Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tölvuþjálfun Windows Word Internet Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 VERÐBRÉFASKRÁNING Ís- lands mun í nóvember ná því mark- miði sínu að skrá rafrænt öll helstu markaðsverðbréf hér á landi fyrir lok þessa árs. Markmiðið næst þeg- ar hlutabréf Eimskipafélagsins verða skráð rafrænt 5. nóvember, en nú eru 62 hlutafélög skráð hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Í fréttatilkynningu frá Verðbréfa- skráningu kemur fram að í ágúst sendi JP Morgan Chase Manhattan, eitt stærsta fjármálafyrirtæki heims, frá sér úttekt sem gerð var á Verðbréfaskráningu og hlaut hún meðaleinkunnina 1,13, en best er gefið 1. Umsögnin var á þá leið að Verðbréfaskráning uppfylli vel öll skilyrði sem ákjósanlegur fjár- vörsluaðili. 500–600 milljarðar króna vistaðir rafrænt Verðbréfaskráning Íslands var stofnuð fyrir fjórum árum en hóf ekki formlega störf fyrr en í júní í fyrra. Tilgangur stofnunarinnar var að Verðbréfaskráning myndi gefa út og skrá rafræn verðbréf á ís- lenskum verðbréfamarkaði. Verð- bréfaskráning Íslands er því upp- gjörshús fyrir viðskipti með verðbréf og fer uppgjör fram á hverjum degi. Að auki geymir Verð- bréfaskráning rafbréf og sér um rafræna útgáfu verðbréfa. Í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands eru nú vistaðir 500 til 600 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu Verðbréfa- skráningar segir að samkvæmt lög- um fái eigendur rafrænt skráðra verðbréfa yfirlit frá Verðbréfa- skráningu um eign sína einu sinni á ári og geti þá borið það saman við yfirlit frá fjármálastofnunum. Þessi yfirlit eigi að stemma að undan- skildum ófrágengnum viðskiptum á viðmiðunardegi. Í tilkynningunni segir að sífellt fleiri nýti sér þá þjónustu að fá yfirlit yfir rafrænt skráðar eignir sínar, en engar upp- lýsingar séu veittar nema ótvíræðar heimildir liggi fyrir og mikil áhersla sé lögð á trúnað við fjárfesta og út- gefendur. Margvíslegt hagræði af rafrænni skráningu Einar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, segir að margvíslegur ávinningur og hagræði sé af raf- rænni skráningu verðbréfa. Það að bréfin hafi verið á pappír hafi verið fyrirstaða fyrir erlenda fjárfesta, en nú hafi íslenski markaðurinn hlotið góða umsögn að þessu leyti erlend- is. Rafræn skráning auki öryggi við- skipta, því að skipti á bréfum og greiðslu fari fram þegar að morgni næsta dags eftir að viðskiptin hafi átt sér stað á Verðbréfaþingi. Menn þurfi því ekki að óttast um afhend- ingu bréfanna eða greiðslur fyrir þau. Þá sé eignarhald nú skráð ná- kvæmlega og hlutafélögin sjálf geti þannig fengið upplýsingar um hlut- hafa daglega en þurfi ekki að bíða eftir tilkynningum um eignaskipti. Loks nefnir Einar að bréf týnist nú ekki eins og áður hafi stundum gerst með tilheyrandi ógildingar- málum, og að rafrænni skráningu fylgi hagræði fyrir fjármálafyrir- tækin sem þurfi nú ekki að halda ut- anum pappíra og flytja þá á milli. Einar segir að öryggi sé mikið hjá Verðbréfaskráningu Íslands því að allar upplýsingar fari inn á tvær vélar og séu geymdar þar auk þess sem tekið sé öryggisafrit af öllum gögnum á hverjum degi. Þar fyrir utan kaupi félagið tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni upp á 650 milljónir króna á ári. Rafrænni skráningu hlutabréfa að verða lokið Með skráningu hlutabréfa Eimskips í nóvember munu helstu verðbréf á markaðnum verða skráð rafrænt PHARMACO hf. hefur keypt fram- leiðslurétt sýklalyfjahráefnisins erythromycin af alþjóðlega lyfjafyr- irtækinu Pharmacia í Bandaríkjun- um, þá tækni sem notuð hefur verið við framleiðslu hráefnisins, ásamt viðskiptasamböndum fyrirtækisins á þeim markaði. Mun framleiðsla hrá- efnisins sem hér um ræðir fara eft- irleiðis fram í verksmiðju Pharmaco í Razgrad í Búlgaríu, en hún er ein þeirra verksmiðja sem Pharmaco eignaðist með kaupunum á lyfjaverk- smiðjum Balkanpharma þar í landi. Um leið og þessi kaup voru gerð varð Pharmaco umboðsaðili Pharmacia á þessu sýklalyfjahráefni og mun annast sölu þeirra birgða sem Pharmacia á óseldar. Á meðan þær birgðir seljast verður tíminn nýttur til að hefja framleiðslu á sama hráefni í verksmiðju Pharmaco í Búlgaríu, sem verður framleitt á grundvelli þeirrar tækni og þekking- ar sem fyrirtækið keypti af Pharmacia. Með þessum kaupum er gert ráð fyrir að sýklalyfjafram- leiðsla Pharmaco aukist verulega. „Með kaupunum á framleiðslurétti erythromycin, sýklalyfjahráefnis Pharmacia, eykur Pharmaco fjöl- breytni í vörúrvali þeirra sýklalyfja sem framleidd eru í Búlgaríu, hag- ræði vex og viðskiptavinum fjölgar verulega víða um heim. Jafnframt gera þessi viðskipti Pharmaco mögu- legt að hagnýta sér hina miklu tækniþekkingu Pharmacia við fram- leiðslu sýklalyfja, gæðaeftirlit og sér- þekkingu þess í sölu- og markaðs- málum um allan heim. Með þessum kaupum aukast mjög möguleikar Pharmaco á sölu hráefna til lyfja- gerðar á heimsmarkaði, sem mun hafa jákvæð áhrif á markaðsstöðu fyrirtækisins í Bandaríkjunum, Jap- an og Vestur-Evrópu,“ segir í frétt frá Pharmaco. Pharmaco kaupir rétt á sýklalyfjaframleiðslu FPI kaup- ir Clear- water KANADÍSKA sjávarútvegsfyrirtæk- ið Fishery Products International á Nýfundnalandi hefur gefið út tilkynn- ingu þess efnis að félagið hafi skrifað undir samning um kaup á öllu hlutafé keppinautarins, Clearwater Fine Foods á Nova Scotia. Kaupverð er um 32 milljarðar króna, en við þennan samruna verður til langstærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki Kanada. Með þessum kaupum aukast árleg- ar tekjur FPI um 22 milljarða króna og hagnaður (ebitda) um 4,7 millj- arða. Kaupin verða fjámögnuð með lántöku og sölu hlutafjár. FPI stundar fiskveiðar og vinnslu í Kanada, Bandaríkjunum, Kína og Evrópu og hefur verið mikið til um- ræða að undanförnu og mikill styrr staðið um það. Á sínum tíma reyndu fjögur fyrirtæki, þar á meðal Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Clear- water að taka FPI yfir, en sú tilraun mistókst. Síðan hafa þessi fyrirtæki náð yfirhöndinni í stjórn FPI og skipt um stjórnendur, en forstjórinn, Vict- or Young, reyndi að standa vörð um FPI og koma í veg fyrir að aðrir næðu þar yfirráðum. DÖNSK stjórnvöld fengu hátt í 47 milljarða íslenskra króna fyrir fjögur leyfi á næstu kynslóð far- síma. Í viðtali við Berlingske Tid- ende segir Birte Weiss, ráðherra upplýsingatækni, að þetta sé mjög eðlilegt verð fyrir leyfin. Þegar trú manna á farsímamarkaðinn var sem mest var talið að útboðið í Danmörku gæti skilað 248 millj- örðum íslenskra króna í danska ríkissjóðinn. En síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Reiknað á hvern íbúa í Dan- mörku hafa farsímafyrirtækin þar greitt liðlega 9.400 krónur á hvern íbúa. Fengist sama verð, reiknað á íbúa, fyrir farsímaleyfin hér á landi og í Danmörku, ef ákveðið yrði að bjóða þau út, myndi það skila ríkissjóði tæpum 2,7 milljörðum króna. Segja má að verð fyrir farsíma- leyfi í löndum Evrópu hafi farið lækkandi með hverju útboðinu og niðurstöðuna í Danmörku verður einnig að skoða í ljósi breyttra markaðsaðstæðna. Langmest var greitt fyrir far- símaleyfin í Bretlandi og Þýska- landi, sem voru einna fyrst til þess að bjóða leyfin út. Á þáver- andi gengi greiddu bresku fyr- irtækin tæplega 51.000 krónur á hvern íbúa og í Þýskalandi var þetta litlu minna eða liðlega 48.000 krónur og voru margir þeirrar skoðunar að þetta hefði verið allt of hátt verð. Á Ítalíu fengust liðlega 15.000 krónur á hvern mann og 13.500 krónur í Hollandi. Útboð farsímaleyfa gæti skilað 2,7 milljörðum Morgunblaðið/Arnaldur Verð fyrir leyfi á rekstri þriðjukynslóðarfarsímakerfa hefur lækkað til muna í Evrópu frá því að fyrstu leyfin voru gefin á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.