Vísir - 19.07.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 19.07.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 19. júll 1979. Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifi Gufimundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lcndra fréfta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sfðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sfmi 86611. Ritstjórn: Sffiumúla 14 sfmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3J00á mánuði innanlands. Verð T lausasölu kr. 180 eintakifi. ..Prentun Blafiaprent h/f Þjóftartekjur okkar eru ekki nægilega miklar til þess aö standa undir auknum kröfum landsmanna og fjölgun vinnandi fólks. Þess vegna er brýnt að stækka þá köku, sem vib höfum til skiptanna, en þaö veröur best gert meö þvi aö stuöla aö uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja og nýtingu innlendrar orku. Vonleysis er nú mjög farið að gæta meðal landsmanna, eink- um hinna yngri, sem kvarta und- an skattaáþján og verðhækkun- um og minnkandi trú á stjórn- málamönnum. Er því hætt við, að fleiri og fleiri hugsi í alvöru um að setjast að í öðrum löndum á meðan upplausnin og óöryggið er hér svo ríkjandi, sem raun ber vitni. Á siðasta ári fluttu að jafnaði um 20 manns á viku úr landi um- fram þá, sem komu hingað til bú- setu, margt af þessu fólk, sem kostað hefur þjóðfélagið stórfé aðmennta og koma á legg. Þetta er alvarleg þróun, sem verður að snúa við. Vandamálin blasa við í hverju horni og fátt virðist um lausnir á þeim. Sigurvegarar síðustu þingkosninga, sem höfðu patent- lausnir á efnahagsvandanum á hverjum f ingri, sjá nú f ram á að verðbólgan spennist upp í 50% á árinu og ekki lækkar hún við f yr- irhugaða gengisfellingu, skatta- hækkanir og töku gengis- tryggðra lána erlendis, meðal annars til þess að greiða niður olíu til fiskiskipaf lotans. Þetta er svo sem ekkert nýtt því að alltaf er byggt á ráðum sömu sígildu hagspekinganna sem gera sér vonir um að hægt sé að f ikra sig hægt og hægt upp úr feninu, sem við höfum lent í, en einhverra hluta vegna sökkvum við sífellt dýpra í það. Kjarni málsins er sá, að þjóð- arframleiðslan stendur nánast í stað, þótt fólki á vinnumarkaðin- um f jölgi stöðugt og landsmenn geri æ meiri kröfur um laun og þjónustu. Þjóðarkökunni er því skipt í minni og minni bita til þess að allir fái sitt, en það sem á vantar til þess að uppfylla kröf- urnar er brúað með nýjum verð- lausum seðlum, sem alltaf virð- ist vera hægt að prenta meira og meira af. Aftur á móti gera stjórnvöld ekkert til þess að stækka kökuna, til þess aðauka framleiðsluna og nýta betur þær orkulindir, sem við eigum. Þvert á móti er lagt kapp á að halda þjóðarfram- leiðslunni í skef jum, atvinnuveg- unum í spennitreyju. til dæmis með því að leggja sérstakt ný- byggingargjald á verksmiðju- byggingar sem verður til þess að f yrirtæki treysta sér ekki til þess að auka umsvif sín. Hlálegasta dæmið um skamm- sýnina er þó ákvörðun Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra um að stöðva stækkun Álversins í Straumsvík og koma þannig í veg fyrir að hægt væri að selja meiri orku til þeirrar stóriðju að sinni. Vonir standa þó til að flokks- bróður Hjörleifs, inga R. Helga- syni, orkusérfræðingi, takist að vekja hann af sínum rauðu draumum með skýrslunni, sem Ingi og félagar hans kynntu í vikunni. Þeir komust meðal ann- ars að þeirri niðurstöðu, að efla þyrfti hérlendis atvinnuvegi, sem grundvölluðust á mikilli notkun innlendrar orku. Augu helstu hatursmanna stóriðju í landinu virðast því vera að opn- ast fyrir hagkvæmni slíks iðnað- ar, og er það vel. Orkan, sem býr í fallvötnum landsins og iðrum þess er sá grundvöllur, sem við þurfum að byggja á til þess að hafa meira til skiptanna á næstu árum en við höfum um þessar mundir. „Vægast sagt, þá held ég að hér á Islandi riki kynþáttafordómar og hef ég sjálfur orðið var við þá” sagði bandariskur blökku- maður og hermaður á Keflavikurflugvelli, Matthews að nafni, þegar Visir ræddi við hann um kynþáttamál hér á landi, en allmikl- ar umræður hafa spunnist um þessi mál upp á siðkastið. „Ég viröi hugsun Islendinga um aö varöveita menningu sina og rækta sitt þjóðerni, en þaö Þeir Matthews og Moore sögbust báöir hafa oröiö varir viö fordóma hjá Islendingum vegna litarháttarins. Vísismynd GVA. „Það má ekkl dæma menn eftlr niarhætti' - rætt vlð tvo blökkumenn á Kellavikurflugvelli merkir ekki þaö sama og aö þaö sé alltaf réttlátt gagnvart ööru fólki. Til lengdar getur þaö einnig oröiö erfitt fyrir Islend- inga á alþjóölegum vettvangi aö foröast aíla blöndun viö aöra kynþætti því blöndunin veröur alltaf meirieftir þvi sem lengra liöur. ” Matthews var spuröur á hvern hátt hann heföi oröiö var viö kynþáttafordóma meöal ís- lendinga: „Þegar maöur mætir fólki þá vill þaö oft fara aö rökræöa viö mann vegna þess aö maöur er blökkumaöur. Svo hefur þaö komiö fyrir þegar éghef brugö- iömér i diskótek i Reykjavik aö mér hefur veriö sagt aö fara út — ekki bara vegna þess aö ég væri hermaöur, heldur vegna þess aö ég er blökkumaöur. Vitanlega eru einnig kyn- þáttafordómar hér á Veliinum, þeir eru nokkuö sem viö flytjum meö okkur frá Bandarikjunum, en viö vitum þó aö viö veröum aöreyna aö lifa saman — þaö er enginn rétthærri en annar á grundvelli litarháttar síns.” Visir ræddi einnig viö annan blökkumann á Keflavikurflug- velli, Moore aö nafni, og var saga hans mikiö til hin sama. Þegar hann var spurður hvort hann heföi oröiö fyrir einhverri áreitni af hálfu íslendinga vegna litarháttar sins, svaraöi hann: „Þaö gerðist núna fyrir skömmu aö ég var á ferö ásamt nokkrum félögum minum, niöri i Keflavik og stönsuöum viö hjá sjoppu þar i bænum. Þá kom þar aö bill meö Islendingum og meöhandapati sem allir skilja, gáfu þeir i skyn hvers konar ski'thælar viö værum. Síöan eltu þeir okkur smástund og héldu áfram að ögra okkur og vildu augsýnilega fá okkur út I slags- mál. En svo var þaö viö annað tækifæri aö íslendingur, sem ég var búinn aö vinna meö i 3—4 vikur kom til min og sagöi upp úr þurru, aö ég væri ágætis ná- ungi. Hann sagöist hafa heyrt ýmislegt misjafnt um negra þegar hann byrjaði aö vinna þarna, en aö ég hafi komið sér á óvart meö vingjarnlegu við- móti. Þvi er þaö að mér finnst aö menn eigi ekki aö dæma aöra eftir útlitinu eða litarhættinum, heldur láta reyna á hinn innri mann.” —HR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.