Vísir - 05.07.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 05.07.1979, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 5. júli 1979 — -* sandkorn | íhpmhhb 1 m( Ipi: III llllllilll Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar r Þétting öyggðar Þeir Reykvikingar sem eiga hús meö stórum lóöum eru sem á nálum þessa dagana. Astæöan er auövitaö ráöa- geröir meirihluta borgar- stjórnar um „þéttingu byggðar” i Reykjavik. Óttast menn aö komist veröi aö þeirri niöurstööu aö viöa megi koma fyrir tveimur húsum á lóö þar sem nú stendur bara eitt. Þá hefur lesandi Sandkorns óskaö eftir aö koma þeirri ósk á framfæriaö ekki veröi byggt á Miklatorgi að sinni vegna slysahættu. Umsjón: Illugi Jökulsson Daglegur markaður Útimarkaöurinn á Lækjar- torgi hefur til þessa aöeins veriö opinn á föstudögum. Nú hefur veriö sótt um leyfi til borgarinnar um aö fá aö hafa markaöinn opinn á öörum dögum einnig og mun svarit hafa veriö jákvætl. Ekki eru allir kaupmenn þó ánægöir meö aukin umsvif markaöar- ins en óumdeilt er aö hann lífgar mikiö upp á lifiö I miö- bænum. MlSStU af siússi Hinar grimmilegustu deilur hafa risið milli Guöna i Sunnu og forsvarsmanna fyrir aldraöa af Suöurnesjum er fóru i hópferö meö Sunnu. t frásögn Guöna af þessu máli kemur fram aö Sunna hefur boriö hag farþeganna mjög fyrir brjósti: „Tillaga Magna „farar- stjóra” var sú, er hann var staddur á aðalskrifstofu Sunnu rétt fyrir brottför, aö hækkunin yröi innheimt en I sárabætur yröi vinflaska sett á hvert herbergi hjá farþeg- um. Þetta þótti Sunnu ekki viöeigandi i skemmtiferö aldraöra”, segir I greinargcrö Guöna. Þar meö varö gamla fólkiö af þeim sjússinum. Lítlð tllefnl Flugdagsnefnd Flugmála- félagsins hélt blaöamanna- fund vegna fréttar f Alþýöu- blaöinu um flugdaginn sem haldinn var fyrir skömmu. Þaö má meö sanni segja aö oft er boöaö til blaöamanna- fundar af litlu tilefni. ÞREHGT RB ÉVTÚSÉNKÚ Hann Évgenni Évtúsénkó er likasttil þekktasta skáld Sovét- manna sem enn er á lifi. Hefur frami hans verið misjafn innan Sovétrikjanna og á hann nú i erfiöleikum vegna kvæöis sem nýlega birtist eftir hann i timarit- inu Novij Mir. Yfirvöld i þvisa landi munu ekki allskostar sátt við innihald þess. Kvæöið sem heitir á rússnesku „Golub v Santiago” gerist i Chile á dögum Salvadors Allende for- seta, sem var myrtur 1973. Ungur piltur, Enrico 18 ára er tældur af vinkonu móður sinnar og stendur jafnframt i sambandi viö aðra konu og hljótast af þvi nokkrir erfiöleikar. Jafnframt er sagt frá skóla- göngu Enrico, sem stundar myndlistarnám en gengur illa þvi hann á erfitt meö að gera upp hug sinn milli klassiskrar stefnu og nútimalegrar. Rót er á huga stráks og eftir þau umbrot sem veröa við herforingjabyltinguna fremur hann sjálfsmorö. Don Juan eftir Byron ku vera fyrirmynd Évtúsénkós i þessari smið hans og söguþræöi Byrons haldið allnákvæmlega. Ritskoðurum yfirvalda þykir sem Évtúsénkó gerist nú klám- fenginn i meira lagi og bólferðum ' Enricos hins unga lýst fullná- kvæmlega og hefur hann fengiö harða gagnrýni fyrir. Jafnframt eru i kvæðinu miklar spekúla- sjónir um sjálfsmorð og virðist sem það fjalli allt eins um þess háttar hugleiöingar Évtúsénkós sjálfs. Mælist þvilik hreinskilni ekki vel fyrir i Sovétrússlandi og þykir þarlendum gagnrýnendum sem litið fari fyrir sósjalrealisma i verkinu. Loks læöist að sá grun- ur að kvæöið sé einfaldlega lélegt. En svo farið sé i saumana á einkalifi Évtúsénkos, þá er hann nýlega giftur ungri enskri stúlku sem ber það alþýðlega nafn Jan Butler og er aðeins 25 ára en sjálft er skáldið 45. Jan er vel menntuð i Englandi og af góðu foreldri en Évgénni Évtúsenkó meö eiginkonunni sinni ungu, Jan Butler frá Bretlandi. fékk stöðu sem þýðandi I Moskvu- borg og komst þar i kynni við Évgenni Évtúsénkó. Eru þau ný- lega búin að eignast son sem heit- ir Alexander að sögn vegna þess aö það hljómar eins bæði á rúss- nesku og ensku. Raunar má leiða að þvi getum að fjárhagur skálda þar austur frá sé ekki sem bestur. Évtúsénkó hefur nefnilega nýlega lokið við að leika eitt aðalhlutverkið i kvik- mynd og henni ekki ýkja list- T rænni. Virðist helst sem um sé að ræða rússneska stælingu geim- ævintýrisins „Star Wars”, þvi myndin fjallar um geimnjósnir og spióna. Eitthvað virðist Évtúsénkó kallinn þvi eiga i erfiðleikum um þessar mundir. LANASJOÐUR ISLENSKRA NÁMSMANNA UMSÓKNARFRESTUR UM NÁMSLÁN Umsóknarfrestur um haustlán 1979-80 er framlengdur til 1. ágúst n.k. Áætlaður afgreiðslutími lánanna er: fyrir námsmenn erlendis 1. okt. 1979, fyrir náms- menn á Islandi 1. nóv. 1979. Skilafrestur fylgiskjala er mánuði fyrir áætlaðan afgreiðslutíma. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins á Laugavegi 77, af- greiðslutími er frá 1-4 eh. Sími: 25011. Reykjavik, 3.7 1979 Lánasjóður ísl. námsmanna. Byggingarfélag alþýðu Til sölu 2jo herbergja ibóð í 1. byggingarflokki Umsóknum sé skilað í skrifstof u félagsins að Bræðraborgarstíg 47, fyrir 14 þ.m. Stjórnin. LAUSSTAÐA Dtísentsstaða ihjúkrunarfræðiviö námsbraut i hjúkrun i Há- skóla Islands er iaus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst n.k. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6. 101 Reykjavik. Menitamálaráöuneytiö, 2. júli 1979. dA GRODRARSTÖDIN fiK STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 Býóur úrval garöplantna og skrautrunna. Opiö virka daga: 9-12 og 13-18 sunnudaga lokaö Sendum um allt land. Sækiö sumarió til okkar og _ flytjiö þaö meö ykkur heim. J ■Jg Hársnyrting fyrir herrann Hátún 4a Simi '-I2Ó33 íslandsmeistari 1975 -1976 -1979

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.