Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1250 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is  kvikmyndir.com  kvikmyndir.is Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251  strik.is  strik.is Mögnuð stuðmynd í nánast alla staði!  kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Vit 258. Sýnd kl. 8.Enskt. tal. Vit 265.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 268 Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 245  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10. B.i. 12. Vit 256 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. Vit 270 Steven Spielberg leikstyrir hér Haley Joel Osment (Sixth Sense, Pay it Forward) og Jude Law (Enemy at the Gates) í einni stór- kostlegustu sögu og sjónarspili sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Í leikstjórn Steven Spielberg  Rás 2  Mbl  Radíó X  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.15. B. i. 12 ára. Himnasending i i Frá leikstjórum American Pie. Líf og dauði hef- ur sínar góðu og slæmu hliðar. Með „fyndn- asta manni“ í Ameríku, Chris Rock (Let- hal Weapon 4, Dogma), Mark Addy (The Full Monty), Eugene Levy (American Pie), Regina King (Jerry Maguire, Enemy of the State) og Chazz Pal- menteri (Analyze This). 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 TILLSAMMANS Sýnd kl. 10. B.i.10.Sýnd kl. 8. B.i. 12. Skriðdýrin eru mætt aftur til leiks Sýnd kl. 8 og 10. Kvikmyndir.com Hugleikur DV  strik.is Stærsta mynd ársins yfir 50.000 áhorfendur Steven Spielberg leikstyrir hér Haley Joel Osment (Sixth Sense, Pay it Forward) og Jude Law (Enemy at the Gates) í einni stórkostlegustu sögu og sjónarspili sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Í leikstjórn Steven Spielberg Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Sýnd kl.6. Ísl tal  Radíó X  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815 4507-2800-0001-4801                                     !" !#$ % &    '(' (### STJÓRNENDUR veitingahússins Broadway hafa á undanförnum árum boðið landsmönnum upp á viðamiklar sýningar með tónlist úr ýmsum áttum og hafa þessar sýningar oftar en ekki borið fagmennsku og metnaði fagurt vitni. Fyrir þetta eiga þeir hrós skilið og nú hafa þeir bætt enn einni skraut- fjöðrinni í hatt sinn með því að setja á svið sýningu með völdum lögum úr lagasafni einnar vinsælustu og lífseig- ustu rokksveitar sögunnar, The Roll- ing Stones. Hér er ekkert til sparað og þeir sem koma að sýningunni geta vissulega borið höfuðið hátt enda hef- ur vel tekist til. Fyrir sýningu er að venju boðið upp á þriggja rétta máltíð, ljúffenga sjávarréttasúpu, hlaðborð með kjúk- lingalærum, nautakjöti, svínakjöti og lambakjöti ásamt tilheyrandi meðlæti og svo eftirrétti að vali. Allt bragðast þetta afskaplega vel og ekki sakar að við flygilinn situr Haukur Heiðar Ing- ólfsson, læknir og píanóleikari, og er á „ljúfu nótunum“ eins og hans er von og vísa. Þarf ekki að hafa mörg orð um ánægjulegt framlag þessa snjalla píanista til að laða fram rómantíska stemmningu svona í upphafi kvölds- ins. Þess ber líka að geta að öll þjón- usta í sal var til fyrirmyndar. Að lokinni máltíð breyttist stemmningin og greinilegt að gestir, sem nú höfðu troðfyllt salinn, biðu spenntir þess sem verða vildi. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að koma tónlist Rolling Stones frá sér með við- eigandi hætti, þótt hún sé í sjálfu sér ekki ýkja flókin. Hér mæddi að sjálf- sögðu mikið á Gunnari Þórðarsyni og hljómsveit hans og strax á fyrstu tón- unum í „Satisfaction“ varð ljóst að Gunnar og félagar höfðu lagt sama faglega metnaðinn í þetta verk og flest önnur sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur á sviðinu í Broadway undanfarin ár. Hiti og þungi sýning- arinnar hvílir hins vegar á herðum Helga Björnssonar, söngvara og leik- ara, í hlutverki Micks Jaggers og þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því Jagger er án efa einn stórbrotnasti „performer“ sem fram hefur komið í rokktónlistinni frá upp- hafi. Helgi stóðst prófið og efast ég stór- lega um að nokkur annar íslenskur skemmtikraftur hefði getað skilað þessu erfiða hlutverki með slíkum „bravör“ sem Helgi gerir í þessari sýningu. Honum tekst vel að líkja eft- ir rödd Jaggers og oft var vart að heyra nokkurn mun. Ég gerði mér það til gamans að loka augunum í lag- inu „Under My Thumb“ og hlusta bara á Helga og í sannleika sagt var engu líkara en Jagger sjálfur væri á sviðinu. En Helgi nær ekki aðeins að líkja eftir Jagger í röddinni heldur líka í sviðsframkomu og mátti þar sjá marga gamalkunna takta sem breska rokkstjarnan hefur tamið sér með ár- unum. Líklega hefur áralöng leikhús- reynsla Helga komið honum þarna að notum, en þó held ég að það vegi þyngra að Helgi er augljóslega með rokkið í blóðinu og hann nýtur þess greinilega að syngja hvern einasta tón í þessari tónlist. Um það snýst þetta allt saman í raun og veru enda hafði ég á tilfinningunni frá upphafi að innblástur Helga þetta kvöld kæmi beint frá hjartanu. Hann er rokkari af guðs náð. Það eru fleiri en Helgi Björns sem standa sig vel í þessari sýningu. Má þar nefna söngkonuna Bryndísi Ás- mundsdóttur sem á þarna stór- skemmtilega innkomu enda hefur hún frábæra söngrödd og örugga sviðsframkomu. Í seinni hluta sýning- arinnar, þegar hún er komin í net- sokkana, minnir hún óneitanlega á Tinu Turner bæði í röddinni og fram- komu. Framlag Bryndísar bætir sýn- inguna um leið og hún brýtur hana upp og léttir örlítið á Helga, sem vita- skuld stendur í miklum stórræðum nánast allan tímann. Einnig koma dansarar við sögu, eins og svo oft áður í uppfærslu sýninga af þessu tagi. Hér er á ferðinni ungt fólk sem stend- ur sig með prýði, þótt eflaust megi deila um hversu fyrirferðarmikill slík- ur dans, sem oft líkist djassballett, eigi að vera í sýningum sem þessum. Eftir að hafa notið slíkrar skemmt- unar sem sýningin veitir er ef til vill ekki sanngjarnt að vera með ein- hverjar athugasemdir um það sem betur mætti fara. Þó má velta því fyr- ir sér hvort ástæða hefði verið til að raða lögunum í tímaröð og klæða Helga upp í samræmi við tíðarandann hverju sinni. Klæðaburður Helga er í rauninni það eina sem ég geri athuga- semdir við varðandi sýninguna. Hann var nefnilega ekki alveg nógu „Jagger-legur“ og ég heyrði á tal kvenna, sem söknuðu þess að hann skyldi ekki koma fram í hlýrabol eins og hefur verið aðalsmerki Jaggers á seinni árum. Ein þeirra vildi jafnvel hafa hann beran að ofan í laginu „Start Me Up“, en vinkona hennar benti henni þá á að til þess að geta það þyrfti Helgi að grenna sig. Hér skal ekki lagður dómur á það enda tak- mörk fyrir þeim kröfum sem hægt er að gera til skemmtikrafta í svona uppákomum. Hitt er ljóst að miðað við framgöngu Helga í sýningunni á hann eflaust eftir að missa nokkur kíló á næstu vikum enda var kappinn löðursveittur undir lokin eftir tilþrifa- mikil átökin á sviðinu. Rolling Stones-sýningin í Broad- way kemur vitaskuld ekki í staðinn fyrir það að sjá goðsagnirnar sjálfar á tónleikum, en á meðan Stónes-aðdá- endur bíða eftir komu þeirra hingað til lands er tilvalið að bregða sér í Breiðvang og njóta þessarar stór- skemmtilegu tónlistar. Og það á ekki bara við um Stónes-aðdáendur heldur alla unnendur hressilegrar rokktón- listar. Það sýndi sig líka á frumsýn- ingunni, þar sem gestir voru á öllum aldri, að kynslóðabilið hverfur þegar tónlist Rolling Stones er annars vegar og menn voru vel með á nótunum frá upphafi til enda. Rokkað frá hjartanu TÓNLIST B r o a d w a y Söngvarar: Helgi Björnsson og Bryndís Ásmundsdóttir. Tónlistar- stjórn: Gunnar Þórðarson. Leik- stjórn: Egill Eðvarðsson. Danshöf- undur: Jóhann Örn Ólafsson. Fram koma: Helgi Björnsson, Bryndís Ás- mundsdóttir, hljómsveit Gunnars Þórðarssonar ásamt dönsurum. ROLLING STONES- SÝNING Morgunblaðið/Jim Smart Helgi „Jagger“ sýndi, að mati Sveins Guðjónssonar, að hann er rokkari af guðs náð. Sveinn Guðjónsson ÍSLENSKA óperan hóf leikár sitt með glæsibrag á laugardaginn með veglegri frumsýningu á Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Þykir sýningin fjörleg og með skrautlegasta móti en þetta er í fyrsta sinn sem leikstjórinn Hilm- ir Snær Guðnason stýrir óperu. Honum, hljómsveitarstjóranum Gunnsteini Ólafssyni, leik- myndahönnuðinum Vytautas Narbutas og öðrum þátttakendum í sýningunni var fagnað með þéttu og innilegu lófataki að sýningu lokinni og varð forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fyrstur manna til að vinda sér baksviðs og senda hamingjuóskir sínar. Töfrandi flauta Stjörnum sýningarinnar, Finni Bjarnasyni, Hönnu Dóru Sturludóttur og Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, var vel fagnað ásamt hljómsveitastjóranum Gunnsteini Ólafssyni að sýningu lokinni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, árnar Gunnsteini Ólafssyni heilla. Á milli þeirra stendur Bjarni Daníelsson stoltur af sínu fólki. Ólafur Kjartan Sigurðarson smellir rembingskossi á Hönnu Dóru Sturludóttur en bæði fara með veiga- mikil hlutverk í sýningunni. Fyrsta frumsýning vetrarins hjá Íslensku óperunni Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.