Vísir - 18.08.1979, Síða 30

Vísir - 18.08.1979, Síða 30
VtSIR Laugardagur 18. ágúst 1979 LögreglubifreiO komin á árekstrarstaOinn. Vlsismynd: JA. Árekstur Frá Sigurði Sigurðar- syni blaðamanni Visis á Akureyri: Allharður árekstur varð á einni sérleið i Visisrallinu við Þverár- fjall á Skaga rétt eftir hádegi i gær. Rákust þar saman Galant fólksbill og Blaser jeppi en sá siðarnefndi er einn af „undanför- um” i rallinu. ökumaður fólks- bflsins var kominn til að fylgjast með rallinu en sérleiðir eiga að á sárlelð vera lokaðar allri utanaðkomandi umferð.’ Engan mann sakaði en i fólks- bilnum voru auk ökumanns fjög- ur börn. Galantbillinn er stór- skemmdur og óökufær en jeppinn skemmdist litið. Hlutverk undanfara er að kanna fyrirhugaða keppnisleið áður en rallið hefst. Starfsmenn rallsins segja að ökumaður Galantsbilsins hafi ekki sinnt stöðvunarmerkjum en ökumaður heldur þvi fram að ekki hafi verið reynt að stöðva sig. -SS/KS - Fyrsta grelnln á mánudag Næstu daga munu birtast hér-I VIsi greinar eftir Gylfa Þ. Gisla- son prófessor um nokkur þau efni, sem nú ber hæst I umræðum um efnahagsmál hér á landi. Grein- arnar eru fimm, og birtist hin fyrsta i blaðinu á mánudag. Nefnisthún Ofveiði á Islandsmið- um. Hinar greinarnar nefnast: Sérstaða fiskveiða. Ókeypis að- gangur að fiskimiðum leiðir til of- veiði. Sala veiðileyfa. Ofbeit og gróðureyðing. Gylfi Þ. Glslason. GreinaflokKur eftir Gyifa Þ. Gfsiason „El ág værl rfkur” sýnd I vfsisuið ,,Ef ég væri rikur”, heitir kvik- myndin, sem sýnd verður I Visis- bíó I dag, en sýningin hefst kl. 15 I Hafnarbió. Mynd þessi er gamanmynd, i litum og með íslenskum texta. Stðr messudagur Stóri messudagur verður hald- inn i Skálholti um helgina, sunnu- dag 19. ágúst. Að þessu sinni verður hann fyrst og fremst safnaðarhátið, en gestir og gang- andi eru að sjálfsögðu velkomnir. Stöðug dagskrá er allan daginn og byrjar hún kl. 10.30 f.h. með morgunbænum og bibliulestri en lýkur kl. 17 með hátiðarmessu. Lagmetl gallað eða ðsöiuhælt Heilbrigðiseftirlit Reykja- vlkurborgar framkvæmdi nýlega rannsókn á niðursoðnu lagmeti og leiddi rannsókn I ljós aö 36% þeirra sýna sem tekin voru reyndust gölluð eða ósöluhæf. Hér var um aö ræða 28 sýni og voru þau að hluta án upplýsinga um framleiösludag. —HR Póstkort koma út þennan dag, og er hér mynd af einu þeirra. ÚTIDAGSKRÁ BLINDRAFÉLAGSIHS Á MORGUN Útidagskrá verður á morgun, sunnudag, i garðinum við Blindraheimilið I tilefni af 40 ára afmæli Blindrafélagsins. Dagskráin hefst með þvl að lúðrasveit leikur kl. 13.30, en kl. 14 flytur Halldór Rafnar, for- maður félagsins, ávarp. Þá flytur Egill Skúli Ingibergsson, borgar- stjóri, afmæliskveðju, og Karla- kór Reykjavikur syngur. Arnþór Helgason er kynnir. Húsið að Hamrahllð 17 verður opið almenningi, og eru allir vel- komnir. Þar verður m.a. sýning á hjálpartækjum, framleiðsluvör- um og handlðum. 30 rSvélnnsæmúiídssöií EÍaÓafuÍÍtrúT FÍugléíða:! .Mlslúlkun f fyrlrsðgn Vfsls 1 forslðufrétt i Visi fimmtu- daginn 16. ágúst segir i fyrir- sögn: „Flugleiðir afturkalla I reynd uppsagnirnar”. Hér er al- gjörlega um eigin túlkun blaðs- ins að ræða og er út I hött. Er Páll Magnússon blaða- maður ræddi við undirritaðan á niunda timanum fimmtudags- morguninn 16. ágúst spurði hann einmitt um þetta atriði. Hann fékk eftirfarandi upplýs- ingar, sem undirritaður skrifaði einnig niður: „Fridagaúttekt er lokið i bili. Væntum þess að flug verði með eðlilegum hætti næstu helgar. Því hefir verið yfir lýst af hálfu Flugleiða að berist viðbótarverkefni sem nú er leitað eftir, þá framlengist starfið”. I Visi segir hins vegar og er haft eftir undirrituðum: „Gegn þvi að flugmennirnir hættu þessari fridagaúttekt hafa Flugleiðir ákveðið að starf þeirra, sem sagt var upp, fram- lengist, svo fremi að þau við- bótarverkefni berist sem leitað er eftir”. Þarna er um ónákvæmni I frásögn að ræða, sem getur og hefir þegar valdið misskilningi. 1 frásögn blaðsins er gefið I skyn að um samninga vegna þessa máls hafi verið að ræða. Svo var ekki. Þessa ónákvæmni ber að V harma, svo og villandi fyrir- sögn. 1 viðtali við blaðamann tók undirritaður fram að uppsöfnun fridaga hefði komið til vegna stöðvunar DC-10 þotunnar og að flugmenn á DC-8 flugvélum hefðu þá lagt hart að sér við að halda uppi flugi til New York. Þessu var sleppt, en hins vegar rifjað upp hvenær fridagaúttekt hefði hafist. Undirritaður bað blaðamann að lesa fréttina upp I sima þegar hún væri tilbúin. Við þeirri beiðni var orðið. Hins vegar neitaði blaðamaðurinn að gera þær breytingar á fréttinni, sem undirritaður t'aldi nauðsyn- legar. Með þökk fyrir birtinguna, Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi ttnuiasemd blaöamanns: Svelnn slaöfestl allt, sem elllr honum var haft Vegna yfirlýsingar Sveins Sæ- mundssonar sem birt er hér á síðunni vill undirritaður blaða- maður taka eftirfarandi fram: Blaðamaður Visis fékk á rit- stjórnarfundi að morgni 16. ágúst það verkefni, að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra upplýsinga, sem hér um ræðir og ritstjórninni hefðu borist. Þegar blaðamaður hafði sam- band við Svein Sæmundsson staðfesti hann upplýsingarnar efnislega, en vildi breyta orða- laginu „að draga uppsagnir til baka” i „aðframlengja störf”. 1 viðtalinu eru ummæli Sveins að sjálfsögðu höfð orðrétt eftir. Samkvæmt beiðni Sveins var fréttin lesin fyrir hann I sima þegar hún var tilbúin til prent- unar og gerði Sveinn engar athugasemdir við það sem eftir honum var haft. Hins vegar fór Sveinn fram á breytingar á þeim hluta fréttarinnar, sem kominn var frá blaðamanni sjálfum og var þeirri beiðni hafnað af eðlilegum ástæðum. Að öðru leyti vlsast til athuga- semda ritstjóra Visis. Páll Magnússon, blaðamaður. Rltstjðrar Vfsls um fyrlrsögnlna: „VISSIR TÚLKUNIN UM, AÐ ER RÉTT” L Vegna athugasemdar Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða hf. um fyrirsögnina „Flugleiðir afturkalla I reynd uppsagnirnar”, skal eftirfar- andi tekið fram: Ljóst er af sjálfri fréttinni, að fyrirsögnin er ekki höfð eftir Sveini, og er það á engan hátt gefið I skyn. Fyrirsögnin byggð- ist bæði á þvi, sem eftir Sveini var haft I viðtalinu, að Flugleið- ir hf. hafi „ákveðið, að starf þeirra, sem sagt var upp, fram- lengist, svo fremi að þau við- bótarverkefni berist, sem leitað er eftir”, og einnig þvi, sem blaðinu var kunnugt um umræð- ur um hugsanlega framkvæmd á ráðningum Loftleiðaflug- manna til Air Bahama. Þvl er það rétt, sem segir I yfirlýsingu Sveins, að I fyrirsögninni felist túlkun VIsis á niðurstöðu máls- ins. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem blaðið hefur, erum við þess fullvissir, að þessi túlkun sé rétt, en ekki „út I hött”, eins og Sveinn Sæmundsson heldur fram. Mun timinn leiða þetta I ljós. Ritstjórar VIsis. J LOFTLEIÐAFLUGMENN ÓSKUÐU EFTIR MILLI- GÖNGU RÁDUNEYTISINS Vegna frétta I Visi undan- farið, þess efnis að Loftleiða- flugmenn hafi hætt úttekt frl- daga og Flugleiðir hafi I hyggju að afturkalla þær uppsagnir sem tilkynntar hafa veriö, er rétt að greina litillega frá for- sögu þessa máls. Að sögn Baldurs Oddssonar buðu Loftleiðaflugmenn Flug- leiðum h.f. að annast allt það flug sem félagið óskaði eftir og fresta töku fridaga, gegn þvl að uppsagnir þeirra nlu flugmanna sem sagt var upp störfum frá og með 1. október, yrðu dregnar til baka, þegar ljóst væri að verk- efni yrðu fyrir hendi eftir 1. október 1979. Þessu boði Loftleiðaflug- manna var aldrei svarað af hálfu Flugleiða. I byrjun ágúst fóru Loftleiða- flugmenn þess á leit við félags- málaráðuneytið, að það annað- ist milligöngu i málinu og vis- uðu i þvi sambandi til þess, að erlendir flugmenn störfuðu á flugvél sem er skráð hér á landi og væri á flugleiðum til og frá Islandi. Ráðuneytið tók nú upp við- ræður við fulltrúa F.L.F. og Flugleiða um málið og 10. ágúst bárust stjórn F.L.F. niðurstöður ráðuneytisins. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytið telur að samkomulag geti náðst „á þeim grundvelli að flugmenn Flug- leiða stöðvi fyrst um sinn úttekt ótekinna fridaga og að þeir yfir- taki jafnframt tafarlaust það flug, sem erlendir flugmenn annast nú á áðurgreindum flug- leiðum, enda telur ráðuneytið að glöggt hafi komið fram hjá þeim fulltrúum Flugleiða h.f„ sem það ræddi málið við, að uppsagnir flugmanna, sem fé- lagið hefur þegar tilkynnt, verði dregnar til baka, strax og ljóst er, að verkefni verða fyrir hendi”. Afrit af þessu bréfi var sent Flugleiðum h.f. 1 framhaldi af þessum niður- stöðum ráðuneytisins, sendi svo stjórn F.L.F. bréf til forstöðu- manns flugdeildar Flugleiða dagsett 13. ágúst þess efnis að hún hefði fallist á að fresta töku frldaga um sinn að uppfylltum ofangreindum skilyröum. Efni þessa bréfs kemur fram I upp- hafi viðtalsins við Baldur Odds- son, sem birt er.á baksíöu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.