Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sprotafjármögnun þekkingarfyrirtækja Rannsóknarráð Íslands (RANNÍS) og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) bjóða sprotafjármögnun til að efla rannsóknar- og þróunarstarf í íslensku atvinnulífi. Forsenda styrkveitingar er að markvisst sé stefnt að öflun hagnýtrar þekkingar er lagt geti grunn að nýrri framleiðslu og aukinni samkeppnishæfni í íslensku atvinnulífi. Með samstarfi RANNÍS og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) er mögulegt að ráðast í framsækin og fjárfrek rannsókna- og þróunarverkefni. Rannsóknarráð metur umsóknir og úthlutar styrkjum til verkefna samkvæmt reglum sínum. NSA metur hugsanlegt viðskiptalegt gildi þekkingarverðmæta sem stefnt er að. Viðskiptaáætlun þarf þó ekki að liggja fyrir. Aðild NSA að verkefnum getur verið með þrennum hætti: A) Áhættulán. B) Áhættulán með breytirétti í hlutafé. C) Hlutafé. Á árinu 2002 mun RANNÍS verja allt að 30 milljónum króna til þessara verkefna og NSA 60 milljónum króna að því gefnu að verkefni uppfylli kröfur sjóðsins. Umsóknareyðublöð er að finna á heimsíðu RANNÍS (http://www.rannis.is) Upplýsingar veita starfsmenn Tæknisjóðs RANNÍS: Erlendur Jónsson, beinn sími 515 5808 / netfang elli@rannis.is Snæbjörn Kristjánsson, beinn sími 515 5807 / netfang skr@rannis.is Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2001. SPROTAFJÁRMÖGNUN Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is PLÓMUTÓMATAR kosta 1.299 krónur kílóið í Nýkaupi, um þess- ar mundir, sem þýðir að fjórir slíkir tómatar geta kostað neytandann 480 krónur. Árni Ingvarsson, kaup- maður í Nýkaupi í Kringlunni, segir að núverandi kílóverð á plómutómötum skýrist meðal ann- ars af 40% meðal- talsrýrnun í um- ræddri vörutegund síðustu fjóra mán- uði, bæði í verslun- inni og í flutningum, sem og álög- um ríkisins. Innkaupsverðið á kílói af plómutómötum er 140 krónur á markaði í Hollandi að sögn Árna og ofan á það leggjast 60 krónur vegna flutnings til landsins með flugi. „Þar við bætist 299 króna verndartollur af því að varan heitir tómatur og svo 30% tollur til viðbótar, sem gerir 149 krónur. Kostnaðarverðið er því 650 krónur þegar kílóið er komið til landsins. Þar af fara 450 krónur til ríkisins. Ef virðisaukaskattur- inn er tekinn inn í myndina fær ríkið 159 krónur í því formi og tek- ur því samtals 607 krónur af 1.299 króna útsöluverði Nýkaups. Það sem upp á vantar skýrist síðan af 40% meðalrýrnun sem orð- ið hefur í þessari vöru- tegund í júní, júlí, ágúst og september. Við hendum sem sagt fjórum kílóum af hverjum tíu,“ segir Árni. Plómutómatarnir hafa kostað frá 899 krónum kílóið og segir Árni að þar sem kostn- aðarverð seljanda geti verið allt frá 600 krónum upp í 1.020 án virðisaukaskatts þurfi þetta smá- söluverð að koma til. „Þessi vara er mjög viðkvæm, auk þess sem við þurfum að kaupa inn tiltekið lágmarksmagn. Við viljum bjóða upp á þessa vöru en þurfum að taka tillit til fyrrgreindrar með- altalsrýrnunar svo dæmið gangi upp.“ SPURT OG SVARAÐ Af hverju kosta plómutómatar 1.299 krónur kílóið? VERÐ á matvöru í netverslunum á Íslandi er í flestum tilfellum hærra en í netverslunum í Danmörku, sam- kvæmt verðkönnun ASÍ. Af þeim 84 vörutegundum sem kynntar eru að þessu sinni eru 68 vörutegundir dýr- ari á Íslandi, eða 81% vörutegunda, samkvæmt frétt frá ASÍ. Mesti munur á hæsta og lægsta verði er á frosnum kjúklingi, en hann er 343% dýrari á Íslandi en í Dan- mörku, segir ennfremur. Minnsti verðmunur reyndist vera á Wasa sesam-hrökkbrauði, eða 2,13%. Mjólkurvörur eru í öllum tilfellum dýrari á Íslandi, samkvæmt könnun- inni. Borið var saman verð á 242 vöru- tegundum í 25 vöruflokkum og vegna fjölda tegunda munu niðurstöðurnar verða birtar í þremur hlutum. Verðkönnunin var gerð í matvöru- verslunum á Netinu og bar ASÍ sam- an verð í netverslun Hagkaups á Ís- landi og ISO í Danmörku. „Ákveðið var að bera aðeins saman ákveðnar vörutegundir til að koma í veg fyrir misræmi vegna mismun- andi vægis vörutegunda. Ekki er reiknað heildarverð allra vöruteg- undanna eða hvers flokks fyrir sig, heldur er hver og ein vörutegund borin saman og mismunur á verði fundinn. Borið var saman verð á vörumerkj- um. Þá voru borin saman nákvæm- lega sömu vörumerki í nákvæmlega sömu stærðarpakkningum. Einnig kom fyrir að borið var saman verð á sömu vörum en ekki vörumerkjum. Þá var mælieiningaverð notað, en það er það verð sem sýnir verð eins kílós eða eins lítra. Þegar ekki var um vörumerki að ræða í vöruflokkum á borð við, fisk, mjólkurvörur og fleira var valin ódýrasta varan sem boðið var upp á,“ segir í frétt frá ASÍ. Vöruflokkarnir sem kynntir eru að þessu sinni eru brauðvörur, hrökk- brauð, hrísgrjón, pasta, aðrar korn- vörur, nautakjöt, lambakjöt, svína- kjöt, alifuglakjöt, aðrar kjötvörur, fiskur- og fiskafurðir, mjólkurvörur, ostur og smjör og egg. Hvað brauðvörum viðvíkur reynd- ist verð á sex vörum af sjö hærra á Ís- landi. „Mesti munurinn var á pylsu- brauði, eða 111,47%. Minnsti munurinn var á hamborgarabrauði, eða 23,34% og var það ódýrara á Ís- landi. Ef skoðuð eru venjuleg brauð er mesti munurinn á fínu samloku- brauði, eða 42,53%.“ Lambakjöt ódýrara hér Jacobs pítur eru 53,14% dýrari á Íslandi og grautarhrísgrjón 121,3% dýrari. Spaghettí er 83,62% dýrara á Íslandi. Nautakjöt er dýrara á Ís- landi í öllum tilvikum og var mestur munur á verði 40,55%. Lambakjöt var hins vegar ódýrara í öllum tilvik- um á Íslandi og munurinn mestur á frosnu lambalæri, eða 11,34%. Kjúklingur reyndist dýrari á Ís- landi í öllum tilvikum og verðmunur mestur á frosnum kjúklingi, eða 343%. Spægipylsa er dýrari á Íslandi og munar 112,37%. Laxasneiðar eru hins vegar 133,02% dýrari í Dan- mörku. Mjólkurvörur voru dýrari á Íslandi í öllum tilvikum og athygli vekur að nýmjólk, léttmjólk og und- anrenna eru á sama verði á Íslandi, segir ennfremur í frétt ASÍ. Ostur og smjör voru í öllum tilfell- um nema einu dýrari á Íslandi. Mest- ur munur var á kílóverði á Brie-osti og munaði 184,93%. Minnsti verð- munur var á 250g af smjöri, eða 13,87%, og kostar það meira á Ís- landi. „Í Danmörku eru til margir mis- munandi vöruflokkar af eggjum, yf- irleitt er aðeins boðið upp á einn á Ís- landi. Borinn var saman ódýrasti flokkurinn í Danmörku og eini flokk- urinn í boði á Íslandi. Ekki var gefið upp kílóverð og því borið saman stykkjaverð. Tíu egg kosta 219 kr. á Íslandi og 107 kr. í Danmörku og munar 108,87%,“ samkvæmt niður- stöðum ASÍ. Verð í könnuninni var umreiknað miðað við opinbert viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands 14. september síðastliðinn, en þá var miðgengi danskrar krónu 12,16 kr. „Borið er saman verð án virðisaukaskatts, en hann er 25% í Danmörku og 14% í flestum tilvikum á Íslandi, þó eru nokkrar vörutegundir sem bera 24,5% vsk. Lögð er ráhersla á að hér er um að ræða beinan verðsamanburð en ekki er tekið tillit til gæða eða þjónustu í verslununum. Þó var lögð áhersla á að bera saman verð á sambærilegum vörum í sambærilegum verslunum. Alltaf var valin ódýrasta varan sem í boði var.“ Um 80% vöru- tegunda dýr- ari á Íslandi ASÍ ber saman verð í dönskum og íslenskum netverslunum : * 2  :,    G 2  ,  *32,    *%  5   3, ? 83 6.. = ##,   : $8   : $ <  : # : $8 >?  @ % < # ,<A  8  < # , 0 #  * # A - 8 A #% 8 B ##   -# 8 B ## 7 ?B A  8 6  % 8 ' 2<   B,C # %  8 A"# A0 8 B,C #   8 * " #  8 +  -8:   # $  8 * 5  $ 7", 8 *;, 8 7, 8D < E#C 8, $ : 8 < ,- < 8 F  8 ,- 8 $  8'8#8 F  8 F "##8 0 > %  &."$# 41' )$) ' )6 $6 6 '6  6 6 ($6 )6 $6 $ 6  6 $6 6 $6  6  6 6  6 '6 6 6 '6 $6 6 ()6 &6                                                     E.E 6-- AA@ BD 6A 6 FB F@ 6A D@A B.A @A- ABE -F B.E B.A DED @6- D -6 6E6 - FB B.A -B 6F 66A DF --. 6.A FD 6@ -A A- 66E -AA FDE A@ @FB 6-@ EBB E@A DD 6FA -- @B .D AB 6 EAF -EE .D %  3,  Mjólkurvörur eru í öllum til- vikum dýrari á Íslandi en í Danmörku og enginn verð- munur er á nýmjólk, léttmjólk og undanrennu hér. SÆLGÆTI er ekki merkt svokölluð- um „best fyrir“ dagsetningum eins og flestöll önnur matvæli. Svava Liv Edgarsdóttir, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins, segir að um- búðamerkingar, þar á með al- geymsluþolsmerkingar, verði að vera í samræmi við reglugerð um merk- ingu, kynningu og auglýsingu mat- væla nr. 588/1993. Þar eru tilteknar nokkrar gerðir af matvælum sem ekki þarf að geymsluþols- merkja, svo sem ferskir ávextir og grænmeti, vín og drykkjarvörur þar sem alkóhólstyrkur er 10% eða meiri miðað við rúmmál. Bökunarvörur, sem er að öllu jöfnu er neytt innan sólarhrings frá framleiðslu og án rot- varnarefna, eru undanþegnar, sem og matarsalt, sykur, kakó og súkkulaði- vörur, tyggjó og sælgæti nær ein- vörðungu gert úr bragðbættum sykri. „Reglurnar ganga út á að tryggja öryggi matvæla. Þessar vörur eru taldar þess eðlis [að ekki þarf að geymsluþolsmerkja þær] og svo þurr- ar að örverur vaxa ekki. Þar með ógna þær ekki heilsu fólks. En strangt til tekið er brjóstsykur eina sælgætið sem nær einvörðungu er gert úr bragðbættum sykri.“ Framleiðandinn ákvarðar og ber ábyrgð á geymsluþolsmerkingu vör- unnar og verður að taka tillit til eðlis vörunnar, geymsluskilyrða og fleira. „Ef athuganir leiða í ljós að merking- in er ekki í samræmi við geymsluþol getur viðkomandi heilbrigðisnefnd ákvarðað það geymsluþol sem skal gilda fyrir vöruna,“ segir hún. Hún bætir við að ákvæði varðandi geymsluþolsmerkingar á sælgæti hafi verið nokkuð vítt túlkuð hér á landi og þau skilaboð send til framleiðenda að almennt þurfi ekki að geymsluþols- merkja sælgæti. „Í ljósi þess að Norð- urlandaþjóðirnar eru farnar að túlka þessi ákvæði mun þrengri en við ger- um, auk þess sem tækjabúnaður sem notaður er til merkinga er nú orðinn mun ódýrari, er raunhæft að fara að gera kröfu um geymsluþolsmerking- ar á öllu sælgæti að undanskildum brjóstsykri.“ Geymsluþol ekki sett á sælgæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.