Vísir - 04.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 04.01.1980, Blaðsíða 2
VÍSLR Föstudagur 4. janúar íaxn 2 Hvernig fannst þér ára- mótaskaup sjónvarps- ins? Siguröur Helgason, nemi: Gott. Betra en undanfarin ár. Anna Brynjólfsdóttir, húsmóöir: Ekki nógu gott, of mikiö um glansnúmer, en lagaöist þegar fór að liða á það. Birna Róbertsdóttir, fóstrunemi: Mjög gott. Létt og skemmtilegt og mikið um dans og söng. Eisa Katnsdóttir, verslunar- maöur: Gott og talsvert betra en það hefur verið hingað til. Fanney Jónsdóttir, húsmóbir: Nokkuö gott, — betra en oft áöur, skrautlegt og margir góðir punktar I þvl. 'K Siguröur Heigason forstjóri Flugieiöa (Vfsism JA) Meö Dessum aðgerð- um a að nási löfn- uður I rekslrlnum - segir Sigunöup Helgason forstjóri Flugleiöa Mönnum hnykkti við þær fréttir að Flugleiðir hefðu sagt upp 140 manns um áramótin til við- bótar þeim er sagt var upp snemma á siðasta ári. Þrátt fyrir stöðugar fréttir um eldsneytishækk- anir settu flestir þær frekar i samband við dýrara bensin á bila sina en yfirvofandi samdrátt i flug- ferðum til og frá landinu. Það er hins vegar staðreynd að þetta, ásamt gifurlegum kostnaðarhækkunum hér innanlands hafa valdið stórfelldu tapi Flugleiða og rekstur félagsins stendur höllum fæti. Gripið hefur verið til harkalegra samdráttaraðgerða og menn spyrja hvort þessar aðgerðir nægi til að rétta Flugleiðir af, eða hvort reksturinn stefni i gjald- þrot. Visir ræddi við Sigurð Helgason forstjóra Flug- leiða i gær og hann var fyrst spurður hvort ekki yrði áframhaldandi tap á rekstrinum þrátt fyrir þessar aðgerðir. „Þessar aðgerðir beinast allar að þvi að ná jöfnuði i rekstrinum og samkvæmt þeim áætlunum sem viö erum með i dag mun það takast. Aætlanir eru hins vegar ekki betri en forsendurnar og ef einhverjir óvæntir hlutir gerast i eldsneytismálum eða öðrum af- drifarikum þáttum i rekstri þá breytast forsendurnar”. — Hvernig er staöa annarra félaga er fljúga milli Evrópu og Bandarikjanna? „Það er örugglega verulegt tap hjá meirihluta þeirra flugfélaga sem fljúga á þessari leiö. Um það hafa borist fregnir frá mörgum af þessum félögum. Hins vegar er munurinn sá, aö flest þessi félög eru með aðrar styrkari leiðir þar !■■■■■■■■■■■■■■ sem staöan er ekki eins slæm og á Atlantshafsleiöinni”. — Hvernig er ástandiö i Evrópufiugi Flugleiöa og á innan- landsleiöum? Er tap á þessum leiöum? „Innanlandsflugiö er rekiö með halla enn þann dag i dag. Viö erum i erfiöleikum með Evrópu- flugiö vegna ört hækkandi elds- neytiskostnaöar. Verðið á þvi hefur ekki siöur en annars staðar ■m----------------► Þotur Flugleiöa af geröinni DC-8 hafa á umliönum árum malab gull en vegna gifurlegra eldsneytishækkana er tap á rekstri þeirra sem annarra véia félagsins. hækkað gifurlega. Þaö er örugg- lega eitthvert tap á þvi flugi á siö- astliðnu ári”. — Veröa fargjöld hækkuö frekar til aö mæta tapinu? „Fargjöld hafa hækkaö al- mennt i samræmi við eldsneytis- hækkanir en ekki er um sjálf- krafa hækkanir að ræða og venju- lega eru slikar hækkanir eitthvað á eftir”. — Er hægt aö hækka fargjöidin meira á leiöinni vestur um haf vegna samkeppninnar? „Það hafa farið fram og fara fram miklar hækkanir á þessari leið, en þær bara ná ekki elds- neytishækkunum. Þær eru svo hraðar. En það sem skiptir meginmáli i þessu sambandi er þetta: Við skulum segja að viö getum hækkað fargjöldin til samræmis við þær almennu hækkanir sem verða á þessum markaöi, það er að segja þær hækkanir sem verða á meginlöndum Bandarikjanna og Evrópu. Þar hefur veröið tvö- faldast. A tslandi hefur verðið hins vegar þrefaldast og það er engin leið fyrir okkur að ná ein- hverjum viðbótarhækkunum á þessum markaði vegna oliuhækk- unar á Islandi. Siðan bætist það við, að það er engin spurning um það, að verð- bólgan hérlendis hefur leikiö Flugleiðir alveg óskaplega grátt. Við erum i allt annarri stöðu en þessir grunnatvinnuvegir hér sem alltaf er reynt að gera ráð- stafanir fyrir til að hægt sé að halda þeim gangandi. Við erum i allt annarri stöðu og verðum aö taka þvi sem að höndum ber og höfum ekki fariö fram á eða gert

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.