Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 23 SJÖTÍU og fimm ára starfssaga Karlakórs Reykjavíkur er ekki aðeins saga tónleikahalds, því með margvís- legum hætti hafði starfsemi kórsins mikil áhrif á þróun tónlistar. Vakn- andi íslensk tónskáld, fædd fyrir og eftir aldamótin 1900, sömdu verk fyr- ir kórinn og var stjórnandi kórsins, Sigurður Þórðarson, afkastamikill í þeirri grein. Auk Sigurðar má nefna Pál Ísólfsson, Jón Leifs og Þórarin Jónsson er lögðu kórnum til ný tón- verk, sem mörg hver eru meðal bestu söngverka okkar Íslendinga. Páll P. Pálsson, er tók við af Sigurði, átti einnig þátt í nýsköpun tónlistar fyrir karlakór, bæði með útsetningum og frumgerð tónverka, og í tilefni af af- mælinu var frumflutt nýtt tónverk, sérstaklega samið fyrir kórinn, við ljóðið Dansandadans eftir Sjón. Með í þeim leik var ungur og þegar fær flautuleikari, Stefán Ragnar Hösk- uldsson, en hann hefur hlotið tilnefn- ingu Listráðs Ýmis. Dansandadans er saminn fyrir karlakór, hljómsveit og einleiksflautu og hefst tónverkið á eins konar „kadensu“ fyrir einleiks- flautu, sem var sérlega fallega flutt af Stefáni. Karlakórshlutverkið er mót- að af ýmsu sem hefur í gegnum árin einkennt tónsköpun Páls; talþættir, fléttaðir saman við gamansamar áherslur í víxlsöng radda og hljóm- sveitarþátturinn vel skrifaður fyrir hljómsveit. Verkið er töluvert flókið í samskipan kórs og hljómsveitar og undir það síðasta kom flautan aftur inn í samspili við kór og hljómsveit. Flutningurinn var sannfærandi en vel hefði mátt láta ljóðið Dansandadans fylgja með í efnisskrá, þar sem oft er leikið skemmtilega með orð, er Páll nýtir sér í margvíslegum endurtekn- ingum og til mótunar blæbrigða, sem eðlilega var oft erfitt að greina í þétt- ofnum tónvefnaði verksins. Önnur viðfangsefni hátíðartón- leikanna voru eins konar upprifjun á ýmsu því sem Karlakór Reykjavíkur hefur sungið í gegnum árin og má þar nefna Prestakórinn úr Töfraflautunni eftir Mozart, Steuermann úr Hollend- ingnum fljúgandi eftir Wagner, Dón- árvalsinn eftir Johann Strauss og In taberna úr Carmina Burana eftir Orff, allt góð tónverk, sem öll voru vel flutt þótt In taberna væri þeirra skemmtilegast. Dónárvalsinn var fluttur með fullum undirleik hljóm- sveitar og því var raddskipan kórsins í raun tvöföldun á því sem gat að heyra í hljómsveitinni. Hornin í upp- hafinu og sellóeinleikurinn hjá Bryn- dísi Höllu var einstaklega fallega mót- aður. Eftir hlé voru eingöngu flutt íslensk kórverk og tvö einsöngsverk, Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðar- son og Hamraborgin eftir Sigvalda Kaldalóns, sem Jóhann F. Valdimars- son söng af glæsibrag. Kórverkin voru Íslenskur hátíðarmars, Úr útsæ rísa Íslands fjöll eftir Pál Ísólfsson og lokakórinn úr Þrymskviðu, en í því lagi söng Björn Björnsson hlutverk Þórs af mikilli reisn og glæsilega. Síð- ustu kórverkin voru Þér landnemar eftir Sigurð Þórðarson og Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson. Öll voru verk- in vel flutt en sérstaklega þó Brennið þið vitar, sem er frábær tónsmíð. Tón- leikunum lauk svo með einkennislagi Karlakórs Reykjavíkur, Ísland, Ís- land, ég vil syngja eftir Sigurð Þórð- arson, sem kórinn söng mjög fallega, án undirleiks og þá undir stjórn Frið- riks S. Friðrikssonar. Stjórnandi hljómsveitar og kórs var Bernharður Wilkinson, og hóf hann tónleikana með forleiknum að Meistarsöngvur- um Wagners. Margt var þar nokkuð vel gert og vel má merkja, að Bern- harður er vaxandi stjórnandi og leiddi kór og hljómsveit af miklu öryggi svo að í heild voru þetta skemmtilegir og glæsilegir afmælistónleikar. Glæsilegir af- mælistónleikar TÓNLEIKAR H á s k ó l a b í ó Hátíðartónleikar í tilefni af 75 ára afmæli Karlakórs Reykjavíkur. Flutt voru erlend og íslensk verk við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einsöngvarar voru Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Björn Björnsson. Stjórnendur: Bern- harður Wilkinson og Friðrik S. Kristinsson. Föstudaginn 21. september. KARLAKÓRSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson BANDARÍSKI fiðluleikarinn Isaac Stern lést sl. laugardag á sjúkrahúsi í New York 81 árs að aldri. Stern, sem var með þekktari fiðluleikurum 20. aldarinnar og efalítið einn virtasti fiðluleikari Bandaríkjanna, var einn- ig ötull talsmaður klassískrar tón- listar og átti m.a. stóran þátt í því að hætt var við að rífa Carnegie Hall tónlistarsalinn við lok sjötta áratug- arins. Stern fæddist í Kreminiecz í Rúss- landi, nú Úkraínu, 21. júlí 1920 og fluttist ársgamall með foreldrum sínum til Bandaríkjanna. Sex ára gamall hóf hann píanónám og tveim- ur árum síðar tók hann að læra á fiðlu eftir að hafa fengið inngöngu í Tónlistarskóla San Franciscoborgar. Hann lék í fyrsta sinn með sinfón- íuhljómsveit borgarinnar aðeins 15 ára gamall og 19 ára lék hann í Carnegie Hall. Hrósuðu gagnrýn- endur honum eindregið fyrir leik hans og voru lofsyrði á borð við „silkikennd mýkt tóna hans“, „tæknilegt öryggi“ og „sjaldgæft hugarflug og skilningur á tilfinningu tónlistarinnar“ notuð. Heimsótti Ísland Í kjölfar flutnings hans í Carnegie Hall streymdu síðan inn tilboð til Stern um einleikstónleika víðsvegar um Bandaríkin. Á tímum síðari heimstyrjaldarinn- ar lék Stern fyrir herdeildir banda- manna víðs vegar um heiminn, m.a. á Grænlandi, Íslandi og Suður-Kyrra- hafslöndum. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1949 að hann lék í fyrsta skipti á meginlandi Evrópu. Árið 1956 stofnaði Stern síðan tríó ásamt píanóleikaranum Eugene Istomin og sellóleikaranum Leonard Rose. Ekki var mikið um að einleikarar leggðu fyrir sig kammertónlist á þessum ár- um og hlaut tríóið mikið lof fyrir leik sinn. Stern sem hætti í fiðlunámi 17 ára gamall sagði eitt sinn í viðtali við tímaritið The Strad: „Ég hef borið ábyrgð á mínum mistökum. Það fel- ur í sér að ... líta á tónlistina sem lífs- máta en ekki starf, heldur sem sam- ræður við fólk sem hugsar um og þykir vænt um eitthvað – maður verður að finna sinn eigin máta að hugsa á, finna til og elska.“ Stern hélt sig jafnan við túlkun tónskáldsins í leik sínum og lék þannig verk Mozarts á allt annan hátt en verk Tsjajkovskíjs svo dæmi sé nefnt. Hann var jafnan þaulkunn- ugur hverjum einasta hluta í þeim verkum sem hann lék og sýndi mikla þolinmæði í samstarfi sínu við aðra tónlistarmenn – verkið var æft þar til allir voru ánægðir. Að mati Stern bjó tónlistin þá yfir rökfestu og segir breska dagblaðið Daily Telegraph að hver einasta nóta sem hann lék hafi þjónað tilgangi. Ungt og efnilegt tónlistarfólk naut einnig aðstoðar Stern, en meðal þeirra tónlistarmanna sem hann veitti athygli strax í æsku má nefna þau Miriam Fried og Itzak Perlman. Hann lagði ekki síður sitt af mörkum við að hindra að Carnegie Hall tón- listarsalurinn væri rifin árið 1959, en Stern átti þátt í að setja á laggirnar nefnd sem safnaði milljónum dollara til kaupa á tónlistarhúsinu og hann gegndi síðan starfi formanns sam- taka um rekstur Carnegie Hall allt frá því húsið var opnað aftur árið 1960. Hver leikin nóta þjónaði tilgangi Bandaríski fiðluleikarinn Isaac Stern látinn Reuters Isaac Stern lést á sjúkrahúsi i New York á laugardag, 81 árs að aldri. Hann var í fremstu röð fiðluleikara í heiminum á síðustu öld. Leikhúsumræður í Borgarleikhúsinu „Drauma- leikhúsið mitt“ SÍÐASTI þriðjudagur í mánuði hverjum í vetur verður helgaður um- ræðum um leikhús í Borgarleikhús- inu. Fyrsti umræðufundur vetrarins verður í kvöld kl. 20 og fer fram á þriðju hæð hússins. Í fréttatilkynningu frá leikhúsinu segir að dagskrá þessa fyrsta fundar beri yfirskriftina „Draumaleikhúsið mitt:“„Þrír frummælendur ríða á vaðið, tala um þá dagskrá sem leik- húsin í Reykjavík hafa kynnt þetta leikárið, segja kost og löst á dag- skránni og ljúka máli sínu með því að lýsa draumaleikhúsinu sínu. Frum- mælendur verða Halldóra Friðjóns- dóttir, blaðamaður og gagnrýnandi á DV, Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri og Harpa Arnardóttir, leikkona og leik- stjóri. Að framsöguerindum loknum eru allir hvattir til að taka til máls og lýsa draumaleikhúsinu sínu: Að leið- arljósi skal fólk hafa fimm verkefni, aðferðir við uppsetningu þeirra og ástæður fyrir þessu öllu saman. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir og aðgangur er ókeypis. SKRIÐDÝRIN eru nokkur sniðug smábörn sem taka málin í sínar hendur þegar eitthvað geng- ur á, og hjá þeim er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að gerast. Þetta eru býsna skondnar teikni- myndapersónur sem hafa öðlast miklar vinsældir víða um heim. Í þessari mynd fara þau ásamt for- eldrum sínum til Parísar, og dvelja mest í japönskum skemmti- garði. Þar sér Kiddi litli undur- fagra japanska prinsessu sem hann vill fá sem mömmu, en önnur mun verri kona ætlar að klófesta pabba hans í gróðaskyni. Sagan er voða sæt, og allir krakkar geta skilið þrána eftir að eignast nýja mömmu, þegar al- vöru mamma manns er dáin. Auk þess er myndin bæði spennandi og fyndin. Húmorinn er svolítið „detta á rassinn“ og myndin endar reyndar á einum stórum rjóma- tertuslag, en það virkar vel á yngri áhorfendur, og það verður að virða. Það er engan veginn hægt að miða teikningarnar við það sem þykir tæknilega best í þessum geira, en mér þykja þær skemmti- legar, húmorískar og greinilega gerðar með það í huga að börn geti nálgast þessa krakka út frá eigin sjónarhorni, sem er frábært. Raddsetningin er sérlega góð, það er ekki auðvelt að leika smá- börn, en hér virkar það mjög vel. Hins vegar var bara eitt laganna á íslensku, reyndar fallegasta lagið, en það er samt synd. Reyndar eru nokkrar tilvitnan- ir í fullorðinskvikmyndir í þessari mynd, og þá aðallega Guðföður- inn. En það skemmir ekkert fyrir, fullorðnir hlæja á sínum stað, börn á öðrum og allir hafa gaman af. Skondin skriðdýr og skemmtileg KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjórar: Stig Bergqvist og Paul Demeyer. Handrit: Arlene Klasky og Gabor Csupo. 78 mín. Paramount Pictures 2000. SKRIÐDÝRIN Í PARÍS  Hildur Loftsdótt ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.