Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFNARSTJÓRINN í Sandgerði segir að hik sé á smábátasjómönn- um vegna þeirra breytinga sem urðu á kvótamálum þeirra í haust. Telur hann víst að samdráttur verði í útgerð smábáta frá Sand- gerði í vetur af þeim ástæðum. Á bilinu 50 til 80 smábátar hafa róið frá Sandgerði undanfarna vet- ur, mest línubátar. Á síðasta ári voru þeir raunar færri vegna þess að margir færðu sig í Breiðafjörð- inn. Vegna breytinga á fiskveiði- stjórnarkerfinu sem gildi tóku í haust þurfa smábátasjómenn að eiga kvóta fyrir aukategundum, keilu, löngu og skötusel. Björn Arason hafnarstjóri segir að sá kvóti liggi alls ekki í lausu og því sé uggur í mönnum. Huga að sparnaði Hann segir að menn séu að fara yfir sín mál og athuga hvernig best sé að standa að útgerðinni þannig að hún beri sig og skuld- irnar aukist ekki. Yfirleitt eru tveir á bátunum sem leggja línu og 2–3 við beitningu í landi. Segist Björn heyra á sumum að þeir muni minnka við vinnuafl og leggja meira á sjálfa sig til að reyna að halda tekjunum. Ekki er farið að reyna mikið á það hvort samdráttur verður í út- gerð smábáta frá Sandgerði í vet- ur. Sjórinn er hlýr og því enn ekki mikil fiskigengd fyrir framan, eins og Björn orðar það, fiskurinn er ekki farinn að ganga upp á grunn- ið. Þá hefur verið gæftaleysi að undanförnu og fáar trillur á sjó. Útgerðin kemst á fullan skrið síð- ari hluta októbermánaðar, ef allt verður með felldu, að sögn Björns. Hann telur víst að verulegur sam- dráttur verði en segir að það komi ekki í ljós hversu mikill hann verð- ur fyrr en hægt verði að bera landaðan afla saman við fyrri ár. Óttast samdrátt í útgerð smábáta Sandgerði ÞRÁTT fyrir að veðrið setti dálítið strik í reikninginn tóku um fimmtíu manns þátt í göngu og ýmsum leikj- um á tjaldsvæði Grindavíkur. Tilefn- ið var árviss fjölskyldu- og útivist- ardagur sem Foreldra- og kennarafélag Grunnskóla Grinda- víkur sér um. Eftir að hafa leikið og hlaupið um allt var gott að fá sér nesti sem all- flestir voru með og að því loknu var öllum boðið frítt í sund. Marta María Sveinsdóttir er formaður Foreldra- og kennarafélags Grunnskóla Grindavíkur og var ánægð með dag- inn. „Ég var ánægð með að sjá þann fjölda sem þó kom í þessu roki. Við skemmtum okkur vel saman og feng- um svo frítt í sund eftir leikina. Næst er það aðalfundurinn í lok október þar sem við fáum góðan fyrirlesara til að fræða okkur,“ sagði Marta. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Þátttakendur í útivistardegi þurftu að vera vel búnir í roki og kulda. Veðrið setti strik í reikninginn Grindavík „ÞAÐ voru yndisleg börn með mér. Þau voru svo vakandi fyrir málinu að mér þótti þetta afar skemmtileg stund,“ segir Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands og núverandi velgjörð- arsendiherra tungumála hjá UNESCO, en hún kenndi grunn- skólabörnum af Suðurnesjum frönsku síðastliðinn laugardag. Kennslan fór fram í frönskustofu Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Kefla- vík en Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum fer með framkvæmd verkefnisins fyrir hönd Háskóla Ís- lands. Auk Vigdísar kenna hópnum þau Gérard Lemarquis og Jórunn Tómasdóttir en annað námskeið verður haldið 20. október. Samkvæmt upplýsingum frá mið- stöðinni er tilgangurinn að kenna börnunum gagnlegan orðaforða og er lögð áhersla á málnotkun í dag- legu lífi. Leikir, sögur, söngvar og annað sem höfðar til barna er uppi- staðan í kennslunni. Ekki nóg að kunna ensku Vigdís segir að börnin séu afar næm og fljót að átta sig á samsetn- ingum. „Við reyndum flóknari sam- setningar og þau náðu þeim strax,“ segir Vigdís. Einnig kenndu þau börnunum að telja og fleira sem getur komið þeim að gagni í dag- legu lífi. Vigdís segist sannfærð um að námið verði börnunum til gagns og er viss um að kennslan veki það mikla forvitni einhverra í þessum tuttugu barna hópi að þeim þyki málið glæsilegt og vilji kunna meira. Leggur hún áherslu á mik- ilvægi tungumála, ekki sé nóg að kunna ensku, ekki frekar en latínu á miðöldum. Þá sé mikilvægt að Ís- lendingar leggi sig eftir norð- urlandamálunum, við eigum hvergi betri vini en þar. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Vigdís Finnbogadóttir kennir grunnskólabörnum í Keflavík að telja á frönsku. Börnin vakandi fyrir málinu Keflavík FERÐASKRIFSTOFA Íslands hef- ur auglýst eftir rekstraraðila eða sjálfstæðum umboðsmanni fyrir skrifstofu sína í Keflavík. Ferðaskrifstofa Íslands rekur ferðaskrifstofu undir merkjum Úr- vals-Útsýnar og Plúsferða í Keflavík. Fyrirtækið rekur skrifstofuna sjálft en hún er með svokallað IATA-leyfi og getur gefið út farmiða með öllum flugfélögum, veitir alhliða ferðaþjón- ustu og getur því starfað sem alger- lega sjálfstæð ferðaskrifstofa. Skrifstofur Ferðaskrifstofu Ís- lands á Akureyri og Keflavík eru þær einu sem fyrirtækið rekur í eigin nafni utan höfuðborgarinnar. Ann- ars staðar er FÍ í samvinnu við um- boðsmenn eða hluthafa í sjálfstæðum hlutafélögum. Hörður Gunnarsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, segir að áhugi sé á að fá einkaaðila, heima- menn á þessum stöðum, til að reka skrifstofurnar í Keflavík og á Akur- eyri. Telur hann að það gæti til dæm- is komið vel út að taka upp samstarf við aðila sem eru í ferðaþjónustu á stöðunum. Rekstur skrifstofunnar gæti orðið innlegg í þann rekstur. Auglýsa eftir rekstraraðila Keflavík HAFINN er undirbúningur hjá Reykjanesbæ að veitingu menn- ingarverðlaunanna Súlunnar. Veittar verða tvær viðurkenn- ingar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Reykjanes- bæjar. Aðra hlýtur einstaklingur sem unnið hefur vel að menningar- málum í sveitarfélaginu og hin fellur í skaut fyrirtækis sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárframlagi eða á annan hátt. Menningar- og safnaráð Reykjanesbæjar hefur nú óskað eftir tilnefningum vegna menn- ingarverðlaunanna. Þeim skal skila til skrifstofu menningar- fulltrúa, í Kjarna, Hafnargötu 57, og rennur frestur til tilnefn- inga út í dag, þriðjudag. Óskað eftir tilnefningum Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.