Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHaukum spáð Íslandsmeistaratitl- inum í handknattleik /B11 Skagamenn fögnuðu meistaratitli í Eyjum B1, B2, B3, B4, B12 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM STEFÁN Jónsson, fyrrverandi forstjóri og bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði, er látinn, 92 ára að aldri. Stefán fæddist á Kalastaðakoti á Hval- fjarðarströnd hinn 15. mars árið 1909. For- eldrar hans voru Jón Sigurðsson hrepp- stjóri og Soffía Pét- ursdóttir húsmóðir. Stefán ólst upp á Kalastaðakoti til tíu ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og systk- inum. Hann lauk prófi úr Verzl- unarskóla Íslands árið 1928 og stundaði verslunar- og skrifstofu- störf í Reykjavík á árunum 1928 til 1930. Eftir það tók hann við störfum hjá vélsmiðjunni Héðni og varð síð- ar útibússtjóri vélsmiðjunnar í Hafnarfirði fram til ársins 1937. Þá keypti hann ásamt þremur félögum sínum útibúið og stofnaði Vél- smiðju Hafnarfjarðar hf. Starfaði hann þar sem forstjóri lengstan hluta starfsævi sinnar. Stefán var einn af stofnendum Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á Þingvöllum árið 1930 og var bæjarfulltrúi sjálf- stæðismanna í Hafn- arfirði á árunum 1938 til 1982 eða samtals í 44 ár. Þar af var hann forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði í sextán ár. Hefur enginn ann- ar gegnt starfi bæjar- fulltrúa í svo langan tíma samfleytt í einu bæjarfélagi. Stefán sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum bæjarfélagsins en auk þess stóð hann að stofnun ýmissa at- vinnufyrirtækja í bænum og sat í stjórnum þeirra. Þar mætti nefna fyrirtækið Lýsi og mjöl hf., Bílaverkstæði Hafnar- fjarðar hf. og Bátafélag Hafnar- fjarðar. Kom hann þannig víða við í atvinnusögu bæjarins og sat m.a. í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar í fjöldamörg ár. Auk þess sat hann í stjórn Íslenska álfélagsins (ÍSAL). Auk þessa var Stefán í karla- kórnum Þröstum frá árinu 1932 og var gerður að heiðursfélaga þar hin síðari ár. Stefán kvæntist Ragnheiði Huldu Þórðardóttur 29. mars 1931. Þau bjuggu í Hafnarfirði alla tíð og eignuðust sex börn, nítján barna- börn og 24 barnabarnabörn. Andlát STEFÁN JÓNSSON ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja frá 1. október, þegar Flugfélag Íslands hættir á þeirri leið sem kunnugt er. Allt stefnir því í harða samkeppni í Eyjafluginu því flugfélagið Jórvík áformar einnig flug þangað frá sama tíma. Svo gæti farið að ferðir á degi hverjum verði alls sex talsins hjá fé- lögunum tveimur. Bæjarráð Vest- mannaeyja samþykkti ályktun á fundi sínum í gær þar sem ákvörðun Ís- landsflugs er fagnað en að sögn Guð- jóns Hjörleifssonar bæjarstjóra hvöttu bæjaryfirvöld Íslandsflug til að koma inn á markaðinn. Efasemdir voru uppi um að Jórvík væri nógu öfl- ugt félag til að geta sinnt spurn Eyja- manna eftir áætlunarflugi. Íslands- flug hefur náð samkomulagi við Flugfélag Vestmannaeyja um að samnýta aðstöðu þess á flugvellinum í Eyjum. Félagið mun áfram kaupa þjónustu af Flugfélagi Íslands á Reykjavíkurflugvelli, líkt og það hef- ur gert vegna flugs til Bíldudals og Sauðárkróks. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs, sagði við Morgunblaðið að vegna þrýstings frá bæjaryfirvöldum og fleirum hefði stjórn félagsins tekið þessa ákvörðun, auk þess sem viðræður við minni flug- félög um samstarf í fluginu hefðu ekki skilað árangri. Íslandsflug ætlar að fljúga til Eyja alla daga vikunnar, 2–3 ferðir á dag, með 19 sæta Dornier-vél. Vetraráætlun félagsins á aðra staði, sem tekur gildi 1. október, er svipuð því sem verið hefur nema hvað flug til Sauðárkróks á þriðjudögum verður fellt niður. „Íslandsflug hefur áður sinnt flugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur með góðum árangri og frábærri þjón- ustu. Það er því gleðiefni að rótgróið og stöðugt fyrirtæki skuli ætla að taka að sér þessa nauðsynlegu þjón- ustu,“ segir ennfremur í ályktun bæj- arráðsins. Guðjón sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa greint forráða- mönnum Jórvíkur frá því að félagið þyrfti að hafa öflugra bakland fjár- hagslega og betri vélakost þótt 19 sæta vélar væru sagðar á leiðinni. Ákvörðun Íslandsflugs kemur Jórvíkurmönnum á óvart Jón Grétar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Jórvíkur, sagði við Morgunblaðið að sér kæmi ákvörðun Íslandsflugs verulega á óvart en fé- lagið ætlaði hvergi að hvika frá sínum áformum um flug til Eyja. Vonaðist Jón Grétar til þess að samkeppnin við Íslandsflug færi þá fram á jafnrétt- isgrundvelli. „Við vitum að samkeppni í innan- landsflugi er almennt mjög ójöfn, ekki bara á flugleiðum sem eru boðn- ar út. Annars trúi ég því ekki að Ís- landsflug ætli að fljúga til Eyja öðru- vísi en að fá styrki til þess. Ívilnanir til flugfélaga undir borðið eru í gangi og kannski er það að gerast í Eyjum líka. Ég undrast þessa ákvörðun Íslands- flugs og við munum skoða þessi mál nánar,“ sagði Jón Grétar. Jórvík ætlar að bjóða upp á flug til Eyja þrisvar á dag alla daga vikunnar og hefur félagið fest kaup á 19 sæta flugvélum með jafnþrýstibúnaði af gerðinni JetStream. Að sögn Jóns Grétars fást vélarnar hins vegar ekki afhentar strax og fyrsta mánuðinn mun Jórvík notast við fjórar minni vélar í áætlunarflugi til Eyja og Hafn- ar í Hornafirði, en þangað ætlar Flug- félag Íslands einnig að hætta flugi 1. október nk. Þá hefur Jórvík verið í viðræðum við forráðamenn í ferða- þjónustu á Húsavík um að hefja þang- að flug eftir þörfum markaðarins. Verið er að ganga frá ráðningum í stöður flugmanna og annars starfs- fólks sem Jórvík auglýsti nýlega eftir. Íslandsflug í samkeppni við Jórvík um áætlunarflug til Eyja frá 1. október Bæjaryfirvöld hvöttu fé- lagið til að hefja flugið á ný RÚMLEGA þrjú ár eru síðan bráðabirgðalög voru síðast sett á Íslandi. Um helgina setti rík- isstjórnin bráðabirgðalög til að leysa þann vanda sem upp var kominn varðandi tryggingar flugvéla. Í maí 1998 gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög þar sem efa- semdir höfðu vaknað um gild- istöku laga um breytingar á sveitarstjórnalögum en þær vörðuðu sveitarstjórnakosn- ingar. Voru algengari fyrir 1991 Árið 1994 voru tvívegis gefin út bráðabirgðalög, annars veg- ar um lyfjalög og hins vegar voru sett lög sem bönnuðu verkfall sjómanna. Árið 1993 voru sett bráðabirgðalög um efnahagsaðgerðir og árið áður voru sett bráðabirgðalög um kjaradóm. Frá 1991, þegar stjórnarskrá var breytt og heimild ríkisstjórnar til að gefa út bráðabirgðalög var þrengd, hafa því verið gefin út sex bráðabirgðalög. Fyrir 1991 var mun algeng- ara að ríkisstjórnir gæfu út bráðabirgðalög. Sett sex bráða- birgðalög á tíu árum BJÖRGVIN Guðmundsson var end- urkjörinn formaður Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á fjölmennasta aðal- fundi félagsins frá upphafi í gær- kvöldi. Þetta var í fyrsta skipti í tólf ár sem fleiri en einn voru í kjöri til formanns. Um 700 manns voru á fundinum en alls greiddu 665 at- kvæði. Úrslit urðu þau að Björgvin hlaut 385 atkvæði en Andri Ótt- arsson hlaut 274 atkvæði. Morgunblaðið/Þorkell Formaður endur- kjörinn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sakfelldi í gær karlmann á þrítugs- aldri fyrir tvö rán og tvær ránstil- raunir, þ. á m. rán sem hann framdi í maí sl. í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í Reykjavík. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín og skilorðsrof. Í bókabúð Máls og menningar réðst ákærði að afgreiðslumanni, tók hann hálstaki aftan frá, rak odd- hvassan hlut í hnakka hans og neyddi hann til að afhenda sér um 21 þúsund krónur úr peningakassa verslunarinnar. Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir ránið í versluninni og einnig fyrir aðra liði í ákæru ríkissaksókn- ara. Þar á meðal var tilraun til ráns þegar maðurinn fór síðar sama dag og hann framdi ránið í bókaverslun- inni vopnaður lítilli sög inn í versl- unina Tiffany’s við Óðinsgötu, réðst á afgreiðslustúlku og reyndi að neyða hana til að afhenda sér pen- inga en hörfaði síðan af vettvangi. Dæmdur fyrir tvö rán og skilorðsbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.