Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEILSUGÆSLUSTÖÐIN í Mjódd hefur sagt upp þeim sjúklingum sem ekki hafa lögheimili í Reykjavík en hafa haft þar heilsugæslulækni. Um er að ræða rúmlega 900 Kópavogs- búa og um 300 manns úr öðrum sveitarfélögum. Að sögn Birgis Guðjónssonar, yf- irlæknis á Heilsugæslunni í Mjódd, er forsaga málsins sú að þegar stöðin var að byggjast upp hafi verið mikill skortur á læknum í Kópavogi og því hafi mikið af fólki þaðan verið skrifað inn á stöðina. Árið 1996 hafi launa- kerfi læknanna síðan verið breytt svo að þeir fá laun samkvæmt fjölda þeirra sem búa á viðkomandi svæði. „Þannig að Kópavogslæknar fá borgað fyrir Kópavogsbúa og Reykjavíkurlæknar fá borgað fyrir Reykjavíkurbúa. Þetta hefur verið látið afskiptalaust þar til við lendum í þeim vandræðum að einn læknirinn á stöðinni fer í ársfrí og það fæst enginn fyrir hann. Þá hættir stöðin að geta sinnt því sem hún á að gera,“ segir hann. Að sögn Birgis hefur verið mikið álag á heilsugæslustöðinni síðan læknirinn fór. „Við eigum að vera sex að vinna og erum þá núna að jafnaði fimm. Auk þess eru náms- og sumarfrí ekki ennþá búin þannig að við erum stundum ekki nema fjögur og jafnvel niður í þrjú á köflum. Hjá mörgum okkar hefur verið tiltölu- lega auðvelt að fá tíma hingað til en biðtíminn er nú orðinn meira en vika sem er alveg óviðunandi.“ Hann segir að farið hafi verið yfir málið og niðurstaðan orðið að reyna að fækka þeim sem sækja lækna- þjónustu á stöðina og sinna þannig hverfinu betur. Þar sem launakerfið sé með þessum hætti þá hafi þótt eðlilegast að Kópavogsbúarnir og öðrum sjúklingum utan Reykjavíkur hafi verið bent á að reyna að fá sér lækni í heimabyggð. Hann segir þó að ekki verði lokað fyrir þjónustu á þetta fólk. „Það má ekki horfa á þetta sem uppsögn þannig að um 1200 manns séu skilin eftir vegalaus. Ég vona að bréfið hafi verið þannig að fólk skilji að það megi leita hingað áfram þangað til það er búið að koma sér fyrir annars staðar.“ Að sögn Birgis gengur illa að fá lækna til starfa, bæði vegna þess að endurnýjun í starfsstéttinni er lítil en einnig hafi verið brögð að því að sérmenntaðir heimilislæknar hafi horfið til annarra starfa. Hann telur að vegna þessa gætu svipaðar að- gerðir verið á döfinni á öðrum heilsu- gæslustöðvum í borginni. „Ég hef grun um að þar sem manneklan er að grafa um sig sé þetta í bígerð – ég held að ég geti sagt það. Þá veit maður að þeir í Kópavoginum segja sjálfsagt líka upp fólki sem þeir hafa haft úr Reykjavík þannig að ég reikna með því að þetta verði keðjuverkun,“ seg- ir hann. Fólk skráð á stöðina Halla Halldórsdóttir, sem er bæj- arfulltrúi í Kópavogi og á sæti í stjórn Heilsugæslunnar í Kópavogi, segir að ekki hafi verið fundað um málið í stjórn Heilsugæslunnar. „Þetta hefur tíðkast á milli sveitarfé- laga í mörg ár og það má segja að það hafi verið einskonar þegjandi samkomulag um þetta frá því að við vorum bara með eina stöð hérna uppi í Hamraborg.“ Hún segir að þessar aðgerðir setji verulegt strik í reikninginn hjá heilsugæslunni í Kópavogi. „Nú er allt þetta fólk kom- ið í bið. Við verðum einfaldlega að skrá fólkið á stöðina en ekki á lækni því við höfum ekki einu sinni lækna til þess að sinna þessum sjúkling- um.“ Tvær heilsugæslustöðvar eru í Kópavogi, önnur í Hamraborg og hin í Smáranum, en að sögn Höllu liggur fyrir beiðni hjá heilbrigðisráðuneyt- inu um nýja heilsugæslustöð í Linda- og Salahverfi. Hún segir að menn séu bjartsýnir á að fljótlega verði hafist handa við að koma þeirri stöð á laggirnar. „Við höfum fengið jákvæðar mót- tökur í heilbrigðisráðuneytinu og er- um að vonast til þess að það verði fljótlega settir peningar í þetta. Það verður ekkert mál að finna húsnæði því bæði er búið að bjóða okkur hús- næði og svo er þarna húsnæði sem er mjög auðvelt að nýta.“ Heilsugæslan í Kópavogi hefur að sögn Höllu þjónað Reykvíkingum að einhverju leyti en ekki er búið að taka saman um hversu mikinn fjölda er að ræða. Hún segir ekki geta sagt til um hvað gert verður í framhald- inu. „Það eru Reykvíkingar sem eru hjá okkur og það er ekki búið að segja þeim upp. Þetta verður bara rætt hjá okkur og tekið á þessu.“ Halla bendir á að heilsugæslu- stöðvarnar í Kópavogi og Reykjavík hafi mikla samvinnu sín á milli. „Rekstur okkar er kominn alveg til heilsugæslustöðva Reykjavíkur. Við erum bara ennþá með okkar eigin stjórn þannig að við erum að verða eins og stöðvar frá Reykjavík.“ Aðspurð hvort ekki sé nauðsyn- legt að reyna að fjölga læknum í Kópavogi vegna þessa, segir Halla að ekkert húsnæði sé fyrir hendi. „Ég býst við því að þetta verði til þess að fólk fari að nota Læknavakt- ina miklu meira og það fari að verða meira álag á henni. Þannig að vissu- lega setur þetta strik í reikninginn.“ Morgunblaðið/Þorkell Heilsugæslustöðin í Mjódd mun héðan í frá einungis þjóna sjúklingum sem eiga lögheimili í Reykjavík. Þetta setur verulegt strik í reikninginn hjá heilsugæslunni í Kópavogi, að sögn bæjarfulltrúa í Kópavogi, en 900 íbúar í bænum hafa haft heilsugæslulækni í Mjódd. Um 1.200 sjúkling- um sagt upp í Mjódd Kópavogur TILLAGA Borgarskipulags um breytingu á aðalskipulagi og deili- skipulagi vegna göngubrúar yfir Miklubraut við Kringluna til móts við Framheimilið hefur verið sam- þykkt og verður málið tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag. Samkvæmt reglum um kostn- aðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga myndi Vegagerð ríkisins bera meg- inhluta kostnaðar vegna slíkrar brú- arsmíði þar sem Miklabrautin er stofnbraut og skilgreind sem þjóð- vegur í þéttbýli. Til þess að fjárveit- ing fáist þarf framkvæmdin hins vegar að vera komin á aðalskipulag sveitarfélagsins, þ.e. Reykjavík- urborgar. Breyting á aðalskipulagi er þannig forsenda þess að fjármagn fáist til verksins. Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipu- lagsstjóri Reykjavíkur, segir að- draganda brúarsmíðinnar hafa ver- ið langan en hann eigi hins vegar von á að nú verði höfð hröð handtök. „Borgin hefur lengi þrýst á þessar framkvæmdir. Þarna er ekki sýnd göngubrú á núgildandi að- alskipulagi Reykjavíkur en nú er verið að klára skipulagsferlið. Síðan er gert ráð fyrir að bjóða verkið út snarlega,“ segir Þorvaldur og kveð- ur framkvæmdir því sennilega hefj- ast á næstu mánuðum. Sama útlits- teikning og er á hinum tveimur göngubrúnum yfir Miklubraut verð- ur að sögn Þorvalds notuð í meg- indráttum en heildarútlit verður ekki það sama þar sem brúin verður meira skáhallt yfir götuna en hinar brýrnar. Sigurður Skarphéðinsson, gatna- málastjóri, segir heildarkostnað við göngubrúna og nauðsynlegar breyt- ingar í nánasta umhverfi hennar nema um 85 milljónum. Af því greiði ríkið sjálfa brúna sem kosti um 55 til 60 milljónir og borgin tengingar af brúnni til austurs og vesturs. „Við erum nú að hanna brúna. Borgin hefur lýst vilja til að leggja fé í brúarsmíðina á næsta ári og við reiknum með að Vegagerðin sé sama sinnis. Þannig er stefnt að því að hefja framkvæmdir á næsta ári en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Um leið og við fáum grænt ljós frá Vegagerð og skipulags- yfirvöldum er hægt að bjóða verkið út með það fyrir augum að brúin verði smíðuð í vetur og undirstöð- urnar eins fljótt og hægt er næsta vor. Brúin ætti því að vera komin upp seinnipart sumars ef allt gengur eftir,“ sagði Sigurður en lagði enn fremur áherslu á að endanlegar samþykktir liggi ekki enn fyrir. „Hjá borginni er unnið að því af miklum krafti að þessi framkvæmd komist upp.“ Lengi verið þrýst á um úrbætur Foreldrar í Safamýri og Háaleit- ishverfi hafa sl. rúm tvö ár ítrekað ritað bréf, m.a. til borgaryfirvalda og alþingismanna Reykvíkinga, þar sem þeir hafa óskað eftir göngubrú. Bréfaskrif íbúanna jukust mjög eftir að Miklabrautin var breikkuð og telja þeir þörfina á bættum sam- göngum mjög brýna. Borgarstjóri sagði á borgarstjórn- arfundi í fyrrahaust að nauðsynlegt væri að bæta öryggi gangandi veg- farenda á þessu svæði, hins vegar hefði aldrei verið gert ráð fyrir því í aðalskipulagi Reykjavíkur að þarna kæmi göngubrú og það hafi heldur ekki verið tekið sérstaklega til um- fjöllunar í borgarráði eða borg- arstjórn þegar deiliskipulag Miklu- brautar í heild var þar til sérstakrar skoðunar. Erindi um göngubrú á þessum stað var lagt fyrir sam- göngunefnd Reykjavíkurborgar 5. desember 2000 þar sem upplýst var að forathugun á verkinu væri hafin. Þar var einnig minnt á að þegar deiliskipulag vegna breikkunar Miklubrautar var samþykkt kom fram í umsögn um athugasemdir að göngubrú á þessum stað yrði sett framarlega ef ekki fremst í for- gangsröðun slíkra mannvirkja.  !"#! $% &'(               + /    ,  0 + )   1 2    Göngubrú yfir Miklu- braut næsta sumar Kringlan DEILISKIPULAG nýrrar leik- skólalóðar ásamt verslunar- og þjón- ustulóð og litlum fjölbýlishúsum við Breiðumýri er nú í vinnslu. Að sögn sveitarstjóra Bessastaðahrepps er áætlað að bygging leikskólans geti hafist árið 2003. Gunnar Valur Gísla- son sveitarstjóri segir að þörfin fyrir leikskólarými á höfuðborgarsvæðinu virðist alltaf vera að aukast. „Sveitarfélög eru stöðugt í þeirri stöðu að vera nýbúin að taka í notk- un leikskóla þegar brýn þörf er á að fara að byggja næsta. Eins fylgir það einsetningu grunnskóla að þörfin fyrir heilsdagsrými í leikskólum eykst mjög mikið frá því sem var áð- ur. Það þýðir hins vegar að leikskóli sem annaði kannski 120 börnum fyr- ir 5 eða 10 árum annar ekki nema 60 – 70 börnum í dag. Þar af leiðandi þarf fleiri byggingar fyrir leikskóla- börnin okkar.“ Að sögn Gunnars er verið að huga að framtíðinni með byggingu leikskólans. „Við erum nýbúin að ljúka við okkar fjögurra deilda leikskóla og um leið og fjórða deildin var tekin í notkun þá fóru að byggjast upp biðlistar fyrir framtíð- ina.“ Hann segir að hreppsnefnd hafi ákveðið að huga að skipulagningu lóðarinnar þannig að undirbúningi verði lokið þegar að byggingu leik- skólans kemur en áætlað sé að það verði árið 2003. Nýi leikskólinn verð- ur við Breiðumýri en þar eru aðrar skólabyggingar sveitarfélagsins. „Leikskólinn okkar í dag stendur við Breiðumýri og nýtur nálægðar við grunnskólann, tónlistarskólann og íþróttahúsið en það eru mikil sam- skipti þarna á milli. Við erum því að huga að nýjum leikskóla á sama svæði þannig að sá skóli njóti sömu nálægðar við aðra skóla á svæðinu.“ Nýr leikskóli við Breiðumýri Bessastaðahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.