Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hólmfríður Sig-urðardóttir fæddist á Hugljóts- stöðum í Skagafirði 12. apríl 1913, hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 19. september síðastlið- inn. Foreldrar Hólmfríðar voru Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 15.5. 1871, d. 14.12. 1942 og Sigurður Stefán Ólafsson, f. 9.7. 1868, d. 10.1. 1925. Hólmfríður var yngst átta systkina sem nú eru öll látin. Systkini hennar voru Monika, Ólafur Kristinn, Sölvi Meyvant, Guðmundur Helgi, Jó- hannes Sveinn, Gísli Þorfinnur og Haukur S. Bessason, f. 10.1. 1947, maki Guðrún Kristín Jónsdóttir, f. 27.4. 1948; Sigurður Bessason, f. 22.4. 1950, maki Guðný Pálsdóttir f. 4.8. 1951; Kári H. Bessason, f. 24.5. 1953, maki Sigríður A. Sig- urðardóttir f. 29.7. 1953. Einnig naut hennar ástar og umönnunar Vésteinn H. Marinósson, f. 18.9. 1960, maki Margrét Á. Ósvalds- dóttir, f. 1.6. 1962. Ömmubörn Hólmfríðar eru samtals 44. Hólmfríður lauk barnaskóla og var einn vetur að Hólum í ungl- ingaskóla. Hún fór til starfa á Siglufirði að loknu námi á Hólum, þá sautján ára gömul. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur 1932 þar sem hún starfaði á saumastofu og víðar. Hólmfríður var einn af stofnendum Kvenfélags Bústaða- sóknar og var virkur félagi svo lengi sem þrekið leyfði. Hún lagði fram krafta sína í þágu aldraðra á Norðurbrún til margra ára. Útför Hólmfríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Baldvin Liljus. Níu ára gömul fór Hólm- fríður í fóstur að Und- hóli í Óslandshlíð, til Hólmfríðar Jóhannes- dóttur og Páls Gísla- sonar. Hólmfríður giftist Bessa Guð- laugssyni frá Þverá í Norðurárdal í A- Húnavatnssýslu, 6. mars 1943. Börn Hólmfríðar eru: Greta S. Gunnars- dóttir, f. 24.10. 1935, maki Sævar Guð- mundsson, f. 2.1. 1932; Rakel G. Bessadóttir, f. 6.5. 1943, maki Jóhannes Ingi Frið- þjófsson, f. 24.1. 1943; Auður Bessadóttir, f. 23.11. 1944, maki Marinó Buzeti, f. 14.8. 1939; Á kveðjustund sem þessari er ljúft að ylja sér við góðar endur- minningar. Margar af okkar elstu æskuminningum tengjast móður- fólkinu okkar, afa Bessa og ömmu Fríðu. Samvera ömmu og afa spannar rúmlega 60 ára hjónaband. Við biðjum Guð að styrkja afa í sorg sinni en hann kveður í dag lífsföru- naut sinn. Minningin um sterkan persónuleika og góða ömmu mun lifa með okkur. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílir hels við lín. – Nú ertu af þeim borinn hin allra síðustu sporin sem með þér unnu og minnast þín. (E. Ben.) Friðþjófur og Reynir Örn Jóhannessynir. Elsku amma. Þú varst sú amma sem öll börn þarfnast og vilja eiga. Mjúk, hlý og alltaf með blíð orð til manns. Við kveðjum þig með sökn- uði, þótt við vitum að hvíldin var þér kærkomin, þá er maður svo eigin- gjarn að maður vill ekki sleppa hendinni af þér. Þú og afi hafið verið svo stór partur af lífi okkar, alltaf verið til staðar fyrir mann. Öll þau ár sem við Jónas höfum verið saman hefur hann farið til ykkar á aðfangadagsmorgun með pakkana, aðeins í eitt skipti treyst- irðu þér ekki til þess að taka á móti honum, „því þú varðst að eiga kaffi handa Jónasi þínum“, eins og þú sagðir við móður mína. Það ár fannst Jónasi vanta allan hátíðleik- ann á aðfangadag. Því yndislegri hjón var ekki hægt að heimsækja en „ömmu og afa á Bústó“. Elsku afi, megi Guð styrkja þig og varðveita. Kveðjum með söknuði. Elísabet, Jónas og börn. Elsku amma. Þær eru margar góðar minning- arnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín og afa. Minningar sem geymast að eilífu. Aldrei fór maður svangur af Bú- staðaveginum, endalausar kræsing- ar og þó sérstaklega ömmupítsan. Sögurnar og kvæðin sem þú kunnir. Allar þær gjafir sem þið gáfuð okk- ur öllum, vissulega mátti enginn vera útundan. Það sem ég þó á eftir að sakna mest elsku amma er þitt mjúka og hlýja faðmlag sem lét all- ar áhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og kveð þig með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku amma, og megi hann styrkja þig í þinni sorg elsku afi. Ykkar barnabarn Sólrún Húnfjörð Káradóttir. Elsku amma. Takk fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar. Það er sárt að hugsa til þess að þegar við komum á Bústaðaveginn verðir þú ekki þar til þess að taka á móti okkur. En alltaf voru móttökurnar hlýlegar og alltaf eitthvað girnilegt á boðstólum, svo að við systkinin vissum að við mynd- um fá eitthvað gott í gogginn. Þegar við vorum yngri fannst okkur rab- arbarinn algjört lostæti og vorum við nú stundum búin að tína hann áður en við fengum leyfi en aldrei skammaðir þú okkur. Það er svo margs að minnast þegar hugsað er til ömmu sem hefur átt svo gífurleg- an þátt í lífi okkar. Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. Eyðist dagur, fríður, fagur, fagur dagur þó aftur rís: Eilífðardagur ununarfagur, eilíf skín sólin í Paradís. Ó, hve fegri’ og yndislegri unun mun sú, er þar er vís. (V. Briem.) Elsku amma, við vonum að þér líði betur þar sem þú ert núna og laus við öll veikindi. Þín Dagmar Ösp, Íris Ösp og Birkir Steinn. Nú líf þitt er frá okkur farið, og munu allir sárt sakna þín. Hver á nú að fylla í skarðið? Hver á að vera Hólmfríður, amma mín? Hver á mig nú að faðma og kyssa og taka mér á móti, með hlýjar hendur? Við öll erum þig búin að missa. Þú farin ert í ferðalag um ókunnar strendur. Þú hlýjaðir öllum með þínu brosi bjarta. Herbergið ljómaði er þú gekkst um það inn. Þú hafðir svo stórt og gjöfult hjarta. Orð um þína góðvild, ég ekki finn. Nú kveð ég þig Hólmfríður, amma mín. Nú þig hafa tekið englarnir góðu. Er við hlæjum og grátum minnumst við þín. Þú horfin ert yfir hina eilífu móðu. (EyK.) Takk fyrir allt saman og blessuð sé minning þín amma. Og afi, Guð geymi þig og styrki þig í sorg þinni. Ykkar barnabarn, Eyrún H. Káradóttir. Að lifa langa ævi með góðum maka er vissulega þakkarvert. Það verður þó að segjast eins og er að síðustu ár voru Fríðu erfið og heils- an ekki alltaf góð. En seiglan var til staðar og það virtist duga. Hvíldin var þó kærkomin og við leiðarlok kveðjum við hana sátt og ekki síst þakklát fyrir að hafa átt hana að. Það er nefnilega fólk eins og hún sem er kjarninn í stórfjölskyldunni, ástæðan fyrir því að fólkið er sam- heldið og heldur áfram að þekkjast. Þannig var fjölskylda Fríðu og Bessa og þannig verður hún áfram. Fyrir mér var Fríða góð kona. Hún var alvöru manneskja sem hafði lifað tímana tvenna og er hún tók hendur mínar í sínar og klapp- aði þeim stöðvaðist tíminn, augna- blik sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Á þessum tímamótum er eðlilegt að litið sé til baka. Eiginmanni mín- um var hún sönn amma. Minningar frá því er hann var að alast upp og kom til hennar og afa síns eru góð- ar. Vinátta, þolinmæði og gjafmildi einkenndi samskipti þeirra við hann. Fyrir þetta allt er hann þakk- látur. Með árunum fjölgaði afkomend- unum, allt einstaklingar sem skipta máli. Bera jólagjafir Fríðu og Bessa þess glöggt merki þar sem hver og einn fékk gjöf sem var sérvalin. Oft listaverk eftir hann enda mikill handverksmaður þar á ferð. Hverj- um pakka fylgdi alúð. Elsku Bessi minn, missir þinn er mestur. Því bið ég algóðan Guð að vernda þig og styrkja. Guð blessi Fríðu mína með silfraða hárið. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Sigríður Vala Jörundsdóttir. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa. og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Brot úr ljóðinu Til móður minnar eftir skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kom mér í hug er ég frétti lát Hólmfríðar Sigurðardótt- ur. Ótal minningar frá barnæsku minni tengjast henni og Auði dóttur hennar, vinkonu minni. Hlutskipti Hólmfríðar var að vera heimavinnandi húsmóðir og hún rækti það með einskærum sóma. Allt var saumað heima á börnin svo að vinnutími hennar var oft langur og iðulega vakað fram á miðjar næt- ur. Ég minnist þess að saumavélin hennar var fótstigin til að byrja með en síðan eignaðist Hólmfríður mótor á hana sem var mikið þarfaþing og létti henni saumaskapinn. Þegar Auður vinkona mín fermd- ist saumaði Hólmfríður ekki einung- is fermingarkjólinn heldur kápuna líka. Heimilisbragur á bernskuheimili Auðar var til fyrirmyndar og stend- ur mér enn ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Húsbóndinn Bessi var ekki síður störfum hlaðinn, en ætíð glaður og spaugsamur og gantaðist við okkur krakkana með hlátur- glampa í sínum brúnu augum. Hólmfríður var eilítið alvörugefnari en maður hennar, föst fyrir og traust, og sífellt eitthvað að sýsla á heimilinu, sauma, þrífa, baka; – allt skyldi skínandi hreint og maturinn til reiðu á réttum tíma því að hús- bóndinn fór ævinlega aftur til vinnu eftir kvöldmat. Hólmfríður bakaði þá bestu ástarpunga sem ég hef smakkað og brúnu loftkökurnar hennar verða mér ætíð minnisstæð- ar. Það var ólýsanleg sæla þegar höndin á Hólmfríði kom út um gluggann og rétti okkur þetta góð- gæti. Bústaðahverfið var nýbyggt í byrjun sjötta áratugar síðustu ald- ar. Fremur fátækt fólk og barn- margt bjó þar og lífsbarátta þess var hörð. En Hólmfríður og Bessi voru einstaklega samhent hjón og vinnusöm og þeim búnaðist vel. Þeim tókst til dæmis að eignast fyrstu heimilistækin í húsinu, en þar voru fjórar íbúðir. Þau áttu tæki eins og ísskáp, bónvél, þvottavél og strauvél og við krakkarnir fengum að skoða þessi furðulegu tæki og það sem meira var: Hólmfríður sýndi okkur hvernig þau unnu. Ótal fleiri góðar minningar eru tengdar þessari fjölskyldu. Gaml- árskvöldin hjá Hólmfríði og Bessa voru til dæmis sannarlega eftir- minnileg. Vinahjón þeirra komu í heimsókn, spilað var á harmoníkku og allir dönsuðu, við krakkarnir líka. Menn skemmtu sér fram eftir nóttu og ekki sá vín á nokkrum manni. Hólmfríður eignaðist myndarleg og vel gefin börn sem nú sjá á bak góðri móður. Ég sendi mínar inni- legustu samúðarkveðjur til Bessa og þeirra. Blessuð sé minning Hómfríðar Sigurðardóttur, og ég vil enda þessi fáu minningarorð með því að vitna aftur í ljóð Davíðs frá Fagraskógi: Hvenær sem barn þitt fer úr föðurgarði, fylgir því alltaf móðurhugur þinn. Hann var sú bjarta brynja, sem mig varði, minn besti skjöldur, verndarengill minn. Þóranna Tómasdóttir Gröndal. HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR                                     ! " # $ ! " $  $  #  ! $     ! $  %&!'&(! % )  ! " ) *$)  $ ")+  + ,                 - &$ /")$010 &23 /4 !   "   "   # $   %    & '       "   $ '   %  ())* # &2#" +& )$  5$!  54 $  /$ %!2 ")  + $ 54 ")4 ,     - 6  ( ! 5        )*    +& "" ")2$$5$ ! ,            7 '7.'(6  ! 5&$08 &23 /4   !     +        $    "   $   ,  (% 6  7 $$$  623! 7"!+&$ 7 $47 $$$  6!! 7"!+ 7 $$$   9 $+3 " : !4  ,7 $$$  $) -"5& 7"!+&$7 $$" 2  !$  ) *7 $$$  -5 & 2))/ " ' 7 $$$  ' 6$ " +  + ")+  +  + ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.