Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 184.350 nú kr. 136.420 Queen áður kr. 134.900 nú kr. 99.840 KAMMERSVEIT Reykjavíkur hef- ur starfsár sitt með tónleikum ann- að kvöld kl. 20.30 í hátíðarsal Há- skóla Íslands. Á efnisskránni verða verkin Kristallar 2(000) fyrir kamm- ersveit eftir Pál Pampichler Páls- son, ballettinn Af mönnum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Styr, kons- ert fyrir píanó og kammersveit eftir Leif Þórarinsson, Kvintett op. 50 eftir Jón Leifs og Íslenskt rapp fyr- ir kammersveit eftir Atla Heimi Sveinsson. Einleikari á tónleikunum verður Anna Guðný Guðmundsdótt- ir en stjórnandi verður Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir marka upp- haf 28. starfsárs Kammersveitar Reykjavíkur, en þeir eru jafnframt sérstakir hátíðartónleikar í tilefni 90 ára afmælis Háskóla Íslands. Af því tilefni hefur Kammersveit- in sett saman efnisskrá með íslensk- um verkum bæði alvarlegum eins og Kvintett Jóns Leifs og Styr eftir Leif Þórarinsson og léttari tónlist eins og balletttónlistinni Af mönn- um eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Íslensku rappi eftir Atla Heimi. Rut Ingólfsdóttir er einn af stofn- endum Kammersveitar Reykjavíkur og í forystu hennar um árabil. „Þeg- ar það kom upp að við myndum halda hátíðartónleika í tilefni af af- mæli Háskólans fannst okkur að við ættum að bjóða upp á íslenska tón- list. Og þótt við hefðum getað spilað ýmislegt annað – Mozart eða Bach – fannst okkur ekki koma til greina annað en að spila íslenska tónlist,“ segir Rut. „Páll Pampichler samdi Kristalla fyrir Kammersveitina í til- efni af menningarborgarárinu í fyrra. Hin verkin á efnisskránni höf- um við verið að leika undanfarin ár og hljóðrita til útgáfu. Sum verk- anna ætlum við líka að taka með okkur í ferð til Japans seinna í haust.“ Gaman að flytja verk oftar en einu sinni Það hefur oft heyrst að ekki sé nóg að hlusta á ný tónverk einu sinni – hlustendur verði að fá að kynnast þeim nánar og heyra þau oftar til að kynnin geti orðið löng og innileg. Með því að flytja nokkur tónverk oftar en einu sinni á til- tölulega skömmum tíma er verið að gefa tónleikagestum einstakt tæki- færi til nánari kynna við þessi verk. „Það er mjög gaman að flytja þessi íslensku verk oftar en einu sinni. Við erum að upplifa þetta í kringum allar þær upptökur sem við gerum, og það er líka gaman að geta boðið hlustendum að heyra verkin oft. Ef við tökum til dæmis verk eins og Af mönnum, eftir Þorkel, sem hann samdi fyrir Hlíf Svavarsdóttur og Íslenska dansflokkinn 1987, þá heyrðist verkið ekki miklu oftar eft- ir frumflutninginn. Við lékum það á Listahátíð í fyrra, á Expó í Hann- over í fyrra, við ætlum að spila það annað kvöld, fara með það til Jap- ans og svo ætlum við að leika það aftur í Listasafninu í nóvember. Áð- ur fyrr var það oft þannig að við spiluðum verk bara einu sinni og svo voru þau lögð niður í skúffu. Nú er að verða breyting á þessu, sér- staklega hjá okkur, – við viljum spila verkin oft, kynnast þeim vel, og gefa tónleikagestum þar með tækifæri til að kynnast þeim betur.“ Kammersveit Reykjavíkur stefnir að því að hljóðrita á næstu árum um 50 íslensk verk til útgáfu á geisla- diskum. Þetta átak Kammersveit- arinnar er unnið í samvinnu við Rík- isútvarpið, Íslenska tónverkamið- stöð og Smekkleysu. Þar með gefast tónlistarunnendum enn fleiri tæki- færi til að hlusta á íslenska tónlist og kynnast fjölmörgum verkum sem ekki hafa verið aðgengileg í slíkri útgáfu fyrr. „Með útgáfunni verða verkin aðgengileg fyrir hinn venju- lega hlustanda, en líka fyrir þá tón- listarmenn sem á eftir okkur koma, sem hafa þá tækifæri til að heyra verkin áður en ákveðið er hvort þau verða tekin til flutnings.“ Í tilefni af opnun íslensks sendi- ráðs í Japan hefur Kammersveit Reykjavíkur verið boðið að halda tónleika í Japan nú í október. Þetta verða einir tónleikar, en auk þess leikur Kammersveitin við athöfn á sjálfan opnunardaginn. Blásara- kvintett Reykjavíkur leikur líka í Japan af sama tilefni og Rut Ing- ólfsdóttir verður einnig með ein- leikstónleika með píanóleikara. Í Japan verða flutt nokkur verkanna sem leikin verða í háskólanum ann- að kvöld, en einnig píanókvartett í g-moll K. 478 eftir Mozart. Íslensk tónlist verður áberandi á efnisskrá Kammersveitarinnar í vetur. Í nóvember verða tónleikar í Listasafni Íslands þar sem ein- göngu verða leikin verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Filigree fyrir fiðlu, selló og kammersveit, Dulcinea fyr- ir gítar og strengjasveit, Wiblo fyrir horn, píanó og strengjasveit, Um- leikur fyrir fiðlu og kammersveit, sem Þorkell samdi sérstaklega fyrir Rut og Kammersveitina, og loks aft- ur ballettinn Af mönnum. Ashkenazy kemur fram með Kammersveitinni Á árlegum jólatónleikum Kamm- ersveitarinnar í Áskirkju koma fjór- ir ungir fiðluleikarar til liðs við sveitina og leikur hver þeirra einn af fjórum konsertum Vivaldis um Árstíðirnar. Hrafnhildur Atladóttir leikur Vorið, Una Sveinbjarnardótt- ir Sumarið, Sigurbjörn Bernharðs- son Haustið og Sif Tulinius Vet- urinn. Í janúar leggur Kammersveitin sitt af mörkum til Myrkra músík- daga, með tónleikum með verkum Hafliða Hallgrímssonar. Hafliði verður sextugur um þær mundir og eru tónleikarnir í samvinnu við Tón- skáldafélag Íslands. Þar koma fram einleikarar, sem gjörþekkja verk Hafliða. Þórunn Ósk Marinósdóttir lék víólukonsertinn Ombru við opn- un menningarborgarársins í Borg- arleikhúsinu í janúar 2000, Ríma er samið fyrir söngkonuna Ragnhild Heiland-Sörensen fyrir ólympíuleik- ana í Lillehammer og flutti hún verkið með Kammersveitinni á tón- leikum í Gamla bíói 1995. Thorleif Thedéen hefur flutt sellókonsertinn Hermu víða um lönd, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lokatónleikar starfsárs Kammer- sveitar Reykjavíkur verða mjög sér- stakir, en gestur sveitarinnar verð- ur Vladimir Ashkenazy. Þetta verða tvennir tónleikar, aðrir í Garðabæ í tilefni af 25 ára afmælishátíð bæj- arins, og einnig í Salnum í Kópa- vogi, en það verða hátíðartónleikar í tónleikaröðinni Tíbrá. Á efnis- skránni verða eingöngu verk eftir Mozart; Divertimento og Píanó- konsertar í d-moll og A-dúr, KV 466 og KV 414. Ashkenazy verður bæði í hlutverki einleikara og stjórnanda. Þegar Rut og fleiri tónlistarmenn dreymdi um að stofna Kammer- sveitina fyrir um 28 árum var leitað til Ashkenazys um góð ráð. „Hann studdi hugmyndina heilshugar og lofaði að koma fram með sveitinni á fyrstu tónleikum haustsins 1975. Þessir tónleikar, sem haldnir voru í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hafa lifað í huga bæði flytjenda og áheyrenda, ekki einasta fyrir frá- bæran leik Ashkenazys í Rondói eft- ir Beethoven og píanókonsert eftir Mozart, hugmyndaríka og gefandi stjórnun í Serenöðu eftir Mozart og Oktett eftir Stravinsky, heldur einn- ig fyrir nýja hlið, sem við fengum að kynnast á listamanninum Ashken- azy. Hann gekk inn á svið í byrjun tónleika þar sem beðið var eftir að nokkrir hljóðfæraleikarar kæmu frá vinnu sinni í Þjóðleikhúsinu, og stytti tónleikagestum stundir með gamansögum. Það er Kammersveit- inni mikill heiður að fá að leika með þessum frábæra listamanni.“ Síðan þetta var hefur Ashkenazy ekki leikið með Kammersveit Reykjavík- ur fyrr en nú. Ashkenazy býður Kamm- ersveitinni til Rússlands Að sögn Rutar er Ashkenazy nú að vinna að því að fá Kammersveit- ina með í ferð til Rússlands. „Það er vonandi að það verði úr þessu. Hann langar að bjóða okkur í tónleikaferð til heimaborgar sinnar og einnig til Moskvu og af þessu gæti orðið eftir tvö ár. Hann langar líka að fara með okkur til Skandinavíu. Þessu er hann að vinna að. Það eru allir óskaplega glaðir yfir að hann skuli vera farinn að koma hingað aftur; og það eru örugglega margir sem hlakka til að heyra hann leika,“ seg- ir Rut Ingólfsdóttir að lokum. Há- tíðartónleikar Kammersveitar Reykjavíur annað kvöld í hátíðarsal Háskóla Íslands hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Starfsár Kammersveitar Reykjavíkur að hefjast með tónleikum í Hátíðarsal Háskóla Íslands Kammersveit Reykjavíkur hefur í mörg horn að líta á þessu starfsári. Íslensk tónlist í öndvegi ENDURFLUTNINGI á Glúntunum, sem vera áttti í Salnum í kvöld, er frestað. Tónleikum frestað HIÐ ÍSLENSKA bókmenntafélag, Borgarleikhúsið, Hugvísindastofn- un og Siðferðistofnun Háskólans gangast fyrir uppákomu á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Tilhefnið er útgáfa lærdómsrits- ins Yfirlýsinga; um evrópsku fram- úrstefnuna. Leikarar Borgarleik- hússins flytja ljóð og yfirlýsingar eftir listamenn sem tengdust þeim fjölmörgu framúrstefnuhreyfing- um sem fram komu víðsvegar í Evrópu á fyrstu áratugum 20. ald- arinnar. Þessir hópar skóku menn- ingar- og listalíf álfunnar með ögr- andi hugmyndum og fjölbreytilegu sköpunarstarfi. Í textunum er ekki aðeins að finna róttækar hugmyndir um sköpun nýrra listrænna aðferða, heldur er einnig ráðist til atlögu gegn ýmsum undirstöðuhugmynd- um vestrænnar heimspeki og þjóð- félagsumræðu. Lesið verður úr verkum ítalska fútúristans Filippos Tommasos Marinettis, expressjónistans Georgs Heyms, rússneksa fútur- istans Vladimirs Maíakovskíjs og dadaistanna Francis Picabia og Tristans Tzara. Einnig verður leikin tónlist eftir Erik Satie, Skrjabin, Holländer, Schönberg og fleiri. Erindi um yfirlýsingar framúrstefnumanna Benedikt Hjartarson fjallar um megineinkenni framúrstefnunnar í stuttu erindi. „Ég ætla að kynna þá hópa sem komu fram á þessum tíma og fer sérstaklega í yfirlýs- ingaformið, hvernig það kom upp og í hvaða samhengi, og loks mun ég fara nokkrum orðum um uppá- komur þessara hópa og eðli texta þeirra,“ segir Benedikt. Yfirlýsingaformið kom í fyrsta sinn fram í þessari mynd árið 1909 með stofnunaryfirlýsingu ítalska fútúrismans og í kjölfarið kom fjöldi hreyfinga sem gaf út ólíkar yfirlýsingar alveg framundir seinna stríð. Textarnir voru oft lesnir á uppákomum hópanna en einnig var þeim dreift í dreifirit- um. „Í yfirlýsingunum var verið að setja fram nýjar hugmyndir um listsköpun á ólíkum sviðum. Oft eru þetta líka textar þar sem verið er að takast á um samtímamenn- ingu og setja fram róttækar kröfur um nýjan hugsunarhátt í takt við nýja heimsmynd. Svo var textun- um líka ætlað að storka viðteknum hugmyndum og var þá ekki síður beint gegn ríkjandi hugmyndum. Þetta var krafan um sköpun á ein- hverju nýju og tengdist oft þróun í tækni og vísindum og framfara- hyggju.“ Þótt framúrstefnuhóp- arnir hafi einkum beint athygli sinni að tónlist, myndlist og bók- menntum, voru yfirlýsingar gefnar út um ólíkustu hluti; – arkitektúr, klæðnað og fatahönnun, matargerð og margt fleira. Að loknu erindi Benedikts verð- ur efnt til umræðna, en að þeim loknum gefst gestum tækifæri til að bergja á drykkjum eftir upp- skriftum framúrstefnumanna. Framúrstefna rædd í Borgarleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.