Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 6
vísm . Fimmtudagur 23. ágúst 1979. '6 Sigurlás Þorleifsson skorar þriöja mark Vfkings án þess aö Siguröur Haraldsson komi vörnum við, þrátt fyrir góöa tilburði. Visismynd: Friðþjófur. MAGNOS BERGS VAR HETJA VALSMANNA - sem geta pakkað honum lyrlr að ná Jafntefll gegn Vlklngl Slgur hjá Feyen- oordl Fjögur lið eru með fullt hús stiga í hollensku meist- arakeppninni í knatt- spyrnu að tveimur um- ferðum loknum. Það eru meistarar Ajax, Vitesse/ AZ'67og lið Péturs Pétúrs- sonar, Feyenoord. Feyenoord hélt i gærkvöldi til Nijmegen og lék þar, og héldu Pétur og félagar heimleiðis með tvö stig i pokahorninu eftir 2:0 sigur. Meistarar Ajax fengu NAC Breda i heimsókn og unnu 2:1 sigur, AZ ’67 sigraði Maastricht á útivelli 2:1, og Vitesse sigraði Sparta, einnig á útivelli með sömu markatölu. En staða efstu liðanna er nú þessi: Feyenoord.2 2 0 0 4:0 4 Ajax.....2 2 0 0 5:2 4 Vitesse..2 2 0 0 3:1 4 AZ ’67...2 2 0 0 4:2 4 Roda.....2 1 1 0 3:0 3 Þegar gengið var frá iþrótta- siðum Visis i nótt til prentunar voru leikmenn Feyenoord ekki komnir til Rotterdam frá Nij- megen og náðum við þvi ekki sambandi við Pétur Pétursson og vitum þvi ekki hvort hann skoraði fyrir Feyenoord, en i fyrstu um- ferðinni skoraði hann bæöi mörk liðsins gegn NAC Breda. Evrópumeistarar Nottingham Forest hafa ekki tapað leik á heimavelli sinum i ensku deildar- keppninni i meira en tvö ár, og á þvi varð engin breyting þegar Forest fékk Stoke i heimsókn i gærkvöldi. En það var enginn glæsibragur yfir 1:0 sigri Forest gegn Stoke I gærkvöldi, og sigur- markið kom ekki fyrr en 9 minút- ur voru til leiksloka, er n-irski landsliðsmaðurinn Martin O’Neill skoraði. Annars urðu úrslit i ensku deildarkeppninni þessi I gærkvöldi: Magnús Bergs var hetja Is- landsmeistara Vals.sem náöu 3:3 jafntefli gegn Vikingi á Laugar- dalsvellinum i gærkvöldi. Ekki 1. deild: Aston Villa-Brighton .....2:1 Derby-Wolves .............0:1 Leeds-Everton.............2:0 Man.Unit. -WBA............2:0 Norwich-Tottenham ........4:0 Nott. Forest-Stoke .......1:0 2. deild: Cardiff-QPR...............1:0 Fulham-Orient ............2 :0 Sunderland-Birmingham.....2:0 Nottingham Forest, Middles- brough og Norwich eru einu liðin, nóg með það að hann skoraði tvö af mörkum Vals, heldur bjargaði hann á línu og var auk þess i hópi betri leikmanna liðsins þar fyrir sem hafa unnið sigra í tveimur fyrstu leikjum sinum i 1. deild- inni, og i gærkvöldi fékk Norwich lið Tottenham I heimsókn. Það var engin frægðarför hjá Tottenham, sem er enn sem fyrr með hripleka vörn, og mátti halda heim með fjögur mörk á bakinu. Kevin Reeves, sem mörg félög eru á eftir — hann er verð- lagður á eina milljón og 250 þús- und sterlingspund — var i miklu stuöi i gærkvöldi og skoraöi tvö af mörkum Norwich, en öll mörkin komu i siðari hálfleiknum. utan. Islandsmeistarar Vals töp- uðu hinsvegar dýrmætu stigi i leiknum, en þeir halda samt efsta sætinu ásamt IBV. Valsmenn hófu leikinn I gær- kvöldi með mikilli sókn, en samt sem áður voru þeir tveimur mörkum undir eftir aðeins 13. minútur. Aður en Vikingur náði þessum tveimur sóknum sinum, sem gáfu mörk, fengu Valsmenn eitt mjög hættulegt tækifæri, Guðmundur Þorbjörnsson með þrumuskot I stöng af stuttu færi, enfékk siðan boltann aftur til sin út á vitateiginn, en þá fór skot hans yfir. Vikingarnir náðu hinsvegar sinni fyrstu sókn á 10. minútu og fengu þá mark. ómar Torfason var meö boltann við vltateigs- hornið og reyndi skot. Magnús Bergs reyndi hvað hann gat til að afstýra markinu, en boltinn hrökk af fótum þeirra Ómars og skrúf- aðist upp I hægra markhornið. Aðeins þremur minútum siðar var staðan oröin 2:0. og fór þá heldur betur kliöur um stúkugesti i Laugardalnum. Það mark kom þannig að Sigurlás náði að snúa einn varnarmanna Vals af sér við vítateigslinu og Helgi Helgason kom á fullri ferð og skaut boltan- um, sem hafði runnið frá Sigur- lási og boltinn hafnaöi neðst I hægra markhorninu. Það þurfti ekki að blða lengi eftir þvi að Valur jafnaði. Þremur minútum eftir að Vikingur komst i 2:0 minnkaði Hálfdán örlygsson muninni 2:1. Atli Eðvaldsson gaf þá fasta sendingu fyrir markið utan af kantinum, og boltinn skaust á milli allra varnarmanna Vikings og til Hálfdánar, sem var á auðum sjó og skoraði með föstu skoti. Og tveimur minútum siðar hafði Valur jafnað. Magnús Bergs var þá með boltann fyrir utan vitateig og skaut skyndilega þrumuskoti, sem hafnaði I mark- inu án þess aö Diðrik ólafsson, sem var heldur seinn á stað, ætti möguleika á að verja. Vikingarnir komust aftur yfir á 57. minútu og var það fallegt mark og vel að þvi unnið. Ómar Torfason gaf inn I vitateig Vals, Gunnar Orn var þar og skallaði boltann áfram inn I markteiginn og þar kom Sigurlás og potaði tánni i boltann — 3:2,og Sigurlás .orðinn markhæstur leikmanna 11. deild með 9 mörk. Eftir þetta mark fengu Viking- ar tvö góð tækifæri til að auka muninn. 1 annaö skipti bjargaði Magnús Bergs á linu frá Sigurlási sem var byrjaður að fagna marki og rétt á eftir varði Sigurður Har- aldsson vel frá Sigurlási af stuttu færi. Valsmenn virtust vera að brotna, og kom þvi jöfnunarmark þeirra 4 minútum fyrir leikslok ó- vænt. En markið var fallegt. Boltinn barst til Magnúsar út i vitateiginn hægra megin eftir hornspyrnu og hann sendi hann til baka með við- stöðulausu þrumuskoti i fjær- hornið — gullfallegt mark. Þótt Valsmenn ættu sist minna I leiknum máttu þeir þakka fyrir þetta stig, sem þeir náðu i, þvi að tækifæri Vikings, sem ekki var skorað úr, voru hættulegri en Valsmanna. Valsliðið lék ekki sannfærandii gærkvöldi, en bestu menn liðsins voru þeir Dýri Gúð- mundsson og Atli Eövaldsson. Þessi árangur Vikings er enn athyglisverðari fyrir þá sök að I liðið vantaöi nokkra fastamenn, en liðið barðist vel og uppskar vel. Bestu menn Vikings voru Sig- urlás Þorleifsson, sem skapaði mikinn usla I vörn Vals, og Ómar Torfason, sem vann geysilega vel á miðjunni. —gk. Badminton Vetrarstarfið hefst 1. sept. n.k. Vallarleigan er hafin. Fyrri félag- ar halda timum sinum til 26. ágúst nk. Opið kl. 16—20 virka daga. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1 — simi 82266 TBR m F0REST TflPflR EKKI A HEIMAVELLI SÍNUIM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.