Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á SÍNUM tíma veiddu Íslendingar hval fyrir Bandaríkjamenn sem not- uðu hann þar vestra til að draga „kúnna“ að dýragarði og græða pen- inga um leið. Þeir nefndu dýrið Keikó. Það leið ekki á löngu að fólki fannst ekkert gaman að heimsækja dýragarðinn og sjá hvalinn busla um í stórum mannanna gerðum drullupolli og á endanum komst dýraverndar- félög og annað fólk í málið og þetta varð stórmál með undirskriftum og opinberum mótmælum, og þess hátt- ar. Aðstandendur hvalsins komust semsé í mestu vandræði og vissu ekki hvað í ósköpunum hægt væri að gera. Nú var orðið stórtap á veru hvalsins sem jókst með hverjum degi og verra, það var orðin mikil skömm á þessu uppátæki. Ekki var hægt að drepa hvalinn fyrir augum alheims og ekki mátti sleppa honum út í opinn dauðann, svo nú voru góð ráð dýr. Þá datt einhverjum spekingnum í hug að best væri og snjallast að koma dýrinu aftur til síns heima við Íslands strendur og gera Íslendingum að venja dýrið aftur til síns eðlilega lífs. Þetta var auðsótt mál og Íslendingar gleyptu við þessu glapræði með gróðavon í huga og sitja nú uppi með blessað dýrið, sem kann sig ekki í hinu stóra hafi þar sem hver skepnan étur aðra og mikið er haft fyrir mat- arbitanum af svöngum hval. Auðvita myndi honum líða best í góðu vari við Vestmannaeyjar með örugga máltíð úr mannanna höndum. Nú er þessi skrípaleikur að vonum á enda og legg ég til að hvalnum verði sleppt nú þegar, svo Færeyingar, Norðmenn eða við getum veitt hann eins og eðlilegt er, því mér sárnar að láta útlendinga gera landa mína að fíflum endalaust. Að öðrum kosti að við étum Keikó. Það má slátra honum og súrsa hann og éta hann á næst- komandi Þorrablóti sem væri raunar viðeigandi! Eða að halda opinbera veislu fyrir landsmenn í tilefni Keikó- átsins. Keikó-átið ætti um leið að vera veisla upphafs eðlilegra hvalveiða Ís- lendinga. Hvalveiðar og hvalát okkar Íslendinga hefur verið iðkað af mikilli ánægju og þörf frá aldaöðli og er gómsætur liður í fæðu okkar. Ég enn- fremur mótmæli að láta útlendinga segja okkur fyrir verkum og hvað við megum éta. Það er engin hætta á að Íslendingar myndu ofveiða þessar merkilegu skepnur sem hvalir eru. Það væri eins heimskt og að jarðepla- bóndinn æti útsæði sitt í staðinn fyrir að setja það niður. Því mótmælir eng- inn að bóndinn og heimilisfólk hans éti heimalninga sína né aðrar skepn- ur sem það umgengst dagsdaglega og er ekkert síður snoturt en Keikó. Er að við gerumst grænmetisætur næsta fyrirskipunin? Það má vera að við Íslendingar getum verið svolítið skrítnir öðru hvoru, sérstaklega þegar við förum hjá okkur af auðmýkt í návist útlend- inga, en það hafa engir borið uppá okkur að við værum yfirleitt heimsk- ir. Semsé; étum Keikó og byrjum hvalveiðar strax! HELGI GEIRSSON, Kanada. Étum Keikó og byrjum hval- veiðar strax Frá Helga Geirssyni: INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur kvartað yfir því, að störf og starfsframi eiginmanns hennar sé tengt störfum hennar sem borgarstjóra og hefur lýst því oftsinn- is opinberlega, að þetta hafi sært hana mest í hretviðrum hinna póli- tísku vetra. Allir góðir og grandvarir menn eru henni innilega sammála í þessu máli. Þetta eru tvö aðskilin svið og eiginmaður hennar hefur sýnt það að hann er fullkomlega fær um að standa á eigin fótum og rúmlega það. Nú hefur hún sjálf fallið í þann pytt, sem hún sagði aðra vera í, og hoggið í þann knérunn sem hún for- dæmdi áður. Í viðtali í DV segir hún um keppinaut sinn, Ingu Jónu Þórð- ardóttur. „Ekki verður undan því vik- ist að Inga Jóna er oddviti minnihlut- ans í Reykjavík og Geir Haarde er fjármálaráðherra. Þau eru bæði op- inberar persónur með pólitíska ábyrgð og það er ekkert hægt að horfa framhjá því, þótt þau séu í hjónabandi.“ Ég hugsa að þessi orð- ræða hefði glatt Gróu á Leiti að „ekki verði undan því vikist“ og „ekki er hægt að horfa framhjá því“. Senni- lega hefði þetta hljómað eins og feg- ursta músík í eyrum gömlu konunnar. Þegar manni verður litið yfir flokk meðreiðarsveina borgarstjórans dettur manni í hug kveðja Bólu- Hjálmars til hreppsnefndarinnar, sem neitaði honum um aðstoð reyndi að koma á hann þjófsorði og eitraði líf þessa höfuðsnillings íslenskrar ljóð- listar síðustu ævidaga hans. „Gengur hlykkjótt gæruskinn,“ var upphaf að einni kveðjunni til hans og átti að sýna framá að hann væri sauðaþjófur. Bólu-Hjálmar svaraði með snilldar- vísu, sem uppi mun vera meðan Ís- land byggist. Þetta var kveðja hans til hreppsnefndarinnar og endar á þess- um orðum: Ekki er fríður flokkurinn, mér finnst hann prýða, hundurinn. Mér finnst að þessi lýsing Bólu- Hjálmars á hreppsnefndinni í Akra- hreppi eigi vel við þá lukkuriddara R- listans, sem þeisa nú gandreið um fjárhirslur borgarinnar í leit að fé og frama. ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík. Sínum augum lítur hver á silfrið Frá Ólafi H. Hannessyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.