Vísir - 26.11.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 26.11.1979, Blaðsíða 17
vísm Mánudagur 26. nóvember 1979 17 1 Noregur: Lðgln reynast vei, en háværar raddlr mólmæla í Noregi gengu í gildi lög um frjálsar fóstureyðingar 1. janúar 1970. Fyrsta hálfa árið voru framkvæmdar 7402 fóstur- eyðingar og þykir framkvæmd laganna hafa gengið framar vonum. Konur koma nú fyrr f þessa aðgerð en áður þegar málið þurfti að fara fyrir hinar ýmsu nefndir áöur en leyfi fékkst, sem var þó ekki nærri alltaf. Nokkur sjúkrahús hafa neitað aö taka viö konum til fóstureyðinga en slíkt hefur ekki reynst vandamál þar sem aðrir sptalar hafa getað tekiö við konunum. Þær fara ýmist heim samdægurs eftir fóstureyð- inguna eða eftir nokkra daga. Læknar halda þvf fram að sú spá að fóstureyðingar yrðu notaðar sem getnaöarvörn hafi ekki ræst. Þó framkvæmd fóstureyö- ingalaganna hafi á engan hátt skapaö vandræði er sterk og hávær hreyfing sem berst gegn. Formaður samtakanna Anne Enger, segir að þaö sé ekki aðalatriði að fóstureyöingar hafi ekki aukist eftir aö lögin tóku gildi, heldur hitt að þessi lög litilsvirði rétt hinna ófæddu barna og séu lausn fyrir sam- félagið sem meö þessum hætti losni við að veita mæðrum i erfiöum aðstæðum aðstoð. Þaö er nokkur vfsbending um að konur i Noregi hafa sektartil- finningu og fyrirverða sig fyrir að láta framkvæma fóstur- eyöingu, að það er algengt aö konur gefi ekki upp sitt rétta nafn þegar þær koma i þessa aðgerð. Bandaríkin: Fostureyölngar á tuttugu af hverjum búsund konum Bandariskar konur hafa haft aðgang að frjálsum fóstur- eyðingum siðan árið 1973. Arið 1977 voru framkvæmdar 1.3 milljónir af fóstureyðingum eða á tuttugu af hverjum þdsund konum á aldrinum 15 til 44 ára. Árið 1975 var samsvarandi tala sjöhundruð og fimmtiu þúsund. Akvörðun um fóstureyðingu er tekin fyrir þrettándu viku meðgöngutima i samráði við lækni. Aðgeröinferfram isex af hverjum tiu tilvikum á sérstökum fóstureyði ngai* sjúkrahúsum. Sjaldgæft er að viðkomandi dvelji þar lengur en einn sólarhring. Sé komið fram yfir þrettándu viku geta yfirmenn á viökomandi stað tekið ákvörðun um fóstureyöingu, og er þá vanalega tekið fyrst og fremst mið af heilsu konunnar. Fyrir utan venjuleg mótmæli gegn fóstureyöingu sem áhrifa- miklir hópar i Bandarikjunum taka þátt i eru lika umræður um fóstureyðingar sem eru fram- kvæmdar vegna nauðgunar og skyldleika foreldranna. Slikar fóstureyðingar eru greiddar af rikinuog þó sönnunarkröfur séu mjög strangar, mótmæla þessir hópar þvi mjög sterkt aðþessar fóstureyðingar fari fram. Fyrir fóstureyöingu þarf aö greiða milli sextiu og sjötiu þúsund krónur. Fóstureyöinga- spitalamir hafa sérstaka sjóði. Frakkland: Vilja breytingar a löggjöfinni Fyrir fimm árum stóð mikill styrr um fóstureyöingar i Frakklandi og allt útlit er fyrir að það muni senn endurtaka sig þó fóstureyðingarlög séu gengin þar i gildi. Þetta fimm ára reynslu- timabil hefur engan veginn verið eins og baráttumenn fyrir frjálsum fóstureyðingum höfðu hugsaö sér og þess vegna efndu tuttugu og fimm þúsund konur til mótmælagöngu I Paris i október siðastliðnum. Jafn- réttishreyfingin telur aö lögin hafi ekki reynst nógu vel I fram- kvæmd og auk þess hafi það sýnt sig að efnaminni konum reyndist erfiðara að nota þau á sama hátt og þær sem eru betur settar. Lögin er þau sömu fyrir alla, en samfélagið hefur ekki virt og tekið tillit til allra jafnt. Mesta vandamálið er þó það að konur verða aö ganga milli spitala til aö finna einhvern sem vill framkvæma fóstureyöingu. Afleiðingin af þessari tregðu er sU að risið hafa einka- sjúkrahús sem taka að sér fóstureyðingar og gefur auga leiðað hinir efnaminnihafa ekki ráð á að liggja þar. Þetta hefur veriðgagnrýntharðlegaaf jafn- réttisfélögum og sósialistum. Núverandi lög heimila fóstur- eyöingu fram aö tiu vikum eftir getnað og kostar um það bil sjötiu ogfimm þúsund krónur. A einkasjUkrahUsum er verðið tvöfalt. Eftir tiundu viku er fóstureyðing algjörlega bönnuð og heyrir þá undir hegningalög- gjöfina. Jafnréttishreyfingin vill aö þessi timi verði lengdur upp I fjórtán vikur vegna þess ástands sem er rikjandi. Margir læknar neita aö framkvæma fóstureyöingar og visa tíl heimildar sem segir aö þeir hafi heimild til þess af samviska þeirra býöur svo. Samt sem áður er merkilega mikið frjálslyndi i hinu kaþólska Frakklandi á þessu sviði og hefur til dæmis engin hreyfing krafist þess að fóstur- eyðingar yröu afnumdar. Um miðjan nóvember tekur þingiö ákvörðun um varanleg lög á þessu sviði og spurningin er að hvað miklu leyti verður losaö um nUverandi reglur. Meðan fóstureyðingar voru bannaöar I Frakklandi lést ein kona aö jafnaði á hverjum degi vegna afleiöinga af ólöglegri fóstureyðingu. NU gerist slikt mjög sjaldan enda fara aðgerö- irnar fram við öruggar aðstæður á spitölum. Aður en fóstureyðingar voru leyfðar I Frakklandi var þvl haldið fram aö ólöglegar fóstureyöingar væruum millj. á ári. Það hefur eflaust veriö oröum aukiö þvi eftir aö þær voru leyföar eru fóst ureyöingar tæplega þrjúhundruö þúsund á ári. þýskalanfl: Hitamál í næstu kosningum Frjálsar fóstureyðingar eru ekki leyfðar I Vestur Þýska- landi. Ætlunin var að setja lög sem gerðu ráð fyrir sliku þegar hinum hundrað ára gömlu hegningarlögum var aflétt árið 1976 en stjórnsýsludómstóllinn i Karlsruhe stöðvaði það. Aöeins voru leyföar fóstureyöingar við ákveCnar aðstæður svo sem: fyrstu tólf vikurnar ef lif eða heilsa móðurinnar er i hættu, ef húner undirfjórtán ára aldri, ef henni hefur veriö nauðgað eða ef hún er I óbærilegum að- stæðum. Einnig er leyfilegt aö framkvæma fóstureyðingu fram að tuttugustu og annarri viku ef það þykir sýnt aö barniö muni fæðast andlega eða likamlega vanheilt. Leyfi fyrir fóstureyöingu fæst aðeins eftir að viðkomandi hefurleitað tílfélagsráðgjafaog lænir hefur skoriö Ur um að hún þurfi á þvi að halda af einhverri af fyrrgreindum ástæöum. Þessi sami læknir . má ekki framkvæma fósturéyöinguna. Viða i Þýskalandi einkum þar sem kaþólsk trú er rikjandi er mjög erfitt að fá framkvæmdar fóstureyðingar. Læknar og spitalar hafa leyfi til að neita að framkvæma slikar aðgerðir. Arið 1978 voru framkvæmdar yfir 73.000 fóstureyðingar og 67% af þeim voru vegna neyðar- ástands hjá konunni. Af þessu hafa þeir sem eru á móti frjálsum fóstureyöingum dregiö þá ályktun aö enn vérði að þrengja ákvæöin þvi farið sé i kringum þau og i raun riki frelsi til fóstureyðinga í landinu. Gert er ráð fyrir að 120.000 þýskar konur láti framkvæma fóstureyðingu árið 1979, þar af 40.000 erlendis vegna erfiðleik- anna viö að fá hana fram- kvæmda heima fyrir. Lagabreytingin fyrir þremur árum lægöi ekki öldurnar og hafa þær nU náð hámarki aftur eftir aö Josep Höffner kardináli hefur kallað fóstureyöingar fjöldamorð. Ný löggjöf 1 þessu máli verður væntanlega eitt af kosninga- málunum á næsta ári. SvíÞjóð: FðSTUREYÐINGAR SEM GETNAflARVðRN 1 Sviþjóö hafa verið leyfðar frjálsar fóstureyðingar siðan áriö 1975. Strax árið eftir var komiö jafnvægi i fjSda fóstur- eyöinga og það er fyrst á þessu ári sem þeim er farið að fjölga verulega og stafar það af hræöslu kvenna við hinar ýmsu getnaðarvarnir.einkum pilluna. Þetta hefur leitt til þess að viöa eru fóstureyðingar I raun notaðar sem getnaðarvörn. Fjórði hver getnaður endar með fóstureyðingu og i Stokkhólmi mun hlutfallið vera hærra eða þriðji hver getnaöur. Heildar- tölur liggja þó ekki fyrir fyrr en i árslok. „Ryksuguaðferðin” er svo að segja eingöngu notuð þegar fóstrið er innan við tólf vikna en þá er sogað út gegnum leggöngin. Aðeins fimm prósent fóstureyöinga fer fram eftirtólftu vikuna. Þá þarf viökomandi kona að ræöa við félagsráðgjafa og lækni. Fóstureyöing er þá fram- kölluð með efnum sem koma af stað fæöingu fyrir timann og dvelur konan á sjUkrahUsinu. Eftir átjándu viku eru aðeins framkvæmdar fóstureyðingar i algerum neyðartilfellum og þá með leyfi frá viðeigandi yfir- völdum. ES2 ES S2E

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.