni af völdum geim- stöðvarinnar. Danmörk: Renslnsparnaður Inn úl um Dúfur? Allt bendir nú til þess að ekkert verði úr þvi að bilar verði stöðv- aðir I einn dag i viku i Danmörku. Tillaga þess efnis var lögð fram af viðskiptaráðherra landsins i sparnaðarskyni. Þingmenn hafa ekki komið sér saman um það hve mikilli fjár- hæð skuli verja til þessa verkefn- is, en það er nokkuð umfangsmik- ið. Hver bfleigandi i Danmörku skyldi fá bréf sem hann endur- sendi með ósk um hvaða dag hann vildi helst sjá af bil sinum. Þá þarf einnig að lima sérstaka miða á bilrúður sem segir til um hvaða dag vikunnar billinn á að standa ónotaður. Ef ekki tekst að afgreiða málið á næstu dögum, þá bendir allt til þess að það komist ekki i fram- kvæmd i sumar, eins og ráö var fyrir gert. Somosa úr lanfll? Skæruliðar Sandinista eru i sókn á öllum vigstöðvum i Nicaragua. Fréttir herma að þeir séu að undirbúa göngu inn i höfuðborgina Managua. Sandinistar hafa þegar náð á sitt vald borginni Santo Tomas, en hún er i norð-vestur hluta landsins. Þjóðvarðliðar forsetans hafa veitt harða mótspyrnu og meðal annars notað sprengju- flugvélar. Sögusagnir eru á kreiki um það að Somosa forseti sé veik- ur, og hafi i hyggju að fara úr landi. Talsmaður forsetans bar þetta til baka og sagði að for- setinn væri fullfriskur og ynni dag og nótt. Hann hefði ekki i hyggju að láta af embætti. 6/26/79 dead end Aframhaldandi sprenglulwtanir Baskar halda áfram að hrella ferðamenn á Spáni með sprengjuhótunum. Nú hafa alls 14 sprengjur sprungið siðan sprengjuherferð Baska hófst fyrir rúmri viku síðan. Það eru liðsmenn ETA skæru- liðahreyfingu Baska sem standa fyrir sprengjutilræðunum, en þeir berjast fyrir betri aðbúnaði fanga i fangelsum á Spáni. Skæruliðarnir eru ekki á þvi að hætta að hrella ferðamenn. Þeir hafa tilkynnt um áfram- haldandi sprengjur, en hins vegar hafa þeir ekki tilkynnt hvar sú næsta muni springa. Sprengjur hafa sprungið á Costa del Sol, Costa Brava, og Fuengirola. Hóteleigendur á Costa Brava hafa sagt að aöeins um 60 prósenta nýting væri á hótelun- um. Hún er enn verri á Costa del Sol segja hóteleigendur. Þar eru um tveir þriðju hótelanna auðir. Khomeini fyrirskípar burstakilppingu Khomeini trúarleiðtogi lætur til sin taka á flestum sviðum. Nú hefur hann hafið herferð gegn þeim sem hafa hár niður fyrir eyru, og skegg. Nú skulu allir vera burstaklipptir. Það er óreiðumerki fyrir karla að hafa mikið hár og skegg. Þeir skulu þvi láta skera hár sitt og skegg sem fyrst, eða hafa verra af. Um fimmtiu manns hafa þegar verið handteknir i Teheran vegna siða hársins. Þeir voru þegar i stað færðir til. hárskerans sem klippti af þeim strýið. Hermenn i byltingarhernum hafa einnig verið sendir i klipp- ingu. Það er þáttur i þvi að koma á meiri aga, segja talsmenn hers- ins. Sovéskur flýr lll Siðast liðinn mánudag flúði sovéskur hermaður yfir landamæri Sovét- rikjanna og Norður- Noregs. Það voru norsk- ir hermenn sem fundu sovéska hermanninn og hafði flóttamaðurinn þá gengið 350 kilómetra. Að sögn fréttaritara Visis i Osló, Jóns Einars Guðjónssonar, hefur Sovétmaðurinn beðist hælis sem pólitiskur hermaður Noregs flóttamaður en sendi- herra Sovétrikjanna hefur á hinn bóginn krafist þess að hann verði framseldur til Sovétrikjanna. Þetta er i annað skipti sem sovéskur hermaður flýr yfir til Noregs. í fyrra skiptið bað við- komandi hermaður um að verða sendur til Bandarikjanna og var orðið við þeirri ósk. Búist er við að norsk stjórnvöld taki afstöðu til beiðni flótta- mannsins fljótlega en þar til mun hann sitja i gæsluvarðhaldi. JEG/GEK M II I I M i 1 I I M- 54 «0 70 ao OTVARP OG SEGULBAND i BILINN RS-2B5Q I BiLINN ÞEGAR A REYNIR rr yy I i # 11 t;i l S T30 WO MW Hátalarar og bílloftnet í úrvali, Bestu kaup landsins. ísetning samdœgursl Verð fré kr. 24.960,- til 94.200,- Skiphotti19

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.