Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 21 OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10, s. 533 1710 A u k a - a f s l á t t u r a f ö l l u Opið mán.-fös. 12-18 laugardag 11-16 Merkjavara og t ískufatnaður á 50-80% lægra verði GERÐU GÓÐ KAU P NÚNA 20% aukaafsláttur af öllum vörum Ný sending Full verslun af haustvörum Verðdæmi: Dömur InWear peysur 1.900 Morgan úlpur 3.900 Tark buxur 2.900 Levis gallajakkar 4.900 DKNY skór 2.900 Billi Bi stígvél 5.900 Clothes kápur 9.500 Mod. ecran dragtir 6.800 Herrar Öll jakkaföt 9.900 Henry skyrtur 990 Marco bindi 990 Lloyd skór 60% afsl. Matinique úlpur 8.500 Hudson skór 990 Fila úlpur 3.990 o.fl. Rautt Panax Gingseng FRÁ 5 2 0 m g G e ri a ð ri r b e tu r H á g æ ð a fra m le ið sla Rótsterkt - Úrvals rætur með gmp gæðaöryggi OF snemmt er að segja til um frek- ari samdrátt hjá flugfélaginu Atlanta en orðið er í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september síð- astliðinn, að sögn Hafþórs Haf- steinssonar, forstjóra félagsins. Hann segir að framhaldið ráðist af því hvernig mál þróist við Persa- flóann og í löndunum þar í kring á næstunni. Þess sé að vænta að ef þörf verður á frekari uppsögnum starfsfólks, til viðbótar við það sem þegar hefur verið ákveðið, verði ákvörðun þar um tekin um miðjan október. Félagið ákvað fyrir tæpum tveimur vikum að segja upp um 40 manns til að mæta samdrætti í flugi og jafnframt að framlengja ekki tímabundna starfssamninga, sem renna út í haust, en þar er um að ræða 40–50 manns. Fundur með Iberia í vikunni Hafþór segir að það muni skýrast síðar í þessari viku hvort samdráttur verði í flugi Atlanta fyrir spænska flugfélagið Iberia, en fundur for- svarsmanna félaganna um samning þeirra verður í vikulokin. Sam- kvæmt samningnum fljúga fimm vél- ar Atlanta fyrir Iberia, tvær fram í febrúar næstkomandi en þrjár út ár- ið 2005. Hafþór segist ekki eiga von á breytingum á þeim hluta samnings- ins er varðar vélarnar sem leigðar eru út árið 2005 en það muni skýrast á fundi félaganna hvert framhaldið verði varðandi þær tvær flugvélar sem samningur er um fram í febr- úar. Niðurstaða þessa fundar muni því hafa áhrif á það hvort til frekari uppsagna starfsfólks kemur eða ekki. Þær tvær flugvélar Atlanta sem eru á samningi við Iberia fram í febr- úar fljúga á milli Madríd á Spáni og Havana á Kúbu, annars vegar, og á milli Madríd og Kanaríeyja, hins vegar. Íslendingar eru að hluta til í áhöfnum þessara véla. Hinar þrjár vélarnar eru í flugi milli Madríd og Suður-Ameríku en flugáhafnir eru spænskar. Dregið úr flugi fyrir þrjú flugfélög Uppsagnir 40 starfsmanna Atl- anta, ásamt ákvörðun um að endur- nýja ekki tímabundna samninga við 40–50 starfsmenn, eru tilkomnar vegna samdráttar hjá flugfélögum sem Atlanta eru með samninga um að fljúga fyrir. Þar er um að ræða Virgin-flugfélagið, sem hefur óskað eftir því að losna undan samningi við Atlanta. Þá liggur einnig fyrir að samdráttur verður í flugi Atlanta fyrir Air France, auk þess sem dreg- ið hefur úr flugi Atlanta fyrir Royal Air Maroc. Vendipunktur næsta vor Atlanta er fyrst og fremst í því að selja öðrum flugfélögum þjónustu og segir Hafþór félagið hafa náð að skapa sér nokkra sérstöðu á þeim markaði. Hann segir að þar sem samdráttur hefur verið mikill hjá þeim flugfélögum sem Atlanta hefur verið að fljúga fyrir þá komi það óneitanlega niður á félaginu. „Ef við hefðum ekki haft pílagrímaflugið nú í janúar, febrúar og mars, væri stað- an hjá okkur mjög alvarleg. Vendi- punkturinn hjá okkur verður því væntanlega næsta vor. Hafþór segist gera ráð fyrir að Evrópumarkaðurinn og Asíumark- aðurinn verði búnir að ná jafnvægi í júní á næsta ári og staða Atlanta verði því góð. Hann segist hins vegar reikna með að það taki lengri tíma fyrir Ameríkumarkaðinn að jafna sig en það hafi takmörkuð áhrif á Atl- anta þar sem félagið fljúgi ekki þangað í miklum mæli. Hugsanlegt tækifæri fyrir Atlanta Hafþór segir að sú staða sem er í flugmálunum geti þrátt fyrir allt skapað tækifæri fyrir Atlanta. Það stafi af því að stóru flugfélögin mörg hver noti tækifærið til að leggja elstu vélum sínum. Á sama tíma afpanti flugfélögin jafnframt nýjar flugvél- ar. Mörg ef ekki flest flugfélög hafi afpantað þær vélar sem gert hafi verið ráð fyrir að yrðu afhentar á næsta ári. Þegar markaðurinn fari svo upp að nýju gerist tvennt. Í fyrsta lagi taki tíma að koma þeim vélum, sem félögin hafa lagt, aftur í notkun, því framkvæma þurfi við- hald á þeim. Í öðru lagi taki tíma fyr- ir flugvélaframleiðendur að afgreiða pantanir á nýjum vélum eftir að flug- félögin taka ákvörðun um að fara aft- ur af stað með slíkt. Í ákveðinn tíma geti því skapast mjög gott tækifæri fyrir Atlanta þegar markaðirnir fara aftur að taka við sér. Of snemmt að segja til um frekari samdrátt hjá Atlanta Línur skýrast um miðjan mánuðinn Morgunblaðið/RAX Síðar í þessari viku mun skýrast hvort samdráttur verður í flugi Atlanta fyrir spænska flugfélagið Iberia en samdráttur hefur orðið í flugi Atlanta fyrir þrjú erlend flugfélög í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. MEÐGÖNGUFATNAÐUR fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.