Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hörður Helga-son fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1931. Hann lést á heimili dóttur sinnar 16. september síð- astliðinn. Foreldrar Harðar eru Gíslína Jónsdóttir, f. 24.9. 1912, og Helgi Hann- esson, f. 31.8. 1908, d. 3.2. 1960. Systkini Harðar eru Auð- björg, f. 25.4. 1934, maki Sigurður Run- ólfsson, og Jón Hannes, f. 28.8. 1942, maki Sigurbjörg Haralds- dóttir. Hörður kvæntist 7.7. 1951 Maríu Gröndal úr Reykjavík, f. 2.4. 1931. Börn þeirra eru: 1) Sig- rún, f. 12.11. 1951, maki Steinþór Magnússon, f. 16.9. 1949. 2) Gunn- ar, f. 8.12. 1952, maki Christofine Harðarson, f. 27.2. 1967, barn þeirra María Charlotte, f. 25.2. Hann lærði blikksmíðaiðn hjá J.B. Péturssyni í Reykjavík 1949–1953. Hörður var á togara 1954–1955 en vann síðan hjá blikksmíðadeild Vélsmiðjunnar Héðins fram til ársins 1957. Það ár stofnaði hann Blikksmiðjuna Sörla ásamt Helga föður sínum. Blikksmiðjan var starfrækt í Reykjavík til ársins 1971 en flutti þá á Hvolsvöll. Hörð- ur stofnaði Listasmiðjuna ásamt eiginkonu sinni 1984. Hörður hef- ur tekið mikinn þátt í félagsmál- um. Hann hefur átt sæti í ýmsum nefndum og ráðum fyrir blikk- smíðastéttina, verið í stjórn Félags blikksmiðjueigenda frá 1967 og var gerður að heiðursfélaga 1990. Hörður var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1958–1966, átti sæti í Útgerðarráði Reykjavíkur árin 1966–1974 og almannavarnanefnd Reykjavíkur 1966–1970. Hann var formaður Varðbergs, félags áhugamanna um vestræna sam- vinnu, 1968–1969. Hann gekk ung- ur í Frímúrararegluna og hefur starfað í Kiwanisklúbbnum Eld- borg í Hafnarfirði frá árinu 1989. Útför Harðar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1998, sonur frá fyrra hjónabandi Úlfar Þór, f. 14.3. 1979, móðir hans Eyrún Ósk Sæ- mundsdóttir. 3) Helgi, f. 18.3. 1957, maki Guðfinna Stefánsdótt- ir, f. 31.10. 1957. Börn þeirra eru Stefán Davíð, f. 7.4. 1977, og Dröfn, f. 22.3. 1984. 4) Eiríkur, f. 28.6. 1960, maki Rósa Harðar- dóttir, f. 22.7. 1963, börn þeirra eru Hörð- ur, f. 29.8. 1985, María, f. 17.8. 1989, og Smári, f. 25.9. 1993. 5) Gísli, f. 29.1. 1964, maki Sigrún Aðal- steinsdóttir, f. 26.4. 1961, barn þeirra er Aðalsteinn, f. 2.7. 1993, barn Sigrúnar er Guðbjörg Sara, f. 18.6. 1980. Hörður var í Gagnfræðaskólan- um í Reykjavík 1945–1948 og Iðn- skólanum í Reykjavík 1949–1951. Tvær vikur voru liðnar frá vel heppnaðri 70 ára afmælisveislu þar sem fjölskylda og vinir áttu góða stund saman. Búið að selja fyrirtæk- ið sem þau hjónin höfðu stofnsett og unnið við með hörðum höndum til margra ára. Nú voru aðrar áherslur fyrirhugaðar þrátt fyrir að heilsan væri ekki uppá það besta, stefnan var sett á ferðalög, veiðiskap og enn meiri rækt við félagsmálin. Ekki gengu þessar áætlanir eftir, því mið- ur. Hörður Helgason andaðist á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Ólafsvík aðfaranótt 16. september. Hörður var maður þéttur á velli og þéttur í lund, vinur vina sinna og raungóður á raunastund, mikill fé- lagsmálamaður og ekki alltaf sam- mála síðasta ræðumanni. Oft gustaði þegar hann kom skoðunum sínum á framfæri, skoðunum sem hann stóð við af mikilli festu. Ekki verður farið í veiðiferðina sem við höfðum fyrirhugað. Ekki komum við til með að hittast á Kiwanis- eða Frímúrarafundum. Ekki fer allt eins og ætlað var. Ég vil þakka fyrir vináttu, traust og allar góðu stundirnar sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning vinar míns Harðar Helgasonar. Elsku María, ættingjar og vinir, megi Guð gefa ykkur styrk til að tak- ast á við sorg ykkar og missi. Hreinlyndi, traust og hjartagæzka, fróðleiksástin frábærasta, elskandi föður afbragðs ástríki, það var styrkur, staðfastur, sem ens farsæla feril skreytti. (Jón Thorarensen.) Ragnar Valdimarsson. Kveðja frá umdæmisstjórn Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og í Færeyjum Í dag er borin til grafar Hörður Helgason framkvæmdastjóri, en hann var um árabil einn af forustu- mönnum í Kiwanishreyfingunni á Ís- landi og í Færeyjum. Hörður var vanur félagsmálamaður er hann kom til liðs við hreyfinguna og var því gott að leita til hans með úrlausnir á hinum ýmsu verkefnum og tóku þau hjónin Hörður og María alltaf höfð- inglega á móti Kiwanisfélögum þeg- ar komið var til þeirra, til að biðja Hörð ráða, eða biðja hann um að sinna einhverju starfi fyrir Kiwanis. Hörður var félagi í Kiwanis- klúbbnum Dímon á Hvolsvelli og var hann forseti þess klúbbs, síðar varð hann svæðisstjóri fyrir Sögusvæði 1978–1979, einnig gegndi Hörður starfi umdæmisstjóra fyrir Um- dæmið Ísland og Færeyjar árið 1982–1983. Síðar fluttu þau hjón frá Hvolsvelli til Hafnarfjarðar og gekk Hörður í Kiwanisklúbbinn Eldborg í Hafnarfirði þar sem hann gegndi einnig forsetaembætti í þeim klúbbi. Hörður gegndi einnig fjölda trúnað- arstarfa fyrir klúbbana sem hann var í og fyrir hreyfinguna í heild. Hörður var félagi í félagsskap fyrr- verandi umdæmisstjóra „Einherj- um“ og hafði hann gegnt formensku í því félagi. Skarð er höggvið í raðir okkar Kiwanisfélaga sem erfitt er að fylla, en stjórnarmenn í Kiwanishreyfing- unni vilja þakka þessum góða og trausta dreng fyrir ánægjulegt sam- starf og góð kynni í gegnum árin. Fyrir hönd Kiwanishreyfingarinnar vottum við eiginkonu hans Maríu Gröndal, börnum þeirra og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning þín, ágæti félagi og vinur. HÖRÐUR HELGASON EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Skilafrestur minningar- greina     *7*7 /4 # = %$" .1$       #$    "     %    &' " ( "   $     #) *'  +   ,  !& ,   *)2327;>2 #   7$     -. . /            % $4  & ,   * ?75'        - #$ . " +   #    0  +    . "     1     #2)) % $4  & 3    7) *32,&7*877' *    0  +    '4'      / < 2 8"#    @0  !"#$% &               7'(?*' * 4 .  $   1AB  %$$     . .   - '              )1;4!!"#$% & 5             9'( ' * " $$ A6    !   !  +   #    6 +    * "   +  7     #) / <  "#1/ $0  %.8"#!    !0'1&   .  ,*(?7 ' *    !     * "             8%1( $        !  ! ) 07      / 0!  4 !& ✝ Fróði BrinksPálsson fæddist á Jótlandi í Danmörku 16. febrúar 1921. Hann lést á Land- spítala við Hring- braut 13. september síðastliðinn. Foreldr- ar Fróða voru Kat- inka og Paul Brinks. Fróði kvæntist Sig- ríði Lilju Guðlaugs- dóttur, f. 25. okt. 1912, d. 8. ágúst 1991. Synir þeirra eru: 1) Páll, f. 3. febrúar 1951, kvænt- ur Ásu Karlsdóttur, þeirra börn eru: a) Lilja Björk, gift Vilmundi Pálmasyni og eru börn þeirra Ás- rún Ösp og Arnþór Víðir. b) Fróði Brinks, í sambúð með Hólmfríði Rafnsdóttur og er dótt- ir þeirra Sólveig Lilja. Fyrir á Fróði Atla Geir. c) Þórir. 2) Eð- varð Þór Jónsson, f. 8. júní 1944, uppeldissonur Fróða. Eiginkona hans var Sigrún Símonardóttir, d. 1996. Synir þeirra eru: Símon Þór, kvæntur Elínu Sigríði Björnsdóttur, synir þeirra eru Aron Máni og Elí Krist- inn; og Sigurjón, kvæntur Elísu Krist- mannsdóttur og er sonur þeirra Krist- mann Þór. Fyrir átti Eðvarð dæturnar Soffíu, gifta Sæbirni Vigni Ásgeirssyni, þeirra börn eru Selma, Sandra og Erlingur Sveinn; og Thelmu Rut, sam- býlismaður Sævar Gíslason, sonur hennar er Alex Lee. Fróði starfaði við skrúðgarð- yrkju allt til ársins 1989 er hann lét af störfum. Hann var einn af stofnendum Félags skrúðgarð- yrkjumeistara og sat í stjórn þess um árabil. Hann var virkur félagi í Bridsdeild félags eldri borgara í Reykjavík og var gjaldkeri þess er hann lést. Útför Fróða fer fram frá Vídalínskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Einn af okkar ágætu félögum er horfinn af sjónarsviðinu. Fróði B. Pálsson, sem hefur verið virkur þátt- takandi í félagsstarfi okkar um ára skeið, er skyndilega kallaður burt. Fróði fékk aðkenningu að hjarta- áfalli við spilaborðið fimmtudaginn 17. september. Það var strax kallað á sjúkrabíl. Fróði var með meðvitund þegar hann fór. Við vonuðum að þetta myndi brátt jafna sig. Síðar um daginn kom fregnin um að Fróði væri dáinn. Mönnum var brugðið. Fróði var þægilegur maður og góður félagi. Hann sat í stjórn bridsdeildarinnar um skeið, fyrst sem meðstjórnandi og þetta starfsár sem gjaldkeri. Hann vann störf sín af trúmennsku og aðgætni. Fróði hafði létta lund og glettnin var ekki langt frá yfirborðinu. Við félagar hans munum sakna góðs drengs. Stjórn bridsdeildar Félags eldri borgara í Reykjavík. FRÓÐI BRINKS PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.