Alþýðublaðið - 14.03.1922, Síða 3

Alþýðublaðið - 14.03.1922, Síða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Passíusálmav töpuðust í gær á Laugaveginum á leið neður í Barnaskóla. Skilist á Frskkatíg 6 A. heitir Urter, hvorttveggja gufu skip og bæði frá Haugasundi. Styrktarsjóður Pórarins Tuli- nlusar. Þórarinn Tulinius fram kvæmdarstjúri stofnaði á síðast- liðnu sumri sjóð, að upphæð 10,000 kr., og er tilgangur hans að styrkja gamla fátæka sjómenn, og ganga þeir fyrir við styrk- veitingu, er sýnt bafa sérstakt hngrekki eða dugnað, svo sem vlð björgun manna úr sjávarháska. Til úthlutunar úr sjóðnum á þessu ári koma 275 kr. Umsóknir um að verða teknir til greina við út hlutun styrks úr sjóðnum skal senda atvinnumálaráðuneytinu fyrir 1. apríl næstkomandi. Um bæjarlæknisembættið í Reyájavík sækja þessir iæknar: Sigurður H. Kvaran, Ólaíur Ó. Lárusson, Ingólfur Gfslason, Sig urjón Jónsson, Ólafur Gunnars'son, Magnús Pétursson, Sigurður Magn- ússon (Pitreksfirði) og Guðmundur T. Hallgrímsson (Siglufirði). Smáveg-is. — Bæjarstjórnin í Þrándheimi hefir samþykt að verja 10 þús. kr. af fé bæjarins til þess að kaupa fyrir matvæli til þess að senda til hungnrsneyðarhéraða Rússlands. — 1 Kuickerbockerkvikmynda- leikhúsinu i New York fórust 87 inanns þ 28. jan. sfðastl. Varð það með þeim hætti, að þakið féll niður i salinn undan snjó- þyngslum, en síðan kviknaði í húsinu. Snjórinn á þakinu var tveggja feta djúpur. Slys þetta þykir afar sorglegt, að dæma eftir amerfskum blö um, því það var alt fólk úr auðvaldsatéttinni sem fórst. — Málari einn (skiðgarðs — ekki list —) í Múnchen,' reiddist á veitingahúsi, dró upp hjá sér skammbyssu, skaut sjö skotum og urðu þau tveim mönnum sfð bana. Maðurinn var drukkinn þegar hann framdi þetta. Nokkrar stöður sem lögregluþjónn í Reykjavík eru lausar. Árslaun 1700 kr. hækltandi annaðhvort ár um 200 kr. upp í 2800 kr., með dýrtíðaruppbót af launafjárhæðinni eftir sömu reglum og embættis- og sýslunarmenn rfkisins fá. Auk launanna er lögregiuþjónum lagður til elnkennisbúningur sem hér segir: Einn klæðnaður ár hvert, yfirfrakki annað árið og regnkápa hitt árið, svo og einkennishúfa. Lögregluþjónar mega ekki hafa á hendi með lögregluþjóastöð- unni neitt annað launað starf, eða reka neina þá atvinnu, sem út» heimtir borgarabréf eða leggur á þá auðsjáanlegt aukaerfiði. Ætlast er til að umsækjandi fullnægi þessum skilyrðum: 1 Sé á aldrinum frá 23 til 35 ára' 2. Sé ekki lægri vexti en 174 ccn., svari sér vel og hafi engin lfkamslýti 3. Sé hraustur til heilsu og hafi ekki haft neinn sfúkdóm, sem veru- lega hafi veikt heilsu hans eða hætta sé á að taki sig upp Skilyrði undir tölulið 1 sannist með skírnarvottorði, og skilyrðin undir töluliðum 2 og 3 með vottorði héraðslæknis og ljósmynd af umsækjanda (almynd), og fylgi þau vottorð og myndin umsókninni. Umsóknlrnar skulu ritaðar af umsækjanda sjálfum og í þeim tekið fram, hvaða atvinnu hann hafi atuudað og hvar hann hafi stund- að hana Einnig skal skýit frá því, hverrar bóklegrar kenslu hann hefir notið, ef um skóla er að ræða, fylgi prófvottorð umsókninni, annars fermingarvottorð eða annað jafngilt vottorð. Ennfremur fylgi umsókninni vottorð um góða hegðun, reglusemi og dugnað. Umsóknin stflist til bæjarstjórnar Reykjavíkur en sendist tit Iögreglustjórans i Reykjavík. Umsóknirnar eiga &ð vera komnar til lcgreglustjóra fyrlr 1. apríl næstkomandi. JBögreglustjérinn i cffieyfijaví/í. Lögtak á lóðargjöldum, sótaragjöldum, vatnsskatti og hreinsunargjöldum til bæjarsjóð3 Reykjavíkur, föllnum í gjalddaga 1. april og 1. október 1921, verður byrjað innan 8 daga frá birtingu þessarar auglýsingar, ef gjöidin verða eigi greidd til bæjargjaldkerans innan greinds tfma. Bæjarfógetaskrifstofan í Reykjavfk, 13 marz 1922, Jóh. Jóhannesson. E.s. Sterling fer héðan austur og norður kring um land á fimtudag 16» mafZ kl. 4 sfðdcgis. — Farseðlar sækist á morgua. —

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.