Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 39 Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í neðri safn- aðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritninga- lestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í um- sjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Fullorðins- fræðsla kl. 20. Sóknarpresturinn, Bjarni Karlsson, kennir biblíufræð- in á lifandi og auðskilinn hátt. Gengið inn um merktar dyr á aust- urgafli kirkjunnar. Allir velkomnir. Efni kvöldsins: Sagnameistarinn Jesús. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þor- valdur Halldórsson leiðir lofgjörð við undirleik Gunnars Gunnarsson- ar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving sálgæsluþjóns. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomn- ir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Trúaruppeldi og samfélag kirkjunnar. Fræðsla í umsjón sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar hefjast þriðjudaginn 2. október kl. 10. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK, kirkjustarf aldraðra hefst með leikfimi kl. 11.15. Léttur málsverður. Helgistund, samvera og kaffi. Starf fyrir 10–12 ára á vegum KFUM&K og Digranes- kirkju. Húsið opnað kl. 16.30. Fót- boltaspil, borðtennis og annað. Hjólaferð. Allir mæta á reiðhjóli. Leikir og veitingar. Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni. Organisti leikur frá kl. 12. Kl. 12.10 hefst stundin og að henni lokinni kl. 12.25 er framreiddur léttur hádegisverð- ur í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Fyrirbænaefnum má koma til presta og djákna. Þeir sem óska eftir akstri láti vita fyrir kl. 10 á þriðjudagsmorgni í síma 557-3280. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17 Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og kaffiveitingar. Kirkjukrakkar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18 á neðri hæð kirkj- unnar. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristi- legt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Kyrrðar- og fyrirbænastund með Taizé- söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10–12. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Morgunblaðið/Ómar Ísafjarðarkirkja FRÉTTIR SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf- uðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í sal Ferðafélags Ís- lands, Mörkinni 6, þriðjudaginn, 25. september kl. 20, Þessi fund- ur er í umsjón Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Þetta er fyrsti fræðslufundur haustsins í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Bún- aðarbanka Íslands. Aðalerindi kvöldsins flytur Ei- ríkur Benjamínsson læknir. Fjallar hann um skógræktina að Ölvisholti í Rangárvallasýslu. Þar hóf faðir hans, Benjamín H.J. Ei- ríksson fyrrv. bankastjóri, um- fangsmikla skógrækt fyrir nokkr- um áratugum. Eftir að hann lést hefur fjölskyldan haldið áfram af krafti við skógræktarstarfið. Skógræktin var Benjamín mikið hjartans mál, segir í frétta- tilkynningu. Í erindinu fjallar Eiríkur í máli og myndum um ræktunina í Ölv- isholti. Sýnir hann litskyggnur frá svæðinu, gamlar og nýjar, sem sýna vel þann góða árangur sem náðst hefur í skógrækt á svæðinu. Áður en Eiríkur flytur erindi sitt munu þær Kristjana Helga- dóttir, sem útskrifaðist frá Kon- unglega tónlistarskólanum í Kaupmannahöfn s.l. vor og Berg- lind María Tómasdóttir, sem út- skrifaðist frá Tónlistarháskól- anum í Amsterdam fyrir 2 árum, leika á þverflautu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrými leyf- ir og verður boðið upp á kaffi. Opið hús skógræktarfélaganna NÆSTU vikur verða málefnahópar starfandi á vegum Samfylkingar- félaganna á suðvesturhorni landsins og eru allir áhugamenn um málefnin velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Í gær var fjallað um efnahags- og at- vinnumál og næstu fundir eru sem hér segir: Þriðjudagurinn 25. september kl. 17.30. Menningarmál. Hópstjóri Ása Richardsdóttir, verkefnisstjóri. Miðvikudagurinn 26. september kl. 17.30. Verkalýðs- og vinnumarkaðs- mál. Hópstjóri Kolbeinn Stefánsson, formaður UJ í Reykjavík. Sveitar- stjórnarmál. Hópstjóri Flosi Eiríks- son, bæjarfulltrúi. Fimmtudagurinn 27. september kl. 17.30. Menntamál. Hópstjórar Einar Már Sigurðarson og Sigríður Jóhann- esdóttir, alþingismenn. Mánudaginn 1. október kl. 17.30. Velferðarþjónustan. Hópstjórar Kristinn Karlsson, félagsfræðingur og Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingis- maður. Allar upplýsingar veittar á skrif- stofu flokksins Austurstræti 14, 4 hæð, þar sem fundirnir verða haldnir. Opið málefna- starf Samfylk- ingarinnar FYRSTI fræðslufundur Foreldra- félags misþroska barna á þessu hausti verður haldinn miðvikudaginn 26. september. Sæmundur Haf- steinsson sálfræðingur fjallar um sjálfsmynd barna m.t.t. sjálfsvirð- ingar, eineltis og fleiri þátta sem snerta daglegt líf. Fyrirlesturinn er haldinn í safn- aðarheimili Háteigskirkju og hefst klukkan 20.00, gengið er inn frá bíla- stæðinu. Að fyrirlestri loknum svar- ar Sæmundur spurningum og al- mennar umræður verða. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Nýlega er komið út nýtt tölublað af fréttabréfi Foreldrafélags mis- þroska barna. Erindi um sjálfsmynd barna KRISTÍN Indriðadóttir fram- kvæmdastjóri Menntasmiðju Kennaraháskóla Íslands heldur kynningu á vegum Rannsóknar- stofnunar KHÍ næstkomandi mið- vikudag, 26. september, kl. 16.15. Kynningin verður haldin í sal Sjó- mannaskóla Íslands við Háteigs- veg og er öllum opin. „Á þessu ári hafa opnast alveg nýir möguleikar fyrir íbúa Íslands til þess að komast í erlend gagna- söfn og rafrænan texta tímarita á flestum fræðasviðum. Vefurinn www.hvar.is verður kynntur, skoð- uð sérstaklega gagnasöfn sem ákjósanlegt er að nota til þess að finna heimildir um uppeldis- og menntamál og rætt um hvað er í boði af rafrænum tímaritum á efn- issviðinu,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Kynning á gagnasöfnun MIKIÐ verður um að vera í Skagafirði helgina 28.-30. septem- ber næstkomandi. Byrjað verður á stóðréttum við Háleggsstaði í Deildardal á föstu- daginn kl. 14 þar sem smöluð verða og réttuð tæplega 100 hross sem gengið hafa í Deildardal í sumar. Um kvöldið kl. 21 verða úrvals- hross til sýningar og sölu á sölu- sýningu í Reiðhöllinni á Sauðár- króki. Undanfarin ár hefur sýningin verið haldin á Vindheima- melum og sýnd 40-50 hross. Á laugardaginn kl. 13 verða Laufskálaréttir þar sem réttuð verða á sjötta hundrað hross sem gengið hafa í Kolbeinsdal og Ás- garði í sumar. Á laugardagskvöldið verða tveir dansleikir, með stórhljómsveit Papa í Höfðaborg á Hofsósi og hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar í Miðgarði Varmahlíð. Á sunnudaginn kl. 13 verða tæp- lega 150 hross réttuð í Árhólarétt í Unadal. Stóðréttarhelgi í Skagafirði LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi í Mjóddinni þann 19. september sl. kl. 22.30. Þá var bakkað á bifreiðina YL-070 sem er dökkgræn Hyundai Accent, sem var lagt í bifreiðarstæði við Landsbankann í Mjódd, og síðan ekið í burtu. Lögreglan biður þá sem hafa upplýsingar um málið að hafa þá samband við umferðardeild lög- reglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kan- ada heldur opinn fund miðvikudaginn 26. september kl. 20, í Lögbergi, Há- skóla Íslands, stofu 102. Dr. Finnbogi Guðmundsson, fv. landsbókavörður mun flytja þátt um för Stephans G. Stephanssonar vestur að Kyrrahafi í febrúar-mars árið 1913, og vitnar um það bæði í bréfi hans og kvæði. Úr bréfum Stephans G. Stephanssonar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FÉLAGSFUNDUR Umsjónar- félags einhverfra verður haldinn í dag, þriðjudaginn 25. september, kl. 20. Fundarefni: Notkun tölva við þjálfun einhverfra – kynning á for- ritum. Fyrirlesari: Sigrún Jóhanns- dóttir, forstöðumaður Tölvumið- stöðvar fatlaðra. Fundurinn verður haldinn í sal á fyrstu hæð í húsi Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10 (gengið inn við hliðina á verslun). Í fréttatilkynningu eru félagsmenn hvattir til að mæta. Fundurinn er öll- um opinn og aðgangur er ókeypis. Tölvu- notkun við þjálfun einhverfra ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.