Vísir - 05.07.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 05.07.1979, Blaðsíða 9
vísm Fimmtudagur 5. júlf 1979 Omar og Jðn á nýium bíl „Þessi fjögur atriði, bill, bilstjóri, aðstoðar- maður og þjónustulið, verða öll að smella saman, ef einhver árangur á að nást. Þetta er eiginlega jafn- vægislist, aka ekki of hratt og aka ekki of hægt”, sagði Ómar Ragnarsson i viðtali við Visi, en hann og Jón Rúnar , bróðir hans, eru margfaldir sigurvegarar i rall- keppnum hérlendis. Jón og Ómar munu taka þátt i hinu stóra Visisralli, sem fram mun fara i ágúst næstkomandi. 1 öllum fyrri keppnum hafa þeir ekiðá Simcu bil, en nú hafa þeir ákveðið að breyta um tegund og keypt sér Renault. Ómar var spurður um ástæðuna. „Jú, við keyptum nýjan Renault. Rallið er að færast yfir I aflmeiri bila, hægt og bitandi, og þó að Simcan hafi verið mjög góð, að öllu leyti, þá var einn galli á henni, að ekki var hægt að ná aflinu upp. Renaultin er - Keppendur í Vísisrallinu kvnntir Jón og Ómar við hliðina á hinum nýja rallvélafáki þeirra. með 93 hestöfl og auk þess er hann 130 kg léttari en Simcan. Spurningin er bara um afl”. — Sögusagnir herma, Ómar, að þið hafið keypt tvo nýja Renault-bila og hyggist nota annan i varahluti. Er eitthvað til i þvi? Vfsismynd GVA ,,Ja, ég ætlaði hvort sem er að skipta um heimilisbil, og mér þótti rétt að kaupa sömu tegund af bil og honum verður þá fórn- að fyrir málstaðinn, ef þörf krefur”. — Þið bræðurnir hafið nú sigrað i fjórum keppnum. Hver þeirra hefur verið erfiðust?” „Það var Visisrallið siðasta, það var lengst. 1 öðru lagi urö- um við fyrir þvi að billinn drap á sér úti i á og við töpuðum nokkr- um tima við það. Þann tima þurftum við að vinna upp. Það má segja að jafnframt þvi aö það rall hafi verið erfiöast, og kannskiskemmtilegastlika. Við urðum að vinna upp forskot Hafsteins Aðalsteinssonar sem hann náði á okkur og það tókst okkur”. — Við hverja er erfiðast að keppa? „Þeir eru margir skæðir. Sumir eru á uppleið, eins og Hafsteinn Hafsteinsson i braut. Sumir eru á 170 hestafla bilum eins og til dæmis Sigurður Grétarsson. Hafsteinn Aöal- steinsson er lika geysigóður ökumaður. Hann er ökumaður af guðs náð. Fleiri mætti lika nefna”. Þið reynið auðvitað bilinn i Húsavikurralliinu um aðra helgi? „Jú, þá á að reyna hann. Við erum búnir að aka Simcu i öll þessi ár og þekkjum hana út I gegn, en nú stöndum við frammi fyrir nýjum bil og nú er að sjá til hvort að hann stendur sig”.-SS Sérreglurnar í Vísisrallínu ákveðnar: Brollvísun úr keppni lyr- ir að koma alll oi selnt Keppnisreglur fyrir hið stóra Visisrall i sumar hafa nú verið ákveðnar. Sem áður gildir „bláa biblian”, sem rallmenn nefna svo, en það eru aðalreglur rallkeppna., en fyrir hvert rallv setur keppnisstjórn sérreglur, sem eru nánari útlistun á þvi, hvers er krafist af keppendum og hvers þeir mega vænta i keppninni. Sérreglurnar fjalla m.a. um þátttökugjöld, refsingar, öryggiskröfur o.fl. Þær eru bæði á ensku og islensku. Refsingar I Visisralliinu fyrri rallikeppnum. Nú er heim- veröa að hluta nokkuð frá- ilt að visa keppanda úr leik ef brugðnar þeim sem gilt hafa i hann kemur óeðlilega seint i mark og gildir það jafnt um ferjuleiðir og sérieiðir. Ferjuleiðir. Sem fyrr er refsað fyrir að koma of fljótt og of seint, en ekki nóg með það. Keppandi verður að skila sér i mark innan 31 minútu vilji hann sleppa við aukarefsingu, sem er 10 sekúnd- ur i minus fyrir hverja minútu umfram það. Ekki nóg með það. Keppandi verður að skila sér I mark á ferjuleið áður en 61 minúta er liðin frá þvi að hann átti að koma i mark. Geri hann það ekki, er honum visað úr leik. Sérleiðir. Með sama hætti og á ferju- leiðum er keppanda visað úr leik fyrir að koma óeðlilega seint i mark á sérleiðum. Há- markstiminn verður uppgefin á það spjald, sem keppendum er fengið i upphafi hverrar leiðar. Fyrir utan þetta er keppenda refsað fyrir hverja sekúndu sem hann kemur of seint i mark á sérleið og sú refsing tvöfölduð fyrir það að koma of fljótt. Eins og öllum keppendum ætti að vera kunnugt er stranglega bannað að fara á þjónustubllum inn á sérleiðir á meðan einhver keppnisbill er inni á þeim. Við- gerðir eiga að fara fram á ferju- leiðum og verður yfirleitt gefinn nægur timi til viðgerða á þeim leiðum, ath. þó það sem áður sagði um hámarkstima. Refsingar i stóra Visisralliinu eru settar svona strangar til þess að timaverðir þurfi ekki aö biða óeðlilega lengi eftir ein- hverjum bilum sem e.t.v. eru hvort eð er svo bilaðir að ekki taki þvi að gera við þá. Keppnlsleið- in ákveðin Heildarmynd er nd að komast á fyrirhugaðar keppnisleiðir I Vis- is-ralliinu 16-19. ágúst. Um miðj- an júni flugu þrir úr keppnis- stjórninni yfir annan helming leiðarinnarog könnuðu þær leiöir sem keppnisstjórnin hafði mark- að á landabréf. Og vikuna á eftir óku nokkrir úr keppnisstjórninni þessa sömu leið og rúmlega það og „filuðu” og mældu leiðina. Báðar þessar ferðir tókust ágætlega og er keppnisstjórnin þokkalega ánægö með útkomuna, enfjöldinn allur af bráðskemmti- legum sérleiðum uppgötvuðust. Brátt verður aftur ftogið af stað og hinn helmingur leiðarinnar kannaður, leiö sem gefur ekki siöri möguleika á góðum sérleiö- um. Keppnisstjórn Visisrallisins skipa niu manns og eru það þess- ir: Formaður er Arni Arnason, vélstjóri, Aðrir eru Guðjón Jóns- son, Ólafur Kr. Guðmundsson, skrifstofumaður, Dröfn Björns- dóttir, sölumaður, Birgir HaUdórsson, verslunarmaður, Hörður Már, verkstjóri, Siguröur Sigurðsson, blaðamaöur, Marianna Friðjónsdóttir, útsend- ingarstjóri, og Jóhann B. Jóns- son, slökkviliðsmaöur. —SS— Siðasta Visis-rall var sérstaklega vel heppnað og góð þátttaka sýndi að mikill áhugi er fyrir bila-rall:.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.