Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 21
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 21 Miðvikudagurinn 26. september 2001 Haldin í Súlnasal Hótel Sögu 13:30-13:40 „Verður Ísland þinn vinnustaður í framtíðinni?“ Birgir Stefánsson, viðskiptafræðinemi. 13:40-14:10 „Samkeppnishæf starfsskilyrði“ Guðjón Rúnarsson, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja. 14:10-14:40 „Eru efnahagsleg rök fyrir skattalækkunum?“ Bolli Þór Bollason, fjármálaráðuneytinu. 14:40-15:10 Kaffihlé. 15:10-15:40 „Breytingar á skattalegu umhverfi í reikningsskilum“ Aðalsteinn Hákonarson, framkvæmdastjóri KPMG. 15:40-16:10 Áhættusækið fjármagn: Forsenda nýsköpunar og aðdráttarafl hugvits Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Verðbréfa. Fundarstjóri: Sigurður Kári Kristjánsson Styrktaraðilar: Þekking á leið úr landi? Ráðstefna viðskiptafræðinema um skattaumhverfi á Íslandi MENNIRNIR sem flugu farþega- þotum á World Trade Center- turnana í New York og Pentagon- bygginguna í Washington eru af nýrri kynslóð sjálfsmorðshryðju- verkamanna og svo virðist sem þeir séu reknir áfram af mjög svipuðum hvötum og þeir ungu og oft lítt menntuðu menn sem hafa framið fyrri tilræði en þessir höfðu margfalt betri þjálfun og mun háþróaðri tæki. Vísbendingarnar, sem fyrir liggja, um þá 19 menn sem grunaðir eru um aðild að tilræðunum í New York og Washington, benda til þess að sumir þeirra að minnsta kosti hafi verið eldri, betur menntaðir og mun fág- aðri en fyrri sjálfsmorðsárásamenn, að mati sérfræðinga í hryðjuverka- rannsóknum í Bandaríkjunum og Ísrael og víðar. „Ellefti september þurrkaði út all- ar fyrirframgefnu hugmyndirnar,“ sagði Brian Jenkins, sérfræðingur í rannsóknum á hryðjuverka- og leyni- þjónustustarfsemi við Rand-stofn- unina í Santa Monica í Kaliforníu. Sagði Jenkins að hann og aðrir sér- fræðingar séu að snúa baki við þeim forsendum sem þeir hafi hingað til gefið sér um atferli og aðferðir sjálfs- morðshryðjuverkamanna. Þessar forsendur voru notaðar til að byggja á öryggisráðstafanir bandarískra stjórnvalda og annarra stofnana heimafyrir og erlendis, að sögn Jenkins, og nú þarf að endur- skoða margar þeirra. Sjálfsmorðs- árásir voru taldar ólíklegar í Banda- ríkjunum vegna fjarlægðarinnar frá átakasvæðum í heiminum og vegna þess að hugsanlegir árásarmenn voru ekki taldir þrífast vel í vestræn- um samfélögum. Einföldun Sérfræðingar ítreka að það sé ein- földun – jafnvel hættulegt – að tala um nákvæma „persónuleikalýsingu“ á sjálfsmorðsárásarmönnum. En engu að síður hefur ákveðið mynstur komið í ljós með tímanum, eftir fjölda ára og fjölda árása, en svo virðist sem mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í Bandaríkjunum passi ekki í það mynstur. Sérfræðingarnir beina rannsókn- um sínum nú mjög að Mohamed Atta, 33 ára sem var meðal þeirra sem taldir eru hafa rænt fyrri vélinni sem flogið var á World Trade Center. Vitað er að hinir flugræningjarnir höfðu lært flug eða kynnt sér málefni er tengdust flugi. Rannsóknin beinist nú að því hvort Atta og 23 ára frændi hans, Marwan al-Shehhi, kunni að hafa gegnt forystuhlutverki í sam- særinu. Báðir lærðu þeir rafmagns- fræði við Tækniháskólann í Ham- borg í Þýskalandi. Þar til hryðjuverkin voru framin í Bandaríkjunum hafði sennilega ekk- ert land í heiminum orðið meira fyrir barðinu á hermdarverkamönnum en Ísrael. Ariel Merari, prófessor í stjórnmálasálfræði við Tel Aviv-há- skóla, sem skrifað hefur fjölda greina um hryðjuverk, hefur komist að því að meðalaldur palestínskra sjálfs- morðsárásarmanna sem frömdu 34 tilræði á árunum 1993 til 2000 var 22 ár. Aftur á móti virðist sem margir þeirra sem frömdu tilræðin í Banda- ríkjunum hafi verið vandlega undir- búnir. Þeir dvöldu í marga mánuði eða ár í Bandaríkjunum, og öfluðu sér þekkingar og hæfni sem þeir síð- an beittu gegn Bandaríkjamönnum. Ehud Sprinzak, ísraelskur sérfræð- ingur í rannsóknum á pólitískri öfga- hyggju, sagði að sú mynd sem væri að koma í ljós af mönnunum sem frömdu tilræðin í New York hefði komið sér „algerlega á óvart.“ „Hingað til hefur persónulýsingin verið af tiltölulega ungum og næsta ómenntuðum krökkum sem eiga enga fjölskyldu og hafa sætt ströng- um heilaþvotti eða aga af hálfu klerka og hafa aldrei fengið að vera einir af því að óttast hefur verið að þeir myndu guggna,“ sagði Sprinzak, sem er skólastjóri Lauder-skólans í Herzliya í Ísrael. „Þarna voru náungar sem lögðu á ráðin í tvö ár eða lengur, sem fengu (að mestu) að æfa sig frjálsir. Maður myndi ætla að svona fólk, með þessa menntun og á þessum aldri, myndi hugsa sig tvisvar um áður en það æddi út opinn dauðann.“ Ziad Abu-Amr, palestínskur þing- maður og sérfræðingur í rannsókn- um á íslamskri öfgastefnu, sagði að engar skýrar reglur giltu um sjálfs- morðsárásir en finna mætti tiltekin mynstur. „Þetta er fólk sem trúir á tiltekinn málstað og er reiðubúið að deyja fyrir hann. Trúarbókstafurinn og eftirsókn eftir endurlausn til að þóknast Guði hafa þar mest að segja. En hvorki í New York né í Palestínu er hægt að horfa fram hjá pólitíska markmiðinu. Þeir kenna Bandaríkj- unum um ákveðna hluti og það er allt tekið með í reikninginn.“ Hvatirnar kunna að vera af þjóð- ernislegum toga, pólitískum eða trúarlegum. Einhver illvígustu sjálfsmorðssamtök síðari ára, að því er nokkrir sérfræðingar segja, eru Tígrasamtök tamíla á Sri Lanka sem hafa myrt tvo þjóðhöfðingja og sært þann þriðja, í þrem árásum. Þótt breyting hafi orðið á því hvers konar menn er um að ræða og hvers konar aðferðum þeir beita er grund- vallaratriðið í sjálfsmorðsárásum samt enn það sama, segir Vincent Cannistraro, fyrrverandi yfirmaður hyrðjuverkaforvarna hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA. „Þetta snýst enn þá um það að einstaklingur eða hópur fólks otar sprengju til að kom- ast í gegnum öryggiskerfi eða hindr- un og fyrirfer sjálfum sér um leið,“ sagði Cannistraro. „Þetta er skelfi- lega öflugt vopn.“ Ekkert nýtt En þetta er ekkert nýtt. Yoram Schweitzer, ísraelskur sérfræðingur í hryðjuverkaforvörnum, sagði að á meðal þeirra sem hefðu beitt sjálfs- morðsárásum væru gyðingar á fyrstu öld og múslímar í Persíu á ell- eftu öld, sem hafi notað aðferðina til að útrýma óvinum og breiða út íslam. Fyrsta sjálfsmorðsárásin í Miðaust- urlöndum nútímans var framin 1983 af íslömskum öfgamönnum og beind- ist gegn bandaríska sendiráðinu í Beirút í Líbanon. Seinna sama ár hófu sömu samtök, Hezbollah, skipulagðar bílsprengjuá- rásir á stöð bandaríska flotans og franskra fallhlífarhermanna í Líb- anon. Hátt í 300 manns féllu og nokkrum mánuðum síðar hurfu bandarískar hersveitir á brott frá landinu. Árásin á stöðvar bandaríska flotans og sá þáttur sem hún átti á að fá Bandaríkjamenn til að verða á brott frá Líbanon hljómaði sem her- lúður í eyrum Hizbollah-manna og fylgjenda þeirra, sagði Bruce Hoff- man, sérfræðingur í rannsóknum á hryðjuverkum og yfirmaður Wash- ingtonskrifstofu Rand-stofnunarinn- ar. Frá 1983 og fram á mitt þetta ár hafa um 300 sjálfsmorðsárásir verið tilkynntar í heiminum, að því er Schweitzer segir en hann starfar hjá Rannsóknarmiðstöð í hryðjuverka- forvörnum og alþjóðastjórnmálum í Herzliya í Ísrael. Ný kynslóð sjálfs- morðsárásarmanna Los Angeles Times. Að mati sérfræðinga í persónuleikalýsingum og rannsóknum á hryðjuverkaforvörnum voru þeir menn, sem frömdu hermdarverkin í Bandaríkjunum, öðru- vísi en þeir menn sem hingað til hafa verið taldir fremja sjálfs- morðsárásir. Reuters Flugræningjar fljúga farþegaþotu United Airlines á suðurturn World Trade Center hinn 11. september sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.