Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐAN heimurinn hefurstaðið á öndinni undan-farnar vikur vegnahinna skelfilegu hryðju- verka í New York og Washington og hugsanlegra afleiðinga þeirra og ein- ungis voðafréttir komist að hafa sem betur fer engar fréttir borist frá Austur-Tímor, landinu litla norðan við Ástralíu sem ég kvaddi með trega í byrjun september eftir nær fjög- urra vikna dvöl. Máltækið segir að engar fréttir séu góðar fréttir og því hljóta allir velunnarar Austur-Tím- ora að fagna því hversu hljótt hefur verið um þá að undanförnu. Þar rættust nefnilega vonir hinna bjart- sýnustu um að úrslitum kosninganna hinn 30. ágúst sl. yrði tekið með frið- semd; hrakspárnar um að upp úr myndi sjóða og allt fara í bál og brand reyndust rangar. Úrslitin urðu „lýðræðishollari“, ef svo má segja, en margir höfðu vænst. Frelsisflokknum – FRETELIN – hafði verið spáð allt að 80% atkvæða og leist mörgum, jafnvel sumum hans eigin mönnum, illa á að hann fengi svo sterka stöðu. Þegar til kom fékk hann ekki nema 57,3% og 43 menn kjörna af 88 og létti mörgum við það. Lýðræðisflokkurinn, nýr flokkur, kom næstur með 8,7% og 7 menn kjörna, síðan sósíaldemókrat- ar með 8,1% og 6 kjörna og Samband tímorskra sósíaldemókrata (Assoc- iacao Social-Democrata Timorense – ASDT – forveri FRETELIN frá 1974) fékk 7,8% og 6 menn kjörna. Átta aðrir flokkar fengu frá 2,3% nið- ur í 0,6% og samtals 13 þingsæti. Af 88 þingmönnum eru 24 konur eða 27%. Atkvæði greiddu 384.277 manns, að meðaltali 91,3% skráðra á kjörskrá. Hægt var að kæra úrslitin til 8. september en engin andmæli bárust og erlendir eftirlitsmenn voru á einu máli um að framkvæmd kosn- inganna, sem að mestu var í höndum heimamanna, hefði verið til fyrir- myndar. Eftirminnilegur kjördagur Víst er að kjördagurinn, fimmtu- dagurinn 30. ágúst, verður eftir- minnilegur. Hin einstaka ró, sem virtist hvíla yfir öllu eftir hávaðann í kosningabaráttunni síðustu dagana, var eins og á helgidegi sem allir virtu. Fólkið flykktist snemma á kjörstaðina og stóð þolinmótt í bið- röðum í steikjandi sólarhitanum, safnaðist síðan saman í smáhópum hér og þar til að spjalla, áður en menn héldu hver til síns heima. Það leyndi sér ekki að þetta var lang- þráður hátíðisdagur og flestir fengu frí frá vinnu fram yfir helgina. Þótt hvunndagurinn væri kominn í eðlilegt horf, þegar þegar ég kvaddi Austur-Tímor, þriðjudaginn 4. sept- ember, var ljóst að menn biðu úr- slitanna milli vonar og ótta. Hann reyndist sem fyrr segir ástæðulaus og allir sem hlut áttu að máli höfðu því ástæðu til að fagna og taka undir orð formanns kjörstjórnar, sem lét svo um mælt, þegar hann tilkynnti endanleg úrslit, að þjóðin hefði sent þau skilaboð til stjórnmálamanna landsins og til heimsbyggðarinnar allrar, að fyrir hana hefði vel lukkað kosningaferli skipt meira máli en hver úrslitin yrðu. Stjórnlagaþingið kom svo saman 15. september sl. eins og fyrirhugað var í nýuppgerðu myndarlegu hús- næði og byrjaði þegar að vinna úr skýrslum stjórnarskrárnefnda hinna þrettán héraða landsins, sem í sumar héldu fundi með heimamönnum til að heyra hvað þeir vildu sjá sett í stjórn- arskrá landsins. Á tímabilinu frá 18. júní til 14. júlí höfðu verið haldnir 212 fundir, sóttir af um 38.000 manns eða um 10% kjósenda. Þeir voru allir hljóðritaðir og úr upptökunum tekin saman helstu atriði, sem áhersla var lögð á. Þar var á mörgu tekið, svo sem hvert skyldi verða nafn hins sjálfstæða ríkis, hvernig fáni, hver þjóðsöngur, hver þjóðtunga, hverjir skyldu fá þar ríkisborgararétt, hverskonar stjórnskipulag og for- setaembætti skyldi verða, hverskon- ar kerfi stjórnmálaflokka, hagkerfi, gjaldmiðill, skattkerfi, fjárfestinga- leiðir, varnir og öryggismál, hversu ítarlega skyldi kveðið á um mann- réttindi og hvort hefðbundin lög og siðir skyldu haldnir í heiðri í ein- hverjum mæli meðfram lagasetningu þingsins í framtíðinni. Þá hafa þinginu verið afhentar sérstakar tillögur kvenna, studdar 8.000 undirskriftum, um atriði sem þær leggja áherslu á, svo sem jafn- rétti og jafnstöðu á við karla á öllum sviðum og varnir gegn heimilisof- beldi og kynferðisafbrotum. Einvalalið við stjórnvölinn Ný bráðabirgðastjórn 24 karla og kvenna var svo skipuð hinn 20. sept- ember sl. á grundvelli úrslita kosn- inganna, en þó þannig, að í henni sitja allmargir óflokksbundnir ein- staklingar. Tíu eru frá FRETELIN, þrír frá flokki lýðræðissinna og ellefu Ljósmynd/Anna Heinreksdóttir Á fréttamannafundi í Dili, sitjandi frá vinstri: Mari Alkatiri, ráðherra efnahags- og þróunarmála, Jose Ramos Horta, ráðherra utanríkismála, Sergio de Mello, aðal- fulltrúi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor, og Xanana Gusmao, verðandi forseti landsins. Kosningar kveikja von Þegar gengið var til kosninga á Austur-Tímor fyrir rúmum mánuði var óttast að allt gæti farið á versta veg. Kosningarnar fóru hins vegar friðsamlega fram og veit það á gott um framhaldið. Margrét Heinreksdóttir fylgdist með kosningunum og ræddi við Jose Ramos Horta, utanríkisráðherra Austur-Tímor, og dr. Armindo Maia, ráðherra mennta-, menningar- og æskulýðsmála. ir atkvæðagreiðsluna, þar sem 78,5% A-Tímora völdu að segja skilið við þá. „Það var stórkostleg tilfinning“ segir hann aðspurður, „ég var altekinn gleði en jafnframt auðmýkt og þakk- læti, við höfðum unnið sögulegan sig- ur, en hann var ekki einungis að þakka baráttu og fórnum fólksins okkar heldur og örlæti fjölda fólks víða um heim, sem hafði lagt okkur lið í baráttunni.“ Og nú hefur hann eignast heimili á ný í heimalandi sínu eftir aldarfjórð- ungs útlegð og gerir sér vonir um að geta miðlað löndum sínum af reynslu sinni og þekkingu, vill standa utan DR. JOSE Ramos Horta hefurlengi haft á sér það orð aðhonum stökkvi aldrei bros. Það hefur breyst enda ástæða til, þar sem nú virðist loksins lokið hinni löngu og hörmulegu frelsisbaráttu þjóðar hans, sem kostað hefur svo miklar fórnir. Nærri má geta hvernig honum hefur sjálfum liðið í útlegðinni undanfarin 24 ár, að axla þá ábyrgð að afla löndum sínum stuðnings á al- þjóðavettvangi, með sjálfan sig og sannfæringarkraftinn einan að vopni. Hann hefur verið óþreytandi í við- stöðulausri viðleitni sinni til að ná hlustum þjóðaleiðtoga, sem árum saman skelltu skollaeyrum við frétt- um og frásögnum af hörmungum landa hans, manndrápum, ofbeldi, mannréttindabrotum og markvissum útrýmingaraðferðum – og aldrei lagt árar í bát, þótt hann talaði árum sam- an fyrir daufum eyrum þeirra sem töldu sjálfsagt og eðlilegt að fórna fólkinu hans fyrir efnahagslega og hernaðarlega stöðu á leiksviði al- þjóðastjórnmálanna. Sjálfur missti hann fjögur systkini sín í þessum hildarleik en „allir hafa misst ætt- ingja, vini og samherja í þessu stríði“, segir hann og einblínir á framtíðina. Hann komst ekki heim aftur fyrr en í desember 1999, þegar Sameinuðu þjóðirnar höfðu tekið við stjórn lands- ins, en fyrir því hafði hann barist kröftuglega eftir blóðbaðið og eyði- legginguna að undirlagi Indónesa eft- flokka, vera hlutlaus og sjálfstæður, vinna með öllum stjórnmálaflokkun- um, miðla málum milli andstæðra sjónarmiða, verða manna sættir en ekki standa í stjórnmálabaráttu. Ég hitti hann nokkrum sinnum meðan ég dvaldist á Austur-Tímor og kynntist svolítið kaldhæðnislegri kímnigáfu hans; fyrst í kvöldverðar- boði, hann þá nýkominn frá Banda- ríkjunum, þar sem honum hafði verið mikið hampað og frumsýnd um hann heimildarmynd með heitinu „The Diplomat“ – síðan við útkomu tveggja bóka þar sem hann flutti ávörp og lék ýmist á létta strengi eða þunga. Þeg- ar kom að formlegu viðtali var hann hinsvegar hinn sami faglegi og bein- skeytti Ramos Horta og jafnan áður, svörin stutt og hnitmiðuð, ekkert mas, ekki orði ofaukið. Sýnum Indónesum þolinmæði Það var þröngt á þingi á skrifstofu hans þar sem ég hitti hann að máli – tuttugu starfsmenn „ráðuneytisins“ sátu við tölvur sínar, þétt hver við annan, flestir í einu herbergi, um 20– 30 ferm. herbergi, en þar inn af voru tvö um helmingi minni, annað fyrir Horta, hitt fyrir ritara hans. Vænt- anlega rýmkar þó húsnæðið áður en langt um líður enda gert ráð fyrir að starfsmennirnir verði orðnir 50 þegar sjálfstæði verður lýst yfir. Þeir eru í þjálfun hingað og þangað um heim- inn, í Kuala Lumpur, Osló og Lissa- bon, einn á förum til Rómar, annar til Washington – á kostnað gestgjaf- anna. En hvernig utanríkisstefnu hyggst hin nýja stjórn reka? „Við höfum nú þegar unnið á annað ár að því að bæta samskiptin við Indónesa; þeir hafa þegar opnað skrifstofu stjórnarerindreka hér í Dili og við munum fljótlega gera hið sama í Djakarta (Strax að afloknum kosn- ingunum bauð stjórn Indónesíu þeim de Mello, Xanana Gusmao, Jose Ramos Horta og Mari Alkatiri í heim- sókn til Djakarta til viðræðna við Megawati Soukarnoputri forseta og voru þar lögð drög að samskiptaleið- um og -háttum ríkjanna í framtíð- inni). Við höfum prýðilegt samband við Ástralíu, Nýja Sjáland, Kína og Jap- an og munum þegar fram í sækir vinna að auknum tengslum við ASEAN-ríkin. Þá munum við halda áfram hinum sérstöku tengslum okk- ar við Evrópusambandið og Norður- löndin þannig að það verður í mörg horn að líta. Við munum stefna að því að undirrita og staðfesta mikilvæg- ustu mannréttindasamninga SÞ og gera það sem við getum til að uppfylla smám saman þær skyldur sem þeim fylgja.“ Talið barst að dómsmálum, sem hafa verið í undirbúningi í Austur- Tímor og reyndar þegar hafin í mál- um þeirra Austur-Tímora, sem sekir gerðust um fjöldamorð og fleiri óhæfuverk árið 1999, bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna. Fjölmörg mál hafa verið rannsökuð á vegum sérstakrar deildar sem fjallar um al- varlega glæpi (The Serious Crimes Unit) þar sem alþjóðlegt lið saksókn- ara er að störfum en takmörkuð fjár- ráð og fámennt starfslið veldur því að óhjákvæmilegt hefur verið að láta al- varlegustu málin fá forgang. Tugir ákæra hafa verið gefnir út – meðal annars nokkrar nú alveg nýlega og í fyrsta sinn fyrir „glæpi gegn mann- kyninu“ – og nokkur mál hafa þegar verið dæmd. Vitað er að indónesískir herforingjar stóðu á bak við illvirkin en til þeirra næst ekki enn. Margir telja óhjákvæmilegt að taka einnig á fjöldamorðum og öðrum afbrotum Indónesa gagnvart íbúum landsins meðan á 24 ára hernámi þeirra stóð og vilja í því skyni setja á stofn alþjóð- „Þröngt mega sáttir sitja“, segir máltækið – og þannig var það í skrifstofu ut- anríkismála ETTA-stjórnarinnar á Austur-Tímor (The East Timor Transitional Administration). Dr. Jose Ramos Horta, ráðherra ut- anríkismála. Altekinn gleði, auðmýkt og þakklæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.