Vísir - 19.07.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 19.07.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 19. júli 1979. Sigurveig Jónsdóttir skrifar Háskólabió stendur um þessar mundir fyrir finnskri kvikmyndakynningu. Voru þrjár nýlegar finnskar myndir sýndar þar s.l. mánudag og verða þær sýndar aftur á mánudaginn kemur. Hér fer á eftir stutt kynning á þessum þremur kvikmyndum. meB auöugt imyndunarafl. Hann þjáðist mjög af þung- lyndisköstum og einmana- kennd. Myndin íysir þeirri inn- byröis baráttu sem myndaðist hjá honum vegna þessa og svo sambandi hans við eiginkonur sinar og hjákonu. Mannlif / Aika hyva ihmiseksi Leikstjóri Rauni Moll- berg Mollberg er Islendingum ekki að öllu ókunnur. Fyrsta mynd hans ,,Jörðin er syndugur söng- ur” hefur verið sýnd hér á nor- rænni kvikmyndahátið. Mannlif sem gerð er 1978 byggir á þremur smásögum eft- ir Simo Pupponen sem hann skrifaði 1967 auk þess er bætt við þann efnivið sögum frá rit- höfundinum Toivo Pekkanen og Olavi Siippainen. Myndin fjallar um lifið i litlu finnsku þorpium 1920. Þorpið og mannlif þess bera enn merki borgarastyrjaldarinnar siðan 1918. Þessar þrjár óliku myndir ættu að gefa góðan þverskurð af finnskri kvikmyndamenningu eins og hún er i dag. Það má geta þess að lokum að tvær þessara mynda Skáldið og Ár hérans voru sýndar á kvik- myndahátiðinni f Berlín i febrúar s.l. og hlutu þar lofsam- leg ummæli. fí. Ár hérans/ Janiksen vousi Leikstjóri Risto Jarva. Myndin fjallarum fulltrúa hjá auglýsingarskrifstofu sem feng- ið hefur nóg af borgarmenning- unni og öllu þvi sem henni iylg- ir. Dag einn keyrir bill sem hann er farþegi i yfir héra og skaddar hann litillega. Þessi at- burður fyllir mælinn. Hann ákveður að skilja við sitt fyrra líf og heldur út I náttúruna með hérann i' fanginu. Myndin er mjög góð að minu áliti. Hins vegar mætti Jarvo hafa lagt meiri rækt við að sýna ástæður þess að söguhetjan yfirgefur sitt fyrra umhverfi (borgina). Það mætti alveg eins halda aö hann væri aðeins að yfirgefa konuna sina. Stærstur hluti myndarinnar gerist I fógru skóglendi Finn- lands þar sem söguhetjan reyn- iraðskapasérnýttlif,reynir að losna frá steinsteypu- og gler- menningu nútlmans. Jarvo bendir hinsvegar réttilega á að þetta er ekki eins auðvelt og virst gæti. Þjóðfélagið reynir hvað það getur til þess að hafa uppi á týnda sauðnum og snúa honum aftur til hjarðarinnar. Söguhetjunni tekst að varast Atriði úr kvikmyndinni „Skáldið”. þessar tilraunir en hann getur þó ekki stoppið alveg frjáls frá þvi sem hann skildi eftir. Menningin þrengir sér upp á hann i formi úrkynjaðs yfir- stéttarfólks. Fólks sem sifellt leitar að einhverju nýju til þess að kitla tilfinningasljóar taugar sinar. Þetta fólk hefur engan áhuga á að njóta náttúrunnar i réttu umhverfi heldur vill færa hana með sér aftur til afkára- legra heimkynna sinna, nota hana og henda henni sfðan frá sér eins og hverri annarri niður- suðudós þegar það fær enga spennu frá henni lengur. Að lokum fær þjóðfélagið svo fangað hinn týnda sauð og kem- ur honum undir lás og slá. En maðurinn sjálfur sem hinn frjálsi einstaklingur, hlýtur þó ávallt að eiga siðasta orðið. Leikstjórinn Risto Jarva lést i bilslysi á leið frá kvikmyndahá- tið i Júgóslaviu þar sem mynd hans var frumsýnd i lok ársins 1977. Auk þessarar myndar verða sýndar tvær aðrar myndir frá Finnlandi n.k. mánudag. Blm. gafst ekki kostur á að fara og sjá þær og verður þvi' stútt kynning að nægja. Skáldið / Runoilija ja muusa Ar hérans: Borgarbúinn á flótta með hérann I körfu. Leikstjóri Jaakko Pakkasvirta Myndin sem er frá árinu 1978 greinir frá 5 ára timabili I lifi finnska skáldsins Eino Leino sem er eitt þekktasta ljóðskáld Finna. Liferni hans á þessum tima var talið jafn litrikt og ljóð hans eru. Leino var skapmikiU maður Finnsk kvikmyndakynning: MaDurinn á síðasta orðiö Nýtl ferðafélag á ísafirðl Nýtt feröafélag var stofnað fyrr Gisli Hjartarson, formaður, i þessum mánuði á Isafiröi og er Laufey Waage, ritari. Snorri það deild úr Feröafélagi tsland. Qrimsson, gjaldkeri, Hlif Guð- Aætlað er að fyrstu ferðir félags- mundsdóttir og Hallur Páll Jóns- ins veröi farnar um nágrenni ísa- son meðstjórnendur. Stjórnin fjaröar um miöjan ágúst. kaus Snorra Grimsson fram- Á stofnfundinum var kjörin kvæmdastjóra félagsins og mun stjórn, sem sitja skal til aðalfund- hann annast daglegan rekstur ar i desember, en I henni eru: þess. — SJ Frá isafirði: Þeir tsfirðingar hafa nú stofnað sfna eigin deild úr Ferðafélagi tslands. Úlafur Th. úlafsson sýnir ð seliossi Ólafur Th. ólafsson listmálari sýnir þessar mundir i Safnhúsinu á Selfossi. Á sýningunni eru fimmtiu og sjö myndir, þar af tuttugu og fimm oliu- málverk, en hinar myndirnar eru vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin var opnuð 14. júli s.l. og lýkur henni n.k. sunnudag 22. júli. Erhún opin daglega fram að þeim tima frá kl. 14 til kl. 22 . I —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.