Vísir - 18.08.1979, Side 6

Vísir - 18.08.1979, Side 6
6 ,, Lokaritgerðin mín var um enska marhnúta!” Spjallað við Hjálmar fiskifræðing Vilhjálmsson alþingismanns Hjálmarssonar frá Brekku um loðnu og fleira „Nei, það hefur mér aldrei dottiö i hug. Vegna þess hve rannsóknarstörfin eru timafrek, yröi enginn timi fyrir pólitikina. Nafnið mitt hefur þó veriö aft- arlega á lista Framsóknar i tveimur siöustu kosningum. Seinast færöist ég aftar á listan- um og með sama áframhaldi eru likur á að ég þokist út af honum næst — óháö þvi hvernig skoðun min i pólitikinni þróast”. — Nú ert þú frændi Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra. Komið þið fiskifræðingar ekki stundum að tómum kofanum hjá honum eins og fleiri um þessar mundir? „Nei, á það hefur litið reynt hingað til. Hafrannsóknir eru dýrt fyrirtæki bæði hvað snertir skip og ýmis konar tæki og þær verða vart stundaðar með öðru móti en að veita nægjanlegu fjármagni til þeirra. Það er ekki nóg að hafa góðan mannafla ef tækin sem hann þarf eru ekki til staðar. Ég vona þvi sannarlega að við komum ekki að tómum kofan- um hjá Tómasi frænda hvaö fjármálin snertir i framtiðinni frekar en hingað til”. Skrifaði lokaritgerð um marhnúta! — Hver voru tildrög þess að þú fórst i fiskifræði? „Þegar ég útskrifaðir úr menntaskóla var ég ekki sáttur við neina deild hér við háskól- ann, nema þá helst læknisfræöi. Þar hætti ég þó fljótlega og fór að vinna við fiskirannsóknir á þeirri stofnun sem þá hét Fiski- deild atvinnudeildar Háskólans. Það kveikti siðan áhuga hjá mér fyrir fiskifræðinni og hélt ég fljótlega til náms i þvi fagi i Englandi. Það er nú dálitiö spaugilegt til þess að vita að ég skuli nú verja mestum tima minum I loðnu- rannsóknir, þegar að þvi er gáð, að lokaritgerðin i fiskifræðinni var um marhnúta og þaö enska i þokkabót! Við skulum samt vona.að það komi ekkiað sök!” —HR Loðna og aftur loðna er það sem margur hugsar um þessa dagana. Bæði er það, að loðnuveiðar hefj- ast á mánudag hér við land og svo hitt, að deilan um Jan Mayen snýst aðtöluverðu leyti um loðnu og rétt til að veiða loðnu. Þegar rætt er um loðnuna kemur ósjálfrátt í hug margra einn maður sem oft .er vitnað í þegar loðnu eða loðnurannsóknir ber á góma, en það er Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. Helgarblaðið hitti hann að máli og vildi forvitnast lítið eitt um mann- inn á bak við fiskifræðinginn. Fyrst var hann spurður hvernig honum þætti loðnan bragðast: „Ég skal svara þvi meö orö- um gamals vinar mins sem lengi var vélstjóri á Arna Friö- rikssyni. Eitt sinn, þegar kokk- urinn á skipinu hafði steikt loðnu handa okkur i tilrauna- skyni og við vorum sestir við matboröiö þá sat hann aðgerða- litill, horfði á krásirnar og hafð- ist ekki að. Aðspurður hvort honum litist ekki á svaraði sá gamli: Ja — ég vil nú heldur sjá hana einhvers staðar annars staðar en á mat- borðinu. An gamans, þá er loðnan vel æt, en þó er visst beiskt bragð af henni sem fer heldur illa i min- um munni, þegar ég er búinn að seðja sárasta hungrið og ætla að fara að éta mér til ánægju”. „Eins íslensk og hún getur verið" — Telur fiskifræðingurinn Jan Mayen loönuna islenska eða norska? „Blessaður vertu — hún er eins islensk og hún getur verið. Til dæmis um það er loðna sem merkt var norður af Húnaflóa i fyrrasumar. Þau merki skiluðu sér i verksmiðju i Noregi sama sumarið en sú loðna hafði verið veidd á Jan Mayen-svæðinu. Sömuleiðis merktum við loðnu á Jan Mayen-svæöinu sjálfu i fyrrahaust og fundust merki þaðan i verksmiðjum hér á landi sl. vetur. Þá höfum við einnig fylgt loðnugöngum norður til Jan Mayen og svo aftur suður til Is- lands, þannig að það leikur eng- inn vafi á, að það er sami stofn- inn sem finnst við Jan Mayen og hrygnir hér suður eða suð-vest- ur af landinu. Um þetta eru norskir fiskifræðingar okkur sammála”. — Hvað gerirðu þegar þú fæst ekki við loðnuna? „Ég hef nú ekki komist til að gera mikið annað upp á siðkast- iö en að fást viö loðnu. Ég smið- aði mér þó seglskðtu i félagi við aðra, ekki alls fyrir löngu, en hún liggur nú við festar i Akur- eyrarhöfn, enda hentaði hún af- skaplega illa til loðnurann- sókna”, segir Hjálmar og kimir. „Annars hef ég gaman af þvi aö lesa bækur og þá sérstaklega ljóöabækur”. — Er þaö arfur frá Brekku? „Það hugsa ég — pabbi hefur gaman af ljóðum. Annars liggja ættir minar viðar en þangað. Eins hef ég gaman af aö setja saman kveöskap. Ég ér þó ekki skáld en get sett saman y;isu. Til aö framleiða eitthvað sem gam- an er að, þá þurfa þeir sem ekki eru skáld að vera i æfingu, en það hef ég ekki verið lengi. Mest er ég nú niðskáld og klámkjaft- ur en ég skal þó láta fljóta meö «i oaiviauoai a taguiu, cil hún er um matsvein. Við höfum yfirleitt haft mjög góða mat- sveina á rannsóknarskipunum og ég hef gjarnan sett saman ó- verðskuldaöar visur um þá. Þessi varð til eitt sinn um kvöld- matarleytið þegar mikiö stóö til: Kokkurinn kennir tiðum krankleiks með þrautum striðum. Hans kvöl nú i kveld kölluð matseld fer að með fæðingarhriðum. „Vonandi komum við ekki að tómum kofanum hjá Tómasi frænda" — Ætlarðu ekki i pólitikina eins og pabbi þinn? Hjálmar Vilhjálmsson á spjalli við loðnusjómenn niðri viö Reykjavikurhöfn: „Það yrði liklega litiö um afla ef ég ætti aö stýra skipinu”. — Visismynd: Þ.G.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.