Vísir - 09.07.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 09.07.1979, Blaðsíða 2
Mánudagur 9. júli 1979 14 1 I Magnamenn skelllu Blikumi - Og oaö á elgin heimavelll I Kðpavoginum Lið Magna frá Grenivík kom heldur betur á óvart i 2. deild Islandsmeistara- mótsins i knattspyrnu um helgina, en þá lék liðiö gegn Breiðabilki i Kópavogi Mættust þar efsta og neðsta liðib, og það efasta á heimavellisvo menh voru ekki að bollaleggja mikið um hver Urslit leiksins yrðu, aöeins hversu stóran sigur Breiöa- blik myndi vinna. — En Magnamönnum tókst hið ótrúlega, þeir sigruðu i leiknum 2:1, og urðu þannig fyrstir til að leggja Breiðablik á keppnistimabilinu. „Þetta var ekkert nema vanmat af okk- ar hálfu" sagöi Jón Ingi Ragnarsson for- maður Knattspyrnudeildar Breiðabliks er Visir ræddi við hann um helgina. „Við áttum 80% i leiknum, en þeir stdlu hins- vegar sigrinum" bætti hann við. Já, það getur allt gerst i' knattspyrnu, það sannaðist i Kópavoginum á laugar- daginn. Magnamenn höfðu yfir i' hálfleik 1:0 eftir mark Jóns Ingólfssonar úr vita- spyrnu, en Sigurður Grétarsson jafnaði fyrir Blika I siðari hálfleik Ur vltaspyrnu. Hann fékk siðan tækifæri til að koma Breiðablik yfir er liöið fékk sér dæmda aðra vitaspyrnu, en þá gerði markvörður Magna sér litið fyrir og varöi. Breiðabliksmenn sótt mjög og reyndu allt sem þeir gátu til aö knýja fram úrslit, en skyndilega fengu Magnamenn sókn sem lauk, með marki frá Þorsteini Þor- steinssyni. Magnamenn vörðust mjög vel þaö sem eftir var leiksins, og fögnuöu svo I lokin eins og þeir hefðu unnið Heimsmeistara- titil! _ • gk -. STAÐAN Staðan 12. deild tslandsmótsins I knatt- spyrnu er nU þessi: Þór-FH , 0:2 Fylkir-tBI 4:0 UBK-Magni 1:2 Þróttur-Austri 2:0 Selfoss-IBI 0:0 FH......................9 7 1 1 21:9 15 Breiðabhk ..............9 62 1 20:6 14 Fylkir..................9 5 1 3 21:13 11 Þór-AK...........'......9 5 0 4 13:14 10 Selfoss..................8 3 2 3 13:8 Isafjörður...............7 2 3 2 13:10 Þróttur .................8 3 14 8:10 Reynir..................8 2 2 4 5:11 Magni ..................9 2 1 6 8:24 Austri...................9 0 3 6 7:20 Markhæstu leikmenn: Andrés Kristjáns. IBl ..................8 Hilmar SighvatssonFylki..............8 Guðm. Skarphéöinsson Þór.............7 Sumarliöi Guðbjarts. Self...............7 Sig.GrétarssonBreiðabl ...............7 Pálmi Jónsson FH......................6 Þorir Jónsson FH......................5 ¦ öruggt h|á ¦ Sandy Lyle Bretinn Sandy Lyle varö sigurvegari I Opna skandinaviska meistaramótinu I golfi sem lauk I Sviþjóð I gær, og var það árangur hans þriðja daginn sem tryggöi honum sigurinn I keppninni. Þá lék hann á 65 höggum og setti vall- armet, endalékhannþá á 7höggum undir pari vallarins. Lyle lék 72 holurnar á samtals 176 högg- um, og var þremur höggum á undan næsta manni sem var Spánverjinn Severi- ano Ballessteros. 1 næstu sætum urðu Mike Krantz USA á 281 höggi, Ken Brown Bretlandi á 284 og Dale Heyes S-Afrfku á sama höggafjölda. ¦*¦-¦¦¦¦-¦..... ""' «^WSfcW!*<*í3K&>7r* - ¦ * IlIP^tllII! iIrm'Í 11 n« & iSPf wBto II ÍBllliAiim^Is ¦5BPfa jB^miwL. miMiBi«S £? II H H li m 9BM Gunnar Orrason I dauðafæri á markteig i fyrri hálfleik, en Arsæll Sveinsson besti maður IBV i leiknum varði snilldarlega. Visismynd Friðþjófur. .ÍG MÁ BARA ÞAKKA FYRIR JAFNTEFUD" - Sagðl Vlgtor Helgason Diálfari ÍBV eftir 1:1 jaffntefli Fram og íbv i Laugardal i gærkvöldi „Ég má vist bara þakka fyrir stigið og jafnteflið sem við náðum hér i kvöld" sagði Viktor Helga- son þjálfari IBV eftir 1:1 jafntefl- isleik Fram og IBV i gærkvöldi. Viktor var greinilega m jög óhress með sina menn og leyndi þvi ekki. „Þetta var ajlt annað og slakara hjá okkur heldur en I undanförn- um leikjum en þetta kemur bara næst" sagði hann. Það er óhætt að taka undir orð Viktors, þvi Eyjamenn voru væg- ast sagt heppnir að ná stigi i Laugardalnum i gærkvöldi. Það geta þeir þakkað Arsæli Sveins- syni markveröi sinum fyrst og fremst, þvi hann var hetja liðsins og varði eins og berserkur, m.a. vitaspyrnu i fyrri hálfleiknum. Strax á 4. minútu var Arsæll á ferðinni i markinu og varði þá glæsilega skot frá Gunnari Orra- syni af markteig i horn, og á 12. minútu sá hann aftur við Gunnari sem aftur skaut af stuttu færi. Framarar fengu gott tækifæri á 22. minútu er Marteinn Geirsson átti góðan skalla sem fór i þverslá marks IBV, en 6 minútum siðar fengu Eyjamenn sitt eina tæki- færi til að skora i fyrri hálfleikn- um. Óskar Valtýsson var þá á ferðinni með þrumuskot, en Guð- mundur Baldursson i marki Fram varði mjög vel. Það var svo á 34. minútu að Guömundur Steinsson var felldur inn i vitateig IBV, og dómarinn Kjartan Ólafsson dæmdi réttilega vitaspyrnu. Hana tók Pétur Orm- slev, en máttlaust skot hans hafn- aði i höndum Arsæls markvarðar. Það verður að segjast að Fram- arar áttu meira i síðari hálfleikn- um, þeir léku oft mjög vel saman úti á vellinum, hreinlega sundur- spiluðu IBV liðið þar, en það varð litið úr þegar upp að markinu kom. Þegar menn voru svo farnir að reikna með 0:0 jafntefli komst IBV yfir, og kom það eins og köld vatnsgusa framan i áhangendur Fram sem áttu ekki von á þvi. Markið kom þegar 10 minútur voru til leiksloka eftir horn- spyrnu, Gústaf Baldvinsson skallaði boltann fyrir fætur Þórö- ar Hallgrimssonar sem skoraði af stuttu færi. En Framarar höfðu ekki sagt sitt slðasta orö, og þremur mlnút- um siöar fundu þeir loksins leið- ina framhjá Arsæli i IBV mark- inu. Trausti Haraldsson sendi þá góða sendingu inn i vitateiginn á Guðmund Steinsson, og hann hitti boltann með vinstri fæti þannig að hann þaut eins og tundurskeyti efst I markið, illverjandi ef ekki óveriandi skot. Urslitm því 1:1, geta Framarar nagað sig I handarbökin fyrir að hafa ekki nýtt tækifæri sin betur, en vissulega var Arsæll i marki IBV I landsliðsklassa i gærkvöldi. Framarar eru nú jafnteflismeist- arar 1. deildarinnar, 6 jafntefli i 8 leikjum, en liðið er þó i efsta sæti eins og er ásamt KR og IBV og hefur ekki tapað leik til þessa. Bestu menn Fram i gær voru Marteinn Geirsson sem átti stór- góðan leik, og Pétur Pétursson sem þó fór illa að ráði sinu I sam- bandi við vitaspyrnuna. Þá var Trausti Haraldsson góður. Arsæll Sveinsson var yfir- burðamaður hjá IBV liðinu sem var jafnt. Miðjumenn liðsins voru þó slakir og Tómas Pálsson frammi fékk litið úr að moða sem einhver fengur var i. -gk. LAUGARDALSVéLLUR fslandsmótið 1. deild kl. 20.00 VIKINGUR - ÍA Komið og sjóið skemmtilegan ieik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.