Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 27 SORG og reiði ríkti í Kólumbíu á sunnudag vegna morðsins á Con- suelo Araujo, 62 ára gamalli konu sem var landsþekkt fyrir afskipti af menningarmálum og gegndi um hríð embætti ráðherra menningar- mála. Skæruliðar marxistasamtak- anna FARC rændu Araujo 26. sept- ember og lík hennar fannst á laugardag í gljúfri, hátt uppi í Sierra Nevada-fjöllum í norðurhluta landsins. „Við erum öll munaðarlaus núna,“ sagði Emilda Castillo, sem var göm- ul skólasystir hinnar látnu og tók þátt í minningarathöfn í borginni Valledupar. Araujo varð á sínum tíma þekkt fyrir að koma á framfæri svonefndri Vallenato-tónlist sem byggist á þjóðlagatónlist. Borgarastyrjöld hefur geisað í Kólumbíu nær samfleytt í 37 ár og falla að jafnaði um 3.000 manns á ári, margir þeirra í hryðjuverkum. Gegn FARC berjast stjórnarher- menn en einnig AUC, samtök vopn- aðra hægrimanna sem sögð eru eiga náið samstarf við ýmsa háttsetta hershöfðingja. FARC fjármagnar baráttu sína að miklu leyti með því að skattleggja fíkniefnaviðskipti en meira er framleitt af kókalaufum, hráefninu í kókaíni, í Kólumbíu en í nokkru öðru landi. Einnig gera sam- tökin mikið af því að ræna fólki og krefjast lausnargjalds. FARC hefur ekki opinberlega viðurkennt að liðs- menn samtakanna hafi myrt Araujo. Hún var í hópi fimm annarra gísla, ræningjarnir lentu í átökum við stjórnarhermenn og þurftu að flýja með gíslana. Talsmenn stjórn- arhersins hafa eftir einum gíslanna að Araujo hafi dottið og neitað að halda áfram, enda orðin örmagna. Hafi ræningjarnir þá skotið hana. Andres Pastrana, forseti Kólumbíu, fordæmdi morðið og sagði það „illt verk hugleysingja“. Hann hefur á undanförnum árum lagt sig mjög fram um að reyna að ná samkomu- lagi um frið við FARC-menn en for- setaframbjóðandinn Noemi Sanin hefur hvatt til þess að öllum við- ræðum við skæruliða verði slitið. Forsetakosningar verða næsta vor. Pastrana hefur ekki rætt um stefnu- breytingu gagnvart FARC eftir morðið á Araujo. Árangurslausar friðarumleitanir Ekki hefur orðið neinn sýnilegur árangur af friðarviðleitni stjórnar Pastrana. Hann lét FARC eftir um 16.000 ferkílómetra landsvæði í suð- urhluta landsins fyrir þrem árum og mega stjórnarhermenn ekki fara inn á það, samningurinn um svæðið hef- ur verið endurnýjaður árlega. Gagn- rýnendur forsetans segja að FARC- liðar, sem eru taldir vera um 16.000, noti svæðið til heræfinga og jafn- framt að þangað fari þeir með gísl- ana sem þeir ræna til fjár. Nýlega meinuðu skæruliðar öflugasta for- setaframbjóðandanum, Horacio Serpa, og þúsundum stuðnings- manna hans að fara inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum flokka FARC með alþjóðlegum hryðju- verkasamtökum. Skæruliðar myrða fyrrver- andi ráðherra í Kólumbíu AP Einn af þátttakendunum í minningarathöfn um Consuelo Araujo í heimaborg ráðherrans fyrrverandi, Valledupar, með mynd af hinni myrtu. Á spjaldinu stendur „Consuelo, góðir tímar eru í vændum“. Pastrana forseti hvattur til að slíta friðarviðræðum Valledupar í Kólumbíu. AP. LOKAUNDIRBÚNINGUR var í gær hafinn fyrir aðgerðir til að lyfta flaki rússneska kjarnorkukafbátsins Kúrsk af botni Barentshafs. Slæmt veð- ur hamlaði aðgerðum á föstu- dag en í gær sagði talsmaður rússneska Norðurflotans að vind hefði lægt. Enn væri öldu- hæðin þó um tveir metrar. Talsmaður hollenska fyrirtæk- isins Mammoet-Smit, sem ann- ast björgunina, sagði að verið væri að koma björgunar- prammanum G-4 fyrir yfir flak- inu og síðan yrðu stálkaplar látnir síga niður að því. Nguyen Van Thieu látinn NGUYEN Van Thieu, sem var forseti Suður-Víetnams í mörg ár er styrjöldin geisaði í land- inu milli komm- únista og and- stæðinga þeirra, lést í gær á sjúkrahúsi í Boston í Banda- ríkjunum. Hann var 78 ára að aldri. Thieu gekk í lið með kommúnistahreyfingunni Viet Minh skömmu eftir seinni heimsstyrjöld en sneri síðar við blaðinu og varð yfirmaður suð- ur-víetnamska hersins og stjórnaði baráttunni gegn herj- um Norður-Víetnams og Viet- cong, skæruliðum kommúnista í suðurhlutanum. Árið 1963 var Thieu leiðtogi uppreisnar- manna sem steyptu stjórn Ngo Dinh Diems og varð sjálfur for- seti landsins 1967. Hann var endurkjörinn í kosningum 1971 en flýði land í apríl 1975. Stjórnarand- stöðuleiðtogi syrgður FORSÆTISRÁÐHERRA Indlands, Atal Behari Vajp- ayee og forseti landsins, K.R. Narayanan, lýstu í gær yfir hryggð sinni vegna andláts stjórnarandstæðingsins Mad- hav Rao Scindia, en hann fórst ásamt sjö öðrum um helgina er Cessna-flugvél þeirra hrapaði. Scindia var 56 ára gamall og varaleiðtogi Kongressflokksins á þingi. Naryanan sagði að Scindia hefði verið kraftmikill og hugmyndaríkur „og ein skærasta stjarnan á himni ind- verskra stjórnmála“. Estrada fyrir rétt JOSEPH Estrada, sem hrak- inn var úr embætti forseta Fil- ippseyja, kom í gær nauðugur fyrir rétt í borg- inni Queson. Var hann á inniskóm og sagðist hafa á síðustu stundu ákveðið að mæta þar sem sér hefði verið hótað valdbeitingu ef hann streittist við. Verjendur hans voru fjar- verandi í mótmælaskyni. Estr- ada er sakaður um spillingu og er m.a. sagður hafa nælt sér í sem svarar átta milljörðum króna með ólöglegum hætti og látið leggja inn á leynilega reikninga. STUTT Prammi yfir flaki Kúrsk Thieu Estrada gætu hafist strax í dag, þriðjudag. Málefnasamningur ætti að liggja fyr- ir hinn 9. þessa mánaðar og er þá gert ráð fyrir að Jens Stoltenberg hverfi úr embætti forsætisráðherra viku síðar. Gangi áform þessi eftir verður Kjell Magne Bondevik, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, næsti for- sætisráðherra Noregs. Gengið hefur verið út frá því að hann fari fyrir rík- isstjórninni í þeim óformlegu viðræð- um sem fram hafa farið undanfarna daga. Þá liggur fyrir að Hægriflokkur- inn fær ráðuneyti utanríkis- og fjár- mála. Framfaraflokkur Carl I. Hag- ens mun síðan verja stjórnina falli ef að líkum lætur. Bondevik var um hríð forsætisráð- herra samsteypustjórnar hægri- og miðflokka og ljóst að hann leggur áherslu á að hreppa embættið á ný. Hann nýtur mikils álits í skoðana- könnunum en flokkurinn missti nokkur sæti í nýafstöðnum þingkosn- ingum. ÚTLIT er fyrir að ný stjórn taki við völdum í Noregi eftir hálfan mánuð. Þrír flokkar, Hægriflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Ven- stre, ákváðu í gær að hefja formleg- ar stjórnarmyndunarviðræður. Bæði kristilegir og Venstre teljast til miðflokka í norskum stjórnmálum. Leiðtogar flokkanna þriggja skýrðu frá því í gærmorgun að stjórnarmyndunarviðræður yrðu hafnar en um helgina höfðu farið fram þreifingar á milli manna og flokka. Viðræðurnar munu fara fram á þeim grundvelli, sem þá náðist samstaða um. Það var létt yfir leiðtogum flokk- anna í gærmorgun þegar þeir skýrðu blaðamönnum frá niðurstöðunni. Þeir Jan Petersen, Hægriflokki, Kjell Magne Bondevik, Kristilega þjóðarflokknum, og Lars Sponheim, Venstre, kváðust allir vissir um að valdastofnanir samtaka þeirra myndu leggja blessun sína yfir stjórnarmyndunarviðræðurnar. Allt útlit var því fyrir að viðræður Ný stjórn í Noregi eftir hálfan mánuð? ÞINGKOSNINGAR voru haldnar í Bangladesh í gær, en þetta er í átt- unda sinn sem íbúar landsins ganga að kjörborðinu síðan það hlaut sjálfstæði frá Pakistan árið 1971. Mikil öryggisgæsla var við kjör- staði, en 150 manns létust í aðdrag- anda kosninganna. Létust tveir á kjördag þegar skarst í odda milli fylgjenda tveggja stærstu flokk- anna, miðflokksins Awami og Þjóð- arflokks Bangladesh (BNP), kosn- ingabandalags fjögurra hægri flokka, í suðurhluta landsins. Kosið er um 300 sæti í þjóðþingi Bangladesh og þótti kjörsóknin góð. Leiðtogar Awami og BNP, þær Sheikh Hasina Wajed og Khal- eda Zia, hafa báðar gegnt forsætis- ráðherraembættinu áður, en stjórn- málaskýrendur treystu sér ekki til að spá fyrir um það hvor þeirra færi með sigur af hólmi í þetta sinn. AP Mikil örygg- isgæsla við kjörstaði ÁHRIFAMIKLIR stjórnmálamenn í Danmörku ræða nú um að fella úr gildi umdeild lagaákvæði sem beint er gegn kynþáttahatri, að sögn Jyl- landsposten. Er forsendan að ákvæðin dragi úr tjáningarfrelsinu og virki oft öfugt við það sem stefnt er að. Talsmaður Venstre-flokksins gengur lengst í þessum efnum en fleiri vilja ræða málið. Í gildandi ákvæðum refsilaga er sagt að hægt sé að dæma menn í allt að tveggja ára fangelsi fyrir að ógna, hæða eða gera lítið úr fólki vegna kynþáttar, litarafts, trúar eða kyn- hneigðar. „Ég styð mjög víðtækt tjáningar- frelsi og er því mjög hlynnt því að ákvæðið um kynþáttahatur verði af- numið,“ segir Birthe Rønn Horn- bech, talsmaður Venstre í réttar- farsmálum. „Fólk á að geta tjáð sig um hvað sem er án þess að vera ógn- að með refsingu. Það merkir ekki að allt sem sagt er sé gott en verjast á með gagnrökum, ekki banni.“ Hún er einnig á móti tillögu sem miðar að því að sumir sérskólar fyrir múslima og félög þeirra verði bönnuð en margir flokkar, þ.á m. Venstre, hafa átt frumkvæði að tillögunni. Mogens Lykketoft, utanríkisráð- herra úr flokki jafnaðarmanna, vill að menn „íhugi“ þessi mál vandlega vegna þess að eftir sem áður sé þörf fyrir leiðir til að hindra ofsóknir gegn einstökum hópum í samfélag- inu. Lög gegn kynþáttahatri afnumin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.