Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 42
HESTAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er einkum keppnin um Sleipnisbikarinn, æðstu verðlaun sem íslenskir kynbótahestar geta hlotið, sem augu manna beinast að. Með því að nú eru landsmót haldin annað hvert ár hefur umhverfið breyst nokkuð og þeim valmögu- leikum, sem stóðhestaeigendur hafa, fjölgar. Þetta kom vel í ljós 1998 þegar Orrafélagið frestaði af- kvæmasýningu Orra til heiðurs- verðlauna þótt Sleipnisbikarinn væri öruggur í þeirra hendi á landsmótinu á Melgerðismelum. En staðan í heiðursverðlaunaflokki hefur nú tekið breytingum þótt áfram tróni Orri eins og kóngur langefstur á toppnum með 133 stig og frændi hans Þokki frá Garði komi næstur með 124 stig. Báðir hafa þessir hestar hlotið Sleipn- isbikarinn og eru því komnir á lygnan sjó í þeim efnum og blanda sér ekki frekar í þá baráttu. En nú er kominn í þriðja sætið Oddur frá Selfossi með 124 stig og 53 dæmd afkvæmi eftir góða frammistöðu afkvæma sinna á árinu og aðstand- enda sinna, þá kannski ekki hvað síst Einars Öders Magnússonar og konu hans, Svanhvítar Kristjáns- dóttur. Og yfir þessari ágætu út- komu klársins svífur svo andi Magnúsar heitins Hákonarsonar sem hiklaust má telja guðföður Odds. Oddur var sýndur til heiðurs- verðlauna á Kaldármelum í sumar sem líta má á sem góða æfingu fyrir landsmótið á næsta ári en þannig var einnig ferlið hjá Kol- finni frá Kjarnholtum sem að vísu hlaut ekki Sleipnisbikarinn þrátt fyrir frábæra sýningu afkvæma hans á landsmótinu í fyrra. Oddur er eini hesturinn sem kemur til greina af þeim hestum sem nú þegar eru komnir með yfir 50 dæmd afkvæmi sem eru heiðurs- verðlaunamörkin. En það eru þrír aðrir hestar sem ekki hafa náð þessum mörkum, en munu ef að líkum lætur gera það næsta vor, sem munu veita Oddi verðuga keppni og satt best að segja er staða þeirra ekki síðri en Odds því þeir eru allir hærri en Oddur í ein- kunn en lægri í dæmdum afkvæm- um. Efstur á blaði er Gustur frá Hóli II sem er með 126 og 42 dæmd afkvæmi. Kraflar frá Mið- sitju er næstur með 125/46 og Þorri frá Þúfu jafn honum en með 42 afkvæmi. Ómögulegt er að gera sér grein fyrir því hvernig þessi leikur getur farið en gera má ráð fyrir að eigendur og aðstandendur þessara klára muni leggja allt í sölurnar til að koma sínum klár í hið eftirsótta sæti. Nú þurfa þeir að fara yfir afkvæmalista hest- anna, finna út hvaða hross verða tamin í vetur og reyna að stuðla að því að sem best verði staðið að því. Þá þarf að taka út trippin í vor og hlutast til um að þeim hrossum sem líkleg eru til að draga klárana niður verði haldið til hlés þetta ár- ið. Þegar mörkunum er náð er svo næsti leikur að safna minnst tólf góðum hrossum saman til að sýna með klárunum og getur það reynst þrautin þyngri því dæmi eru til þess að ekki hafi verið hægt að fá heiðursverðlaunastimpil á stóðhest því ekki tókst að öngla saman þessum fjölda í sýningarhæfu ástandi. Að koma hesti í heiðurs- verðlaun getur verið fyrirhafnar- samt og sér í lagi ef verið er að berjast um sjálfan Sleipnisbikar- inn. Af hestum sem keppa munu til fyrstu verðlauna er Galsi frá Sauð- árkróki kominn með afar vænlega stöðu og má segja að hann hafi nú heldur betur rétt úr kútnum eftir frekar krítíska stöðu síðustu árin eða allt frá því að nokkrir íslenskir aðilar keyptu stóran hlut í honum. Voru þau kaup gagnrýnd mjög en nú hefur sá móálótti rekið af sér slyðruorðið og er búinn að skipa sér í fremstu röð. Galsi er með 127 Kynbótamat Bændasamtakanna Stefnir í hörkukeppni um Sleipnisbikarinn Með nýjum útreikn- ingum á kynbótamati ís- lenskra hrossa skýrast línur nokkuð um hvaða stóðhestar muni berjast um efstu sætin í verð- launaröð fyrir afkvæmi sín á landsmótinu á næsta ári. Valdimar Kristinsson skoðar hér röð efstu hestanna og veltir upp möguleikum í stöðunni. Morgunblaðið/Valdimar Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 5'  7  8 7   8 '       '       '     6B# . +!    &!3 /&)$<= &23 /4,       3 4+3 $  :*  "   ) * ! $  62  " 6!!&,7 $3 $  ($   $       ")+  + , 6$   #  3     '  #   7     8   7       8 '       ;'(6?'9 9!* $ @H &23 /4, /          .$   $  3   ;  . '    ?! >   "   &!)  ) $            ?! ", 5'  7  8 7    8 '   3          ' .   '  .    6 (6#  :I   D! )#" $  : !!(3 )/$" &$(3 : !$  #"  )$: !" :* :* " ($  -$   )5&$ D :* $ , <8  #  3   ' #  7    8 7     8 '       '    #  6 #.;'    E $HJ &23 /4, $) !4 -$  $)E# $$  &$ $)  $  >   #  3     '  #   7   8       8 '        '  .     3  (-(->  '&$)0K, $) -$  (3 #" )&$ "  &2)$+3 )$) +3 $  #" )&$ (3 " ) *$)  $  # 4 (3 $  (3 $&$ " ")2$ + , 5' 7    8 ' (B -   9! &2 $, &$-$ ") A2$$, flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.