Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 23. ágúst 1979. Hafi fiskifræðingar sýnt fram á, að um ofveiði sé að ræða, geta menn væntanlega orðið sammála um, að draga verði úr sókn i hina ofveiddu fiskistofna. Það má t.d. gera með þvi að loka vissum veiði- svæðum, banna veiði á ákveðnum timabilum, takmarka fjölda veiðidaga og kveða á um hámark þess afla, sem veiða megi. Reynsla bæði hér á landi og annars staðar hefur sýnt, að árangur slikra ráðstafana er yfirleitt minni en menn væntu i upphafi. Miklu mikilvægara er þó hitt, að hér er um að ræða óhagkvæmar ráð- stafanir til þess að takmarka afla. Ráðstafanir bitna jöfnum hönd- um á hagkvæmum rekstri og óhagkvæmum. (Jtgeröarkostnaður lækkar ekki sem svarar aflaminnkuninni. Hver smálest I minnkuö- um afla verður dýrari en áður. Eigi aflinn að minnka, á veiðiflotinn auðvitað að minnka lika. En þessar ráðstafanir hafa engin áhrif i þá átt. Of mikilli og óþarfri fjárfestingu er haldið viö. Á ekki að greiða fyrir verðmæti? Hér og annars staðar hefur einnig verið beitt þeirri aðferð að gefa út veiðileyfi. Sums staðar, t.d. i Kanada, hefur verið innheimt fyrir þau gjald. Hér hefur það ekki verið gert. Nú er komið að þvi að spyrja þeirrar mikilvægu spurningar, hvort það væri rétt. Þess hefur áöur verið getið, að meðan hægt er að veiða fisk, án þess að rýra stofninn, sé ástæðulaust að telja fiskinn verðmæti, þvi að með veiðinni er ekki tekið neitt frá neinum öðrum, engin auölind skert. Fiskurinn er þá einskis virði af sömu ástæðu og drykkjarvatn i lind eða brunni er einskis virði, þótt það sé lifsnauðsynlegt. En þegar farið er að veiða svo mikið, að stofninn rýrnar, auð- lindin skerðist, á þetta ekki lengur við.Sú veiði, sem er um- fram hagstæöastan afla, rýrir skilyrði þeirra, sem seinna vilja veiða, til þess að fá afla. Þá eru þeir, sem veiða i dag, farnir að taka frá þeim, sem vilja veiða á morgun. Þess vegna er fiskur- inn nú orðinn verðmætur. Þeir, sem hann veiða, eiga að greiða fyrir það. Eru nokkur dæmi þess á öðrum sviðum efnahags- llfsins, að menn megi taka verð- mæti frá öðrum án þess að greiðsla komi fyrir? Hvernig á að koma i veg fyrir ofveiði á einum miðum og vannýtingu annarra? En fiskimiðin eru, eins og áður hefur veriö getið, mis- gjöful. Þess vegna er ekki rétt, að greitt sé sama gjald fyrir veiöi á öllum fiskimiöum. Aður hafði verið tekið dæmi um fiski- mið, þar sem 100 sóknarein- ingar gátu aflað fyrir 20 millj. kr., og önnur, þar sem 133 sóknareiningar þurfti til þess að afla fyrir 20 millj. kr. Vegna þess, að aðgangur að miðunum var frjáls og ókeypis, mátti hins vegar búast við þvi, að nokkrar sóknareiningar yrðu fluttar af rýrari miðunum á hin betri með þeirri afleiðingu, að heildarafl- inn og heildarverðmætið minnk- aði og tekjur á hverja sóknar- einingu lækkuðu. Um ofveiði varð að ræða á betri miðunum, en hin rýrari voru vannýtt. Ef hægt væri að koma þvi til leiðar, að 100 sóknareiningar veiddu á betri miðunum og 133 á rýrari miöunum, er þvi augljóst að heildarafli og heildarverð- mæti yrði meira en áður og tekjur á sóknareiningu hærri. Athuga má, hvað þeir fram- leiðsluþættir, sem I sóknarein- ingu felast, gefa af sér i landi. Sú upphæð á að svara til launa og kostnaðar við útgerðina. Gerum ráð fyrir, að upphæðin sé 140.000 kr. Þá þarf aflaverö- mæti á sóknareiningu að nema 140.000 kr. Ef 100 sóknarein- ingar veiða fyrir 20 millj. kr. á betri miðunum og meðaltekjur á sóknareiningu eru þannig 200.000 kr., gætu tekjur á sóknareiningu orðið 140.000 kr., þótt greitt væri 60.000 kr. gjald fyrir leyfi til þess að senda eina sóknareiningu á miðin. A lakari miðunum, þar sem 133 sóknar- einingar afla fyrir 150.000 kr. aö meðaltali, mætti gjaldið fyrir leyfið hins vegar ekki kosta nema 10.000 kr. Þá væru tekjur hverrar sóknareinipgar á báð- um miðunum jafnar. Það væri ekki hagkvæmt fyrir útgerðar- fyrirtæki að kaupa leyfi fyrir fleiri en 100 sóknareiningar á betri miðin. Þá lækkaði afrakst- ur þeirra. Og þaö væri hag- kvæmt að kaupa veiðileyfi fyrir allt að 133 sóknareiningum á rýrari miðin. Alls mundi útgerðin greiða 7,3 millj. kr. fyrir veiöileyfin. En meö þessu móti hefði verið komið i veg fyrir ofveiði á betri miðunum og lakari miðin verið fullnýtt. Sala veiðileyfa veldur aukinni þjóðarfram- leiðslu Ef vitað er, hver er afrakstur framleiðsluþáttanna i sóknar- einingu i landi, má reikna út, miðað við þær grundvallarfor- sendur varðandi samband sóknar og afla, sem áður hafa verið raktar, og að engar tak- markanir væru á sókn á miðin, að 121 sóknareining mundi sækja betri miðin og afla fyrir 17 millj. kr., en 140 sóknarein- ingar lakari miöin og veiða þar fyrir 19,6 millj. kr. Veiðileyfin valda þvi hins vegar, að fram- leiðsluöflum 28 sóknareininga verður að beina yfir i aðrar at- vinnugreinar. Þar afkasta þessi framleiðsluöfl 3,9 millj. kr. 1 kjölfar veiöileyfanna hefði heildarframleiöslan þannig vaxiðum 7,3 millj. kr., þ.e. afla- aukningin hefði numið 3,4 millj. kr. og viðbótarframleiðsla I öðr- um greinum 3,9 millj. kr. En það er nákvæmlega sama upp- hæðin og greidd var fyrir veiði- leyfin. Sú greiðsla heföi getað runnið i rikissjóð, sem gæti siöan notað tekjurnar með ýms- um hætti, t.d. til þess að kaupa gömul skip, sem orðin eru óarð- bær, eða til samtaka útvegsins sjálfs. Það er aukaatriði i þessu sambandi. Hitt er aðalatriðið, að sala veiðileyfa og mishátt verð á leyfunum eftir þvi, hversu gjöful miðin eru, hefur komið i veg fyrir ofveiði á góðu miðunum og vannýtingu hinna. Heildarþjóðarframleiðslan hefur vaxið við það, að með stjórnunaraðgeröum hefur sókn á miðin verið skipulögð. Jafn- framt hafa tekjur i þjóðfélaginu aukizt um nákvæmlega sömu Sum útgeröarfyrirtæki mundu eflaust greiöa gjald fyrir veiðileyfi fegins hendi, ef ótruflaður rekstur væri meö þvi tryggður. upphæð og heildarframleiöslan jókst, þannig að unnt er að kaupa þessa framleiðslu. Hagur þjóðarheildarinnar hefur batnað. Það kemur öllum að gagni, einnig útgerðinni. Auðlindaskattur ekki réttnefni. Gjald, sem innheimtyröi fyrir veiöileyfi, hefur einnig verið Flðrða greln Dr. Gylfi Þ. Gislason prófessor ræðir hér þá aðferö til aflatak- mörkunar að selja leyfi til þess að veiða fiskinn i sjónum. Hann bendir m.a. á, að ástæöulaust hafi verið að beita þessari að- ferð á meðan nægur fiskur hafi verið, hægt hafi verið aö veiða fiskinn án þess að stofninn væri skertur. Þessi aðstaða er ekki lengur fyrir hendi. Er þá rétt að taka upp sölu veiðileyfa? nefnt auðlindaskattur. Að minu viti er sú nafngift ekki heppileg. Skattur er gjald, sem opinberir aðilar inn heimta af einstakling- um og fyrirtækjum. Þá eru at- vinnutekjur fluttar i hendur opinberra aðila. Tekjur ein- staklinga og fyrirtækja minnka. Ef innheimt væri gjald af veiði- leyfum, ætti slikt sér ekki stað. Veiðileyfin hafa i för með sér, að tekjur þjóðarbúsins vaxa, af þvi að komiö er i veg fyrir of- veiði á sumum miðum og önnur hagnýtt betur. Tekjur útgerðar- innar vaxa, en minnka ekki. Þaö er villandi að tala um skatt I þessu sambandi, og hefur það e.t.v. átt sinn þátt I þvi, að hug- myndin um gjald af veiöileyfum hefur mætt þeirri andstöðu af hálfu útgerðaraðila sem raun ber vitni. Framleiðsluþætti verður að flytja til Forsenda fyrir útreikningum eins og þeim, sem að framan greinir, er auðvitaö, að hægt sé aö hagnýta framleiösluþætti þeirra sóknareininga, sem hætta veiðum, i landi. Með skynsamlegri almennri hag- stjórn ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu, að þaö væri hægt. Ef menn telja það ekki hægt, má beita alveg sömu röksemda- færslu gegn þeim ráðstöfunum til aflatakmörkunar, sem nú er beitt. Ef skipi eru bannaðar vissar veiðar i vissan tima, hlýzt auðvitað af þvi tap, ef ekki er hægt að nota skipið til neins annars á meðan. Það er torveld- ara að breyta hagnýtingu fram- leiðsluþátta i skamman tima i senn, eins og núgildandi kerfi knýr til, en að breyta alveg um hagnýtingu þeirra, eins og veiðileyfakerfi mundi gera nauðsynlegt. Gengislækkun gæti verið nauðsynleg Nú kynni einhver að segja, að forsendur dæmisins að framan séu óraunhæfar að því leyti, að útgerð hér á landi mundi ekki standa undir þeim kostn- aðarauka, sem gjald fyrir veiðileyfi hefði f för meö sér. Sum útgerðarfyrirtæki mundu eflaustgreiða gjald fyrir veiðileyfi fegins hendi, ef ótrufl- aður rekstur væri meö þvi tryggður. Hitt er eflaust rétt, aö mörg útgerðarfyrirtæki hefðu ekki efni á þvi. 1 þessu sam- bandi yrði að fara fram úttekt á stöðu útgeröarinnar sem heild- ar.Við vitum i stórum dráttum, hversu mikið má veiða, án þess að skerða stofnana. Ef út- geröarkostnaður þess flota, sem til þess er nauðsynlegur, að við- bættu gjaldi fyrir þau veiðileyfi, sem gefin eru út fyrir hæfilegu aflamagni, er meiri en tekjur hans, ber það einfaldlega vott um, að gengi krónunnar er rangt skráð. Það veröur þvf að lækka þannig, að útgerðin i heild beri sig. Andstaða gegn slikri gengislækkun væri óraun- sæ. Með gengislækkun eru tekjur fluttar til innanlands. En slík gengislækkun væri fyrst og fremst gerð til þess að koma I veg fyrir ofveiði og hefði aukn- ingu þjóðartekna I för með sér. Hún væri þáttur I þvi, að heildarreikningar útgeröar- innar væru gerðir rétt upp, en ekki rangr, eins og nú á sér stað. Byggðasjónarmið Þá hefur verið á það bent, að innheimta gjalds fyrir veiöileyfi mundi valda mikilli byggða- röskun. Hér er um misskilning að ræða. Ef stjórnvöld vilja fylgja tiltekinni byggðastefnu, sem mörg skynsamleg rök má færa fyrir, mætti einnig gera það með þvl, að hafa veiðileyfi ódýrari en vera ætti i þeim byggöarlögum, sem talið er rétt aö styrkja. Byggöastefna kostar auðvitað ávallt fé i einhverju formi. Þann kostnað má greiða sem lækkað verð á veiöileyfum eins og á hvern annan hátt. Uppboð eða fast verð. Aö siðustu er rétt aö vikja að erfiðleikunum á þvi að ákveða verö veiðileyfa. Grundvallar- atriðin koma fram I dæminu að framan. Æskilegast væri, að framkvæmanlegt væri að selja veiðileyfi á uppboði. 1 öllum helztu fiskhöfnum Evrópu er fiskverð ákveðiö á uppboði. Þar er mikil reynsla komin á upp- boðskerfi á þessu sviði, og dettur engum i hug aö hverfa frá þvi. Hér á landi er hins vegar engin reynsla I þessum efnum. Þess vegna væri það varhugavert, að reyna aö nota uppboöskerfi við ákvöröun á verði veiöileyfa. Hér er fiskverð hins vegar ákveðið af opinberri nefnd. Þaö er reiknað út á grundvelli ákveðinna for- sendna. A þvi svíði hafa Islend- ingar öölast mikla þekkingu og reynslu. Akvörðun á verði veiði- leyfa er i raun og veru alveg hliðstæð ákvörðun fiskverðs. Sömu forsendur og notaöar eru við ákvöröun fiskverös, má nota við ákvörðun á verði veiðileyfa, að viöbættum forsendum frá fiskifræðingum, sem stjórnvöld ákvæðu að miða við. Að sjálfsögðu ber að viður- kenna að það, að gera sókn á fiskimið háöa veiðileyfum, sem greiöa á gjald fyrir, er mjög umfangsmikil nýjung, og án efa tengd miklum framkvæmda- örðugleikum, einkum i byrjun. En hér verður að hafa i huga, að mjög mikið er i húfi. Ofveiöina verður að stöðva og siðan að gera frekari ráðstafanir til þess að tryggja fyllstu hagkvæmni i fiskveiðunum. Þau ráð, sem nú er beitt, duga ekki. Veiöileyfa- kerfið er sú ráðstöfun, sem þeir hagfræðingar, fiskifræðingar og aðrir raunvisindamcnn, sem málið hafa kynnt sér rækilega, eru sammála um, að sé skyn- samlegust. Aðrar þjóðir, og þá fyrst og fremst Kanadamenn, hafa þegar haldið út á þessa braut. Af þeím ættum við að læra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.