Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 19 Sími 594 6000 KEFLA- VALTARAR Acidophilus FRÁ Fyrir meltinguna og maga með GMP gæðaöryggi H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN www.lysi.is Kosmeta Síðumúla 17 • Sími 588 3630 Vítamínbættar amerískar, úrvals hárvörurÍSLENDINGAR hafa átt aðild að norræna umhverfismerkinu síðan 1991. Norræna umhverfismerkið er hvítur svanur á grænum grunni og virðast íslenskir neytendur sér lítt meðvitandi um tilvist þess, segir Sigrún Guðmundsdóttir starfsmað- ur Umhverfismerkisráðs Íslands. Fleiri umhverfismerki eru í umferð hér og í löndunum í kringum okkur, svo sem blái engillinn í Þýskalandi, bra miljöval í Svíþjóð og blómið, um- hverfismerki Evrópusambandsins, en ein málningartegund merkt blóminu fæst hérlendis. Ekki ber að rugla umhverfismerkjum saman við aðrar merkingar, svo sem endur- vinnslu -eða skilamerki og græna punktinn sem settur er á vörur í Þýskalandi með gjaldi fyrir förgun umbúða. Hvað þá merki Umhverf- issjóðs verslunarinnar hérlendis. Ekkert framangreindra merkja segir fyrir um bein eða óbein áhrif vörunnar eða umbúða hennar á um- hverfið, bendir Sigrún á. „Norræna umhverfismerkið teng- ist hugmyndinni um sjálfbæra þró- un, sem kom upp undir lok níunda áratugar síðustu aldar, en með sjálf- bærri þróun er átt við þá viðleitni samfélaga að leita leiða til þess að viðhalda efnahagslegri og fé- lagslegri velferð, án þess að skaða náttúruleg gæði jarðar og mögu- leika komandi kynslóða til þess að njóta sömu velferðar og við gerum í dag,“ segir hún. Samfélagið þarf tíma til þess að kynnast og átta sig á hugmyndinni um sjálfbæra þróun og því sem í henni felst. Eitt skref í þá átt er um- hverfismerki, sem sett er á vöruteg- undir framleiddar samkvæmt ströngustu reglum. Regl- urnar miða að því að framleiðsla, notkun og förgun vörunnar leiði til minnsta mögulega álags á náttúruna, án þess þó að sú ráðstöfun bitni á gæðum vörunnar, segir Sigrún ennfremur. Reglurnar eru í stöðugri end- urskoðun með síaukinni þekkingu en þess jafnframt gætt að kröfurnar séu raunhæfar fyrir aðstæður hvers tíma. Einfaldara fyrir neytandann Undanfarna daga hefur kynning á merkinu staðið yfir í og við verslun Nýkaups í Kringlunni, þar sem vak- in hefur verið athygli á vörum merktum græna svaninum og er það annað árið í röð sem vörur með nor- ræna umhverfismerkinu eru kynnt- ar sérstaklega fyrir almenningi. „Umhverfismerkið sýnir neytend- um á auðveldan og einfaldan máta, að tiltekinn framleið- andi hafi gengist undir nákvæma skoðun varð- andi umhverfismál og jafnframt, að viðkom- andi hafi staðist kröfur sem umhverfismerkis- stofnunin gerir hvað varð- ar umhverfisálag af völdum framleiðslunnar. Neytandinn þarf því ekki sjálfur að fara á stúfana og leita upplýsinga um umhverfisáhrif tiltek- innar vöru, kjósi hann að taka tillit til slíkra þátta í innkaupum. Merkið tryggir beinlínis að tek- ið hafi verið tillit til um- hverfisáhrifa við fram- leiðslu vörunnar,“ segir Sigrún. Helsta markmiðið með um- hverfismerktri vöru og þjónustu er að leita leiða til þess að minnka álag á umhverfið, en framleiðendum og seljendum þjónustu er í sjálfsvald sett hvort þeir sækjast eftir slíkri merkingu eða ekki, segir Sigrún ennfremur. Norræna umhverfismerkið var stofnað árið 1989 og varð Ísland þátttakandi í verkefninu árið 1991. Fyrstu umhverfismerktu vörurnar komu á markað sama ár og í dag eru hátt í þrjúþúsund tegundir vöru og þjónustu merktar norræna um- hverfismerkinu á Norðurlöndunum. Sigrún segir um 1.000 umhverf- ismerkisleyfi hafa verið gefin út til þessa, þar af tvö á Ís- landi, en fjögur íslensk fyrirtæki hafa sótt um leyfið til viðbótar. Oft eru margar vöruteg- undir skráðar undir einu leyfi. Vörurnar sem um ræðir eru í 50 vöruflokkum og hér á landi bera um 300 vörutegund- ir norræna umhverfismerkið. Hollustuvernd ríkisins hefur um- sjón með norræna umhverfismerk- inu á Íslandi, en framleiðendur og seljendur þjónustu sem nota merkið greiða tiltekna upphæð fyrir leyfið og 0,4% af veltu vörunnar. Þak á greitt hlutfall af veltu er 200.000 krónur. Um 50% af kostnaði við um- hverfismerkið fást með þessum hætti og segir Sigrún að ríkið leggi til afganginn. Tvö íslensk fyrirtæki hafa upp- fyllt skilyrði til þess að merkja fram- leiðslu og þjónustu norræna um- hverfismerkinu til þessa. Þvottaefnið Maraþon milt frá Frigg hf. fékk norræna umhverfismerkið árið 1998 og árið 2000 var prent- smiðjunni Hjá Guðjóni Ó. veitt leyfi til þess að merkja framleiðslu sína með svaninum. Dæmi um vöruflokka á íslenskum markaði sem bera norræna um- hverfismerkið eru alhliða hreinsi- efni, byggingaplötur, eldhús- og sal- ernispappír, gólfhreinsiefni, gólf- klæðningar, kaffisíur, ljósritunar- vélar, pappír til prentunar, prentað efni, einnota rafhlöður, rahlöður sem hægt er að hlaða, salernis- hreinsiefni, skriffæri, sláttuvélar, umslög, þvottaefni fyrir uppþvotta- og þvottavélar, svo eitthvað sé nefnt. Ráðstefna um innkaup og umhverfismál Í haust verður haldin ráðstefna um innkaup og umhverfismál þar sem reynt verður að höfða til neyt- andans og segir Sigrún norræna umhverfismerkinu gefinn lítill gaumur hér í samanburði við önnur Norðurlönd. „Spurn eftir vörum með norræna umhverfismerkinu er ekki enn fyrir hendi hérlendis, sem þýðir að verslanir leggja sig ekki sérstaklega fram um að hafa slíkar vörur á boðstólum fyrir almenning, eins og æskilegt væri. Umhverfismerkið er verkfæri fyrir almenning til þess að knýja á um sjálfbæra þróun samfélagsins. Það er tæki í umhverfispólitík að- hæft markaðskerfinu, þar sem flétt- uð eru saman samkeppnis- og um- hverfissjónarmið,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir að síðustu. Umhverfismerki knýja á um sjálfbæra þróun Íslenskir neytendur gefa norræna umhverf- ismerkinu enn lítinn gaum, þótt tíu ár séu liðin síðan verkefnið hófst hérlendis. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við Sigrúnu Guðmundsdóttur, starfsmann Umhverfismerkisráðs Íslands. Morgunblaðið/Ásdís Undanfarið hefur athygli verið vakin á vörum merktum norræna umhverfismerkinu í Nýkaupi í Kringlunni. HOLLUSTUVERND ríkisins hvetur almenning til þess að nota minna, endurnýta og end- urvinna. Neytendur hafa óhjákvæmi- lega mikil áhrif á umhverfið. Vegna hverrar neysluvöru hefur verið gengið á auðlindir, orka notuð við framleiðsluna og úr- gangur orðið til. Miklu skiptir að neytendur séu sér meðvitandi um áhrif neyslunnar á umhverfið. Með því að nota minna, end- urnýta og endurvinna má draga úr þessum áhrifum og stuðla að sjálfbærri þróun. Nokkur atriði sem hafa má í huga: Skilum spilliefnum undantekn- ingalaust til eyðingar. Dæmi um spilliefni eru málning, eiturefni, lífræn leysiefni, rafhlöður, raf- geymar og fleira. Flokkum sorp og skilum um- búðum um drykkjarvörur, svo sem fernum, dagblöðum og fleiru til endurvinnslu. Jarðgerum garðaúrgang og jurtaleifar úr eldhúsinu eða skil- um garðaúrgangi á gámastöðvar. Þrýstum á að umhverfissjón- armið séu í heiðri höfð á vinnu- stað. Fækkum óþarfa bílferðum. Göngum, hjólum eða notum al- menningsvagna eftir megni. Förum vel með dýrmætar auð- lindir á borð við olíu, vatn, málma og timbur. Hlífum viðkvæmum gróðri og skiljum ekki eftir rusl úti í nátt- úrunni þegar við skoðum landið. Hendum ekki nothæfum fatn- aði. Rauði kross Íslands og fleiri taka við fatnaði og nota í hjálp- arstarfi. Síðast en ekki síst: Veljum fremur vörur með norræna um- hverfismerkinu en aðrar. www.hollver.is Neytendur og umhverfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.