Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes og Helgafell koma í dag. Atlantic Peace og Þerney fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brú- arfoss kemur til Straumsvíkur í dag Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17– 18. Mannamót Aflagrandi. Bún- aðarbankinn í dag kl. 10.15. Árskógar 4. Kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 13–16.30 opin smíða- stofa, kl. 10–16 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tré- skurður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist. Opið hús fimmtudaginn 4. október frá kl. 19–21. Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir syngur lög af geisladisk föður síns. Upplestur og dans. Allir velkomnir. Eldri borgarar Graf- arvogi. Fyrsta hálfs- dagsferð eldri borgara í Grafarvogi á þessu hausti verður á morgun miðvikudag. Lagt af stað frá Miðgarði kl. 10. Ekið að Þjóðarbókhlöðunni og hún skoðuð með leið- sögumanni, að því loknu, snæddur hádegisverður. Síðan ekið um Kópavog og skoðaðar bygging- arframkvæmdir við verslunarmiðstöðina Smáralind. Áætlað er að ferðin taki um fjórar klukkustundir. Skráning í síðasta lagi í dag þriðjud. í Miðgarði s. 545 4500. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlað- hömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fóta- nudd, s. 566 8060 kl. 8– 16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 sam- verustund, kl.14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumar og brids kl. 13:30. Púttað á vellinum við Hrafnistu kl. 14. Á morgun verður píla og myndlist. Á fimmtudag verður krukkumálun. Dansleikur verður föstud. 28. sept. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Línudans- kennsla Sigvalda fellur niður. Söngvaka kl. 20.45, umsjón Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Stjórnandi Eiríkur Sig- fússon. Námskeið í fram- sögn og upplestri hefst fimmtudaginn 27. sept- ember kl. 16.15. Kennari Bjarni Ingvarsson. Fræðslunefnd FEB efnir til heimsóknar og fræðslukynningar hjá Ís- lenskri erfðagreiningu föstudaginn 28. sept- ember. Brottför frá Ás- garði Glæsibæ kl. 14. Ath. takmarkaður fjöldi þátttakenda. Brids- námskeið byrjar mið- vikudagskvöldið 3. októ- ber kl 19.30 í Ásgarði Glæsibæ, kennari Ólafur Lárusson. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12 f.h. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16 í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bón- usferð, kl. 13.15–13.45 bókabíll. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Snyrti- námskeið byrjar 25. sept. kl. 9. Spænska hefst 27. sept. kl. 12.15. Les- hringur á Bókasafni Garðabæjar byrjar 1. okt. kl. 10.30. Bútasaum- ur byrjar 3. okt. kl. 16 í Garðaskóla. Leshringur á Bókasafni Álftaness byrjar 10. okt. kl. 15. Nánari upplýsingar á www.fag.is. Sími 565 6622. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl 13– 16. Spilað og spjallað. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 glerlist, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, þriðjudags- ganga fer frá Gjábakka, kl. 13 enskuhópur, kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Gullsmári Gullsmára. Kínversk leikfimi byrjar 25. september kl. 18.05 og línudans kl. 19.10. Hvassaleiti 56–58. Kl 9 leikfimi, kl. 13 handa- vinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9– 12.30 glerskuður og tré- málun, kl. 10–11 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hár- greiðsla, kl. 13 myndlist. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, fyrirbæna- stund kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13–15. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 búta- saumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 11–12 leikfimi. kl. 13–16 spila- mennska. Hálfsdagsferð. Fimmtudaginn 27. sept. kl. 13. Farið verður á sýningu á útskurð- arverkum eftir Siggu á Grund. Ekið til Krýsu- víkur. Kaffiveitingar í Bláa lóninu, skoð- unarferð um Grindavík. Sækja þarf farmiðana fyrir þriðjudaginn 25. sept. Uppl. og skráning í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og bók- band, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 12.30 leirmótun, kl.13.30 bingó. Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæðargarður 31. Farin verður haust- litaferð í Bása við Þórs- mörk 27. sept. ef veður leyfir. Skráning á Norð- urbrún í síma 568 6960, Furugerði í síma 553 6040 og í Hæð- argarði í síma 568 3132.Vinsamlega staðfestið pantanir. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með félagsvist í húsnæði Múlalundar, vinnustofu SÍBS, Hátúni 10c, í kvöld, þriðjud. 25. sept. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Byrjað að spila kl 20. Mæting kl 19.30. Húsinu lokað kl. 20. Hana-nú Kópavogi Fundur í Hláturklúbbi Hana-nú í Félagsheim- ilinu Gullsmára kl. 20 í kvöld. Mætið með góða brandarasögu, skemmti- sögu eða komið einungis og skemmtið ykkur með rótgrónum spaugurum í Hláturklúbbi. Hláturinn bætir lífið! Upplýsingar í síma 564 5261. Stokkseyringafélagið í Reykjavík. Aðalfundur- inn verður sunnudaginn 30. september kl. 15 í Höfðagrilli, Bíldshöfða 12, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, mætið vel. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Brids í kvöld kl. 19. Í dag er þriðjudagur 25. sept- ember, 268. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heim- inum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn. (Jóh. 16, 33.) LÁRÉTT: 1 heimkynni guðanna, 8 höggva, 9 skyldmenni, 10 fálátu, 11 litlu mennirnir, 13 kvabba, 15 óvættur, 18 éta, 21 rödd, 22 hrópa, 23 styrkir, 24 skyndilega. LÓÐRÉTT: 2 hræðsla, 3 fugl, 4 ang- an, 5 mergð, 6 far, 7 hey, 12 greinir, 14 bókstafur, 15 árna, 16 blóðsugan, 17 vofu, 18 hvell, 19 heiðar- leg, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bölva, 4 sefar, 7 gotan, 8 ólatt, 9 inn, 11 rönd, 13 mana, 14 ætinu, 15 þræl, 17 nefs, 20 kal, 22 galli, 23 iðnað, 24 lærði, 25 dáður. Lóðrétt: 1 bugur, 2 látin, 3 asni, 4 spón, 5 flana, 6 rotta, 10 neita, 12 dæl, 13 mun, 15 þögul, 16 ætlar, 18 ennið, 19 siður, 20 kimi, 21 lind. K r o s s g á t a OKKUR hjónum, ásamt vinahjónum okkar, hefur orðið tíðrætt um ferð sem við fórum í saman til Portú- gals 25. maí síðastliðinn. Fæstir gera ráð fyrir því þegar þeir skipuleggja sumarleyfisferð til útlanda að þeir gætu lent í óhöpp- um eða veikindum í ferð- inni sem þá gæti breytt ánægjulegu fríi í vanlíðan og vandræði. Það óhapp kom þó fyrir vin okkar og samferða- mann á þriðja degi ferðar- innar að hann fótbrotnaði nokkuð illa. Þá kom í ljós að ferðaskrifstofan Sól hafði frábæru starfsfólki á að skipa á staðnum. Vegna staðsetningar okkar í stúdíóíbúðum á hót- el Santa Eulália var erfitt fyrir þann fótbrotna að bera sig um. Fararstjórarnir okkar sáu þá um að flytja okkur á annað hótel þar sem var auðveldara aðgengi fyrir hjólastól. Fararstjórarnir sáu síð- an um öll mál varðandi okk- ur og gerðu okkur þar með kleift að njóta ferðarinnar eins og hægt var. Vandamálum vinar okk- ar var þó ekki lokið því að eftir tvær vikur í fríinu fékk hann bæði blóðtappa og lungnabólgu og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í vikutíma. Ferð okkar hjóna var þá á enda og urðum við því að yfirgefa vini okkar í þessari stöðu. Það er mikið andlegt álag sem fólk verður fyrir við þessar aðstæður og erf- itt að kveðja vini okkar þar sem maðurinn var á sjúkra- húsi og hún ein á hóteli. Var þetta þeirra fyrsta sól- arlandaferð og talar hvor- ugt þeirra erlent tungumál. Við þessar aðstæður kom berlega í ljós hvað starfsfólk ferðaskrifstofu á erlendri grund þarf að tak- ast á við til að aðstoða far- þega sína. Fararstjórarnir Hrund og María sáu um öll samskipti við lækna og starfsfólk sjúkrahússins, óku eiginkonu sjúklingsins milli hótels og sjúkrahúss á hverjum degi og voru þeim stoð og stytta í raunum. Fyrir þessa þjónustu vilj- um við þakka. Miðað við okkar reynslu er fólk í góðum höndum hjá ferðaskrifstofunni Sól. Við vonumst til að hitta þær Hrund og Maríu næst þeg- ar við förum til Portúgals á vegum Sólar. Angelíka Guðmundsdóttir, Hrauntungu 28. Tapað/fundið Teikniblokkir týndust TVÆR teikniblokkir, svört og brún, týndust fyrir 1–2 vikum. Þeir sem hafa fund- ið blokkirnar hafi samband í síma 698-5320. Silfurlitað kvenúr týndist FÍNGERT grátt og silfur- litað kvenúr týndist í mið- bænum laugardaginn 15. september. Skilvís finnandi hafi samband í síma 869- 1024. Dýrahald Júlla er týnd JÚLLA, sem er tík, týndist 24. ágúst sl. í Hafnarfirði. Hún er brún með hvíta bringu, hvítar lappir og svart trýni. Hún var með ól og merkt. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 865-5860 eða 869-6711. Dýri er týndur DÝRI hefur verið týndur síðan í byrjun júlí sl. Hann var nýfluttur úr Seljahverf- inu í Salahverfið Kópavogi. Dýri er allur steingrár, frekar mjór, með dökk- græna hálsól. Hann er einnig eyrnamerktur. Ekki er víst að hann gefi sig mik- ið að fólki þar sem hann er frekar styggur. Dýra er sárt saknað. Vinsamlegast hringið í síma 6980280 eða 5575269 ef þið hafið ein- hverjar upplýsingar um hann. Gosi er týndur HANN Gosi okkar fór út á fimmtudagskvöldið og hef- ur ekki komið heim aftur. Hann er fjögurra mán- aða kettlingur, hvítur með gulbrúna flekki á bakinu og hliðunum. Gosi á heima í Drekavogi 14. Hans er sárt saknað af eigendum, sem yrðu afskaplega þakklátir ef þeir sem vita af honum myndu láta vita í síma 581- 1581 eða 864-4817 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Þakkir til Sólar Víkverji skrifar... ÞÁ ER Íslandsmótinu í knatt-spyrnu lokið, að slepptum bik- arúrslitum karla, en það hefur verið einstaklega spennandi og skemmti- legt. Skagamenn voru krýndir meist- arar á sunnudag eftir hreinan úrslita- leik í Vestmannaeyjum, þar sem ÍA dugði jafntefli eins og niðurstaðan varð. Það var ekki búizt við því í upp- hafi móts að þessi tvö lið, ÍA og ÍBV myndu berjast um titilinn og um mitt mót leit út fyrir að Fylkir yrði meist- ari, jafnvel með yfirburðum. Víkverji óskar báðum þessum liðum til ham- ingju með árangurinn. Enginn gerði heldur ráð fyrir því að KR, Valur og Fram, gömlu Reykjavíkurstórveldin, berðust um að bjarga sér frá falli í síðustu um- ferð. Fallið var svo hlutskipti Vals, sem um mitt mót var í þriðja sæti, en hefur heldur betur fatast flugið eftir því sem liðið hefur á sumarið. KR- ingar gerðu góða ferð til Grindavíkur og höfðu tveggja marka sigur, sem var þeim nauðsynlegt til að forðast fall. Þeir geta þakkað markverði sín- um Kristjáni Finnbogasyni þau úrslit en hann varði frábærlega í leiknum en ekki má heldur gleyma þætti Sig- urvins Ólafssonar, sem gerði bæði mörkin. Frammistaða Fram seinni hluta mótsins var með ólíkindum. Um mitt mót voru þeir í neðsta sæti 4 stig og ekkert nema fall blasti við. Þeir tóku sig svo heldur betur á og náðu 16 stig- um úr síðustu 8 umferðunum og björguðu sér frá falli með 5:3 sigri á Keflvíkingum í ótrúlegum leik. Það er óhætt að segja að síðasta umferðin hafi verið spennandi. x x x UM næstu helgi verður svo bik-arúrslitaleikur Fylkis og KA en hvorugt liðið hefur unnið þann eftir- sótta bikar, en KA var anzi nálægt því fyrir nokkrum árum gegn Val. Vals- arar náðu þá að jafna leikinn, þegar 8 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og knýja síðan fram sigur í framlengingu. Ljóst er að baráttan verður mikil í leiknum. KA- menn hafa reyndar náð því markmiði sem þeir settu sér í vor að komast upp í efstu deild og geta borið höfuð hátt og víst er að þeir mæta til leiks af- slappaðir og láta leikgleðina ráða ríkj- um. Fylki gekk illa seinnihluta Ís- landsmótsins og í þessum leik er hægt að bjarga sumrinu með sigri. Það væri mikill áfangi hjá KA ef liðið nær að sigra í leiknum, en frábær frammistaða Akureyrarliðanna beggja í sumar sýnir að knattspyrnan á Akureyri stendur vel um þessar mundir. x x x GUNNAR Marel Eggertsson,skipasmiður og skipstjóri á vík- ingaskipinu Íslendingi, á nú í mikilli baráttu við að halda skipinu. Því hef- ur fylgt mikill kostnaður og virðist honum nauðugur sá einn kostur að selja skipið. Það væri bæði synd og skömm ef selja þyrfti skipið úr landi. Því leggur Víkverji til að íslenzkir út- gerðarmenn taki sig saman og kaupi Íslending af Gunnari og geri hann út fyrir ferðafólk. x x x NÚ styttist í það að verzlunarmið-stöðin í Smáralind verði opnuð. Víkverji á erfitt með að skilja að þörf skuli vera fyrir þessa miklu viðbót verzlunarhúsnæðis og kvikmynda- húsa og að menn skuli vilja leggja pening í þessar framkvæmdir. Vík- verja virðist að staðan sé fremur sú að dragi úr þenslu og harðni jafnvel tölu- vert á dalnum. Því sé þörfin fyrir mið- stöðina ekki fyrir hendi og hljóti hún að leiða til þess að einhverjir lendi í erfiðleikum, hvort sem það verður í Kópavoginum eða að keppinautarnir annars staðar verði undir í slagnum. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.