Morgunblaðið - 16.09.2001, Side 11

Morgunblaðið - 16.09.2001, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 11 ins. Ekkert annað planmál hafði þó komist jafn langt og solresol. Ný tegund planmála kemur fram Á 19. öld eru menn búnir að yfirgefa að mestu „a priori“ aðferðina og taka nú upp „a posteriori“ aðferð við að búa til planmál. Hún var samt ekki alveg ný, því nokkrir höfðu beitt henni áður fyrr. Dæmi um það eru latino mac- aronico (15. öld), eftir Theofilo Hiero- nimo Folengo, lingua general brazi- lica (15. öld), eftir þá de Anchieto og de Vega, lingua universalis (1650), eft- ir Philippe Labbe, ruski jezik (1666), eftir Yury Krizhanich, carpopho- rophilus (1734), eftir ókunnan þýskan heimspeking, og ekki síst langue nou- velle (1765), eftir Joachim Faiguet de Villeneuve, en það vakti geysimikla athygli og átti stóran þátt í að lang- flest planmál sem nú var hleypt af stokkunum byggðust á „a posteriori“ aðferðinni. Langue nouvelle var þó ekki með öllu hreint, því tölustafirnir voru „a priori“. Einn var „ba“, tveir „co“, þrír „de“, fjórir „ga“, fimm „ji“, sex „lu“, sjö „ma“, átta „ni“, níu „pa“ og tíu „vu“; ellefu „vuba“, tólf „vuco“ o.s.frv., allt upp í tuttugu, og þá bætt- ist við. „Covuba“ var þannig tuttugu og einn o.s.frv. Athygli vekur, að nútíð sagnorða endaði á -as, þátíð á -is, og framtíð á -os, alveg eins og í esper- anto, sem átti eftir að koma fram á sjónarsviðið rúmum hundrað árum síðar. Fjöldi nýrra „a posteriori“ plan- mála kemur nú fram og mætti nefna hér wsp’lny jezyk slowianski (1807), lingua slavica universalis (1826), langue universelle (1838), lengua uni- versal (1852), weltdeutsch (1853), mo- nopanglosse (1858), universalglot (1868) og neo-latine (1875). En ekkert þeirra nær almennri hylli. Þegar hér er komið sögu gerist það hins vegar, að þýski presturinn Jo- hann Martin Schleyer býr til nýtt planmál, sem verður það fyrsta í mannkynssögunni til að slá ærlega í gegn. Það er svokallað blandað mál, að hluta til „a priori“ og að hluta „a posteriori“, og nefnist volapük. Það merkir heimsmál (vol=heimur, pük=tal). Þetta er árið 1879. Áratug síðar voru um 300 volapükfélög eða -klúbbar starfandi og um 1.600 manns höfðu skírteini upp á að hafa lært mál- ið. Kennslubækur voru prentaðar á 21 tungumáli og málið státaði af 20.000 orðum. En um aldamótin 1900 var fjöldi volapükista kominn niður fyrir þúsundið. Árið 1956 hófu áhangendur málsins útgáfu fréttabréfsins Volapü- kagased pro Nedanapükans og upp úr 1980 komu á prent í Þýskalandi nokkrar bækur um volapük. Auk þess hófu menn útgáfu annars fréttabréfs á Bretlandseyjum fyrir skemmstu. Þó munu ekki nema 20–30 manns kunna þetta planmál nú á tímum, að því er heimildir segja. Yfirleitt er þar um að ræða endurskoðaða útgáfu af volapük, gerða af Hollendingnum Arie de Jong á árunum 1921–1931. Hún nefnist volapük pebevoböl, en hin uppruna- lega útgáfa volapük rigik. Orðaforði volapük var að mestu kominn úr ensku, en margt einnig fengið úr þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku. Bókstafurinn „r“ kom örsjald- an fyrir, en hans í stað var notast við „l“; þar var Schleyer með Kínverja í huga, sem og börn og gamalt fólk. Hins vegar gleymdi hann því, að Jap- anir eiga erfitt með að segja „l“. En það sem öðru fremur gerði út um vin- sældir þessa planmáls, var, að mál- fræðin þótti allt of flókin. T.d. gat eitt sagnorð birst í 505.440 ólíkum mynd- um. Annað sem pirraði fólk var bók- stafirnir „ü“, „ä“ og „ö“, sem og hitt, maðurinn Otto Jespersen. Árið 1934 gerði hann umtalsverðar breytingar á þessu máli sínu, en ekki hlaut það samt nægilega góðar viðtökur sem lausn á alþjóðamálsvandanum, og mun nú heyra sögunni til. Ef hratt er nú farið yfir eru kunn- ustu planmálin þaðan í frá néo (1937), eftir Arturo Alfandari, interglossa (1943), eftir Lancelot Hogben, en það er mikið byggt á grísku, interlingua (1951), sem er verk Alexanders Gode og fleiri í alþjóða planmálasamtökun- um (IALA), frater (1957), eftir Ví- etnamann Pham Xuan Thai, loglan (1960), blandað mál eftir James Cooke Brown, babm (1962), heimspekilegt mál eftir Fuishiki Okamoto, glosa (1972–1992), endurskoðuð útgáfa int- erglossa, eftir Ronald Clark og Wendy Ashby, og lojban (1989), sem er endurskoðuð útgáfa loglan, gerð af Bob LeChevalier og fleirum. Önnur planmál þykja síður merkileg, en skipta þó hundruðum. Og ennþá er verið að smíða og ljóst er að Netið hef- ur gefið planmálahöfundum nýjan kraft og betri möguleika á að koma hugverkum sínum á framfæri en áður var. Á meðal nýjustu planmála eru ituortenu (1897–1998), eftir Edward Blancarte, og ludlange (2000), eftir Cyril Brosch. Framtíðin Ef horft er til baka er augljóst, að langflest planmálin hafa tekið mið af tungumálum Vesturlandabúa, sem gerir það óhjákvæmilega að verkum, að mjög erfitt er fyrir t.d. Austur- landabúa að tileinka sér þau sem al- þjóðleg hjálparmál. Hvort einhverjum tekst í framtíðinni að plana eitthvert mál, sem allar eða flestar þjóðir geta sæst á, er næsta ólíklegt. Þó er sagt að frater uppfylli mörg nauðsynleg skil- yrði, þrátt fyrir að vera með orðaforð- ann að megninu til úr latínu og grísku. Eins er með loglan, en orðaforðinn er fenginn úr smiðju átta helstu tungu- mála jarðar, þar á meðal hindi, jap- önsku, kínversku og rússnesku. Hér má einnig nefna, að þótt orðaforði esperanto sé að verulegum hluta af latneskum rótum, sver orðmyndunar- kerfi þess sig í ætt við tungumál eins og japönsku og svahili, en þau eru við- skeytamál. Er það ein skýring þess hve esperanto hefur náð mikilli út- breiðslu utan Evrópu. Ekki er þó ljóst hve margir kunna það nú á tímum, en líkleg tala er 1.000.000–2.000.000. Frumsamdar bókmenntir eru þegar orðnar verulegar, einkum ljóð og skáldsögur, og flest þekktustu verk heimsbókmenntanna eru fáanleg í esperantoþýðingum. Að sjálfsögðu myndi eitt, alþjóðlegt hjálparmál breyta ýmsu og leysa margan vandann, og nægir í því sam- bandi að benda á að Sameinuðu þjóð- irnar notast við sex opinber tungumál (arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spænsku), og Evrópu- sambandið tólf (belgísku, dönsku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hol- lensku, ítölsku, portúgölsku, spænsku, sænsku og þýsku). Og mörg eru þau að sönnu orðin planmálin, sem áttu að leysa tungumálavanda heimsins, og bera þá hugsun oftar en ekki í nöfnum sínum, eins og t.d. ling- ua universalis (1650), panglottia (1666), langue universelle (1687), ling- ua universalis (1755), lango du mondo (1788), langue universelle (1794), ling- ua universalis (1821), langue univers- elle (1836), lengua universal (1852), universalglot (1868), pasilingua (1885), kosmos (1888), panglossie (1889), lingua monde (1893), mundol- inco (1894), lingu internasionik (1895), lingua komun (1900), mundelingva (1904), lingua internacional (1905), universal (1906), mondlingvo (1906), lingvo cosmopolita (1912), monda linguo (1924), ling du mond (1925), mundial (1930), panlingua (1938), monling (1942), mondial (1943), int- ernacional (1948), lingvo monde (1949), kosmolingua (1956), universel (1957) og unilingua (1965). Ekki gengu dæmin þó upp. En burtséð frá því, hvort einhver muni e.t.v. detta niður á einhverja listasmíð af ætt planmála í framtíð- inni, hefur leitin að alheimsmálinu gefið af sér ýmsar aukaafurðir, því tölvumálin, flokkunarkerfi í náttúru- vísindum og bókasafnsfræðum, að fátt eitt sé nefnt, á með einhverjum hætti þessari leit tilveru sína að þakka. Og það er ekki svo lítið. að erfitt var að þekkja orðstofnana, eftir að Schleyer var búinn að taka þá og móta úr þeim ný orð að hætti „a priori“. Heiti tölustafanna, frá 1–10, voru t.a.m. bal (1), tel (2), kil (3), fol (4), lul (5), mäl (6), vel (7), jöl (8), zül (9) og bals (10). Ellefu var „balsebal“, tólf „balsetel“ o.s.frv., hundrað „tum“, þúsund „mil“, tvö þúsund „telmil“. Ís- land var „Silän“. Mörg önnur planmál komu fram á dýrðartíma volapük. Frá 1879 til 1900 voru þau alls 55 talsins. En einungis eitt þeirra náði athygli heimsins, og raunar svo um munaði. Tilkoma þess árið 1887 varð jafnframt ein helsta ástæða fyrir því, að umrætt planmál Schleyers missti nánast allt fylgi. Hið nýja mál var esperanto, eftir pólska augnlækninn Ludwig Lejzer Zamen- hof. Um það verður ekki fjölyrt hér, plássins vegna, enda er þetta lang- þekktasta planmál sögunnar og hefur fengið mesta útbreiðsluna. Helstu planmál á 20. öld Árið 1902 kom út planmálið idiom neutral, eftir Rússann Waldemar Rosenberger, og hlaut töluverða at- hygli um hríð. Rosenberger hafði ver- ið meðal fremstu volapükista, en hvarf frá stuðningi við mál Schleyers, og er hið nýja planmál hans gjörólíkt vola- pük. Latino sine flexione, eftir ítalska stærðfræðinginn Guiseppe Peano, vakti sömuleiðis áhuga manna; það kom út 1903. Á milli volapük (1879) og latino sine flexione höfðu þá komið rúmlega 60 ný planmál. Og yfir 20 áttu eftir að koma fram í viðbót uns næsta máli, sem eitthvað kvað að, var hleypt lausu. Aðdragandi þess var sá, að haustið 1907 kom saman í París nefnd vísindamanna til að fjalla um upptöku alþjóðamáls. Voru tekin til rannsóknar þau planmál sem þá voru kunn. Dag einn fundu nefndarmenn á borðum sínum nafnlausan bækling, og var hann sagður gerður af Ido. Síðar kom í ljós að á bak við það nafn var frægur esperantisti, Louis de Beau- front. Bæklingurinn hafði að geyma róttækar hugmyndir um breytingar á esperanto. Eftir að hafa kynnt sér málið aðhylltist nefndin tillögur de Beaufronts, með nokkrum breyting- um þó. Síðan var reynt að fá esperant- ista til fylgis við þær, og tókst það að einhverju leyti. En þegar útséð var um, að ekki næðist fullt samkomulag við esperantista um breytingarnar, hófu nefndarmenn að boða þær sem nýtt planmál og hlaut það nafnið ido. Náði það töluverðri útbreiðslu í nokk- ur ár, og virtist ætla að ná fram úr esperanto. En svo kom fyrri heims- styrjöld, og lá þá idohreyfingin í dvala, sem hún vaknaði ekki nægilega af að loknu stríðinu. Um 1930 hafði ido lognast að mestu útaf. Um 200 idistar munu þó enn finnast í heiminum og gefa þeir út tímaritin Progreso og Ido Vivo á umræddu máli. Tölurnar 1–10 eru á ido: un, du, tri, quar, kin, sis, sep, ok, non, dek. Margir fleiri en de Beaufront höfðu óbilandi trú á þeim grunni sem esper- anto veitti, en fannst samt mega laga það dálítið til. Fyrir daga ido höfðu t.d. ispirantu (1900), perio (1904), ling- ua internacional (1905), ekselsioro (1906), mondlingvo (1906), ulla (1906) og antido (1907) reynt að bæta hug- mynd Zamenhofs, en ekki haft erindi sem erfiði. Og eftir ido kom fjöldinn allur af planmálum, sem höfðu esper- antó sem fyrirmynd að einhverju leyti eða öllu. Þar mætti nefna mez-voio (1908), romanizat (1908), reform- esperanto (1909), romanal (1909), re- form-esperanto de rodet (1910), re- form-esperanto de hugon (1910), lat- in-esperanto (1911), lingw adelfenzal (1911), lingvo cosmopolita (1912), esk (1912), esperanto de stelzner (1912), europeo (1914), nepo (1915), mittel- machte esperanto (1916), esperantida (1919), hom-idyomo (1921), espido (1923), idiome federal (1923), esperido (1925), eo (1925), nov-esperanto (1929), esperanto II (1939), esper- antuisho (1955), globaco (1956) og modern esperanto (1958). Næsta planmál sem náði athygli umheimsins var occidental, eftir Eist- lendinginn Edgar von Wahl. Þetta var árið 1922. Tímaritið Cosmoglotta, skrifað á occidental, kom út 269 sinn- um á árunum 1922–1972. Árið 1947 var nafni þessa planmáls breytt í int- erlingue. Nú á tímum munu fylgjend- ur þess vera innan við 100 talsins. Árið 1928 kemur svo novial, sem er í hópi þekktari planmála síðari tíma. Höfundur þess er danski málvísinda-       @A  ' =  'B.(BA&&. "&$&.$$&.  *.  C@77D , "$$ &.*4 .&D  , 3$ &E7*4 - . /D  , ;  '*; D , & *# %D , F &$*! ! G.$D  , - $ '*4 !$D , H $ *: )$ 6'D , 0$ .*F -$ D , !$  I$*# ;$D  , (  * -$ D  , H $*!  %$D  , )$*F ; 1$ D , 3(*J J/ //$(D  , J&$*3 ". .7.D  , J$(  $'* ;$&D  , K  *F ($:. D , J$( *K 4 & D , H' $ *! $'6D  , H '*H2!2D  "$$ * 1 ./= D , # $ *: 2 .6/ ) " 7D  = , H$*F % D  = , LJM7*" %$ .D , ! '*" %$ .D,                                                                                                                                                             !"# #$" % $"&'('" ' )% *           sigurdur@mbl.is óru að tala hin ýmsu mál, í stað eins áður, þeir fóru stað úr stað í austurlöndum, að ott og vel, vér skulum hnoða tigulsteina ir sögðu: „Gott og vel, vér skulum byggja mst ekki um alla jörðina.“ Þá steig Drott- Drottinn mælti: „Sjá, þeir eru ein þjóð og kert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir ginn skilji framar annars mál.“ Og Drott- gina. Þess vegna heitir hún Babel, því að la jörðina.“ Málverkið, sem nefnist Ba- 5–1569). d, að unnt væri að finna eða endurskapa orðum Guðs vegna smíði Babelturnsins týnda frummál alheimsins væri hebr- málvísindamaður, Goropius Becanus, kað 1. Mósebók í þaula, að hið týnda mál Ekki fékk sú uppgötvun hans þó mikinn ku og jafnvel kínversku. Myndin sýnir ol- stmálarann Titian [Tiziano Vecellio] 0. Esperanto, sem kom fram árið 1887 og er þekktasta planmál allra tíma, er sagt fljótlærðara en öll önnur mál, vegna einfaldrar málfræði og skýrleika. Á þessu litla spjaldi er t.d. alla málfræðina að finna. Þórbergur Þórðarson, rithöfundur og einn þekktasti fulltrúi esperantohreyf- ingarinnar á Íslandi á sinni tíð, hannaði umrætt málfræðispjald, sem er í póstkortsstærð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.