Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 B 17 börn DJASSTÓNLIST á rætur sínar að rekja til bandarískrar negra- tónlistar, alveg eins og rapp og rokk og fleiri tegundir tónlistar sem krakkar kunna að meta. Margir halda að börnum finnist djass- tónlist ekkert sérlega skemmtileg en það er ekki rétt. Á djasshátíð- inni sem haldin var í Reykjavík fyrir stuttu voru haldnir sérstakir barna- djasstónleikar og risastóra Ráð- húsið var troðfullt af krökkum. Söngkonan Anna Pálína söng djass- lög sem hún og maðurinn hennar hafa búið til með skemmtilegum textum. Hver þekkir ekki lögin um Krúsílíus og Bullutröllin? Já, það eru djasslög. Barnadjass Morgunblaðið/Árni Sæberg Barnadjass í Ráðhúsi Reykjavíkur. Jæja, krakkar! Um hvað snýst þetta allt saman? Það getið þið séð í appelsínugulu reitunum lóðrétt, ef þið skrifið öll réttu orðin inn í reitina lárétt. Barnakrossgátan  Eitt mesta tónskáld sögunnar var Ludwig van Beethoven frá Þýskalandi. Vissir þú að hann var heyrnarlaus síðustu tíu ár ævi sinn- ar, þegar hann einmitt samdi ótrú- lega fallega klassísk tónverk? Hvernig er það nú eiginlega hægt? Hann Wolfgang Amadeus Mozart var sannkallað undrabarn frá Aust- urríki. Þegar hann var bara fimm ára var hann þegar orðinn rosa klár hljóðfæraleikari og tónskáld, og sex ára fór hann í tónleikaferðalag um alla Evrópu. Lagið „Hann Tumi fer á fætur“ er úr óperunni hans Töfra- flautunni. Vissir þú ...? Stubbarnir segja „halló krakkar!“ Barnasíður Moggans og Draumasmiðjan bjóða ykkur í Stubbaleik. Litið stubbinn hér á myndinni í sínum rétta lit og segið okkur hvað hann heitir. Þið gætuð unnið: 1. verðlaun: 4 myndbandsspólur: Stórt knús frá Stubbunum, Dansað með Stubbunum, Hér koma Stubbarnir og Gleðileg jól Stubbar. 2. verðlaun: 3 myndbandsspólur: Stórt knús frá Stubbunum, Dansað með Stubbunum og Hér koma Stubbarnir. 3. verðlaun: 2 myndbandsspólur: Stórt knús frá Stubbunum og Dansað með Stubbunum. 4. verðlaun: 1 myndbandsspóla: Stórt knús frá Stubbunum eða Dansað með Stubbunum. Sendið okkur myndina, krakkar. Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans, Stubbarnir, Kringlan 1, 103 Reykjavík. Stubburinn heitir: Nafn: Heimilisfang: Póstfang: Aldur: Síðasti skiladagur er 23. sept. - Úrslit verða birt 30. sept. Baldvin Lárus Sigurbjartsson, 6 ára, Brekkustíg 19, 260 Njarðvík. Dagbjört A. Magnúsdóttir, 3 ára, Sólvallagötu 40, 230 Keflavík. Guðrún Embla Eiríksdóttir, 3 ára, Reynihvammi 27, 200 Kópavogi. Hlynur Snær Viðarsson, 4 ára, Garðarsbraut 53, 640 Húsavík. Jón Daði Skúlason, 6 ára, Melshúsum, 225 Bessastaðahreppi. Jökull Jóhann Ársælsson, 2 ára, Úthlíð 9, 105 Reykjavík. Norma Dögg Róbertsdóttir, 5 ára, Hjallabraut 43, 220 Hafnarfirði. Kolbrún Dögg Ólafsdóttir, 2 ára, Glæsivöllum 20 A, 240 Grindavík. Nökkvi Egilsson, 1 árs, Engjasmára 1, 201 Kópavogi. Ólafur Þór Unnarsson, 3 ára, Gerðavöllum 50 B, 240 Grindavík. Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið bók um Bubba:Úrslit í litaleik Vinninga má vitja í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík á milli klukkan 8 og 17. Sími 569 1384.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.