Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 39 ✝ Jóakim Pálssonfæddist í Hnífs- dal 20. nóvember 1913. Foreldrar hans voru Guðrún Sól- borg Jensdóttir, f. í Meira-Garði í Dýra- firði 1887, dó úr spænsku veikinni 1918 og Páll Guð- mundsson, íshús- stjóri í Hnífsdal, f. 1870, d. 1919. Systk- ini Jóakims: Guð- mundur Jón Pálsson, f. 1910, d. 1970, Jens, f. 1912, d. 1929, og Inga Sigríður, f. 1916. Þegar Jóa- kim var 5 ára gamall var hann tek- inn í fóstur af Guðríði Mósesdóttur og Halldóri Pálssyni útvegsbónda í Hnífsdal og ólst hann þar upp. Uppeldissystkini Jóakims: Páll, f. 1902, d. 1988, Guðmundur, f. 1903 d. 1980 , Margrét, f. 1905, d. 1981, borg, f. 1997, og Bjargey, f. 2000. Jóakim var ungur maður á sjó hjá Halldóri fóstra sínum og Páli bróð- ur hans. Hann var við nám við Hsk. Laugarvatni 1930-1932, tók síðan kennarapróf 1943 og íþróttakenn- arapróf 1944. Kennari á Patreks- firði 1944-46, á Selfossi 1946-47, skólastjóri í Þingborg, Árn. 1947- 61, kennari í Flensborg 1961-62, í Miðbæjarskólanum, Rvík. 1962-63, Kleppjárnsreykjaskóla, Borg. 1963-65, skólastjóri Árskógsskóla, Eyjafirði 1965-68, kennari áHólmavík 1968-69, skólastjóri íÞykkvabæ, Rang. 1969-71, kenn- ari í Hvassaleitisskóla 1971-72, vann við sjúkra- og hjálparkennslu á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1972-1986. Jóakim stundaði íþróttakennslu á vegum UMFÍ og ÍSÍ á Vestfjörðum strax eftir nám og kenndi sund víða um land í um 25 ár. Jóakim starfaði mikið sem dómari á frjálsíþrótta- mótum. Hlaut gullmerki FRÍ 1985 og viðurkenningu Reykjavíkur- borgar fyrir störf að þeim málum. Útför Jóakims fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Aðalheiður, f. 1911, og Helga, f. 1912, d. 1994. Jóakim kvæntist 1953 Björgu Þorsteinsdótt- ur. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Tóm- asson trésmiður frá Skipagerði í Vestur Landeyjum, f. 1884, d. 1958, og Björg Magn- úsdóttir frá Ánanaust- um, f. 1879, d. 1954. Björg starfaði náið með Jóakim að störf- um hans við kennslu og stjórnun víða um land. Börn þeirra Jóa- kims og Bjargar: 1) Gunnar Páll framhaldskólakennari, f. 1954, kvæntur Oddnýju Friðrikku Árna- dóttur, f. 1957. Þeirra börn eru Arnar, f. 1991, og Björg, f. 1994. 2) Birgir Þorsteinn grafískur hönn- uður, f. 1962, giftur Unni Jensdótt- ur f. 1964. Þeirra börn eru Sól- Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi er dáinn. Hann veiktist snögg- lega, fékk hjartaáfall á fimmtudegi og lést daginn eftir. Síðasti áratug- urinn hafði verið erfiður fyrir Jóakim og þá sem næst honum stóðu. Hann sem hafði stundað kennslustörf fram yfir sjötugt og hafði mesta ánægju af daglegum sundlaugarferðum og hressilegu spjalli við pottfélaga var nú búinn að missa þá gleði og bjart- sýni sem alla tíð hafði einkennt hann. Hann hætti að fara í laugarnar og hætti að mestu að fara í heimsóknir. Samt var hann alla tíð klár gagnvart umhverfi sínu og talaði við okkur í fjölskyldunni, las blöð, horfði á sjón- varp og fylgdist með öllu. Það voru aðallega barnabörnin sem náðu fram gömlu andrúmslofti. Þótt þau næðu aldrei að þekkja afa Jóakim eins og hann var fyrir veikindin skynjuðu þau vel að þau voru honum mikilvæg- ari en allt annað. Það var sama hve langt hann var niðri, alltaf spurði hann um þau fyrst af öllu og vildi allt- af vita hvað þau hefðu fyrir stafni. Jóakim Pálsson fæddist í Hnífsdal og var alla tíð sterklega tengdur Vestfjörðunum þótt hans starfsvett- vangur yrði að stærstum hluta ann- ars staðar. Móðir hans dó úr spænsku veikinni 1918 og faðir hans lést árið eftir. Fjögur systkinin stóðu uppi foreldralaus á aldrinum tveggja til átta ára, Jóakim var þá fimm ára. Jens bróðir hans sem var fæddur ári á undan Jóakim dó 17 ára. Þessi erf- iða upplifun í æsku bjó alla tíð sterkt í vitund Jóakims. Hans happ var að lenda hjá úrvalsfólki og voru uppeld- issystkini hans honum mjög náin og systkinin náðu öll saman eftir upp- vaxtarárin. Heiða uppeldissystir hans og Sigga systir hans eru þau einu sem lifa Jóakim. Hugur hans stóð snemma til náms og eftir að hafa sótt nám við héraðsskólann á Laug- arvatni tók hann próf frá kennara- skólanum og íþróttakennaraskólan- um. Starfsvettvangurinn var síðan kennsla víða um land, þar af skóla- stjórnun í um 20 ár þar sem Jóakim og Björg störfuðu náið saman. Jóakim hafði yndi af ljóðum og hljóma í huga okkar bræðra mörg ljóðin sem hann fór með upphátt. Séstakt dálæti hafði hann á Davíð Stefánssyni og kunni mikið af ljóðum hans og annarra skálda. Sumar ljóð- línurnar eru svo lifandi að barna- börnin eru einnig búin að tileinka sér þær. Jóakim var ágætur söngmaður og söng í ýmsum kórum, m.a. hjá Páli Halldórssyni uppeldisbróður sínum. Hann var virkur í starfi skáta og fór eftirminnilega ferð með þeim á Jamboree-mót í Frakklandi 1947. Íþróttir skipuðu mikinn sess í lífi fjöl- skyldunnar og á síðari árum áttu þau ófáar notalegar stundir, Jóakim og Björg, við að horfa á útsendingar í sjónvarpi frá Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum og voru það oft ánægjulegustu stundir þeirra hjóna á síðari árum. Guð blessi elsku afa, tengdaföður og pabba. Gunnar Páll, Oddný Friðrikka, Arnar og Björg, Birgir Þorsteinn, Unnur, Sólborg og Bjargey. Komið er að kveðjustund. Í dag er til moldar borinn ástkær bróðir minn, Jóakim Pálsson, kennari. Hin síðari ár hefur Jóakim verið lasburða og sjálfsagt hvíldinni feginn, en hann var á 88. aldursári þegar hann lést. Fimm ára gamall hafði hann séð á eftir báðum foreldrum sínum. Móðir okkar dó úr spænsku veikinni árið 1918 og faðir okkar dó 1919. Við vor- um fjögur systkinin og var okkur komið fyrir hjá skyldmennum. Jóa- kim fór til Halldórs Pálssonar, skip- stjóra og konu hans, Guðríðar Mós- esdóttur. Naut hann öryggis og ástríkis í uppeldinu. Jens bróðir ólst upp á Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði, en hann lést árið 1929. Guðmundur, d. 1970, var elstur okkar systkina en hann var alinn upp að Mosvöllum í Bjarn- ardal í Önundarfirði. Þangað var ég líka send eftir að hafa verið í fjögur ár hjá ömmu okkar og afa í Hnífsdal, eftir andlát foreldra okkar. Ungur að árum stundaði Jóakim sjóinn með Halldóri fósturföður sín- um eða allt þar til að hann lést í sjóskaða. Jóakim fór suður með fóstru sinni og börnum eftir andlát Halldórs. Jóakim lauk námi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni árið 1932. Stundaði hann síðan þá vinnu sem til féll, en atvinnuástand var oft erfitt á þessum árum. Er hann var við störf í Hveragerði kynntist hann Freysteini Gunnarssyni, síðar skóla- stjóra Kennaraskólans, sem hvatti hann eindregið til kennaranáms. Lauk hann kennaraprófi árið 1943 og íþróttakennaraprófi ári síðar eða 1944. Varð kennsla síðan hans ævi- starf og starfaði hann víða um land sem barnakennari og íþróttakennari. M.a. fékkst hann mikið við kennslu þeirra sem áttu erfitt með nám og naut hann sín ekki hvað síst í því starfi. Lengstan starfsferil átti Jóa- kim í Þingborg í Hraungerðishreppi, eða frá 1947 til 1961. Árið 1953 kvæntist Jóakim eftirlifandi konu sinni, Björgu Þorsteinsdóttur. Fram að giftingu dvaldist Jóakim af og til á heimili mínu og minnist ég margra gleðistunda með honum og hans fé- lögum, þegar lesið var úr ljóðabókum og öðrum bókmenntum. Jóakim var einkar lagið að lesa upphátt fyrir aðra þannig að stemmning og athygli næðist. Jóakim og Björg eignuðust tvo syni, Gunnar Pál og Birgi Þorstein, sem hafa vel endurgoldið þá ást og hlýju sem þeim var veitt í uppeldinu. Eru þeir báðir vel kvæntir og eiga barnaláni að fagna. Að leiðarlokum bið ég algóðan Guð að veita Björgu, sonunum báðum og fjölskyldum þeirra, styrk til að sefa sorgina og halda sinni verndarhendi yfir þeim. Kæri bróðir, nú kveð ég þig og þakka samfylgd þína. Nú ert þú kominn á æðra stig þar Guð lætur ljós sitt skína. Inga Sigríður Pálsdóttir og fjölskylda. Kveðja frá frjálsíþróttadeild ÍR Frjálsíþróttadeild ÍR kveður nú einn af hollvinunum sem hafa stutt við bakið á deildinni með starfi á liðn- um árum. Upphafið að starfi Jóakims Páls- sonar fyrir frjálsíþróttadeild ÍR má rekja til þess tíma er hann fylgdi son- um sínum, fyrst Gunnari Páli og síð- ar Birgi, í Hljómskálahlaup ÍR. Bræðurnir kepptu báðir undir merkjum félagsins í mörg ár, sér- staklega Gunnar Páll sem var í fremstu röð hlaupara á Íslandi í yfir áratug og einn af máttarstólpum keppnisliðs ÍR og í landsliðinu. Jóakim var boðinn og búinn hve- nær sem til hans var leitað að starfa fyrir ÍR á mótum félagsins og reynd- ar Frjálsíþróttasambands Íslands líka. Hann og Björk, eftirlifandi kona hans, sóttu dómaranámskeið á veg- um FRÍ og voru meðal virkustu tímavarða innan hreyfingarinnar á tímabili. Um langt skeið mættu þau Jóakim á flest mót sem haldin voru í Reykjavík, á Melavelli eða Laugar- dalsvelli, og störfuðu að framkvæmd þeirra. Nær undantekningarlaust hélt Jóakim á skeiðklukku. Hann var áberandi á tímavarðapallinum og setti sterkan svip á hann vegna þess að hann bar alltaf dökkan barðahatt. Björk stóð jafnan við hlið hans og tók tíma líka – og reyndar lengur. Á kveðjustund færir frjálsíþróttadeild ÍR þakkir fyrir óeigingjarnt framlag Jóakims og Bjarkar og vottar að- standendum samúð. Líklega er það svo um flesta að hversu löng sem skólaganga þeirra verður er fyrsti kennarinn þeim minnisstæður með sérstökum hætti. Þetta var ég minntur á þegar ég frétti fráfall Jóakims Pálssonar skólastjóra. Hann var minn fyrsti kennari og oft hefur mér síðan bæði við nám og kennslu orðið hugsað til hans. Þegar ég var að alast upp í Flóan- um var skólahaldi þannig háttað í sveitinni að börnin komu fyrst í skól- ann tíu ára gömul og þá áttu þau helst að vera læs og eitthvað skrif- andi. Þar var svo kennt í eldri og yngri deild, sem voru í skólanum á víxl tvær vikur í senn. Þegar leið að því að Ingveldur systir mín ætti að fara í skóla langaði mig ákaflega að fara með henni þó að ekki væri ég nema átta ára. Foreldrar mínir báru þetta undir Jóakim skólastjóra og veitti hann mér umbeðna undan- þágu. Við kviðum engu er við geng- um í skólann fyrsta daginn. Jóakim þekktum við af bernskuheimili okkar og treystum honum vel. Björg Þor- steinsdóttir, sem þá hafði um skeið verið starfandi á heimili foreldra okkar, hafði búið okkur undir skóla- gönguna með lestrarkennslu. Við þóttumst því fær í flestan sjó. Fyrsta daginn prófaði kennarinn kunnáttu okkar nýju nemendanna og fól það meðal annars í sér að við áttum að skrifa stuttan texta eftir upplestri hans. Þá fór svo að ég missti þráðinn og gafst upp við skriftirnar. Þetta var slíkur ósigur að mér var um megn að taka honum karlmannlega og brast í grát. Enn man ég næstum orðrétt fortölur Jóakims þegar hann var að hugga mig. Eitt af því sem hann sagði var að þetta væri eðlilegt vegna þess að ég væri einmitt kominn í skóla til þess að læra að skrifa. Barnakennari hlýtur oft að efast um hvað börnin nemi til frambúðar hjá honum. Hinn fyrsti kennari má þó reikna með því að hann geti haft varanleg áhrif á viðhorf nemanda síns til menntunar og skólastarf. Slík áhrif tel ég að Jóakim Pálsson hafi haft á mig og gæti talið fleiri dæmi því til stuðnings en þetta eina hér að ofan. Sú mótun tel ég að hafi gagnast mér vel. Jóakim bar mikla virðingu fyrir þekkingu um leið og hann var öfgalaus í miðlun hennar og laus við að þröngva nokkrum persónulegum sjónarmiðum sínum upp á nemand- ann. Sjálfur kenndi hann allar náms- greinar við skólann nema þá sem nefnd var handavinna stúlkna. Þegar horft er til baka undrast maður hvernig þessi eini kennari gat gert allar námsgreinar álíka áhugaverðar. Eflaust hafa þær þó verið honum misjafnlega hugleiknar. Vandvirkni hans og vöndun urðu samt þess að hann leitaðist við að skila því vel sem hann hafði að sér tekið hvað sem námsgreinin hét. Það orð fór af Jóa- kim að hann væri sérstaklega góður íslenskukennari. Um það get ég bor- ið að íslenska málfræðin, sem ég lærði hjá honum, var mér tiltæk og gild allt í gegnum gagnfræða- og menntaskóla. Í dagfari sínu var Jóakim eftir því sem ég kynntist honum hæglátur og prúður í framkomu. Stundum virtist hann alvörugefinn og í þungum þönkum en í samræðu var ávallt stutt í kímni og græskulaust gaman. Þeg- ar honum þótti sjálfum sér eða öðr- um misboðið kom í ljós að hann bjó yfir miklum skapsmunum sem hann tamdi vel. Gagnvart nemendum sín- um var hann yfirleitt nærgætinn og viðkvæmur fyrir þörf þess er höllum fæti stóð. Þó að Jóakim færi sér ekki óðslega að neinu var hann ólatur í starfi sínu og raunar maður, sem aldrei mældi þann tíma sem í starfið fór meðan hann bar sem skólastjóri ábyrgð á skóla. Jóakim var bæði í starfi sínu og einkalífi maður sem fúslega gaf af sér og lagði sig fram. Hann var greiðvik- inn og hjálpsamur og tilbúinn að blanda sér í annarra kjör til að hjálpa og gefa góð ráð. Hann uppskar það að margir eru þeir sem kalla hann sinn besta kennara. Í einkalífi sínu eignaðist hann heimilisöryggi sem ekki reyndi síst á er kraftarnir tóku að dvína og gat glaðst yfir framgangi mannvænlegra afkomenda. Hans er nú minnst í þökk af mörgum og sjálf- ur þakka ég honum þessi fyrrnefndu áhrif á viðhorf mitt til menntunar og svo auðvitað fyrir að kenna mér svo eftirminnilega Biblíusögur að hann hefur stundum komið mér í hug er ég síðar á ævinni hef setið yfir að semja predikun út af þeim sömu sögum. Um leið og ég votta Björgu og sonum hennar samúð mína bið ég góðan Guð að blessa svo minningu Jóakims Pálssonar að í hana sæki eftirkom- endur hans uppbyggingu á komandi tíð. Hann sé svo falinn í eilífa gæslu Guðs sem hann fól sig og sína í lif- anda lífi. Sigurður Sigurðarson, Skálholti. JÓAKIM PÁLSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. -   ;'6,;6. $  !+ <= &23 /4 !  "    -       ! 4 6/ ; !)&$ $  /&$; !)&$ " # $,; !)&$ " ! ); !)&$ $ , -'  .     -   $!&$ & $         '         /   '      -   ,  ())* 0           $    1  (,** -. '      -#" &$",              '>9 ?  &$ /&)$<@ &2 $ $ !    )*    & # $" # $& " 6!4 4 & $  $)   !! " 7 $& $)  ",
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.