Morgunblaðið - 02.10.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.10.2001, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 41 ✝ Gunnar Jökullfæddist í Reykja- vík 13. maí 1949. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 22. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Hákon Pétursson verkstjóri, f. 12. ágúst 1914, d. 1999, og Guðrún Ein- arsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1921. Bræð- ur hans eru Pétur Jökull bygginga- meistari, f. 5. júlí 1947, og Sigurður danskennari, f. 4. október 1945. Gunnar Jökull kvæntist Margréti Kolbeins 10. október 1971, þau skildu. Sonur þeirra er Högni Jökull fram- kvæmdastjóri, f. 29. október 1972, kvæntur Mörtu Hall- dórsdóttur, f. 3. des- ember 1975. Dóttir þeirra er Rakel Ýr, f. 17. júní 1996. Högni Jökull á einnig son- inn Andra Jökul Hansen, f. 4. febrúar 2000. Útför Gunnars Jökuls fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Þú munt alltaf vera í minningu minni sem Jökullinn, við erum Jökl- arnir frá Jökuldalnum. Þegar ég heyri trommutakt verður mér hugs- að til þín og ég ósjálfrátt „bíta“ með. Þú munt alltaf verða besti trommu- leikari Íslands fyrr og síðar. Þegar ég heyri tónlistina þína fæ ég gæsa- húð af trommuslættinum, annað eins fyrirfinnst varla í heiminum. Fyrsta skiptið sem ég prufaði trommur var ég smá peyi með þér á æfingu og þegar ég fór að tromma varðstu him- inlifandi því takturinn var góður. Þegar menn sáu þig spila sögðu þeir að þeir hefðu ekki séð annað eins, þú gast slegið nánast jafnhratt með höndum og fótum. Því verður ekki hægt að gleyma að Jökullinn fann upp „tvöfalda bítið“ eins og Stuð- menn sungu svo eftirminnilega um í einu laga sinna. Ég gleymi því aldrei þegar þú bauðst mér með þér á Broadway þegar Trúbrot kom sam- an aftur. Þá var ég smápjakkur og þú kynntir mig fyrir öllum stjörn- unum í tónlistarbransanum, það var æði. Þegar við vorum saman vorum við miklir mátar og þú vildir alltaf að ég fengi allt það flottasta. Ég gleymi ekki þegar þú komst til ömmu og afa með risapáskaegg sem þú ætlaðir að gefa mér en það hafði bráðnað í bíln- um. Þú varst alveg eyðilagður yfir þessu en mér fannst það bara fyndið og á endanum borðuðum við það saman. Þú varst alltaf á flottum bíl- um og það var svo gaman að vera á rúntinum með þér. Ég veit að þú varst fæddur snillingur í músíkinni en margir hafa sagt mér af snilld þinni í sölumennsku og um það eru til margar frábærar sögur. Frá því að ég var sautján ára varstu alltaf að spyrja mig hvort þú værir ekki að verða afi og þegar afaprinsessan fæddist varðstu himinlifandi. Ég er búinn að láta hana hafa Barbie-borð- ið sem þú hafðir nýlokið við að smíða en hafðir ekki haft tækifæri til að færa henni. Síðan eignaðist ég strák og þegar þú vissir að hann bæri Jök- ulnafnið okkar varðstu svo ánægður. Jökulnafnið mun alltaf haldast hjá okkur. Ég mun ávallt sakna þín og veit að guð geymir þig. Þá mun eng- um leiðast í himnaríki með alla þá músík sem þú munt veita þeim. Þinn sonur, Högni Jökull. Fallinn er í valinn gamall og góður vinur, Gunnar Jökull, trommuleik- ari, langt fyrir aldur fram. Það er erfitt, að játa fyrir sjálfum sér, að tímabil vináttu okkar og samskipta spanni á fjórða tug ára. Mér finnst í minningunni það frekar vera eins og augnablik gærdagsins. Augnablik sem stendur grópað í vitundinni, sem gefandi, góður og skemmtilegur tími. Það var veturinn 1968 sem kynni okkar Gunnars hófust. Þá var ég með nokkrum félögum mínum, sem voru úr „músikbransanum“ í Silfur- tunglinu. En það var skemmtistaður rekinn í húsi Austubæjarbíós við Snorrabraut, sem núna telst til Sam- bíóa. Þá voru að spila þar hljómsveit- in „Flowers“ með flokk ungra og efnilegra hljóðfæraleikara, sem allir áttu eftir að gera garðinn frægan. En í þessum hópi vakti sérstaka at- hygli mína knálegur og karakterrík- ur trommuleikari, sem þandi tromm- ur með „soundi“, sem var engu því líkt, sem ég hafði heyrt fyrr. Ég varð dolfallinn yfir leikninni, tækninni og „beatinu“. Hann gæddi hljómlistina nýjum hljómi og víddum. Ég spurði félaga mína strax, hver þessi maður væri og var mér tjáð, að hann héti Gunnar Jökull, væri nýkominn frá Englandi. En þar hafi hann spilað með frægum rokkhljómsveitum. Í „pásu“ gáfu félagar mínir sig á tal við Gunnar og var honum boðið til borðs. Eftir það varð ekki aftur snúið. Upp- hófst vinátta sem stóð þar til Gunnar féll. Gunnar Jökull var hrókur alls fagnaðar. Glaðlyndur, ræðinn, rök- fastur, spaugsamur, stríðinn. Vinur í raun. Mörg voru böllin, ferðalögin, tónleikarnir, veislurnar, útihátíðirn- ar. Margt brallað. En þegar ég lít til baka og skoða hug minn, finnst mér minningin ljúf og eftir engu að sjá. Ljósheimarnir, Víðimelurinn, Möðrufellið. Minningarnar hrannast upp. Vinahópurinn var stór. Margt fagurt fljóðið, sem með fylgdi. Eins og vera ber, þegar lífið er ungt. Leik- ur við hvern sinn fingur. Gunnar Jökull var drengur góður, örlátur og stálheiðarlegur. Hann var hæfileikaríkur á mörgum sviðum. Auk þess að vera einstakur hljóm- listarmaður á heimsvísu hafði hann gott viðskiptavit. M.a. hafði hann á höndum umboðsmennsku fyrir sum- ar af þeim hljómsveitum, sem hann spilaði með. Rækti hann þann starfa með sóma. Trúbrot, Eik, Mánar. Allt nöfn, sem greipt eru í „músikvitund“ þjóðarinnar. Þá rak hann eigin mat- vöruverslun um hríð og fékkst við fasteignasölu um tíma. Gunnar flutt- ist til Svíþjóðar á níunda áratugnum og dvaldi þar langdvölum. Mörg hin síðari ár átti Gunnar við banvænan sjúkdóm að stríða, sem að lokum lagði kappann að velli. Ég hitti Gunnar á Lækjatorgi skömmu áður, en hann lést. Hann var á labbi á leið heim. Ræddum við um gamla tíma og veikindi hans. Var hann í skoðunum jafn ákveðinn og staðfastur sem alltaf. En um veikindi sín sagði hann: „Ég ætla að hafa bet- ur“. En ég sá þá glöggt, betur en áð- ur, að andinn var sterkur, en líkam- inn skar. Að lokum sagði þessi vinur minn við mig: „Þú verður að koma upp á Hverfisgötu, heimsækja mig og sjá hvernig ég bý.“ Ég játaði því og einsetti mér að láta verða úr því fljótlega. En of seint. Kallið kom áð- ur en ég kom því í verk. Þetta er áminning til mín um það, að fresta ekki því til morguns sem hægt er að gera í dag. Ég hefði betur gengið með honum þennan fallega haustdag í sólinni og séð hvernig hann bjó á nýjum stað. Blessuð sé minning þín Gunnar Jökull Hákonarson og ég bið alla góða vætti að vaka yfir fjölskyldu þinni og veita henni huggun og frið í sorginni. Róbert Árni. Gunnar Jökull er látinn. Ég vissi að hann var orðinn langt leiddur af veikindum en dauðinn kemur okkur mönnunum ávallt að óvörum. Ég kynntist Gunnari Jökli fyrst þegar við stofnuðum Trúbrot árið 1969. Ég hafði dáðst að trommuleik hans í Flowers og Tónum og mig langaði að spila með þessum einstak- lega hæfileikaríka dreng. Það leyndi sér ekki að þarna fór náungi gæddur stórbrotnum og fjölhæfum tónlistar- gáfum. Hann spilaði af svo miklu ör- yggi og hugmyndaauðgi en samt svo stílhreint. Tímabilið sem við unnum að Lifun verður mér ávallt ofarlega í huga. Þá spiluðum við ekkert opinberlega en einbeittum okkur að því að semja tónlist. Það var jafnvel sérstaklega á þessum tíma sem mér varð það ljóst hversu hæfileikaríkur Gunnar Jökull var. Hann var músikant af guðs náð, hugmyndarík tilfinningavera, enda átti hann stóran þátt í Lifun. En Gunnar átti sér stóra drauma og það var órói í sálinni. Hann fann lítinn tilgang í því að spila um land allt og leiddist jafnvel spilamennsk- an á böllunum. Hann vildi vinna fyrir sér á annan hátt, fór út í verslunar- rekstur og flutti síðar til Svíþjóðar. Við spiluðum saman í aðeins þrjú ár, skemmtileg, en jafnframt rótlaus ár. Eitt sinn bað hann mig að koma með sér heim til sín og hlusta á tón- list sem hann vildi eindregið að ég heyrði. Þegar heim var komið í Álf- heimana setti hann á 6. sinfóníu Tchaikovskis. Við áheyrn aðalþem- ans í fyrsta þætti sagði Gunnar: „Þetta er fallegasta stef sem ég hef heyrt, geturðu ekki búið til svona músík nafni?“ Ekki man ég svar mitt, líklega varð ég orðlaus, en ég hef oft hugsað til þess síðar meir að þegar við hinir, þá ungu, tónlistar- mennirnir hlustuðum á Bítlana og Stones þá var Jökullinn að gæða sér á Tchaikovski. Það eru aðeins nokkrir samferða- menn í lífinu svo sérstakir að það að hafa gengið með þeim nokkurn spöl sé gjöf í sjálfu sér. Gunnar Jökull var og er í huga mínum samferðamaður sem ég verð ævinlega þakklátur fyr- ir að hafa kynnst og gengið með, þó allt of stuttan spöl. Minningar um hann, snilligáfu hans og tímana sem við unnum að tónlist saman, munu ylja mér til æviloka. Hvíl í friði, kæri vinur. Gunnar Þórðarson. GUNNAR JÖKULL HÁKONARSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 5'  7  8 7  $  '       '       '    ' - (B- '9. + #2/ +A3 !  $, ; . . ' ( 23 (3  $  + &) + ")+  + ,        77' '6F 6    )  $ $         6' <         )! -" ")+ , 2 3                ?#.6  &!3 5!4 !            )*      &!) " #  !/ $  #" &$ &!) " D 4 D  $  +  + ")+  +  + , 2 3             9?#.6 ( /!! 6)$!    $         $     )  (,** 5   $      6$    D $) $  73  &2$" #" &$$) " # ;$!+" )-$   $) " 6!4+" )(  $  /&$3"       +  + ")+  +  + , 5'   7  8 7       8              '  6' ,    -5  .)&$ $  2!$9&!$G" .)&$ 2! " & 4   $  73  > 2! "  +3 $   2! $   2))/$#" / !" 9&!$G2! "     ")+  +  + , >  #  3   7  7 8     8 '  '       '          . &   + < &23 /4, 9!    #            $      "     -  . 8  '   3 !!$) " /  4  ) $  &!) $)  $  $$) " &!&7 $   $) " (& ) #" &$$  6)$!!$) " +3 )-$     ")  + ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.