Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 27 sar aðrar að veita. si ábyrgð u afskap- ig að hafa ulegu að- á öllum ar slíkar eg ljóst að bæði hjá alldór. fði hentað ægt hefði máli innan ins, en sú r á þeim verið til gönguráð- öld hefðu irvara að nar hefðu æmilegar að að sam- egðust af. íslensku a farþega- flugvélar. ut Atlanta hefði kom- milli Flug- að félagið flug milli en hitt fé- ndis. „Við t jafnræð- r.“ ennar ga gengið gekk frá nar. í sér að ar hf., fyr- yggjenda, hafa sam- um þessa endur- ði Baldur sstjóri í nn sagði að trygg- am veita ðmæti 50 ert tjóna- nungis til essa fjár- nnra og e Group af er engin. egar falið og útgáfu rygginga- að veita nemur 50 órnir um ma til að- durtrygg- Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, sagði að sú óvissa sem skapaðist í kjölfar upp- sagna tryggingafélaganna á stríðs- og hryðjuverkatryggingum hefði verið farin að hafa áhrif á rekstur Flugleiða. „Það er ekki hægt að segja annað en að ríkisstjórnin hafi brugðist al- veg ótrúlega fljótt og vel við þessu erindi flugrekenda. Okkur sýnist að málið hafi verið unnið faglega og við teljum mjög mikilvægt að tekist hafi að leysa þennan erfiða hnút.“ Guðjón sagði mikilvægt að ákvörðunin, sem tekin var síðdegis á sunnudag, dróst ekki fram á mánudag. „Þetta var þegar farið að hafa áhrif á bókanir okkar í gær [sunnudag]. Þetta setti flugið í al- gjöra óvissu og það hafði áhrif á far- þega sem áttu bókað far. Það var því mjög mikilvægt að fá þetta á hreint sem fyrst,“ sagði Guðjón. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, er sama sinnis. „Við erum að sjálfsögðu ríkisstjórninni og stjórnarandstöðunni þakklát fyrir að standa að útgáfu þessara bráða- birgðalaga. Það var nauðsynlegt að bregðast hratt við.“ Stjórnvöld hafa sett reglugerð sem leggur þá skyldu á flugrekend- ur að innheimta gjald af hverjum flugfarþega. Gjaldið er 25 sent á hvern farþega sem flýgur með flug- vélum sem tryggðar eru fyrir minna en 750 milljónir Bandaríkjadala. Flugvélar sem eru yfir þessum mörkum greiða 50 sent. Flugvélar Flugleiða eru í lægri flokknum, en vélar Atlanta eru í hærri gjald- flokknum. Hafþór sagði að fyrir Atlanta þýddi þetta að félagið þyrfti að greiða allt að 20 milljónir króna í ið- gjald fram til 25. október. Þá væri miðað við þá forsendu að allar vélar félagsins færu fullhlaðnar eina flug- ferð á dag (fram og til baka). Nokk- ur samdráttur væri hins vegar í fluginu og nýting í vélunum væri að sjálfsögðu ekki 100% á þessum árs- tíma. Upphæðin yrði því lægri. Hafþór sagði að flugrekendum hefði ekki boðist að kaupa stríðs- og hryðjuverkatryggingu beint af tryggingarfélögum. Aðeins ríkis- valdinu hefði boðist að kaupa slíka tryggingu. Þess vegna hefði þessi leið verið farin. Hins vegar benti flest til þess að á næstu vikum yrðu tryggingafélögin búin að finna leiðir til að bjóða flugrekendum slíka tryggingu. Búast mætti við að ið- gjaldið vegna hennar yrði mun hærra en það hefði verið. Ljóst væriað almennar tryggingar flug- félaganna væru að hækka. skra flugfélaga í mánuð lögin lausnar Morgunblaðið/Ásdís isráðherra og starfandi fjármálaráðherra, og nir ríkisstjórnarinnar fyrir fjölmiðlum. egol@mbl.is EVRÓPUSAMBANDIÐhefur um fjögurra áraskeið styrkt samstarfs-verkefni sex evrópskra háskóla og rannsóknarstofu Philips fyrirtækisins í Hollandi um rann- sóknir á eðlisfræði vetnis í málmum. Meðal skólanna sem hafa tekið þátt í verkefninu eru Konunglegi tæknihá- skólinn í Stokkhólmi, Háskóli Ís- lands, Ruhr-háskóli í Bochum í Þýskalandi og Vrije-háskóli í Amst- erdam í Hollandi. Við HÍ stundar Dr. Sveinn Ólafs- son við eðlisfræðiskor raunvísinda- deildar rannsóknir á eðlisfræði vetn- is í málmum og Hannes Jónsson, prófessor í efnafræði, er að rannsaka hvernig vetni klofnar á yfirborði efna en þekking á því er mjög mik- ilvæg fyrir skilning manna á áhrifum vetnis á málma. Íslenskur orkumarkaður einstæður Björgvin Hjörvarsson er prófess- or í eðlisfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi. Hann skipulagði og stóð fyrir ráðstefnunni á Flúðum. Vetni sem orkuberi og málmar sem vetnisgeymsla er í raun ekki viðfangsefni nefnds samstarfs- nets. En þekking á eðlisfræði vetnis í málmum, þ.e. hvernig vetni hefur áhrif á málma, er geysilega mikil- væg fyrir slíkar rannsóknir. „Þetta samstarf sem við höfum, það snýst ekki á þessu stigi um geymslu á vetni í málmum. Við erum að kíkja á eðliseiginleikana. En þekkingin nýt- isthvað varðar geymslu í málmum, vegna þess að við erum t.d. að at- huga hvernig málmarnir brotna upp, hvernig þeir eldast, þegar maður setur inn vetni og tekur það út. Þetta eru því rannsóknir sem hafa beina þýðingu fyrir geymslu vetnis. Ísland kjörland fyrir vetnisrannsóknir „En af hverju er Ísland áhuga- vert?“ varpar hann fram. Ekki stendur á svari. Hann bendir á, að orkulindirnar sem Íslendingar noti séu harla óvenjulegar í samanburði við heiminn að öðru leyti. Um 90% orku sem notuð sé í heiminum komi úr jarðefnaeldsneyti. „Aðeins um 10% orkulindanna eru endurnýjan- legar og frá umhverfissjónarmiðum eru einungis 3,5% endurnýjanlegar. Ef við lítum á Ísland sjáum við and- stæða mynd. Jarðvarmaorka og vatnsaflsorka eru ríkjandi, um 70%, og síðan höfum við olíu og kol. Við eigum auðlindir sem hægt væri að nota á ýmsan hátt. Það er ekki skort- ur á orku, heldur á orkuberum.“ „Hvað sérstöðu Íslands varðar, þá búa hér 270 þúsund manns, gjör- samlega einangraðir. Ekkert orku- flæði út og inn úr landinu sem er hul- ið. Við vitum hversu mikil olía kemur inn í landið þannig að þetta er vel af- markað svæði sem þýðir það að ef það á að breyta einhverju landi í vetnisland þá er Ísland best til þess fallið. Vegna þess að það er nægilega stórt til þess að vera samfélag en um leið nægilega lítið til þess að við höf- um efni á því að gera mistök.“ Mikilvægt að byggja upp eigin þekkingu „Það sem Evrópuþjóðirnar hafa upp á bjóða hins vegar, Svíþjóð og restin af Evrópu, það er þekking, sem er ekki til staðar á Íslandi. Það eru grunnrannsóknir, tækniþróun og það er iðnaður. Við höfum bæði sterk fyrirtæki og sterka rannsókn- arstarfsemi í Svíþjóð sem gæti nýst á Íslandi til að byggja upp þekkingu hérna. En við megum náttúrulega ekki byggja okkar afkomu á rann- sóknum framkvæmdum í Svíþjóð. Við gerum það í upphafi til þess að byggja upp starfsemi hérna en við megum ekki treysta á það í framtíð- inni, við verðum að hafa hér rann- sóknarstarfsemi og þróun, þannig að við getum breytt starfseminni í eitt- hvað sem nýtist í samfélaginu.“ Björgvin segir ljóst að huga verði að nýrri orku. „Þá kemur spurning- in: Af hverju er þá vetni svo athygl- isvert? Jú það er vegna þess að vetni er alltaf grunnurinn í þessu. Hvort sem maður bindur það kolefni, gerir metanól eða etanól eða hvað sem er eða hvort þú geymir það í málmi eða þrýstitönkum. Það er bara spurning um hvernig þú geymir efnið.“ Og hann bætir við að vegna aðstæðna á Íslandi geti Íslendingar aldrei tapað á því að vinna að vetnisrannsóknum. Vetni ákjósanlegur orkuberi Björgvin bendir á að með því að nota vetni sem orkubera gætu Ís- lendingar nýtt orkuna sem þeir hafa aðgang að á fleiri vegu, t.d. í sam- göngum í stað jarðefnaeldsneytis. Þar með væri farið að reka sam- göngutækin einnig með þeirri orku sem fæst með virkjun vatnsafla. „Það að nota vetni sem orkubera er í raun ekki svo nýtt, það hefur verið gert nokkuð lengi, aðallega í hernaði og geimferðum. Það sem við viljum gera er að þróa þessa tækni svo hægt sé að nota hana í daglegu lífi í nútímasamfélagi,“ segir hann. Sænsk-íslenskt samstarf í vetnisrannsóknum Konunglegi tækniháskólinn í Stokkhólmi og Háskóli Íslands hafa gert með sér tvíhliða samning, sem búið er að samþykkja en aðeins á eft- ir að undirrita. „Því hér gefst ein- stakt tækifæri til allsherjartil- rauna,“ að sögn Björgvins. „Við gætum orðið upphafspunktur al- gjörlega nýrra tíma í orkumálum og fólk er að gera sér grein fyrir því núna.“ Samkomulagið milli Konunglega tækniháskólans og HÍ felst í „aka- demískri samvinnu við rannsóknir og kennslu á sviði rannsókna á vetni sem orkubera.“ Og Björgvin bætir við: „Því það sem helst er skortur á hér á landi er þekking, því að annað hvort erum við eingöngu neytendur og flytjum alla tæknina inn og þró- unarvinnuna eða við gerum eitthvað sjálf. Það væri sorglegt ef við værum eingöngu notendur á þessu sviði til lengri tíma litið. Og það er aðeins ein leið til að koma í veg fyrir það og það er að byggja upp rannsóknar- og þróunarstarfsemi.“ Skólarnir samþykkja m.a. að stuðla að undirstöðurannsóknum og rannsóknum á notkunarmöguleikum vetnis og skiptast á upplýsingum og nemendum. Að síðustu gera skólarn- ir með sér samkomulag um að setja á fót „Bragastofu“ til heiðurs Braga Árnasyni, prófessor í efnafræði við HÍ. „Við ætlum að heiðra „gamla manninn“,“ segir Björgvin. „Því að hann byrjaði að skrifa um þetta efni snemma á áttunda áratugnum. Og það er mjög merkilegt. Hann var langt á undan sinni samtíð. Þannig að Bragi ætti að fá allan þann heiður sem við getum sýnt honum.“ Málmur sem vetnisgeymsla Hartmut Zabel er prófessor í eðl- isfræði við Ruhr-háskóla. Hann sér ýmsa kosti við notkun vetnis sem „orkubera“. Hann bendir á, að vetni megi framleiða á ýmsan hátt. Raf- greining sé algengasta aðferðin. Geymsla vetnisins sé hins vegar meginvandinn. Annaðhvort þurfi að geyma það sem vökva undir mínus 259 gráðum á celsíus, við andrúms- hita undir afar miklum þrýstingi, eða í formi metanóls, sem hefur þrjár vetnisfrumeindir í einni sam- eind, ellegar í málmblöndum ein- hvers konar. Þegar málmblöndur eru notaðar, þá líkist það því helst þegar svampur drekkur í sig vatn. Málmblandan virkar þá eins og svampur sem drekkur í sig vetnis- frumeindirnar, sem eru minnstu frumeindir sem til eru. Þær smjúga inn á milli málmsameindanna og bindast þeim. „Og þegar maður hit- ar málminn upp þá nær maður vetn- inu úr honum aftur. Þessi möguleiki er mjög mikilvægur varðandi það að geyma vetni á öruggan hátt,“ segir Zabel. Hann nefnir að magnesíum getur t.d. tekið upp vetni sem nemur 7,6% af heildarþyngdinni. Sumar málmblöndur geta tekið mjög mikið rúmmál vetnis í sig. Zabel sýnir blaðamanni mynd af lítilli, gegnheilli stöng úr málmblöndu, ekki lengri en 10 cm og kannski 2-3 cm í þvermál. „Í þessari litlu stöng úr málmblöndu komast fyrir 20 l af vetni.“ Sam- starfshópurinn hefur verið að þróa eðlisfræðina á bak við þessa geymslutækni. Zabel segir flutning á vetninu ekki vera meiriháttar vandamál. Það sé hægt að flytja það á ýmsan hátt, með leiðslum, tankbílum og skipum. Og kostir þess séu margir en fyrst og fremst sveigjanleiki í geymslu og notkun og hreinleiki. Nýtt efni býður upp á meiri möguleika Ronald Griessen, prófessor við Vrije-háskólann í Amsterdam, segir að málmur geti í sambandi við vetni virkað sem hluti af rafhlöðu. Það sé í raun sveigjanlegt hve mikið vetni geti verið í málminum. Hann segir að ýmsir málmar og málmblöndur hafi þann eiginleika að geta drukkið í sig vetni og skilað því aftur. Vetnið nálgist málminn í formi sameindar en hún klofni og hver frumeind smjúgi inn á milli sameinda málms- ins. Griessen segir að Daimler-Bens hafi á níunda áratugnum haft 20 leigubíla í Berlín sem gengu fyrir vetni sem var geymt í málmi. „En það var mjög þunglamaleg leið til að gera þetta,“ segir hann en bendir á að nú sé búið að þróa nýtt efni hjá Philips sem geti innbyrt mjög mikið vetni. Þessi málmblanda geti tekið upp fjórum sinnum meira vetni en NMH-rafhlöður (Nickel Metal Hydride Batteries) í farsímum geta nú. Það sem gerist, er, að sögn Griessen, að málm-vetnissambandið (e. metal hydride) tekur til sín vetnið og við það hleðst rafhlaðan. Með því að láta vetnið streyma úr málminum og bindast við efni á lægra orkustigi er hægt að fá rafmagn úr rafhlöð- unni. Breytir eiginleikum málma Rannsóknirnar á eðlisfræði vetnis í málmun hafa þar að auki leitt í ljós, að vetni getur breytt eðliseiginleik- um efna, t.d. gert ógegnsætt efni gegnsætt. Griessen sýnir blaða- manni myndir af tilraun, sem sýnir hvernig vetni gerir spegil gegnsæj- an. Vetni er dælt inn í glerhjálm en í hjálminum er spegill með taflmanni sem speglast í honum en fyrir aftan spegilinn er skákborð upp á rönd. Við það að vetnið dælist inn í gler- hjálminn verður spegilmynd tafl- mannsins óljósari og taflborðið sést í gegnum spegilinn. Griessen segir að sá eiginleiki vetnis, að breyta eiginleikum ann- arra efna, geti boðið upp á ýmsa notkunarmöguleika. T.a.m. sá eigin- leiki vetnis að umpóla skautum segla í örþunnum málmþynnum. Það geti gefið ýmsa möguleika, t.d. í sam- bandi við tölvur. Tækniháskólinn í Stokkhólmi og HÍ í samstarf um vetnisrannsóknir Einstakar aðstæður á Íslandi Ráðstefna samstarfshóps evrópskra vísinda- stofnana um rannsóknir á eðlisfræði vetnis í málmum var haldin á Flúðum dagana 18.–22. september. Jón Ásgeir Sigurvinsson hitti nokkra þátttakendur að máli og komst að ýmsu varðandi áhrif vetnis á málma og geymslu vetnis í málmum. Morgunblaðið/Ásdís Björgvin Hjörvarsson, Ronald Griessen, Hartmut Zabel og Sveinn Ólafsson stunda allir rannsóknir á eðlisfræði vetnis í málmum.                                                           !    jonsigur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.