Vísir - 19.07.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 19.07.1979, Blaðsíða 9
9 vísm -Fimmtudagur 19. jlill 1979. Atvinnubilstjórar mynduöu lest 186 bifreiða og dku frá Umferöar miöstö&inni um miöbæinn til aö mótmæla benslnhækkun og annarri skattlagningu á atvinnutæki sin. (VIsismynd:Þ.G.) „STÆRSTI BILAFLOH SEM KOMIB HEFUR SAMAN” - ATVINNUBÍLSTJÓRAR MÓTMÆLA BENSÍNVERÐINU „Þetta er stærsti bilafloti sem komiö hefur saman”, — sagöi Sveinn Oddgeirsson, framkvæmdastjóri F.t.B. um leiö og lest 186 atvinnubifreiöa lagöi upp frá Umfer&amiöstööinni I mótmælaakstur um mi&bæinn iaust fyrir klukkan hálf þrjú I gærdag. Atvinnubll- stjórar skipulög&u mótmælin til aö sýna hug sinn I benslnhækkunar- innarsem þeir telja „óhóflega skattlagningu á atvinnutæki sin”, — eins og segir I bréfi frá Samstarfsnefnd bifrei&aeigenda sem Tómasi Arnasyni, fjármálaráöherra, var afhent viö þetta tækifæri i gær. Bílalestin ók frá Umferðar- miðstööinni, um Sóleyjargötu, Lækjargötu, upp Hverfisgötu aö Arnarhvoli, þar sem fjármála- ráöherra var afhent mótmæla- bréfið. Siöan var ekið niöur á Skúlagötu og aftur um Lækjar- götu sem leiö lá út á Umferöa- miðstöð. Fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjar- torg upphófst mikill flautukon- sert og léku atvinnubilstjórar af fingrum fram á horn sin i tæpan hálftima til að leggja áherslu á mótmæli sln, Til marks um þaö hversu löng bilalestin var, má nefna að fyrsti og aftasti billinn náðu saman sitt hvorum megin I Lækjargötunni til móts viö gamla Menntaskólann. Að von- um vakti þetta tiltæki atvinnu- bilstjóra mikla athygli vegfar- endasem leiðáttu um miðbæinn milli klukkan tvö og þrjú i gær- dag og orsakaði töluveröa trufl- un á allri umferð þar. Sv.G. „Ekkert keppikefli að smyrja á bensínverðlð” ,,Það er ekkert keppikefli hjá mér að smyrja á bensinverðið en rlkissjóður hefur ekki efni á að sleppa tekjustofnum nema að aðrir komi I staðinn”, sagði Tómas Árnason, fjármálaráðherra, þegar fulltrúar at- vinnubilstjóra afhentu honum mótmælabréfið á skrifstofu hans I Am- arhvoli I gær. — „Ég hef I rauninni ekkert að segja við ykkur annað en það, að rikisstjórnin hefur ákveðið að taka til endurskoð- unar tekjuöflunarkerfi rikisins og áður en slikri endurskoðun lýkur er óliklegt að þessi ráð- stöfun um bensinverðið breytist”, — sagði fjármálaráð- herra ennfremur og itrekaði ummæli sin i upphafi. Aðspurður um það hvort hlutur bifreiðaeigenda yrði réttur i slikri endurskoðun sagði fjár- málaráðherra að þvi væri ómögulegt að svara á þessu stigi. Fulltrúar atvinnubilstjóra lögðu ýmsar spurningar fyrir ráðherrann og bentu honum á ýmis atriði sem varða hags- muni þeirra. Var m.a. spurt hvort ráðamenn gerðu sér ekki - sagði Tðmas Arnason, llármálaráðherra grein fyrir þeim búsifjum sem óþarfar bensin- og oliuverðs- hækkanir, eins og það var orðað, yllu almenningi i landinu á erfiðum timum, m.a. vegna hækkaðra flutningsgjalda út um land. Einnig var rætt um háa tolla og innflutningsgjöld á atvinnubifreiðar sem kæmu I j veg fyrir eðlilega endurnýjun á þessum atvinnutækjum. úii'ur Markússon, formaður Banda- lags íslenskra leigubifreiða- stjóra, lét þess getið að vegna siendurtekinna skattlagninga með þessum hætti væri verið aö leggjá atvinnuveg leigubilstjóra i rúst og taldi hann óeölilegt, að orkukreppan bitnaöi þannig að mestu leyti á mönnum sem hafa atvinnu af akstri. — Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.