Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 41
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 41 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frá- bærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 15. október á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spenn- andi kynnisferðir á meðan dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Hotel Ibis – 3 stjörnur, kr. 3.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október 2 fyrir 1 til Prag með Heimsferðum 15. október frá kr. 16.850 Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850. Skattar kr. 2.870, ekki innifaldir. Gildir eingöngu 15. okt, 3 eða 4 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Síðustu sætin 15. október – 40 viðbótarsæti Útflug 15. okt. Heimflug: 18. eða 19. okt. FRANSMENN Á ÍSLANDI, Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alberte- @islandia.is FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13. ágúst. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarð- ar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS – HÁSKÓLABÓKA- SAFN: Opið mán.–fim. kl. 8.15–22, föst. kl. 8.15-19, lau. 9–17, sun. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð sunnud. og hand- ritadeild lokuð laugard. og sunnud. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtudaga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Net- fang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstu- daga–miðvikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími 553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí– september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga. LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið dag- lega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14–17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán.-föst. kl. 10–16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13–17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575 -7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11–17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskóg- um 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borg- ara. Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust- @eldhorn.is MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/ Elliðaár. Frá 1. sept. - 31. maí er opið á sun. kl. 13–17. Hægt er að panta leiðsögn á öðrum tímum í síma 567 9009 eða á netfang: rafheimar@or.is MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Frá 15. sept. - 15. maí er Nesstofusafn opið eftir samkomulagi. Sími 561 1016. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bré- fas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp://www.nordice.is PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafn- arfirði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn@natmus.is SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri.–lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suð- urgötu. Handritasýning opin kl. 14-16 þri.–föst. til 15. maí. STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 13–18 nema mánud. er lokað. Opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir samkomulagi. Maríukaffi býður upp á gómsætar veitingar á opnunartíma. Til sölu steinar, minjagripir og íslenskt handverk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pantað leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í sím- um 861-0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14– 18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. HEIMSMEISTARAMÓT í suður- amerískum dönsum í flokki fullorð- inna, 35 ára og eldri, fer fram í Barcelona laugardaginn 29. sept- ember n.k. Keppt verður í suður- amerísku dönsunum fimm. Fyrir Ís- lands hönd taka þátt Björn Sveins- son og Bergþóra María Bergþórs- dóttir sem eru Íslandsmeistarar og Eggert Claessen og Sigrún Kjart- ansdóttir. Samhliða keppninni verður haldin opin alþjóðleg keppni sem bæði pörin munu einnig taka þátt í. Eggert Claessen, Sigrún Kjartansdóttir, Bergþóra María Bergþórsdótt- ir og Björn Sveinsson dansa á heimsmeistaramótinu á Spáni. Dansa á HM í Barcelona HUGLEIÐSLUDAGAR verða ískíðaskálanum í Bláfjöllum dagana 27.-30. september n.k. Leiðbeinandi verður Guðfinna S. Svavarsdóttir, en hún hefur staðið fyrir slíkum dögum nokkur undanfarin ár. Á þessum þremur dögum lærir fólk að þekkja sjálft sig með alda- gamalli hugleiðslutækni, segir í fréttatilkynningu. Fólk stundar hug- leiðslu frá morgni til kvölds og tjáir sig við aðra þátttakendur. Í tilkynn- ingunni segir að þessi aðferð hafi hjálpað þúsundum manna og nýst þeim í daglegu lífi. Hægt er að skrá sig í síðasta lagi í dag, þriðjudag, hjá leiðbeinanda. Hugleiðsludag- ar í Bláfjöllum AÐFARANÓTT laugar- dags var fremur fámennt í miðborginni, ró yfir mannlífinu og engar sér- stakar uppákomur. Á tímabili var vart hægt að sjá önnur ökutæki en leigubíla á ferðinni í Kvosinni og síð- ustu næturvagnar Strætó yfirgáfu hana nánast tómir. Aðfaranótt sunnudags var talsverður mann- fjöldi í miðborginni og fólk á gangi milli veitingahúsa enda veðurblíða með eindæmum. Rólegt var yfir mannlífinu og engar sérstakar uppá- komur. Gerð var út lögreglubifreið með lögreglumönnum og einnig var fólk frá Félagsþjónustunni og Íþrótta- og tómstundaráði á ferðinni, bæði á föstudags- og laugardags- kvöld til að fylgjast með unglingum. Afskipti voru höfð af allmörgum unglingum vegna brota á útivistar- tíma og meðferð áfengis. Flestir voru færðir í athvarf þar sem for- ráðamenn sóttu þá. Þess skal getið að nú er verið að senda foreldrum barna í 7. bekk bréf með segulspjaldi sem hægt er að festa á ísskáp en á spjaldinu eru upplýsingar um úti- vistartímann. Þetta er samstarfs- verkefni lögreglu og sveitarfélaga á svæði LR og er vonast til að spjaldið stuðli að því að útivistarreglurnar verði enn betur virtar. 18 ökumenn grunaðir um ölvun Um helgina voru 18 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Þá voru hjá lögreglu skráð 58 umferð- aróhöpp með eignatjóni sem er auð- vitað allt of mikið. Á föstudag var maður handtekinn sem var að reyna að svíkja út vörur. Hann hringdi í verslun í nafni fyr- irtækis og kom í verslunina stuttu síðar í merktri peysu frá fyrirtæk- inu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu en verð- mæti hlutanna sem átti að svíkja út var verulegt. Tilkynnt var um innbrot í fyrir- tæki við Krókháls aðfaranótt sunnu- dags. Búið að safna saman nokkrum tölvum við afgreiðsluborðið en ekk- ert hafði verið tekið. Maður var sleg- inn í höfuðið með flösku á veitinga- húsi við Laugaveg. Maðurinn var fluttur á slysadeild með lögreglu en hann var með áverka á höfði. Um sama leyti var óskað eftir aðstoð lög- reglu á veitingahús í miðborginni vegna manns sem var illa skorinn í andliti. Þarna hafði maður lamið annan í andlitið með flösku og þurfti að flytja hann á slysadeild með sjúkrabifreið, illa skorinn á vinstri vanga. Þá voru tveir menn teknir á veitingastað með stolið debetkort. Höfðu þeir drukkið af barnum út á umrætt kort. Er lögreglan kom á vettvang hindruðu þeir félagar lög- reglumenn við störf sín. Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð. Síðdegis á sunnudag komu til- kynningar um mann í gulum stutt- ermabol með keðju að berja bifreið á Ingólfstorgi. Hafði maðurinn verið að slást við aðra sem voru farnir af vettvangi er lögregla kom. Eftir að slagsmálum lauk hafði maðurinn slegið keðju í bifreið að tilefnislausu og voru skemmdir á afturhorni bif- reiðarinnar. Keðjan var tekin af manninum og hann fluttur af vett- vangi. Úr dagbók lögreglunnar 21.–24. sept. Afskipti höfð af allmörgum unglingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.