Vísir - 19.07.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 19.07.1979, Blaðsíða 7
|S.' % VÍSIR Fimmtudagur 19. júll 1979. Stórleikur verður í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld þegar Valur og KR eigast þar viö I Bikarkeppni KSl. Leikurinn sem hefst kl. 20 er liður i 8-liða úrslitunum, og er ekki að efa að þar verður hart barist og ekkert gefið eftir ef að likum lætur. Sem kunnugter eig- ast þarna við tvö af efstu liðum 1. deildarinnar, KR-ingar eru einir i efeta sætinuen Valsmenn alveg á hælum þeirra ásamt fleiri liðum. Leikir þessara liða hafa ávallt verið mjög spennandi og skemmtilegir, og svo verður einnig nú þegar „bikarstemning” bætist við allt annað. StUtt í 50 metra kast Danska stúlkan Liselotte Han- sen setti f vikunni nýtt danskt met ikringlukasti kvenna á móti i Svi- þjóð. Þeytti hún þar kringlunni 48,88 metra og segja Danir að nú sé stutt i að hún sendi hana vel yfir 50 metrana. Til samanburðar má geta þess að Islandsmetið i kringlukasti kvenna er 42,86 metrar og á Guðrún Ingólfsdóttir Ármanni það... — klp — Matthias Hallgrimsson. „Gamli maðurinn” I Skagaliðinu fann loksins leiðina I markið I gærkvöldi. ,,Jú, það má segja að markið hafi komið á réttum tima hjá mér loksins þegar það kom, og vonandi verður það til að koma okkur ennþá lengra í keppninni”, sagði Matthias Hallgrimsson knatt- spyrnumaður frá Akra- nesi, sem i gærkvöldi skoraði eina markið i leik Akraness og Kefla- vikur þegar liðin léku í 8-liða úrslitum Bikar- keppni KSÍ á Akranesi. Matthiasi hefur gengið illa að finna leiðina i mark andstæðing- anna aö undanfórnu, og hefur ekki skorað mark fyrir Akranes siðan i vor, áður en Akranesliðið hélt utan i Indónesiuferðina. En loksins þegar markið kom hjá „gamla manninum”, hann er þó aðeins 32 ára, var þaö mikilvægt, og Bikarmeistarar Akraness eru komnir i undanúrslit keppninnar nú. Leikur liðanna á Akranesi i gærkvöldi var ekki mjög vel leik- inn. Keflvikingarnir komu greini- lega til leiksins með þvi hugarfari að spila upp á jafntefli, þeir vörð- ust, en náðu svo skyndisóknum sem sköpuðu usla i vörn Skaga- manna. Heimamenn voru mun betri aö- ilinn i fyrri hálfleiknum, þeir sóttu mun meira án þess þó aö skapa sér verulega hættuleg tæki- færi. I siðari hálfleik var leikur- inn hinsvegar mun jafnari, og voru Keflvikingarnir óheppnir að ná ekki forustunni i leiknum á upphafsminútum hans. Þá komst Steinar Jóhannsson, sem lék nú a ð nýju með Ke flavik, tvivegis 1 góð færi, en inn vildi boltinn ekki hjá honum frekar en öðrum samherjum hans. Það var svo ekki fyrr en á sið- ustu minútunni að Matthias skor- aði, en þá voru áhorfendur farnir að búast viö jafntefli. Matthias fékk þá sendingu frá Sveinbirni Hákonarsyni, lék á tvo varnar- menn og skoraöi slöan með góðu skoti. Þetta nægði, rétt á eftir var flautað til leiksloka — Skaga- menn áfram I keppiinni en Kefl- vikingar úr leik og geta þvi ein- beitt kröftum slnum aö tslands- mótinu. J.R./gk-. Höröur Hákonarson IR-ingur sést hér i leik á útimóti fyrir tveimur árum, en hann veröur væntanlega I liöi 1R i mótinu sem hefst i kvöld. HANDKNATTLEIKSMENN A FULIA FERD í KVÖLD Islandsmótiö i handknattleik utanhúss 1979 hefst i kvöld við Lækjarskóla i Hafnarfirði. Kl. 18.45 mun Július Hafstein, for- maður Handknattleikssambands- ins ávarpa samkomuna, en að þvi loknu hefst bardaginn og verða þrir leikir á dagskrá i kvöld. Fyrsti leikurinn er á milli FH og Þróttar i meistaraflokki kvenna, siöan leika sömu lið i karlaflokki, og siöasti leikurinn er á milli tslandsmeistaranna utanhúss 1978 og meistaranna frá 1977, Vals. 1 karlakeppninni taka þátt 10 félög, og þeirra á meöal eru öll þau félög sem hafa oröiö tslands- meistarar utanhúss til þessa. Þau eru FH sem hefur 17 sinnum hreppt titilinn, Valur 6 sinnum, Armann þrlvegis og Fram tvi- vegis. I kvennakeppninni mæta 9 lið til leiks, FH, Valur.Fram, Vikingur, Haukar, KR, Þróttur, IR, og Njarðvik. Fyrst var leikið i keppninni 1941, og hafa Valsstúlk- ur unniöoftast eða 10 sinnum. Þar næst kemur fram með 7 titla, KR 6 FH 4, Armann 5, og tBt 3. Matthías lann loks leiðina I marklðl - Hann skoraði eina markið pegar bikarmelstarar Akraness slðgu KeMlnga úl úr keppninni á Skipaskaga i gærkvöldi British open i goiti: údekktur í fyrsta sæti Breski golfleikarinn Bill Long- muir, sem er svo til óþekkt nafn I golfheiminum, tók forustu á fyrsta degi i British Open golf- keppninni, sem hófst á „Royal Lyttiam-St Annes” golfvellinum i gær. Longmuir lék þá 18 holurnar á 65 höggum — sex undir pari vallarins — sem þótti alveg frá- bært afrek i þvi ofearoki sem geisaði á vellinum i gær. Aðeins þremur öðrum tókst að leika vöU- inn undir pari, þeim Hale Irwin 68, Jerry Pate 69 — en þeir eru báðir bandariskir — og Japan- anum Isao Aoki, sem var á 70 höggum. Nokkrir léku vöUinn á pari— 71 högg — þar á meðal Lee Trevino, en margir voru yfir pari þennan fyrsta dag. Þar á meðal var Jack Nicklaus, sem fékk „holu Ihöggi” á 5. braut, en það nægði honum samt ekki til að fá betri tölu en 72 á 18 holurnar. Sumir máttu sætta sig við enn stærri tölur en það. Má þar nefna m.a. fyrrverandi British Open meistarana Johhny MiUer á 77 höggum, Tom Weiskoof á 79 og Andy North á 82 höggum. Garry Player Suður Afriku var ekki tal- inn upp meðal þeirra fyrstu, en aftur á móti var sonur hans hinn 19 ára gamli Wane Player á 75 höggum, sem þótti mjög gott I rokinu i gær... -klp- Hlðlrelðakeppnln „íour de France”: Nú getur fátt stððvað hannt Núer taUð með öUu útilokað að nokkur hinna fjölmörgu kappa, sem taka þátt I erfiðustu hjól- reiöakeppni heims „Tour de France” sem nú stendur yfir, takist að vinna upp forskot Bern- ard Hinault frá Frakklandi. Keppnin hefur staðiö yfir siöan fyrir mánaðamót, og eru nú aö- eins fjórir sprettir eftir. Hjól- reiöakapparnir eiga að koma i mark I Paris á sunnudaginn kem- ur, og er búist við hundruðum þúsunda áhorfenda á götum úti I stórborginni, er þeir hjóla þar um. Eini möguleikinn tU að Bernard Hinault missi af forskotinu er aö hannslasisti einhverjum af þess- um fjórum sprettum sem eftir eru. En hann hættir ekki á neitt þessa dagana og kom það einna gleggst I ljós I gær I 20. sprettin- um. Þá hélt hann sér I hópi þeirra fyrstu, en gerði enga tilraun tU aö keppa um fyrsta sætið viö þá i þeim spretti. Reiknaö er meö að hann leggi allt upp úr þvi að sigra i 23. sprettinum til að ná I „gulu peys- una” sem sigurvegarinn i hverjum spretti klæöist i I næsta spretti þar á eftir. Er talið að hann muni gera það til að fá að vera i „þeirri gulu” er hann hjói- ar siöasta sprettinn I Paris. I 20. sprettinum I gær, sem var 234,5 km langur, kom heims- meistarinn i h jólreiðum, Hollend- ingurinn Gerrie Knetemann fyrstur I mark og verður þvi i „gulu peysunni” á morgun. Hann á þó enga möguleika héðan af að ná i Hinault. Sá eini, sem þaö get- ur er annar Hollendingur, Joop Zoetemelk, en til að svo verði þarf eitthvað alvarlegt aö koma fyrir Hinault I næstu fjórum sprettum. . . — klp — KR gegn vaii kvöid

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.