Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 16
Gestum gefst kostur á þvf aO sjá ýmsar nýjungar I ræktun og árangur ræktunar eftir hii.um ýmsu aöferOum. L ■ t-cí Pt #. y já Sumarslarfseml Ar- bæjarsafns að Ijúka „Kyrrum átti ég íalleg gull” nefnist sýning sem staðiö hefur yfir i Arbæjarafni i sumar. Sýningu þessari fer nú senn aö ljúka og einnig sumarstarfsemi Arbæjarsafns. Safniö auglýsti eftir munum á sýninguna i vor og eru flestir þeirra fengnir aö láni. Safnið verður opið frá klúkkan 13 til 18 út ágústmánuð. Aðgangs- eyrir er 400 krónur fyrir fullorðna en 200 krónur fyrir unglinga frá 12 til 16ára. Börn undir 12 ára aldri fá ókeypis aðgang. — KP. „Fyrrum átti ég falleg gull”, nefnist sýning sem senn fer aö ljúka f Arbæjarsafni. Afmællssýnlng Garðyrkjuskólans: 300 tegundir piantna á sýnlngunnl Nú fer hver aö veröa siöastur aö sjá afmælis sýningu Garö- yrkjuskóla rikisins viö Hvera- geröi. Sýningunni lýkur á sunnu- daginn. öll félagssamtök garðyrkju- manna standa að þessari sýningu og leggja garðyrkjubændur til öll blóm, en skrúðgarðyrkjumenn hafa séð um uppsetningu þeirra. Ahugamenn um garðrækt hafa hér einstakt tækifæri til að kynnast ýmsum nýjungum og læra sitt hvað sem getur komið sér vel. 50 til 60 tegundir mat- jurta. A sýningunni eru milli 50 og 60 tegundir matjurta. Margar þeirra hafa ekki sést hér á landi fyrr. Alls eru yfir 300 tegundir plantna á sýningunni. Ýmsar nýjungar i ræktun eru kynntar á sýningu Garðyrkju- skólans. Gestum gefst kostur á þvi að fylgjast með sumum þeirra i framkvæmd. Kynnt er vatns- ræktun, en þá eru plöntur ein- göngú ræktaðar i vatni, en við það er blandað áburði. Einnig er sýnd lýsing i gróðurhúsum og úðun. Á útisvæðum sem eru geysistór eru sýndir sérstakir gróðurreitir með plöntum sem ræktaðar hafa verið á mismunandi hátt. Mjög misjafn árangur næst eftir þvi hvort plöntur eru ræktaðar undir berum himni, eða undir plasti og I upphituðum jarðvegi. Þarna er hægt að kynna sér gerð skjól- garða, en sú kunnátta getur komið i góðar þarfir. Happdrætti og sölu- markaður. Blóma og grænmetismarkaður verður i gangi sýningartimann. Einnig gefst gestum kostur á þvi að freista gæfunnar, þvi Græna veltan verður i fullum gangi. Góðir vinningar eru i boði, bæði blóm og grænmeti. Útbúin hefur verið veitinga- stofa á sýningarsvæðinu þar sem gestir geta fengið sér kaffi og meðlæti. Skólinn hefur undanfarin ár starfrækt námskeið fyrir áhuga- fólk um garðyrkju og hafa margir notfært sér þau. Þau fjörutiu ár sem skólinn hefur starfað, hafa alls 280 nem- endur verið útskrifaðir úr skól- anum. Nýtt skólahús hefur verið i byggingu undanfarin ár og gert er ráð fyrir þvi að þegar það er komið i gagnið geti skólinn rúmað 50 til 60 nemendur. — KP. Snorra Sturlusonar veröur minnst i Reykholti á sunnudag. Snorrahátlð í Reykholtl Snorrahátið verður i Reykholti á sunnudag. Hátiðin er haldin til minningar um að átta aldir eru liðnar frá fæðingu Snorra Sturlu- sonar. Hátlðin hefst klukkan 14, með setningar ræðu Ásgeirs Péturssonar. Ræðu dagsins flytur Finnbogi Magnússon landsbókavörður, þar sem hann gerir grein fyrir Snorra og verkum hans. Af öðrum dagskrárliðum má nefna: Þjóðdansa, kórsöng og einsöng. Þá verður lesið upp úr verkum Snorra og einnig flutt kvæði Jóhannesar úr KötlurrúEigi skal höggva. — KP. 1 Garöyrkjuskólanum viö Hverageröi eru hundruö plantna, bæöi' ínni og á útisvæöum. verOlaunaafhending l vísisraili l ððaii - kvlkmynd al ralllnu verbur sýnd I kvöld Verðlaunaafhending í VIsis- rallinu fer fram i kvöld I óðali. Þar verða allir aðstandendur og keppendur mættir. Visisrallið var það lengsta og erfiðasta sem haldið hefur veriö hérá landi. Kvikmynd var tekin af rallinu og verður hún sýnd i kvöld i videotækjum óðal, sem eru þau fullkomnustu sem völ er á. Skermurinn er sá stærsti sem við höfum hér á landi, en hann er margir metrar á hvora hlið. Kvikmyndin verður sýnd Vfsisralliö veröur frumsýnt á videoskjánum sem er margir metrar nokkrum sinnum um kvöldiö. á hvorn veg. Vísismynd ÞG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.