Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 12
Hörð samkeppni á smábílamarkaði Nýir smábílar kynntir á bíla- sýningunni í Frankfurt  ALFA Romeo sýndi hraðskreiðasta framleiðslubíl sinn í Frankfurt. Alfa notar undirvagn 156-bílsins sem grunn fyrir GTA-stallbakinn og Sports Wagon-langbakinn. Bíl- arnir eru með 3,2 lítra V6-vél sem skilar 250 hestöflum. Alfa hefur ekki upplýst um upptak eða hámarkshraða en þess má vænta að þessir bílar geti skákað sumum BMW og Porsche. Bíllinn fer í sölu í Evrópu næsta vor. Alfa GTA og Sports Wagon Alfa Romeo GTA.  FORD kynnti litla jepplinginn Fusion í Frankfurt en hann er byggður á sama undirvagn og ný Fiesta. Bíll- inn er enn á hugmyndastigi en þykir benda til hvers sé að vænta frá Ford. Talsmenn Ford segja að vænta megi aflmikilla sportbílaútfærslna á sama undirvagni. Ford Fusion Ford Fusion jepplingur byggður á undirvagni Fiesta var sýndur í Frankfurt.  SUBARU Impreza á sér dyggan hóp aðdáenda um allan heim. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum í Frankfurt þar sem frumsýndur var sá öflugasti þeirrar gerðar nokkru sinni. Sá heitir WRX STi og er 261 hestafl. Upp- takið er rétt um 5,4 sekúndur og hámarkshraðinn 240 km/klst. Impreza WRX STi SAMDRÁTTUR í bílasölu fyrstu níu mánuðina og viku betur er tæp 50%. Hér er tafla yfir 15 mest seldu fólksbílategundirnar birt með tölum fyrir fyrstu viku septembermánaðar en þegar sams konar tafla var birt um síðustu mánaðamót urðu þau mistök við vinnslu hennar að samdráttur hjá Peugeot var sagður 55,7%. Hið rétta er að hann er 32,4%. ( )    *   + " ,, " - " &   ./   %  + " 0     "                                                                                        1$231 424 456 731 783 897 833 885 199 194 198 167 128 186 31 684  !" %AB6'B  !"   STJARNAN á sýningarsvæði Mercedes- Benz var SL 500. Þetta algjörlega nýr bíll og var um heimsfrumsýningu að ræða. Aðeins ein vél verður í boði fyrst um sinn, þ.e. fimm lítra, V8 vél með þremur ventlum á hvern strokk. Vélin skilar 306 hestöflum og togið er 460 Nm frá 2.700-4.200 snúningum á mínútu. Hröðunin er 6,3 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða og hámarkshraðinn er takmark- aður með rafrænum búnaði við 250 km á klst. Bíllinn er með opnanlegum harðtoppi og tek- ur aðeins 16 sekúndur að opna hann. Mercedes-Benz SL 500 Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Mercedes-Benz SL500 er með V8, 306 hestafla vél. RENAULT Clio hefur verið smíðaður í yfir 1,9 milljónum eintaka frá því núverandi gerð var hleypt af stokkunum 1998. Í lok mars á næsta ári kemur bíllinn í nýrri kynslóð og kallast þá Clio II. Um 50% allra hluta yfirbyggingar eru nýir eða hefur verið breytt. Bíllinn virkar mun breiðari og kraftalegri og hann hefur sömuleiðis fengið nýtt útlit að innan. Bíllinn verður með aflstýri með rafmótor og þá verður kynnt til sög- unnar ný 1,5 lítra dísilvél með forþjöppu og samrásarinn- sprautun, 65 og 80 hestafla með meðaleyðslu upp á aðeins 4,2 lítra. Bíllinn kemur á markað næsta sumar. Nýr Clio með dísilvélum Nýr Clio kemur á markað næsta sumar.  HONDA hefur sent frá sér fyrstu myndir af nýrri kynslóð CR-V jepplingsins. Bíllinn er ekki mjög breyttur að utan en þó má greina að útlínur hans eru mýkri og ávalari en áður. Einnig er hann með stærri framlugtum og meira afgerandi framenda. Honda segir að undirvagninn sé 50% stífari og inn- anrýmið hafi stækkað um 9%. Staðalbúnaður verður m.a. tveir líknarbelgir og tveir hliðarbelgir, álfelgur og útileguborð sem er hluti af gólfinu í farangursrýminu. Hann verður með sömu 2,0 lítra vélinni og nú er í boði. Nýr CR-V verður til sölu snemma á næsta ári í Evrópu. Nýr Honda CR-V Nýr Honda CR-V væntanlegur á markað næsta vor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.