Vísir - 18.08.1979, Qupperneq 21

Vísir - 18.08.1979, Qupperneq 21
. tbn .»m&M 21 Sæmundur Guövinsson skrifar. VlSIR Laugardagur 18. ágúst 1979 sandkassinn Brak af gamalli herflugvél var grafið upp úr Þjórsá og kunnugir þóttust sjá að þetta myndu vera leifar af fiugvéi en ekki sláttuvél. Ef marka má frétt i VIsi hefur þessi uppgröftur þó haft ýmislegt annað i för með sér: „ÞJÓRSARVÉLIN TIL REYKJAVÍKUR i DAG” Ekki veit ég hvernig þeir fara að þvi að láta Þjórsá renna eftir að búið er að taka úr henni vélina og flytja til Reykjavikur. Eflaust á að setja þessa vél niður I Elliðaár til að auka rennslið þar. Ymis óþokkaskapur á sér stað i iþróttunum og þar svifast menn einskis. A þetta var drep- ið i fyrirsögn á iþróttasiðu Moggans hér á dögunum: „PÉTUR OG TEITUR ERU LAUSIR. EN AÐRIR MISMUN- ANDI BUNDNIR”. „TÍMINN LEIÐIR OKKAR MÓTLEIKI i LJÓS” var haft eftir forstjóra Hvals i Timanum. Slðan hefi ég lesið Timann fyrstan blaða á hverj- um morgni, en án árangurs til þessa. Þar hefur nefnilega ekki verið minnst á þessa mótleiki ennþá. Þjóðviljinn hamast alltaf I hneykslismálunum og nú eru það laun fógeta sem blaðið hef- ur tekið til rannsóknar. Þar hef- ur margt gruggugt komið i ljós eins og gefur að skilja, til dæmis þetta: „FÓGETALAUN FÉLLU NIÐUR” Margir fylgjast með skákfréttum enda getur allt gerst I þessari iþrótt. Það kom best i Ijós á baksiðu Timans þar sem sagði i fyrirsögn: „JÓN L. GERIR ENDALAUST JAFNTEFLI” Þetta hlýtur að vera frægasta jafntefli Jóns til þessa. Kaupstefnan i Reykjavik fékk hingað til lands tveggja hæða strætisvagn frá London. Visir fór á stúfana til að afia frétta af vagninum og hvað hann aðhefðist meðan beðið væri eftir að vörusýningin i Laugardals- höll yrði opnuð. Þetta upplýstist: „ENSKI VAGNINN I SKOÐ- UNARFERÐUM UM BORG- INA” Ég vona að vagninum hafi litist vel á Réykjavik og hann jafnvel hugsi sér aö setjast hér að. PL.L.^fr éa **««*•. C**' dropa framar. Mikið hefur verið rætt og ritað um böl yfirvinnu hér á landi og flestir munu sammála um að hún sé fram úr hófi hjá mörgum. En ekki er yfirvinna cina böl sem menn eiga við að strlða á þessum siöustu og verstu timum ef marka má fyrirsögn i Visi: ' „ÞAÐ FARA MARGIR FLATT A UNDIRVINNUNNI” Þjóðviljinn hefur haldið uppi njósnum um Slökkvk liðið á Keflavikurflugvelli og flettir ofan af hneyksli um liðið: „NOTAR MIKIÐ AF OLIU VIÐ ÆFINGAR” Eftir að hafa lesið þessi ósköp sló ég á þráðinn til Pattons og spurði hvort þetta væri rétt. — Jess, wc notar oliu, right, Auðvitað wildum við helst jús kommúnista, but það er bann- að. En oil breenur bettur en vatn, you see. „MARGIR RITHÖFUNDAR ERU NÆR SKATTLAUSIR” segir Visir. Er það nokkur frétt þó tekjulausir menn borgi ekki skatta? Þeir þurfa að seljast til að fá tekjur. Þótt ég fylgist ekki náið með iþróttum reyni ég jafnan að hlusta á knattspvrnulýsingar Hermanns Gunnarssonar. ,A þann hátt komst ég að þvi að KR vann Vikinga á Laugardalsvelli hér um kvöldið. Astæðan fyrir þessu tapi Víkinga varð mér ekki ljós fyrr en ég var að fletta Dagblaðinu og rakst á eftirfarandi fyrirsögn á iþróttasíðu: „ELMAR DRÓ TENNURN- AR ÚR VÍKINGUM A AKUR- EYRI” Auðvitað hefur ekki þýtt neitt fyrir þá að mæta tannlausa i slaginn við KR. Svo haldið sé áfram ineö iþróttafréttir er ekki úr vegi að minnast á fyrirsögn á iþrótta- siðu Moggans: „KA ÆTLAR SÉR EKKI FALL” Þetta var mikil uppljóstrun sem eflaust hefur komið mönn- um mjög á óvart. Allir muna menningarbylt- inguna i Kina sem var mjög i fréttum fyrir nokkrum árum. Eftir að vinstri stjórn kom til valda hérlendis hefur verið unn- iö að menningarbyltingu og mun hún nú komin nokkuð áleiöis ef marka má frétt i Mogganum: „100 KENNARAR A ENDUR- MENNTUNARNAMSKEIÐI” Stjórnmálamenn verða af- skaplega glaðir ef það kemur i Ijóst að þeir hafa haft rétt fyrir sér i einhverju máli. Það cr þvi vel skiljanlegt að Timinn hafi verið ánægður þegar hann birti fyrirsögn yfir þvera siðu nú i vikunni: „AÆTLANIR FRAMSÓKN- ARMANNA REYNDUST A RÖKUM REISTAR” Sennilega hafa engir oröið jafn hissa og blessaðir Framsóknarmennirnir. LAUGALÆK 6 - SÍMI 34SSS Opið frá kl. 9-23.30 í þessarí glœsilegu ísbúð geturðu fengið: KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, HAMBORGARA, SAM. LOKUR, PIZZUR, PÆ MíÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI. Lítiö inn f ísbúöina aö La uga læk 6, og fá iö ykkur kaffi og hressingu, takiö félagana meö. Saevar Karl Ólasen, Laugavea 51—2. hœð ÚTSALA ÚTS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.