Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 51 DAGBÓK YAZZ - Cartise Hamraborg 7, sími 544 4406 Glæsilegar silkiúlpur og ullarkápur Lágmarksverð Einnig dreifingaraðilar Opið frá kl. 10-16 Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið og hefjast næstu námskeið 8. og 9. október NTV skólarnir bjóða upp á tvö hagnýt og markviss tölvunámskeið fyrir byrjendur. arkvisst Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Upplýsingar og innritun: NTV Hafnarfirði - 555 4980 - NTV Kópavogi - 544 4500 NTV Selfossi - 482 3937 - www.ntv.is Grunnatriði í upplýsingatækni Windows 98 stýrikerfið Word ritvinnsla Excel töflureiknir Access gagnagrunnur PowerPoint (gerð kynningarefnis) Internetið (vefurinn og tölvupóstur) Almennt um tölvur og Windows 98 Word ritvinnsla Excel töflureiknir Internetið (vefurinn og tölvupóstur) TÖK-tölvunám 90 stundir n t v .i s nt v. is n tv .i s Almennt tölvunám 72 stundir Mtölvunám VINNU- SÁLFRÆÐI Samskipti á vinnustað I U- ÐI skipti á vinnu stað Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft vandasöm. Á námskeiðinu verður kennt samskiptalíkan til að auka samstarfshæfni og þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði. Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Upplýsingar og skráning í síma Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075, á milli kl. 11 og 12. Fax 552 1110. HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJÖFNUN College of Cranio Sacral Therapy London. 3ja ára heildarnám. A. hluti 1. stig 10.-15. nóv. Námið veitir full réttindi innan bresku og evrópsku samtakanna. cranio.simnet.is - cranio@simnet.is Gunnar 699 8064 - Margeir 897 7469 Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert staðfastur og gerir miklar kröfur til sjálfs , þín. Þetta vita aðrir og meta við þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hafðu það hugfast að sam- band er ekki einstefna heldur verða báðir aðilar að taka fullt tillit til hins ef allt á að fara vel. Sýndu þolinmæði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það hlaðast á þig verkefnin og þau eru hvert öðru viða- meira. Ef þú ætlar ekki að drukkna í öllu saman verður þú að læra að verja þig og segja nei. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sýndu öðrum þolinmæði og þá sérstaklega börnum, sem þú umgengst. Það er mikið undir því komið að þú haldir ró þinni á hverju sem gengur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur reynst erfitt að uppfylla samtímis allar kröf- ur, sem heimili og vinnustað- ur gera. En heimilið gengur fyrir ef alvarlega skerst í odda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér hefur gengið heldur brösulega að halda sambandi við vini þína að undanförnu. Gefðu þeim meiri tíma ef þú vilt eiga vináttu þeirra áfram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir að líta aðeins um öxl og kanna málin áður en þú grípur til ráðstafana í fjár- málum. Þér liggur ekkert á, því tíminn vinnur með þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér finnst allir sækja að þér og þú eiga bágt með að stand- ast þessar kröfur. Málið er að segja nei og muna að þú þarft ekki að gera svo öllum líki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gömul mál koma upp í dag og geta reynst þér erfið af því að þú vilt hafa þín mál út af fyrir þig. Þú verður samt að horf- ast í augu við veruleikann. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú getur ekki ætlast ekki til þess að fá þitt fram í öllum efnum. Þú ert ekki einn í heiminum og verður því að semja við samferðamenn þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er svo margt sem þú þarft að hafa í huga að það væri óvitlaust að fá einhvern kunnugan í lið mér þér til þess að halda utan um hlut- ina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fyrirspurnunum rignir yfir þig og þér finnst þú ekki sjá út úr verkefnunum. Haltu samt ró þinni því álagið minnkar fljótlega aftur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú mátt ekki láta kröfur ann- arra íþyngja þér um of. Sinntu þeim sem þú vilt en láttu hina vita að það sem þeir fara fram á er ekki á þínu meðfæri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Í dag 2.október, er sextug Margrét Örnólfsdóttir, Lyngbrekku 13, Kópavogi. Hún og fjölskylda hennar taka á móti ættingjum og vinum nk. föstudag, 5. októ- ber, kl. 20 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 2.308 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Arnór Valdi- marsson, Snædís Gerður Hlynsdóttir og Elva Kristín Valdi- marsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson LJÓÐABROT KONUNGSTIGN JESÚ Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig. Herratign enga að heimsins sið held ég þar mega jafnast við. Jesú, þín kristni kýs þig nú, kóngur hennar einn heitir þú. Stjórn þín henni svo haldi við, að himneskum nái dýrðar frið. Hallgrímur Pétursson. SVEIT Orkuveitu Reykja- víkur er bikarmeistari BSÍ árið 2001, en fjögurra liða úrslit fóru fram um helgina í Hreyfilshúsinu í Reykjavík. Orkuveitan vann fyrst sveit Þriggja frakka í undanúr- slitum með 95 IMPum gegn 80 í 48 spila leik. Á sama tíma lagði siglfirska sveitin Síldarævintýrið sveit Skelj- ungs með 103 IMPum gegn 100. Úrslitaleikurinn var spilaður á sunnudeginum og er jafnan 64 spil, eða fjórar 16 spila lotur, en eftir þrjár lotur var forysta Orkuveit- unnar svo afgerandi (174 IMPar gegn 42) að Siglfirð- ingarnir lögðu frá sér vopn- in. Í sveit Orkuveitunnar spiluðu Páll Valdimarsson, Eiríkur Jónsson, Hermann Lárusson, Erlendur Jóns- son, Ólafur Lárusson og Rúnar Magnússon. Síldar- ævintýrið var skipað bræðr- unum Jóni og Boga Sigur- björnssonum, og tveimur sonum Jóns, þeim Ólafi og Birki. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 9875 ♥ D108742 ♦ Á2 ♣ 3 Vestur Austur ♠ DG10632 ♠ ÁK4 ♥ ÁK65 ♥ G93 ♦ 76 ♦ KDG ♣ 6 ♣ G752 Suður ♠ -- ♥ -- ♦ 1098543 ♣ ÁKD10984 Þetta spil kom upp í fyrstu lotu úrslitaleiksins og þrátt fyrir mikla skiptingu féll spilið í 300 í AV: Vestur Norður Austur Suður Ólafur Erlendur Jón Hermann -- -- -- 5 lauf Pass Pass Dobl Pass 5 spaðar Pass Pass 5 grönd Dobl 6 lauf Dobl Allir pass Hermann vekur strax á fimm laufum og Jón doblar í fjórðu hendi í þeirri von að makker sitji. Ólafur er hins vegar með sóknarspil og tekur út í fimm spaða (sem fara einn niður), en Her- mann heldur skiljanlega áfram og býður upp á tígul með fimm gröndum. Her- mann hitti ekki á að svína fyrir laufgosa og gaf því tvo slagi á tígul og einn á lauf. Á hinu borðinu ákvað Bogi að passa í upphafi með suðurspilin: Vestur Norður Austur Suður Eiríkur Birkir Páll Bogi -- -- -- Pass 1 spaði Pass 4 tíglar 4 grönd 5 spaðar Pass Pass 6 lauf Dobl 6 tíglar Dobl Allir pass Eiríkur gat því opnað frjálst á einum spaða og stökk Páls í fjóra tígla var spaðaundirtekt og sýndi jafna skiptingu, 12-15 punka og 3-4 kontról (ás=2, kóng- ur=1). Þá gat Bogi ekki þagað lengur og sagnbarátt- an endaði í sex tíglum, sem einnig fóru tvo niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Rb3 Rbd7 9. Be2 Dc7 10. Bf3 Hb8 11. De2 b5 12. O-O-O Be7 13. a3 h6 14. Bh4 g5 15. fxg5 Rh7 16. Bg3 hxg5 17. h4 Hg8 18. Bh5 Re5 19. Hdf1 Rf6 20. hxg5 Hxg5 21. Bf4 Hg7 22. g4 Dc4 23. Dh2 Rfd7 24. g5 b4 25. Be2 Dc7 26. axb4 Hxb4 27. Df2 Bxg5 28. Hh8+ Rf8 29. Bxg5 Hxg5 30. Kb1 De7 31. Bh5 Hg7 32. Dd2 Hb6 33. Dd4 Dc7 34. De3 Dd8 35. Hd1 Bd7 36. Be2 Reg6 37. Hh5 Hh7 38. Hxh7 Rxh7 39. Bh5 Re5 40. Hf1 Rf8 41. Df2 Bb5 42. Bxf7+ Ke7 43. Rxb5 axb5 Staðan kom upp í Evr- ópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu á Krít. Vladimir Baklan hafði hvítt gegn Helga Ólafssyni (2460). 44. Rc5! Og svartur gafst upp enda er hann varn- arlaus bæði eftir 44. ... dxc5 45. Df6+ Kd7 46. Hd1+ og 44. ... Rfd7 45. Dh4+. Lokastaða efstu sveita varð þessi: 1. Ni- kel Norilsky 13 stig af SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 14 mögulegum 2. Polonia Plus GSM Varsjá 12 3.–4. Gazovik og Danko Donbass 11 5.–6. Bosnía Sarajevo og S-Pétursborg LTD 7.–9. Kiseljak, Beer Sheeva og Shlomo Har-Zvi Tel Aviv 9. Tvær íslenskar sveitir tóku þátt. Taflfélagið Hellir lenti í 10. sæti með 8 stig og Taflfélag Reykavíkur í því 12. með sama stigafjölda. Björgvin Jónsson í liði TR fékk 6 vinninga af 7 mögu- legum og náði bestum ár- angri á þriðja borði í keppninni. Ingvar Ás- mundsson í Helli stóð sig einnig best allra á 6. borði með 5½ v. Hannes Hlífar Stefánsson í Helli náði 2.–3. besta árangri á fyrsta borði með 5 v. Frammistaða ís- lensku liðanna var því með mikilli prýði enda keppnin geysisterk. Hlutavelta BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. júní sl. í Selfoss- kirkju af sr. Kristni Á. Frið- finnssyni Ingibjörg Anna Johnnysdóttir og Arnar Guðmundsson. Heimili þeirra er í Suðurengi 35, Selfossi.         ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.