Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR Grenivíkur borga mest auðlindagjald komi til slíkrar gjaldtöku á sjávarútveginn, sam- kvæmt útreikningum Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. LÍÚ hefur reiknað út auðlinda- gjald allra helstu sjávarbyggða landsins, á grundvelli úthlutaðra aflaheimilda í þorskígildum. Miðað við að auðlindagjald yrði ákveðið 6 krónur á hvert þorskígildiskíló á ári myndi sjávarútvegurinn í heild greiða um 2 milljarða króna í auð- lindagjald af þeim ríflega 385 þús- und þorskígildistonnum sem út- hlutað er á þessu fiskveiðiári, en það er nálægt þeim hugmyndum sem endurskoðunarnefndin svo- kallaða kynnti fyrir skömmu. Samkvæmt því myndu Grenvík- ingar greiða rúmlega 33,4 milljónir króna í auðlindagjald á ári fyrir þær aflaheimildir sem þar eru vistaðar, sem eru rúmar 87 þúsund krónur á hvern íbúa staðarins. Íbúar Grímseyjar þyrftu að greiða tæpar 7,7 milljónir króna fyrir aflaheimildir sínar eða tæpar 83 þúsund krónur á mann. Á afla- heimildir Akureyringa myndu falla um 300,3 milljónir króna í auð- lindagjald eða tæpar 20 þúsund krónur á hvern íbúa og rúmar 225 milljónir á aflaheimildir Reykvík- inga eða rúmar 2 þúsund krónur á hvern íbúa. Lægsta gjaldið kæmi á afla- heimildir á Kópaskeri, alls tæpar 336 þúsund krónur eða um 946 krónur á hvern íbúa á ári en auð- lindagjald aflaheimilda í Kópavogi myndu samkvæmt þessu nema um 59 krónum á hvern íbúa bæjarins á ári.      *0/ +/ 3   45  36..76..6( 8 *2  +1, 5 */2  0 2  +1 #  2 # 3 ,2 + , # 2 &++ ,   ,  9+9 #   + , :3   * + , ;5 * /,+ < + , =     5 + , + , =* 0+ , ; /,+ %+   9  08 25   <5 +  + /,+  / :   <5  2 # )  + , 2    :58 + ,   + ,   02  + ,   :5  32 > / 88 02 <  2     <,    9 +  + , > 5  2  // 88 8 0 4 : <5  # 9 825 3 9: 2  ; ! %0 ?6...                                                 8    6-.@-A  6B6BA-                                                                                                        !"# $%"&&'(  !%2 3 <# # ")& *+,-$ +%' (  $ % &'&%$  (&&%' &  &% )%& $ '&%$  ( %) )& (% $ $$%& ) ((%&  & %& & )% & $& %( ( (% $& &&&% & ''&% %& &  $%&  '%  &)&%&  )%' ( '% ' %$  )$)%$  ) % & &)'%) &)% $ &(%   %) $ &%  ( %  '&%  )&&%( &) $$%( ()% ( '(%' $ &)% )( %  &$% ()% & '% $ & %& $ %& & )&%$  ' % ) $ '%' )$%' &% ( )%( $&% &&&%) '%)   * %0C + ,  6... .")"'%+/ ,0'$%/1!) $")&"$* &0 --D6?B 6B6?D E@AA?- 6FEB@? 6F-A?E D-A?A BF@B?A FA-E?. EDEDA? 6@EA?B DDF?@ .A6?. FA.?E E-EB?. DDDD?B 6BE6?D B@@?B DD6?A 66?- 6FA6?B -BF?. E@B?6 ABD.?A A-F.?F EF66?B AAAE?E .B?D D6?E -..-A?@ 6E@D?D 6E6?F AFE?A -FA?- .BF.?B E..?B ABA?B DD6?- F@?B E-AA?. E.B?- --?A DFE?@ @D..? 6D@.?A 6@?F ED-B.?. F.?- -@?. E@?. D@?D ? 6E6?E EB-.-@?. *  +   !#" , # + - ,   . % *   *  +      /   % 0"  1    23   03 # " !  % "    " 3 4 " 5 ! 2   3 0 /3   !"# $%"&&'(  !%2 3 <## ' +2+/3-"( Hæst auðlinda- gjald á Grenivík 87 þúsund krónur á hvern íbúa samkvæmt útreikningum LÍÚ Minni vöru- skiptahalli Í ÁGÚSTMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 17,0 milljarða króna og inn fyrir 17,4 milljarða króna fob. Vöru- skiptin í ágúst voru því óhagstæð um 0,4 milljarða króna, en í ágúst í fyrra voru þau óhagstæð um 1,8 milljarða á föstu gengi. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 123,2 millj- arða króna en inn fyrir tæpa 135,2 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 11,9 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 26,1 milljarð á föstu gengi. Fyrstu átta mánuði ársins var vöruskiptajöfnuð- urinn því 14,2 milljörðum króna skárri en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 7,3 milljörðum eða 6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar að stórum hluta af útflutningi á áli og auknum skipaútflutningi. Sjávaraf- urðir voru 62% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1% meira en á sama tíma árið áður. Aukningu sjávaraf- urða má einna helst rekja til aukins útflutnings á fiskimjöli og lýsi. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 6,9 milljörðum eða 5% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Af einstökum vöru- flokkum hefur orðið mestur sam- dráttur í innflutningi á flutningatækj- um. Fundað um vexti Aðgerðarannsóknafélagið heldur fund þriðjudaginn 2. október 2001 þar sem verða kynntar þær aðferðir og líkön sem Seðlabankinn og Þjóð- hagsstofnun styðjast við þegar þau vinna þessar spár. Megináhersla er lögð á aðferðafræðina en einnig verður komið inn á spá fyrir næstu mánuði. Þórarinn G. Pétursson, deildar- stjóri hagrannsókna hjá Seðlabank- anum, lýsir helstu aðferðum sem Seðlabankinn styðst við til að spá um verðbólgu og aðra þætti sem hafa áhrif á ákvarðanir um vexti, stýri- vexti bankans. Katrín Ólafsdóttir, forstöðumaður þjóðhagsspár hjá Þjóðhagsstofnun, lýsir helstu aðferðum sem Þjóðhags- stofnun styðst við til að spá um verð- bólgu, atvinnuleysi, einn af helstu mælikvörðunum fyrir þenslu, og aðra þætti sem skipta máli varðandi vaxtaákvarðanir. Fundurinn hefst klukkan 16.30 og verður hann haldinn í ráðstefnusal Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, 1. hæð. ♦ ♦ ♦ Strengur hf. og Veita.net hafa gert með sér samkomulag þess efnis að bjóða InfoStore verslunarhugbún- að Strengs hf. til verslunar- og veitingahúsaaðila í Smáralind. Veita.net sér rekstraraðilum í Smáralind fyrir þjónustu í upplýs- ingamálum og mun hluti þeirrar þjónustu fela í sér aðgang um dreifikerfi þeirra að InfoStore sem verður rekinn í kerfisveitu Strengs hf. Nú þegar hefur hluti verslunar- eigenda í Smáralind ákveðið að nýta sér þessa þjónustu Veitu.nets. „Með samstarfi við Veitu.net er hægt að ná fram aukinni hag- kvæmni og má sem dæmi nefna að allir notendur InfoStore í Smára- lind munu nýta sér sömu gagna- flutningsrásir til kerfisveitu Strengs. Markmið verkefnisins, sem Strengur hf. og Veita.net vinna að fyrir Smáralind, er að veita rekstraraðilum tækifæri til að draga saman rekstrarupplýs- ingar Smáralindar og greina úr þeim markaðsþróun, sölu í ein- stökum vöruflokkum og tengja fjölda viðskiptavina, uppákoma og árstíða. Gögnum safnað á miðlægan gagnagrunn Kerfið safnar upplýsingum hjá hverjum og einum rekstraraðila og flokkar sölu niður á samræmda vöruflokka, skv. vörpun, skil- greindri af rekstraraðila, eftir vörum eða vöruflokkum. Öllum þessum gögnum er síðan safnað í miðlægan gagnagrunn hjá Veit- u.net, sem síðan má koma á form, tilbúið til greiningar. InfoStore hugbúnaðurinn er í notkun í yfir 100 verslunum hér á landi og hefur stór hluti þeirra einnig nýtt sér kerfisveitu Strengs og má þar nefna verslanir Háess, Rúmfatalagersins, ÁTVR og Noa- Noa. Með kerfisveitu er hægt að setja upp verslanir nánast hvar sem er, með litlum tilkostnaði. Rekstri þeirra er hægt að stjórna í gegnum ferðavél. InfoStore versl- unarlausnir er hægt að nota með helstu afgreiðslulausnum frá að- ilum á borð við Nýherja, EJS, AcoTæknival, Opnin kerfi og Strikamerki,“ segir í frétt frá Streng. Samkomulag Strengs hf. og Veitu.nets Bjóða InfoStore-versl- unarlausnir í Smáralind SAMRÁÐSFUNDUR botnfisk- kaupenda og -seljenda í heiminum, Groundfish Forum, verður haldinn hér á landi um miðjan næsta mánuð. Fundurinn er nú haldinn í 10. sinn og í fyrsta sinn á Íslandi. Groundfish Forum hefur verið haldinn árlega frá árinu 1991, oftast í London en var haldinn í Madríd á Spáni á síðasta ári og stóð til að fund- urinn yrði einnig haldinn þar í ár. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF hf., er einn af hvatamönnum þess að stofnað var til þessa vett- vangs. Hann segir að útlit hafi verið fyrir mjög dræma þátttöku á fund- inum í ár, meðal annars vegna at- burðanna í Bandaríkjunum. Því hafi verið stungið upp á því að færa fund- inn til Íslands. Hann segir þessa til- högun hafa fengið mjög góðar und- irtektir og að búast megi við að allt að 150 manns sæki fundinn, sem séu álíka margir og sótt hafi fundinn undanfarin ár. Hann segir að flestir fundarmanna komi frá Norður-Am- eríku og Evrópu en einnig frá Suður- Ameríku, Suður-Afríku, Asíu og Eyjaálfu. „Þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir. Þarna eru haldin fjölmörg er- indi sem menn hafa lagt mikla vinnu í að gera sem best úr garði. Fund- urinn hefur þannig þótt mikilvægur vettvangur í þessum hluta geirans, enda koma þar saman fulltrúar fjöl- margra fyrirtækja frá ótal svæðum og spara sér þannig tilheyrandi ferðalög til að skiptast á upplýsing- um og stofna til sambanda. Upplýs- ingar sem fram koma á fundinum eru síðan gefnar út og hafa reynst mönnum notadrjúgar í þessum geira sjávarútvegsins,“ segir Friðrik. Groundfish Forum verður á Íslandi Búist við um 150 manns á fundinn KAUPTHING Bank Luxembourg mælir nú sérstaklega með fjárfest- ingu í dönskum bönkum, stað- bundnum á Vestur-Jótlandi. Nýút- komin greiningin ber yfirskrift sem útlagst gæti „Hin földu verðmæti – vanmetnir bankar á Vestur-Jót- landi“. Kaupþing í Lúxemborg mælir sérstaklega með þremur af sjö starfandi bönkum á þessu svæði, Nordvestbank, Ringkjøbing Bank og Skjern Bank. Við fjárfestingu í þessum bönkum fái fólk mikið fyrir peningana, þ.e. sem samsvarar einni krónu eigin fjár fyrir minna en 70 aura. Kaupthing Luxembourg leggur áherslu á hlutfallið gengi hlutabréfa á móti innra virði sem er markaðsvirði á móti eigin fé. Þetta hlutfall er frá 0,65-0,68 hjá þessum þremur bönkum, að sögn Kaup- things sem metur þá sem góða fjár- festingarkosti, m.a. á þeim grunni. Kaupthing Luxem- bourg mælir með bönkum á Jótlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.