Vísir - 05.07.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 05.07.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 5. júll 1979 útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjörnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gyifi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson , Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Askrift er kr. HM i mánuði Auglýsingar og skrifstofur: innanlands. Verð I Sföumúla 8. Simar 86611 og 82260. lausasölu kr. 198 eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. -frentun Blaðaprent h/f Að lata enda ná saman Hundruð starfsmanna prjóna- og saumastofa eíga á hættu aö missa atvinnuna á næstu vikum, ef ekki tekst aö skapa ullariönaöinum ný starfsskiiyröi. lönaður landsmanna á í miklum erfiðleikum um þessar mundir og þrátf fyrir margar yfirlýsingar ráðamanna og lof- orð ríkisstjórnarinnar um úr- bætur hefur lítið raunhæft verið gerttil þess að skapa honum bætt starfsskilyrði. Gengi krónunnar er ekki ákveðið með tilliti til heildar- þarfa allra útflutningsatvinnu- veganna eins og eðlilegast væri, og þegar verulega bjátar á til dæmis vegna sífelldra olíuverðs- hækkana gengur ríkið í ábyrgð fyrir útgerðina, en aðrar atvinnugreinar verða að bera byrðina einar. Erfiðleikar iðnaðarins hafa meðal annars skapast af því að hann hefur ekki setið við sama borð og til dæmis fiskvinnslan varðandi greiðslu gjalda og skatta af starfsemi sínni og sér þess víða merki, að syrtir í álinn. Þannig er nú til dæmis komið fyrir ullariðnaði landsmanna, og sjá forráðamenn hans fram á að þurfa að segja upp miklum fjölda fólks á næstu vikum ef ekki verður hægt að skapa þessari atvinnugrein nýjan starfsgrundvöll. Gífurlegar hækkanir hafa orðið á framleiðslukostnaði ullariðnaðarins hér innanlands, og áætla þeir, sem að rekstrinum standa, að heildartap þeirra fyrirtækja, sem að þessari iðn- grein starfa, muni á þessu ári nema um 155 milljónum króna, verði ekkert gert og framleiðslu haldið áfram til þess að halda uppi atvinnu. Pétur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Álafoss sagði í samtali við Vísi í gær, að einkum væru það saumastofurnar, sem væru illa staddar. Ullarfram- leiðendur og prjónastofur gætu velt kostnaðarhækkunum yfir á saumastofurnar, en sá fullunni ullarfatnaður, sem þær fram- leiddu til útflutnings væri seldur á föstu verði miðað við banda- rikjadali og væri því aðeins breytt um áramót. Til þess að rétta hag þessara fyrirtækja þyrfti að koma til 15% gengisfell- ing. Það gefur aftur á móti auga leið, að ef saumastof urnar verða að hætta starfsemi sinni, er grundvellinum kippt undan prjónastofunum, en ullarfram- leiðendur og spunaverk- smiðjurnar gætu hugsanlega selt hráefnið óunnið í hendur fyrir samkeppnisaðilum erlendis sem ynnu úr því „íslenskar" f líkur og fatnað. Forráðamenn ullariðnaðarins munu væntanlega gera um það tillögur til stjórnvalda, hvernig þeir telja skynsamlegt að bregð- ast við þeim vanda, sem nú steðjar að atvinnurekstri þeirra, en menn verða að hafa hugfast, að nánast allur annar útflutningsiðnaður er einnig í vanda staddur. Stöðugar inn- lendar kostnaðarhækkani r hlaðast á hann án þess að nokkrar söluhækkanir komi á móti erlendis frá. í stað gengisfellingar eða útflutningsbótakerfis væri æski- legast að minnka álögur á iðnað- inum og skapa honum betri starfsskilyrði með ýmsu öðru móti. En í þeim ef num þýðir ekki lengur einungis að gefa fögur fyrirheit. Þau koma ekki í veg fyrir að iðnverkafólk missi atvinnuna. Afieiðlng f armanna verkf al islns: Miklir fj „Við eigum í hreinum f járhagserfiðleikum út af f armanna verk- fallinu," sagði Gunnar B. Guðmundsson, hafnar- stjóri Reykjavíkur- hafnar, í samtali við Vísi. „Verkfallið kemur ákaflega hart niður á greiðslustöðu hafnar- sjóðs, vegna þess að litlar tekjur bárust í tvo mánuði. Vörugjöald er 50% af tekjum hafnar- innar og skipagjöld eru 10% þannig að 60% af tekjum hafnarinnar hafa ekki skilað sér í rúma tvo mánuði." Stjórn Reykjavikurhafnar hefur nú ákveðiö að sækja um 16% hækkun á gildandi gjald- skrá og 20% hækkun á þjónustu- gjöldum. Er þetta sama hækkun og Hafnarsamband sveitar- félaga gerir tillögu um að aðildarhafnir sambandsins sæki um. Umsókn um þessar hækk- anir þarf fyrst að fara i gegn um tvær umræöur i borgarstjórn, en endanleg t ákvöröunarváíd er i höndum rikisstjórnarinnar. Guömundur sagði að útlitið væri ákaflega svart fyrir Reykja- vikurhöfn ef skipafélögin geti ekki greitt eölileg gjöld til hafnarinnar. Lán hefur veriö tekiö i Bretlandi aö upphæð 2.750 þúsund bandarikjadalir til fram- kvæmda inni i Sundahöfn. — SS— Svo getur fariö að útgerðarfélög skipanna sem hér liggja viö festar i Reykjavikurhöfn þurfi að greiöa 16% hærri hafnargjöld og 20% hærri þjónustugjöld á næstunni. t ,1K+ TfTi .LUl.d. M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.